Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. 5 I>V Fréttir Veítingahúsið á Öskjuhlíð: Raunveið matar 75% hðerra en á öðmrn veitingastöðum Raunviröi þess matar sem seldur veröur i fyrirhuguðu veitingahúsi á Öskjuhlíö verður 75% hærra en ger- ist á sambærilegum veitingastöðum. Þótt reiknaö sé meö mjög góöri nýt- ingu borða'og hráefnis- og rekstrar- skilyrði verði öll með besta móti verður ekki komist hjá taprekstri á veitingahúsinu. í veitingahúsinu er gert ráð fyrir 200 sætum. 60% meðalnýting á dag þykir mjög góð. Samkvæmt reynslu betri veitingahúsa má reikna með að hver viðskiptavinur borði fyrir um 2.000 krónur í hvert sinn. Ef það verður ofan á í Öskjuhlíðarveitinga- húsinu verður dagssalan um 240 þúsund krónur. Allt undir 40% í hrá- efniskostnað þykir gott. Launakostn- aður er um þriðjungur af veltu. Söluskattur er lagður á sölu veitinga- húsa. Þessir þrír liðir nema um 227 þúsund krónum á dag af 240 þúsund króna sölu. Þá á eftir að taka tillit til Likan að fyrirhuguðu veitingahúsi á hitaveitutönkunum á Öskjuhlíð. opinberra gjalda, rafmagns, hita og fleira. Það lætur nærri að fjármagns- kostnaður vegna byggingarinnar verði um 60 milljónir á ári. Það þýð- ir að hvem dag verði fjármagns- kostnaðurinn 160 til 170 þúsund krónur. Miðað við 120 gesti á dag þarf hver gestur að greiða um 1500 krónur í fjármagnskostnað fyrir ut- an það verð sem er á öðrum veitinga- stöðum. Gunnar Bjömsson hitaveitustjóri sagði í samtali við DV að engum hefði dottið í hug að veitingahúsið ætti eft- ir að standa undir fjármagnskostn- aði. Gunnar sagði aö byggingin væri hugsuð sem höur í umhverfisátaki Öskjuhlíðar. Það er þvi gert ráð fyrir að kostnaður vegna byggingarinnar greiöist með heitavatnsnotkun við- skiptavina Hitaveitu Reykjavikur. -sme Laxalón: Tvöfaldar framleiðsluna þrátt fyiir fiskdauðann - segir Ólafur Skúlason framkvæmdastjóri ís liggur enn yfir eldiskvíum Laxa- lóns í Hvammsvík í Hvalfirði og óvist er hvert ástand fisksins þar er. Stjórn Laxalóns tók þá ákvörðun að slátra ekki þeim fiski sem náð hafði slátur- stærð þar sem of kostnaðarsamt hefði verið að brjótast gegnum ísinn. Sjávarhiti í Hvalfirði hefur hækkað lítillega en hann er enn undir frost- marki. í öðmm eldisstöðvum í Hvalfirði reyndist megnið af fiskin- um vera dautt þegar reynt var að slátra fyrir síðustu helgi. „Þrátt fyrir þetta áfall munum við tvöfalda framleiðslu okkar á þessu ári, eins og í fyrra,“ sagði Olafur Skúlason, framkvæmdastjóri Laxa- lóns, í samtali við DV. Ólafur sagði að Laxalón myndi halda áfram eldi í Hvammsvík og fyrirhugað væri að sleppa þar seiðum næsta sumar. „Við munum læra af þessum vetri,“ sagði Ólafur. í Eiðisvík fyrir utan Reykjavík og í Grundarfirði hefur sjávarhiti einn- ig hækkað og er nú við frostmarkið. „Sjórinn hér fyrir utan er mun heit- ari og ef við fáum vestanátt erum við sloppnir," sagði Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Haflax í Eiðisvík, í samtali viö DV í gær. Einar sagði að helsta áhyggjuefnið eftir þennan kuldakafla væri það að tryggingafélög og lánastofnanir kipptu að sér höndum gagnvart sjó- kvíaeldi. Þaö væri ekki nema við- héldist norðanátt með miklu frosti að fiskstofninn í kvíum félagsins væri 1 hættu. -gse Bilun í hreinsibúnaði Áburðarverksmiðjunnar: Stóð til að stöðva framleiðsluna Við lá að stöðva þyrfti framleiðslu óhreinsaður. Við það lagði gult ský úr hreinsibúnaðinum. Frosttappinn Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi yfir verksmiðjuna og nágrenni henn- myndaðist þegar rafmagn fór af fyrir síöustu helgi vegna frosttappa - ar. Mælitæki í reykháfum verk- verksmiðjunni í síöustu viku þegar sem myndaðist í hreinsikerfi verk- smiðjunnar sýndu svo mikla bilun varð í Korpuvirki. smiðjunnar. Vegna bilunarinnar mengun að til stóð að stöðva fram- -gse slapp útblástur verksmiöjunnar út leiðsluna, þegar tókst að þíða frostið Júlía Imsland, Höfn; Treg veiði er hjá þeim Hornafjarð- arbátum sem byijaðir eru á neta- veiðum en sæmileg veiði hjá línubátum þegar þeir komast á sjó. Næg vinna hefur verið í fiskvinnsl- unni og er unnið tiu tíma á dag. Margir útlendingar vinna í fiskinum og eru það Svíar, Pólverjar og Eng- lendingur eins og verið hefur víðs vegar á landinu. Það hefur hingað til þótt í verka- hring karlmanna að vinna á lyftur- um í frystihúsum en hún Guðrún Valgeirsdóttir. er búin að kollvarpa þeirri skoðun. Guðrún hefur síöast- liðinn mánuð unnið á lyftara bæði viö löndun og í vinnslunni og stendur sig með prýði, að sögn verkstjóra. Kópavogur: Tekinn á 121 km hraða á óskoðuðum bíl Lögreglan í Kópavogi tók öku- ekki verið færöur til skoðunar. mann á 121 kílómetra hraöa á Ökumaðurinn var sviptur ökuleyfi Hafnarfjaröarvegi á fóstudagskvöld- og númerin voru klippt af bílnum. ið. Bílhnn, sem maðurinn ók, hafði -sme „Jói“ æfður á Hvamms- tanga Júlíus G. Antonsson, DV, V-Húnavatnssýslu: Hafnar eru æfingar hjá leikflokkn- um á Hvammstanga á leikritinu Jóa eftir Kjartan Ragnarsson. Leikverkið fjallar um Jóa og fjölskyldu hans. Jói er ekki eins og fólk er flest. Koma því upp ýmis vandamál þegar breyt- ingar verða innan fjölskyldunnar. Leikstjóri er Þröstur Guðíeifsson en leikendur eru sjö. Áætlað er að frum- sýna 30. mars nk. Þar sem PLUS og MINUS mætast í frystihúsinu, vöruskemmuhnf eða iðnaðarhúsnæðinu er lausnin að nota XX/ÍLiðnaðarplasthengi til varnar hita- og kuldatapi. Hljóðeinangrandi og gegnsæ. Leitið upplýsinga ASTRA Austurströnd 8 - sími 61-22-44

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.