Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Fréttir Skotið á bfl á Eiðsgranda: Nærri fjörtjóni af völdum brjálæðings Kona úr Kópavogi varö fyrir óskemmtilegri reynslu er skotiö var á bíl hennar á Eiðsgranda í Reykja- vík að kvöldi sunnudagsins. Skotiö hæfði hægri hluta framrúðu bílsins. Kúlan fór í gegnum rúðuna og aftur eftir bílnum. Er sennilegt að kúlan hafi farið í aðeins örfárra sentímetra fjarlægð frá konunni. Kúlan gerði gat á aftursæti bílsins og stöðvaðist í far- angursgeymslunni. Skömmu áður en skotið var á bíl- inn voru böm i honum. Má fuUyrða að hefðu bömin verið í bílnum, þegar skotið var á hann, hefði allavega eitt þeirra orðið fyrir kúlunni. Konan sem fyrir þessu varð heitir Jóhanna Stefánsdóttir. Hún sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að skot- ið hefði verið á bflinn. Hópur bama var nærri bílnum er skotið kom og taldi hún að bömin hefðu hent snjó- kúlu með steini í rúðuna. Henni þótti þó hvellurinn sem myndaðist furðu- lega mikill. Það var í gær, þegar eiginmaður Jóhönnu hóf að skipta um rúðu, að í ljós kom hvað gerst hafði. Þau höfðu samband við lögreglu og rannsókn- arlögreglumenn fundu kúluna við leit í bílnum. Þegar Jóhanna gerði sér grein fyrir hvað hefði í raun gerst sagðist hún hafa fundið fyrir hræðslu og að sér Uði Ula að hugsa tU þess hve nærri fjörtjóni hún hefði verið af völdum bijálæðings. -sme Jóhanna Stefánsdóttir bendir á þann staó er skotið hæfði bíl hennar. Á innfelldu myndinni má sjá bakhluta aftur- sætis bílsins. Kúlan fór i gegnum sætið. Skömmu áður en skotið var á bílinn voru börn í aftursætinu. Það þarf ekki aö fjölyrða um hvaða afleiðingar það heföi haft hefðu börnin verið í bilnum er skotið var á hann. DV-mynd S Bláfellið skemmdist töluvert í árekstri viö strandferðaskipið Öskju í gær. Sjópróf vegna árekstursins verða væntanlega haldin í dag. DV-mynd S Reykjavíkurhöfn: Árekstur skipa við hafnar- mynnið OUuskipiö BláfeU og strand- ferðaskipið Askja rákust saman skammt utan við hafnarmynnið í Reykjavíkm-höfn um miöjan dag í gær. Sljómborössíður skipanna skuUu saman. Askja varð fyrir litlum skemmdum en BláfeU skemmdist nokkuð mikið. Brúar- vængur lagðist inn að hluta, skemmdir komu á brú skipsins og einnig skemmdist skipið neð- an sjólínu. Skipin voru að koma úr gagn- stæðri átt, Askjan var aö fara frá Reykjavík en BláfeUiö á leið tíl Reykjavíkur. Yfirheyrslur yfir áhöfnum skipanna áttu að hefjast í morgun og sjópróf verða vænt- anlega eftir hádegi í dag. -sme Keppni á bridgehátíð 1988 lokið: Zia sigraði á lokasprettinum Isbjamaiieitin bar ekki árangur Oytfi lúistjánsson, DV, Akureyri: . „ÖU sporin sem við sáum virtust vera af sömu stærð svo við reikn- um með aö hér hafi aðeins verið á ferðinni eitt dýr, þaö sem skotið var í Haganesvík," sagði Heiðar Al- bertsson, stöövarstjóri Skeiðsfoss- virkjunar í Fljótum, en hann var einn þeirra er leituðu ísbjarnar þar í gær. Leitarmennimir fóru 6 saman frá Móskógum og leituöu með strönd- inni um 4 km vegalengd. Mikið var af slóðum eftir bjöminn á leiðinni og einnig nokkur bæU sem styöur það að hann hafi verið hér á landi í nokkra daga áöur en til hans sást. Slóðirnar vom mest við fjöruna en af og til hafði bangsi rásað upp í hlíðamar, en jafnan stutt og fylgdi yfirleitt sjávannáU. Leitarmenn sáu stóran isjaka um 50 metra undan landi nokkiu norö- an viö bæinn Hraun og virtist þeim sem í honum heföi verið ísbjamar- bæU og töldu líklegt