Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Utlönd Einn af helstu aöstoöarmönnum Moshe Mubarak, forseta Egypta- lands, gagnrýndi í gær harðlega tillögur Bandaríkjamanna uin friö- arsamninga milli araba og ísraela. sagði hann að tillögumar fáelu ekki í sér nein nýmæli og væru beinlín- is rangar í ýmsum atriöum. Áður höföu Egyptar og Jórdanir hvatt Bandaríkjamenn til aö stefha að endanlegum friði í Mið-Austurlöndum, fremur en tímabundnum lausn- um sem byggi á sjálfsstjóm Palestínumanna á herteknum svæðum undir ytírstjóm ísraela. Aðstoöarmaðurinn, Osama Baz, sagði að egypska ríkisstjómin hefði þegar láöö efasemdir sfnar um tillögumar í ljós viö stjómvöld í Wash- ington. Baz sagöi hins vegar mikilvægt að umræður um þessi mál væm komn- ar á hreyfingu og halda yröi þeim áfram. George Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Mið-Austurlanda siðar í þessum mánuði, til viðræðna viö leiðtoga araba og ísraela um hugmyndir Bandaríkjamanna. Ef til vtll Van Gogh Lítið oliumálverk, sem talið er mögulegt- að hollenski málarinn Vinœnt Van Gogh hafi málað, var í gær selt fyrir fimm þúsund doll- ara á uppboði í Haag. Sölu verð þetta er til raikilla muna lægra en seljendur höfðu vonast til því uppboöshaldari opnaði tilboðin í verkið á tuttugu og fimm þúsund dollurum og fór í lokin niöur í helming þess sera hafði verið sett sem lágmarksverð fyrir málverkið. Uppboðshaldarinn hafði skýrt frá því aö hann hefði fundið málverkiö, sem er merkt „Vincent“, á heimili eldri konu. Það hversu lágt verð fékkst fyrir verkiö þykir benda til þess að list- fræöingar og listunnendur efist stórlega um að Van Gogh hafi í raun málað myndina. Verk Van Gogh seljast um þessar mundir fyrir tugi miljóna dollara en ekki fáein þúsund. Einn maður lét lífið þegar bifreið varð alelda og sprakk við innkeyrsl- una í Downing-stræti í London, göhma þar sem Margaret Thatcher, forsætisráöherra Bretlands, býr, 1 nótt. Aö sögn lögreglunnar í London er ekki talið að sprengiefni hafi verið í bifreiðinni. Sprengingin varð laust eftir miðnætti og segir lögreglan að svo viröist sem bifreiðin hafi ekiö upp að gangstétt við þann enda Downing-strætis og hafi hún orðið alelda svo tíl samstundis. Þegar slökkvilið hafði ráðið niðurlögum eldsins fannst lík ökumanns í bifreiðinni. Föstur og bænahald **»«■>*’ um síðustu helgi og hafa þar þeldökkra í landinu undanfariö ár. Desmond Tutu, erkibiskup f Suð- ur-Afrfku, hefur hvatt safhaðarfólk sitt til þess aö fasta og liggja á bæn alla miðvikudaga og föstudaga, þar ti ofbeldisöldunni, sera gc-ngur yfir bæi þeldökkra f landinu um þessar mundir, linnir. Tólf manns létu lffið í átökum andstæðra hreyfinga þel- dökkra í bænum Pietermaritzb urg yfir fjögur hundruö látist í átökum Hátíð í Kína Mikil hátíöarhöld standa nú yfir í Kína og er það hin árlega vor- hátíö sem haldin er með tilheyr- andi skrautsýningum, glensi og gamni. Ekki tekst þó alls staöar jafnvel til því um sfðustu helgi kviknaði i heilu þorpi út frá flugeldi og brann þaö til kaldra kola. Hundrað tutt- ugu og fimm hús voru rjúkandi rústir eltir. Talið er að eignatjón 1 brunanum hafi verið um áttatiu þúsund doll- arar en ekki var ralnnst á meiðsl á fólki. Utanrikisráðherra Italíu, Giulio Andreotti, tók í gær á móti Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels, á flugvellinum í Róm. ítalir voru ekki feimnir við að tjá Shamir skoðun sína á aðgeröum ísraelsmanna. Simamynd Reuter Shamir mætti andstöðu Forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, mætti andstöðu í gær er þriggja daga opinber heimsókn hans til Italiu hófst. Þetta er fyrsta utanför forsætisráðherrans eftir að óeirðim- ir á herteknu svæðunum blossuðu upp fyrir tveimur mánuðum. Heimsókn Shamirs hófst með fundi hans og Cossiga, forseta Ítalíu. Auk þess hitti Shamir leiðtoga gyðinga. Á báðum fundunum deildu menn á stefnu ísraelsmanna. Aö sögn ítalsks