Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988.
3
Fréttir
Konur við vinnu í fiskiðjuverinu.
DV-mynd Ragnar Imsland
Metár í vinnslu sjávarafla í Hornafirði:
Mest aukning
í saltfisknum
JÚlía Imsland, DV, Höfn:
Árið 1987 var metár í vinnslu sjáv-
arafla hjá Kaupfélagi Austur-Skaft-
fellinga. Alls voru móttekin á árinu
19.140 tonn af hráefni til vinnslu og
er það aukning um 3.014 tonn frá
árinu 1986 eða 18,7%. Af þessum afla
fóru 9.210 tonn til frystingar eða
48,1%, 9.650 tonn til söltunar eða
50,4% og 250 tonn í aðra vinnslu,
1,5%.
Verðmæti aflans upp úr sjó var 503
milljónir króna og er þar um að ræða
hækkun frá árinu 1986 um 155,8
milljónir eða 44,9%. Mikinn hluta
ársins var greitt fyrir áflann talsvert
umfram lágmarksverð Verðlagsráðs
sjávarútvegsins og nam sú íjárhæð
um 23,3 miOjónum króna á bolfisk-
aflann.
Heildarframleiðsla sjávarafurða
nam 8.229 tonnum 1987 og hafði
aukist um 1280 tonn eða 18,4% frá
árinu 1986. Framleiðsla frystra af-
urða var alls 4.753 tonn. Það er
aukning um 3,1%. Saltaðar afurðir
voru 3.494 tonn - aukning 48,1%.
Samdráttur var í framleiðslu á fryst-
um bolfiski um 16,3% og hrognum
um 26,1%. Hins vegar var aukning í
öllum öðrum frystum afurðum, mest
þó í síld, 19,9%. Hlutdeild í saltfisk-
framleiðslu landsmanna var á liðnu
ári 5,3%.
Heildarverðmæti framleiösluanar
var á liðnu ári um 929 milljónir króna
og er þaö hækkun frá árinu 1986 um
38,5%. Verðmæti frystu afurðanna
var alis 499 milljónir en saltfisks og
skreiðar 430 milljónir kr.
Launagreiðslur KASK námu alls
318,1 milljón króna á sl. ári. Það er
55,6% hækkun frá 1986. Að meðaltali
voru 155 launþegar á mánaðarlaun-
um og 299 á vikulaunum. 1986 voru
launþegar 425.
Að sögn Hermanns Hanssonar
kaupfélagsstjóra voru rekstrarskil-
yrði allgóð fyrri hluta ársins og
viðundandi rekstrarafkoma. Síðustu
3-4 mánuði hefur hallað mjög undan
fæti vegna sívaxandi verðbólgu,
kostnaðarauka og lækkandi gengis
dollarans. Stórhækkun vaxta og
verulega aukin skattabyrði af þeim
sökum veldur einnig miklum erfið-
leikum.
Ársuppgjöri fyrir 1987 mun vænt-
anlega ljúka í mars nk. og sagði
Hermann að enn væri of snemmt að
spá um niðurstöður rekstrar KASK
í heild á liðnu ári.
Hreinn Hauksson í Landvélum:
Er ekki ósáttur
við þennan dóm
„Þetta er Hæstiréttur og við verð-
um að beygja okkur fyrir honum.
Ég er ekki ósáttur við þennan dóm.
Það voru framin ákveðin brot og það
hlaut að liggja refsing við þeim hrot-
um. Það lá allt á borðinu hver málin
voru. Ég hef ekkert annað um þetta
að segja,“ sagði Hreinn Hauksson,
framkvæmdastjóri Landvéla h/f.
