Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. ÚTSALA STAKIR MUNIR 0G STELL HRESSILEGUR AFSLÁTTUR G Höfðabakka 9 Sími 655411 Utlönd SERVERSLUN MEÐ SLÍPIVÖRUR OGLOFTVERKFÆRI %R0T BlLDSHÖFÐA 18, SlMI 672240 The Good Wife m ISLENSKURItXTI Neitar enn afsögn Modern Girls T | dreifing Reykjavikurvegi 68 sími 65-20-15 Kurt Waldheim, forseti Austurrík- is, kvaöst í viðtali viö bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í gærkvöldi vera leiður ef svo væri raunin að hann hefði blekkt bandaríska vim sína varðandi stríðsferil sinn. „Ég var ekki einu sinni orðinn tvítugur þá og mig langaði til að komast af. Það þýðir hins vegar ekki að ég hafi framið stríðsglæpi né tekið þátt í þeim. Mér þykir leitt ef það að ég skyldi ekki segja frá öllu varðandi stríðsferil minn hefur blekkt vini mina í Bandaríkjunum,“ sagði for- setinn. í ávarpi til þjóðar sinnar fyrr um daginn neitaði Waldheim enn að verða við kröfum þeirra sem krefjast afsagnar hans. Kvað hann haturs- herferðina gegn sér skaða lýðræöið Forseti Austurríkis, Kurt Waldheim, ávarpaði í gær þjóð sína og neitaði enn að segja af sér. Simamynd Reuter í Austurríki. Waldheim lagði áherslu á að hann myndi starfa út kjörtíma- bil sitt. Ræða Waldheims orsakaði sundr- ungu innan austurrísku stjórnarinn- ar varðandi hvemig bæla megi niður þann storm sem fortíð Waldheims hefur vakið. Samkvæmt skýrslu al- þjóðlegrar sagnfræðinganefndar laug Waldheim um vitneskju sína um stríðsglæpi. í skýrslunni er þó tekið frám að ekki finnist neinar sannanir fyrir því aö Waldheim hafi sjálfur tekið þátt í þeim. íhaldsmenn fögnuðu orðum forset- ans um sameiningu en sósíahstar gáfu í skyn að þeir sættu sig ekki viö áframhaldandi setu Waldheims í for- setaembætti. Sprengjutilræðl tefúr útlagana Skipstjórinn Cleanthus Vahopoulos viö leiguskip Palestínumanna í höfninni i Limassol ó Kýpur. Skipið skemmdist undir sjávarborði eftir sprengjutilræði í gær. Símamynd Reuter Aætlunum um að senda palest- ínska útlaga með skipi til Israels hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að skip þeirra skemmdist í sprengjutilræði í Limassol á Kýpur. Frelsissamtök Palestínumaxma, PLO, höfðu tekið skipið á leigu en það skemmdist í sprengingu aðeins nokkrum klukkustundum áður en rúmlega hundrað útlagar voru vænt- anlegir með flugi frá Aþenu í gær. För skipsins hafði verið frestað þrisvar sinnum áður vegna erfið- leika á að fmna hentugt skip í Grikklandi. Hafa Palestínumenn kennt ísraelsmönnum um þær tafir sem oröið hafa. Varnarmálaráðherra ísraels, Yitz- hak Rabin, sagði í gær, þremur klukkustundum eftir sprengjutil- ræðið, aö yfirvöld í ísrael hefðu komist að þeirri niðurstöðu að þau væru nauðbeygð til að koma í veg fyrir áætlun Palestínumanna og að allt myndi verða gert til að koma í veg fyrir hana. Fulltrúi Palestínu- manna sagði í Aþenu í gær að greinilegt væri að ísraelsmenn stæðu á bak við sprengjutilræðið. Palest- ínumenn leggja hins vegar áherslu á að viðgerðir á skipinu séu hafnar og að það geti jafnvel lagt úr höfn í þess- ari viku. Aðrir eru ekki jafnbjartsýn- ir. Mótmælir úrræðaleysi gagnvart flóttamönnum Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Tord Palmlund, forstöðumaður sænsku innflytjendastofnunarinn- ar, hefur sagt starfi sínu lausu í mótmælaskyni við úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart vandamálum flóttamanna. „Ég er mjög vonsvikinn yfir því hvað rík- isstjómin hefur tekið lítið tillit til sjónarmiða okkar og þeirra til- lagna sem við höfum borið fram,“ segir Palmlund. Sænska ríkisstjómin hefur haft þaö á stefnuskrá sinni að fylgja rausnarlegri stefnu í málefnum innflytjenda. „Við erum ríkt land og ber skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar flótta- mannavandans í heiminum," eru orð sem heyrast frá talsmönnum ríkisstjómarinnar. En Palmlund segir að ríkisstjórn- in hafi engan veginn gert innflytj- endastofnuninni kleift að framfylgja þessari stefnu og því sé nú mikið ósamræmi á milli stefnu ríkisstjómarinnar og athafna. Nú eru um tíu þúsund flóttamenn sem bíða í flóttamannabústöðum víðs vegar um Svíþjóð og reiknaö er með að á þessu ári bætist tuttugu þúsund flóttamenn við. Það tekur innflytjendastofnunina sífellt lengri tíma að gefa flóttamönnum endanlegt svar um hvort þeir fái aö setjast að í Svíþjóð fyrir fullt og allt. Dæmi eru þess að flóttamenn hafi þurft að bíða tvö ár eftir svari sem kannski hefur svo verið neik- vætt. Á þremur árum hefur fjöldi inn- flytjenda fjórfaldast í Svíþjóð, úr fimm þúsund á ári í það að vera áætlaður tuttugu þúsund í ár. Vax- andi tregðu gætir hjá bæjar- og sveitarfélögum að taka við auknum fjölda flóttamanna. Þá er borið við húsnæðis- og atvinnuleysi. Tals- menn margra sveitarfélaga segja sem svo að það sé ómögulegt að taka við fleiri flóttamönnum nema til komi aukin fjárhagsaðstoð ríkis- valdsins. Georg Andersson innflytjenda- ráðherra segir þá gagnrýni, sem fram hefur komið, vera óréttmæta. Hann vHl ekki kannast við aö það sé ósamræmi á milli stefnu ríkis- sfjórnarinnar og athafna hennar. „Við höfum verulega aukið fram- lögin til innflytjendamála. Vanda- málin verða heldur ekki leyst með peningum einum saman. Það er þörf á umfangsmiklum skipulags- breytingum og við höfum þegar hafist handa um að hrinda þeim í framkvæmd,“ ségir Andersson. En ýmis dagblaðanna hafa í leið- urum tekið undir gagnrýni Tords Palmlund og segja að ekki sé lengur hægt aö loka augunum fyrir því að stórt vandamál hafl skapast. Sjálf- ur leggur Palmlund til að dregið verði úr fjölda innflytjenda, það sé eina raunhæfa leiðin að takmarka fjölda innflytjenda við það svigrúm sem bæjar- og sveitarfélögin hafi til aö taka á móti flóttamönnum. „Varðandi þá tíu þúsund flótta- menn, sem nú bíöa úrlausnar í Svíþjóð, er engin lausn önnur fær en að sveitarfélögin hækki veru- lega flóttamannakvóta sinn,“ segir Palmlund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.