Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. 9 Úrslrtin gætu ráðist í dag Smábörnin siga stundum í en það tilheyrir forsetaframboðum að halda á svona krógum eins og Bush, varaforseti Bandaríkjanna, er með á myndinni. Símamynd Reuter Ólafur Amaison, DV, New York; George, Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, berst í dag fyrir pólítísku lífi sínu. Talið er að gengi varaforset- ans í forkosningimtim í New Hampshire í dag muni ráða úrshtum um það hvort hann hefur möguleika á útnefningu Repúblikanaílokksins fyrir forsetakosningamar síðar á þessu ári. Eftir að Bush lenti í þriðja sæti í Iowa á eftir Robert Dole og Pat Ro- bertson telja menn að hann þurfi mjög ákveðinn sigur í New Hamps- hire, annars sé hann úr sögunni. Útlitið er ekki bjart fyrir Bush sem fyrir tveimur vikum hafði öruggt for- skot á Robert Dole í New Hampshire. Eftir sigurinn í Iowa hefur Dole stoð- ugt unnið á og samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er hann kominn fram úr. Munurinn er þó lítill. Ef Dole sigrar í dag eru yfirgnæfandi hkur á að hann verði frambjóðandi Repúbhkanaflokksins í kosningun- um í haust. Ef Bush sigrar er hins vegar allt galopið. Það virðist vera hnífiöfn barátta milli Pat Robertsons, Jack Kemp og Pierre Dupont um þriðja sætið en þeir eru allir langt að baki Bush og Dole. Hjá demókrötum er það Michael Dukakis, ríkisstjóri Massachusetts, sem hefur yfirgnæfandi forystu. Hann er með fylgi tæplega 40 prósent demókrata. Keppnin um annað sætið stendur milh Richards Gephardt, sig- urvegarans frá Iowa, og Pauls Simon, öldungadeildarþingmanns frá Ilhno- is. Gephardt virðist þó ætla að hafa betur. Talið er óhklegt að Paul Simon eigi mikla möguleika í framhaldinu ef hann lendir í þriðja sæti í dag. Aðrir demókratar eru langt undan. Spennan er greinilega hjá repú- blikönum. Margir telja nú orðið mjög liklegt að næsti forseti Bandaríkj- anna verði úr röðum repúblikana og því gæti farið svo að úrshtin í dag réðu því hver verður næsti forseti. Dole hefur komið mjög sterkt út undanfama daga. Hann þykir mun skemmtilegri en Bush og hefur svör við spurningum blaðamanna og and- stæðinga sinna á reiðum höndum. Bush þykir hins vegar hálfvand- ræðalegur og klaufalegur á köflum. Menn velta því nú einnig fyrir sér, af áhuga, hvort Pat Robertson muni koma jafnmikið á óvart í New Hampshire og hann gerði í Iowa og spumingin er; hefur hann hulduher á að skipa? í gær fór mestur tími Robertsons í að draga úr ummælum sínum frá því á sunnudag um að sov- éskar kjamorkueldflaugar væru staðsettar á Kúbu. í gærkvöldi sagð- ist hahn aldrei hafa haldið slíku fram heldm einungis spurt hvort svo væri. Það er í öhu falli ljóst að niðurstað- an úr forkosningunum í dag verður mjög spennandi. Svo gæti farið að hnur skýrðust töluvert hjá repúblik- önum og jafnvel líka hjá demókröt- um. Áttatíu þúsund skjöl um nasista horfin Ásgeir Eggertsson, DV, Miinchen: Talsmaður bandaríska hersins í Vestur-Berlín hefur óbeint staðfest að um áttatíu þúsund skjölum hafi verið stohð úr skjalasafni Banda- ríkjahers. Skjölin höfðu eingöngu að geyma persónulegar upplýsingar um nasista á dögum Þriðja ríkisins. Talsmaðurinn sagði að árum sam- an hefði verið rannsakað hvað hefði orðið um þessi skjöl og hefði náin samvinna veriö um þessa rannsókn við þýsk yfirvöld. Sagt var í blaðinu Berhner Morgenpost