Hæstiréttur dæmdi á föstudag í
máli ákæruvaldsins gegn fimm nú-
verandi og fyrrverandi starfsmönn-
um Landvéla h/f. Hreinn Hauksson
fékk langþyngsta dóminn. Hann var
dæmdur til sjö mánaða fangelsisvist-
ar og til að greiða 1,1 milljón króna
sekt í ríkissjóð. Hreini og syni hans,
Halldóri Hreinssyni, var einnig gert
að greiða 8,3 milljónir króna í sekt í
ríkissjóð fyrir hönd Landvéla h/f.
Ákæruvaldið ákærði í málinu fyrir
bókhaldssvik. Svikin voru gerð með
því markmiði að svíkja undan sölu-
skatti. í dómi Hæstaréttar segir:
„Þeir náðu að skjóta undan sölu-
skattsskyldri veltu félagsins á
tímabilinu 1. september 1982 til 31.
mars 1984 sem nam 29.132.386,69
krónum og komst félagið þannig hjá
að greiða til ríkissjóðs 6.376.638 krón-
ur í sölugjald."
Eins og fyrr segir voru fimm menn
ákærðir í málinu. Halldór Hreinsson
var dæmdur i fjögurra mánaða fang-
elsi, skilorðsbundið til tveggja ára.
Halldór var stjórnarmaður í Land-
vélum á þeim tíma sem brotin voru
framin. Hann var einnig gjaldkeri
hluta tímabilsins.
Snæhjöm Halldórsson og Gunnar
Jóhannes Magnússon voru dæmdir
í tveggja mánaða fangelsi, skilorðs-
bundið. Fimmti maðurinn var
sýknaður af öllum ákærum.
Tveir dómarar af fimm skiluðu sér-
atkvæði. Dómararnir tveir voru í
flestu sammála meirihluta Hæsta-
réttar. Minnihlutinn vildi að Hreinn
Hauksson greiddi einn 8,3 milljónir
í sekt til ríkissjóðs og Landvélar til
vara. Þá vildi minnihlutinn að hluti
varðhaldsins yrði skilorðsbundinn.
-sme
Framhaldsskólafhimvarp menntamálaráðherra:
Innheimta námsvistar-
gjalda fellur niður
Menntamálaráðherra, Birgir
ísleifur Gunnarsson, hefur lagt fram
á Alþingi nýtt lagafrumvarp um
framhaldsskóla. í frumvarpinu er
komiö inn á verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga og má búast við að mik-
il umræða verði um mörg þau atriði
sem þar koma fram. Raunar er talið
til bóta að með frumvarpinu sé nú
loksins komin ákveðin stefna af
hálfu ríkisins í málefnum þessara
skóla. Næstkomandi fóstudag munu
forráðamenn sveitarstjórna funda
um frumvarpið og er talið að hörð
gagnrýni komi þar fram á ýmis at-
riði þess.
Samkvæmt frumvarpinu mun rík-
ið algerlega taka yfir rekstrarkostn-
að af íjölbrautaskólum sem vitaskuld
er mikil ánægja með meðal sveitarfé-
laga. Þau eru hins vegar ekki eins
ánægð með hvernig kostnaður við
byggingarframkvæmdir og stofn-
búnaö framhaldsskóla skiptist.
Samkvæmt frumvarpinu greiðir rík-
ið 60% en sveitarfélögin 40%. Mun
þetta ekki vera í samræmi við það
sem nefnd um verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga gerði tillögur um.
Samkvæmt þeim átti ríkið að taka
þennan bagga á sig. í raun losnar
ríkið við ýmsar skuldbindingar með
þessu því menntaskólarnir færast nú
undir þessi ákvæði. Þau sveitarfélög
sem hafa menntaskóla þurfa nú að
taka þátt í byggingarkostnaöi.
