Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. Tíðarandi Þessi skemmtilega mynd er ekki tekin i svissnesku Ölpunum heldur í Ártúnsbrekkunni, rétt fyrir ofan gömlu rafstöðina við Elliðaárnar. Margir Reykvíkingar hafa sótt í þessar brekkur árum saman en aldrei þó eins og nú eftir að nýja hverfið fyrir ofan brekkurnar reis. DV-mynd BG Snjóri Veiiii! Óvenjugott haust og nánast vor- hlýindi fram að jólum var afskaplega vinsælt hjá þeim fullorðnu í þessu þjóðfélagi. Þeir sem voru ekki nánast með skíðabakteríu eða þjáðust af ein- hverri undarlegri þörf fyrir að togna á skautum töluðu um fyrri part vetr- arins sem yndislegan. Bíleigendur óku stoltir um á sumartúttunum og tóku hraustlega undir áróður gatna- málastjóra um að negldu dekkin væru óþörf og skaðleg. Talað var um ísland sem væntanlega vetrarpara- dís frostbólginna Evrópubúa og eins undarlegt og það var tók útigróður- inn undir þetta með því aö sýna á sér vorsvipinn með knúppum og jafnvel útsprungnum blöðum. Eng- inn tók mark á krökkunum sem höfðu verið að sanka að sér dekkja- slöngum til að renna sér á eða horfðu löngunarfullum augum á snjóþot- umar sem söfnuðu ryki í geymslum. Og vinnuveitendur, sem höfðu skiðaáhugamenn á launaskrá, fógn- uðu þvi að losna við fótbrot starfs- manna sinna. Svo gerðist það eigi alls fyrir löngu að kólna tók í veðri. Snjó tók að kyngja niður yfir réttláta jafnt sem rangláta og frosthörkur fylgdu í kjöl- farið. Fullorðið fólk og þó sérstaklega krakkar drógu fram skíði, skauta og sleða og leituðu uppi hóla og brekkur þar sem hægt væri að fótbrjóta sig á þægilegan hátt. Krakkarnir urðu óstjórnlega ham- ingjusamir. Sleðar, þotur, gúmmí- slöngur, pappaspjöld og hvaðeina var notað til að þjóta niður holt og hæðir, hlátrasköll, eltingaleikir, og heiftarlegir bardagar með snjókúlur að vopni minntu margan fullorðinn manninn á gömlu dagana. Þegar garðarnir heima vora fullir af snjó- körlum og kerlingum með gulrætur fyrir nef og tölur fyrir augu. Þegar hámark sælunnar var að liggja úti í snjóhúsi, reistu með eigin höndum, þar sem kertaljós sáu fyrir ljósi og hita. Að liggja á bakinu og finna fyr- ir svölum og rökum snjónum fylla vitin á meðan maður bjó til engil í snjóbinginn. Og muna ekki þeir sem vora hrekKjusvín' í æsku eftir ánægjunni sem fylgdi því að sjá hatt fjúka af kolli fins herra þegar snjó- boltinn hæfði í mark, eða að sjá vellagaða snjókarla og vönduð snjóhús hrynja tn grunna eftir hnit- miðuð spörk. Að maður tali nú ekki um þá sem voru svo ósvífnir að „teika“ bílana þvert ofan í ráðlegg- ingar og ströng fyrirmæli foreldra, lögreglu og kennara. Þegar DV fór af stað til að kynna sér snjóleiki krakkanna í dag kom í ljós að fátt hafði breyst. Að vísu hef- ur spjórinn ekki verið heppilegur til byggingar snjóhúsa og karla en flest- ir krakkamir höfðu reynt þetta og höföu fullan hug á að reyna sig við byggingarlistina um leið og snjórinn yrði blautari, ef þeir þá hefðu tíma frá stööugt strangari sjónvarpsdag- skrá. Svo virðist það sem betur fer vera óalgengt að krakkar stundi þann háskaleik að „teika“ bíla og strætisvagna en langvinsælast virð- ist vera að renna sér á snjóþotu niður bratta brekku. Um eitt virtust krakkamir vera sammála. Þeir vora yfir sig hrifnir af snjókomunni og vonuðust til þess að snjórinn héldist sem lengst. -ATA Þótt brekkurnar séu ekki tiltakanlega brattar á Miklatúni er þó fjör að bruna niður þær og hægt er að ná töluverðri ferð án þess að nokkur hætta steðji að. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.