embættismanns lagði Cossiga áherslu á að alþjóðleg friðarráð- stefna með leiðtogum araba og Sameinuðu þjóðunum væri besta lausnin til að koma á friði í Miðaust- urlöndum. Shamir, sem er mjög andvígur slíkri ráðstefnu, kvaðst ekki vera sömu skoðunar og Cossiga. Hann sagðist hins vegar hafa áhuga á tillögum Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherra Bandaríkja- manna, George Shultz, er væntanleg- ur til ísraels innan skamms til þess að útskýra nánar tillögumar sem fela í sér áætlun um aö ísraelar láti hluta af herteknu svæöunum af hendi tti þess að friður komist á. Á fúndinum með fúiltrúum gyð- inga, sem sjálfir eru ekki allir sammála um aðgerðir ísraelsmanna gegn Palestínumönnum, var Shamir tjáð að mn allan heim litu menn á aðgeröimar sem kúgun. Hópur ungs fólks safnaöist saman í Róm í gær til að mótmæla hemámi ísraelsmanna en á laugardaginn söfnuðust um fimmtíu þúsund manns saman í Róm af sömu ástæðu. Sjónvarpsmartröð Pán Vílhjálmsson, DV, Ostó: Sá norski ráðherra, sem nýtur hvað minnsts álits í Noregi er Hal- vard Bakke menntamálaráðherra. Það sem veldur óvinsældumráð- herrans er stefna hans gagnvart sjónvarpsútsendingum. í Noregi er ríkisrekin sjónvarps- og útvarpsstöð. Stöövar þessar nutu einokunaraðstöðu og vom fjármagnaðar með afnotagjöldum. Ríkisstjóm borgaraflokkanna rauf einokun á útvarpssendingum í upphafi þessa áratugar. Stefndu flokkamir einnig að því að hætta einokun á sjónvarpi en komu því ekki í verk áður en stjórnin féll. Verkamannaflokkurinn tók við stjór og ráðherra menntamála, Halvard Bakke, fór sér að engu óðslega, hélt að kröfur um fjöl- breyttara sjónvarpsefni myndu deyja út. Um sama leyti hófu tvær enskumælandi sjónvarpsstöðvar sendingar til Norðurlanda, frá Bretlandi og Hollandi. Þessaf stöðvar em fjármagnaðar með aug- lýsingatekjum, en auglýsingar em sem eitur í beinum forystumanna Verkamannaflokksins. Kari Storækre, fyrrverandi eigin- kona hins njósnadæmda Ames Treholt, stofnaði fyrstu norrænu sjónvarpsstöðina í einkaeign ásamt fleirum og sótti um útsendingar- leyfi í Danmörku, Svíþjóö og Noregi. Sjónvarpsstöðin, sem heitir. Stöð 3, hóf útsendingar um síðustu áramót og fékk starfsleyfi í Dan- mörku og Svíþjóð en Bakke, menntamálaráðherra í Noregi, neitaði. í bréfi, sem Bakke sendi Stöð 3 1 desember síöastliðnum, segir hann að ekki komi til greina að veita útsendingarleyfi til sjón- varpsstöðvar sem sé fiármögnuö með auglýsingum. Þótt ráðherran- um væri bent á að tvær enskumæl- andi stöðvar sendu dagskrá sneisafulla af auglýsingum allan liölangan daginn til Noregs neitaði hann Stöð 3 um leyfi. Það vom þó ekki Uönar nema tvær vikur af nýju ári þegar Bakke menntamálaráðherra kúventi og leyföi Stöð 3 að dreifa dagskrá sinni í Noregi um kapalkerfi. Ráðher- rann var harðlega gagnrýndur, bæði fyrir og eftir að hann tók þessa ákvörðun, og ekki dró úr gagnrýninni þegar það fréttist um helgina að nýrri norskri sjónvarps- stöð heföi veriö neitað um sams konar leyfi og Stöð 3 haföi fengiö. Ráðherrann er sakaður um mót- sagnir og stefnuleysi en trúlega dregur afstaða hans dám af ráð- villu norskra stjórnmálamanna gagnvart breyttum aðstæðum í fjölmiðlum. Koivisto endurkjörinn Gurmlaugur A Jánsaan, DV, Lundi: Mauno Koivisto var í gær endur- kjörinn forseti Finniands til sex ára eins og reiknað hafði verið með. Þar sem Koivisto náöi ekki 50 prósent atkvæða í forsetakosningunum í síð- astliðnum mánuði kom í hlut kjörmanna að velja forsetann. Þeir komu saman til fundar í gær og eins og búist var við fékk Koivisto atkvæði nægilega margra hægri manna í annarri umferð kosning- anna til aö ná kjöri. Fyrir ýmsa hægri menn er Koivisto þó of mikill sósíalisti til að þeir geti hugsaö sér að greiða honum atkvæði en Koivisto hlaut 189 af 301 kjör- mannaatkvæði. Hið nýja kjörtímabil Koivistos hefst 1. mars næstkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.