að þessar rann- sóknir reyndust mjög erfiðar þar sem safnið hefði ahs um þijátíu milljónir mismunandi skjala að geyma. Blaðið sagði að skipulögð samtök hefðu notað þessi skjöl til að kúga fé af fólki sem nú er þekkt í þýsku þjóð- félagi. Fólkið á að hafa reitt fé af Blaðið Berliner Morgenpost fullyrðir að þau áttatiu þúsund skjöl um nas- hendi svo að ekki kæmist upp um ista, sem horfið hafa úr skjalasafni Bandaríkjahers i Vestur-Berlin, hafi ófagra fortíð þess. verið notuð til að kúga fé af fólki. Símamynd Reuter SS RACIAL FILES (238.000 FILES) SS RASSE UND SIEDLUNGSHAUPTAMT Úflönd Sjö manns fórust þegar þyrla, sem var í eigu ríkisins í Nicaragua, fórst í Chontales-héraði, um hundr- að og fimmtíu kflómetra austur af Managua, höfuðborg landsins, á sunnudag. Að sögn sfiómvalda var þyrlan að flyfia peninga til ótilgreinds staðar inni í landinu þegar hún hrapaði af völdum vélarbilunar. Þyrlan var sovéskrar gerðar, MI-17. Fjórir þeirra sem fórust voru borgaralegir embættismenn, þrír voru hermenn. Þyrlan var að flyfia nýja gerð peningaseðla, en þeir vora gefnir út ný- verið sem hður í baráttu stjómvalda gegn verðbólgu. Að sögn heimilda mun stjómin í Nicaragua eiga um fimmtiu þyrlur ura kontrahreyfingarinnar. Domingo Laino, leiðtogj róttæka fijálslynda flokksins í Paraguay, var í gær látinn laus í Asuncion eftir að hafa verið í haldi í nokkra sólarhringa, sakaöur um að hafa hvatt kjósendur i landinu til að hundsa kosningarnar sem fram fóra þar um helgina. Laino er einn af helstu leiðtogum sfiómarandstööu landsins en hami og aðrir sfiórnarandstæðngar hafa sakað sfiómina um að hafa rangt viö i kosningunum. Sfiómarflokkurinn hlaut nær niutíu prósent greiddra atkvæða í kosn- ingunum að sögn talsmanna sfiómvalda. Njósnarar hersins myrtir Löc tveggja manna, nær sjötugs bónda og sonar hans, fundust við þjóö- veg í E1 Salvador í gær og höföu þeir báöir veriö myrtir. Viö líkin haföi verið dreift miðum þar sem skýrt var frá því að vinstrisinnaöir uppreisn- armenn heföu tekið mennina tvo af lífi fyrir að hafa stundaö njósnir fýrir sfiómarher landsins. Undanfarið hafa báöir aðflar innanríkisátakanna í E1 Salvador, skæra- hðar vinstri manna og sfiómarherinn, myrt töluvert marga almenna borgara, að því er viðkomandi aöilar segja vegna starfa þeirra fýrir and- stæðinginn. Að sögn eiginkonu bóndans, sem myrtur var í gær, Cecihu Vasquez, kom hópur manna, sem voru málaðir í framan og klæddir grænum ein- kennisklæönaöi, til heimilis þeirra á sunnudagskvöld og haföi eigin- manninn og soninn á brott meö sér. Loewe látinn Bandariski tónhstarmaðurinn Frederick Loewe lést á sunnudag, áttatíu og sex ára að aldri. Loewe var virt tónskáld og starfaöi meöal annars með Alan Jay Lerner að samningu söngleiksins My Fair Lady. Á meðfylgjandi mynd er Loewe ásamt þeim Lemer og leik- aranum Rex Harrison. Sendlhenra Jarðsungínn Nora Astorga, sendiherra Nic- aragua hjá Sameinuðu þjóðunum, lést nýlega og var hún jarðsungin í Managua í gær. Útfór hennar fór fram frá sfióraaraösetrinu í borg- inni og meðal þeirra sem bára kistu sendiherrans til grafar var Daniel Ortega, forseti landsins. Astorga, sem lést af völdum krabbameins, varð á sínum tíma þekkt fyrir athaöiir sinar í bylting- unni í Nicaragua og var meðal virtustu forystumanna sfiómar sandinista þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.