að á honum hafi björninn komið tfi lands. Skutu leitarmenn úr kraftmiklum byssum efst i jakann ef vera skyldi aö „mamma" væri heima en svo reyndist ekki vera. Ljóst er aö fólki í Fljótum stendur ekki á sama um þessa hluti enda ekki von. Fljótamenn munu þvi hafa andvara á sér og Uta tU sjávar næstu daga þótt leitin í gær hafi styrkt menn í þeirri trú að ekki hafi fleiri dýr gengið þar á land. Norðmenn kaupa seiði Tuttugufalda verðmæti þeirra á tveimur árum Sveit Pakistanans Zia Mahmood (Mittelmann, Cohen og Smith) sigr- aði með nokkrum yfirburðum á opna Flugleiðamótinu í bridge, sem lauk að Hótel Loftleiðum í nótt. 48 sveitir tók þátt í mótinu og sveit Zia hafði forustu frá byrjun. Hún lenti í hrein- um úrsUtaleik við sveit Pólaris í lokaumferðinni. Monrad-kerfi. Fyrir umferðina hafði Zia sjö stiga forústu á sveit Pólaris, 131 stig gegn 124. Sveit Alans Sontag, USA, var í þriðja sæti með 119 stig. Sveit Pólaris þurfti að sigra sveit Zia með 19-11 til að sigra á mótinu. Framan af leiknum stefndi í þaö. Þegar hann var hálfnaöur - eftir sjö spil - hafði Pólaris skorað 18 stig gegn einu og það gerði 19-11. En í lokaspilunum gekk þeim KarU, Sæv- ari, Símoni og Stefáni Guðjohnsen ekki eins vel. Bandaríkjamennimir Cohen og Smith náðu slemmu í átt- unda spiU, sem Karl og Sævar misstu, 13-17, og sveit Zia hélt áfram að skora. ÚrsUt í lokin 2&-10 fyrir Zia, sem þar með hafði sigrað í öUum sjö leikjum sínum með talsverðum mun. í lokaumferðinni sigraði sveit Braga Haukssonar sveit Sontag, 18-12, og varö í þriðja sæti en sveit Bandaríkjamannsins féU niður í fimmta sæti. í sex efstu sætunum urðu þessar sveitir. 1. Zia 151 stig og hlaut sveitin 2000 doUara í verðlaun. Sveit Pólaris hlaut 134 stig og 1200 doUara. Sveit Braga 133 stig og 600 doUara. í fjórða sæti varð sveit Jóns Þorvarðarsonar með 132 stig. Sveit Sontag fimmta með 131 stig og í sjötta sæti sveit Sigurðar Steingrímssonar með 128 stig. -hsím 3300 tunnur til Rússlands Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúðsfirði.- Nýlega var skipað út frá Pólar- sfld hf. 3300 tunnum af saltsfld í ms. Keflavík sem sigla á til Rúss- lands. Hjá PólarsUd var aUs saltað í 24 þúsund tunnur á síð- ustu vertíð og er töluverður hluti enn hjá fyrirtækinu en fer á næstu vikum. Bátar PólarsUdar, Þorri og Guðmundur Kristinn, hafa veitt á línu að undanfomu og selt afla sinn á Englandi. Afli hefur verið misjafn. Nú í seinni hluta febrúar er ráðgert að bát- amir fari til veiða með net og landi afla sínum hjá Pólarsíld, þar sem hann verður saltaður. Norska landbúnaðarráöuneytið hefur nú gefið grænt Ijós á innflutn- ing laxaseiða frá íslandi, með fyrir- vörum um sjúkdómaeftirht. Talið er að hægt verði að selja um 4-5 miUjón- ir seiða til Noregs á þessu ári. Þetta magn markast ekki einungis af eftir- spum Norðmanna heldur einnig af því að sá skipastóU, sem fyrir hendi er til seiðaflutninga, annar ekki meiri flutningum. Aætlað söluverð seiðanna er um 300 mUljónir króna. Þegar þau verða fuUvaxin munu Norðmenn hins vegar fá fyrir þau um 6 miUjarða króna, en norskur eldislax er sá dýrasti í heimi. Norð- menn tuttugufalda þannig verðmæti íslensku seiðanna. .ese Þeir Billy Cohen og Ron Smith spiluðu mjög vel i sveitakeppninni í sveit Zia. Hér spila þeir viö Svíana Göthe og Morath en Zia sigraöi Evrópumeist'- ara Svla 25-5. Frá vinstri Göthe, Cohen, Morath og Smith. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.