Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. 11 Utlönd FJör í norska blaðaheiminum PáU Vittijálmsson, DV, Osló: Síðasta vika var sérstaklega flörug í norskum fjölmiðlaheimi. Stærsta blað Noregs, VG, birti á þriðjudaginn forsíðufrétt með stríðsletri þar sem alþjóð var sagt að Norðmaðurinn og Svíinn, sem eru í höndum mannræn- ingja í Líbanon, væru frjálsir. Um nóttina fóru blaðamenn VG á stúfana og gerðu rúmrusk fjölskyldu hins brottnumda Norðmanns til að fá mynd í'blaöið. Frétt VG reyndist röng og blaðið hlaut almenna for- dæmingu fyrir óvönduð vinnubrögð. Ritstjóri VG, Einar Hanseid, átti ekki sjö dagana sæla það sem eftir var vikunnar og jafnvel var gert hróp að honum á götum úti. Hanseid ritstjóri var tekinn í nær- mynd í einum vinsælasta fréttaþætti norska ríkissjónvarpsins sem sendur er út á besta sýningartíma á laugar- dagskvöldi. Sá þáttur var tilefni til annars reginhneykslis í norska blaðaheiminum í síðustu viku. Eftir að hafa séð þáttinn ákvað eigandi Morgenbladets að taka ritstjóra VG í karphúsið. Eigandinn, Hroar Han- sen, hringdi í prentsmiðjuna og las fyrir frétt sem hann krafðist að sett yrði í sunnudagsútgáfu Morgenblad- ets sem var og gert. Ritstjóra blaðsins fannst freklega fram hjá sér gengið og sagði framferði eigandans ekki eiga sér hliðstæðu í seinni tíma norskri fjölmiðlasögu. Ritstjórinn fékk stuðning hinna þijátíu blaða- manna Morgenbladets þegar hann krafðist skriflegrar afsökunarbeiðni frá eigandanum og að það yrði tryggt að eigandinn skipti sér ekki aftur af ritstjórnarefni blaðsins. Þegar síðast fréttist lá eigandi Morgenbladets undir feldi og hugsaði sitt ráð. KONUR A TH. Útsölunni lýkur á miðvikudag DUNDURVERÐ A ÖLLU MARION TRÖNUHRAUNI 6, HAFNARFIRDI, $lMI 651147 Nýjar vörur á fimmtudag VERSLUNIN mgm •• ■ Fronsk herferð gegn hávaða Bjairú Hinriksson, DV, Bordeaux: Um þessar mundir eru Frakkar afskaplega uppteknir af hávaða enda hafa sérfræðingar komist aö þvi að sá fjári kosti þjóðfélagið árlega ógrynni peninga. Yfirvöld eru með mikla upplýsingaherferö í gangi og síðasta vika hefur ve- rið helguð baráttunni gegn hávaða. Á hverjum degi öðlast almenn- ingur gegnum fjölmiðla nýja vitneskju um eðli hávaða og or- sakir hávaðamengunar, til dæmis hvers vegna mannsheil- inn virðist álíta lætin í sjávar- brimi næstum því heilsusamleg á meðan hraðbrautarhávaði er hreinn og klár óvinur þótt desí- belfjöldinn sé í báðum tilvikum sá sami. Einnig hefur komið fram að hundseigandi er yfirleitt ónæmari fyrh- gelti eigin hvutta en Snata nágrannans. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikill háv- aðinn er heldur miklu fremur hvernig hann er túlkaöur. Hin sálfræðilega hlið hávaðans er orðin mjög mikilvæg. Frakkar telja að alls kyns læti, háreysti, músík, garg og yfirleitt allt það sem hægt er að flokka undir hávaða sé helsta ástæðan fyrir nágrannaríg. Undir þetta getur fréttaritari tekið. Hann hef- ur persónulega oröið vitni aö miklu næmi og viökvæmni Frakka fyrir ýmsum hljóðum, sérstaklega eftir þann tíma sem opinberar reglugeröir segja til um aö heyrast megi í fólki. Hér á fréttaritari alls ekki viö ósæmi- legan hávaða svo sem svallveisl- ur, síðnætursjónvarpsgláp, spilakvöld eða hljómsveitaræf- ingar heldur eðlilegan barnsgrát, ósköp venjulegt fótatak eða sam- tal í viðurkenndri tónhæð. Franska ríkið hyggst veija jafh- miklu í hávaðaherferð sína og þaö ver til áróðurs gegn reyking- um. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Landsmenn 60 ára og eldrí... (og aðeins yngrí). í tilefni 10 ára afmælis ferðaskrifstofunnar Atlantik kynnum við dagana 17. 18. og 19. febrúar Klúbb 60 á skrifstofunni að Hallveigarstíg 1 frá kl. 16-18. Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi verður á skrifstofunni á þessum tíma til ráðgjafar og upplýsinga. :*€ÉÍ988Í** Kynningarfundur á Hótel Sögu, Átthagasal, 21. febr. kl. 1400 DAGSKRÁ FUNDARINS: 1. Kynning á Klúbbi 60 og ferðaáætlun sumarsins 1988. 2. Litskyggnur frá Mallorka. 3. Ferðaþjónusta bænda. 4. Ferða- og slysatryggingar. 5. „Hvernig spörum við best“? - Ráðgjafi frá Iðnaðarbanka íslands. 6. „Fasteignakaup - búskipti" - Lögfræðiþjónustan. 7. Happdrætti: A. tveir ferðavinninga til Mallorka í 28 daga þann 13. apríl n.k. B. Fjórir myndavélavinningar frá Hans Petersen. 8. Kaffiveitingar fyrir þá gesti sem vilja, fyrirspurnir, bókanir í ferðir og nánari upp- lýsingar. Kaffiveitingar verbkr.370 FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SlMAR 28388 - 28580 Hallveigarstíg 1 SSI -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.