Þá mun innheimta námsvistar-
gjalda falla niður vegna þess að ríkið
tekur nú á sig allan rekstrarkostnað
við skólana. Innheimta þessara
gjalda, sem Reykjavíkurborg hefur
haft heiðurinn af og felur í sér að
heimasveit hvers námsmanns er
sendur reikningur fyrir námskostn-
aði, hefur verið óvinsæl. -SMJ
9000 manns bíða og fá engin lán í ár hjá Húsnæðisstofnun:
70% umsókna frá
suð-vesturhominu
„Það er auövitað sláandi í þessum
tölum frá félagsmálaráðherra að
rúmlega 9000 manns bíða eftir lánum
frá Húsnæðisstofnun og munu ekki
fá neina fyrirgreiöslu í ár. Þá á auð-
vitað eftir aö bætast verulega við
þessa tölu á árinu,“ sagði Hjörleifur
Guttormsson alþingismaður en í
svari félagsmálaráðherra við fyrir-
spurn Hjörleifs um húsnæðismál
kom fram að nú eru óafgreiddar 9110
umsóknir. Þá kemur fram að þeir
sem fá lán á árinu 1988 eru þegar
búnir að fá svar. Áætlað er að veita
2100-2300 umsækjendum lán úr
Byggingasjóði á þessu ári. Þá á að
veita lán til bygginga 500-600 íbúða
samkvæmt verkamannabústaða-
kerfmu. Einnig á að veita 273 milljón-
um kr. til kaupleiguíbúða 1988.
Hallar á landsbyggðina
„Það sýnir sig einnig að gífurlega
hallar á landsbyggðina í húsnæðis-
kerfmu en um 70% umsókna kemur
frá Reykjavík og Reykjanesi," sagði
Hjörleifur. Hann bætti því við að
veðstaða meirihluta umsóknanna
væri óljós og því væri ástæða til að
óttast að landsbyggðafólk fjárfesti í
þéttbýlinu á suð-vesturhorninu til að
glata ekki fé sínu. Hjörleifur taldi
eina ráðið til að spyrna við þessari
þróun að efla félagslega kerfið.
„Þá fannst mér einnig forvitnilegt
að enn virðist meirihlurti lífeyris-
sjóða ekki vera búin að ákveða sig.
Aðeins 36 lífeyrissjóðir hafa skrifað
undir samninga fyrir árið 1989.“ Þá
má geta þess að af þessum 36 hafa
aðeins 27 jafnframt skrifað undir
skuldabréfakaup fyrir 1990.
Samkvæmt áætlun Seðlabankans
er áætlað að ráðstöfunarfé lífeyris-
sjóðanna 1989 verði 13,4 milljarðar
og 1990 um 15,7 milljarðar.
-SMJ
Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl á Skúlagötu aðfaranótt sunnudags. Slys-
ið varð klukkan 3.20. Vegfarandinn slasaðist nokkuð og var hann fluttur á
slysadelld Borgarspitalans. DV-mynd S
Selfoss:
Ákvörðunar að vænta um framtíð Tryggvaskála
Unnið er að mótun valkosta um
framtíð Tryggvaskála á Selfossi. Leif
Blumenstein vinnur að gerð tillagn-
anna. Að sögn Karls Björnssonar
bæjarstjóra er valkostanna að vænta
innan skamms.
Ýmsir valkostir eru fyrir hendi.
Einn þeirra er að rífa Tryggvaskála.
Eins kemur til greina aö rífa nýrri
hluta hans. Tryggvaskáli var byggð-
ur árið 1891. Þá var hann vinnuskúr
og aðsetur þeirra sem unnu að smíði
Ölfusárbrúar. Síðan hefur nokkrum
sinnum verið byggt við hann.
Tryggvaskáli hefur mikið menn-
ingasrsögulegt gildi. Fyrsti harna-
skólinn á Selfossi var í Tryggvaskála,
svo og fyrsti bankinn og fyrsta póst-
húsið á Selfossi. Bæjarstjómarfundir
voru haldnir í Tryggvaskála allt þar
til á siðasta ári. Þar var einnig veit-
ingasala og gistihús í áraraðir. Húsið
er í þokkalegu ástandi. Nú hefur
Ungmennafélagið á Selfossi aðstöðu
þar ásamt fleimm. -sme