Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Smáauglýsingar ■ Bflar til sölu AMC Eagle Sport 4x4 ’81. Aukahlutir: útvarp og segulband, 4 hátalarar, raf- drifið loftnet, Halogen kastarar, litað gler, snúningsmælir, spegill og ljós í skyggni, afturrúðuþurrka, veltistýri, Heavy-duty fjaðrir, toppgrind, 4ra gíra gólfskipting, leðurklætt stýri, auka- mælasett, aflbremsur, vökvastýri o.fl. Einn eigandi, skráður 28/101981, mjög vel með farinn. Uppl. í síma 19575. Skíðafólk - góða ferð! Þessir hentugu skíðakassar taka 5-6 pör af skíðum ásamt skóm o.fl. Gott verð. Mjög létt- ir. Hjólbarðastöðin, Skeifunni 5, símar 689660, 687517. Buick Century station '84 til sölu, V-6, 3 lítra, hvítur, 5-7 manna, sjálfskipt- ur, veltistýri og aflbremsur, rafmagn í rúðum, hraðastillir, loftkæling, vön- duð hljómtæki, toppgrind. Uppl. í síma 12500 og 39931 eftir kl.19. • Til sölu Oldsmobile Cutlass Ciera ’83, ekinn 40.000 mílur, sjálfskiptur, vökva- og veltistýri, sumar- og vetrar- dekk, hvítur að lit, gullfallegur bíll, verð 650.000, ath. skipti, skuldabréf. Uppl. í síma 92-16069 e.kl. 18. Toyota Cressida turbo dísil ’86, metal- lakk, centrum og rafmagn í öllu, stereogræjur. Uppl. í síma 675733 eftir kl. 16 eða 985-20220. Monte Carlo '79 til sölu, toppeintak, hvítur, með vínrauðum vinyltoppi, nýuppt. vél, skipting. Ath. skuldabréf. Uppl. í vs. 92-11937, hs. 92-12071 og 92-13537. Fréttir Tillögur félagsmálaráðherra um kaupleiguíbúðir: Verðum að lappa upp á drögin - segir Alexander Stefánsson sem segir tillögur ráðherra ekki vera nertt neitt í þmgflokki Framsóknarflokks- ins var samþykkt í gær að frum- varp um kaupleiguíbúðir yrði lagt fram sem ein heild en ekki bútað sundur eins og flokkurinn hafði gert tillögu um. Með þessu kemur flokkurinn til móts við Alþýðu- flokkinn en þessir tveir flokkar hafa deilt hart um tillögur Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra um kaupleiguíbúðir i þingmannanefnd stjómarflok- kanna. En þrátt fyrir þessa samþykkt er enn ágreiningur um tillögumar. „Eins og þetta liggur fyrir er þetta ekki neitt neitt og leysir engan vanda fyrir almenning í landinu,“ sagði AÍexander Stefánsson, full- trúi Framsóknarflokksins í nefnd- inni, í samtali við DV í gærkvöldi. „Það er hugsanlegt að með þessu verði hægt að byggja eitthvað fleiri leiguíbúðir og þá helst á höfuð- borgarsvæðinu. Ég sé ekki að kaupleigan skih sér í þessum tillög- um. Hún virðist vera meiri auglýs- ing fyrir ráðherra. Það er hins vegar tekið fram í stjórnarsáttmál- anum að kaupleiga skuh tekin upp í húsnæðiskerfinu. Við verðum því að reyna að lappa upp á tillögur ráðherra svo að við fáum lögin ekki í bakið frá þeim aðilum sem eiga að fjármagna þetta kerfi.“ I tillögunum er gert ráð fyrir að lífeyrissjóöirnir fjármagni kaup- leigukerfið. Alexander sagði að nefndin væri nú að kanna hug þeirra til tillagnanna og að sér virt- ist ekkert samráð hafi verið haft við þá. Það væri því mikil vinna fram undan hjá nefndinni og óvíst hvenær hún lyki störfum. Þegar DV bar þessi ummæli und- ir Jón Sæmund Sigurjónsson, fulltrúa Alþýðuflokksins í nefnd- inni, sagðist hann furða sig á ummælum Alexanders. Frum- varpsdrögin væru óvenjuvel undirbúin enda hefðu margir lagt þar hönd á plóg. Jón sagði að það væri einkum tvennt sem enn ætti eftir að leysa. Annars vegar hvort lithr lífeyrissjóðir úti á landi væru tilbúnir til þess að leggja fjármagn í kerfið svo það nýttist í þeirra heimabyggð og hins vegar væri enn ágreiningur um leigurétt eða bú- setarétt. Aðspurður um hvort mögulegt væri að þessar íbúðir yrðu í raun venjulegar leiguíbúðir sagðist hann ekki trúa því að mála- lok yrðu þau. Geir H. Haarde, fuhtrúi sjálfstæð- ismanna í nefndinni, vildi htið tjá sig um þetta mál. Hann sagðist þó trúa því að samkomulag næðist enda væri það tekið fram í stjórnar- sáttmálanum að ríkisstjórnin stefndi að því að taka upp kaup- leigukerfi. Andstaða gegn tillögum félagsmálaráðherra er þó mikil innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég er þeirrar skoðunar að Al- þingi eigi að koma sér niður á stefnu í húsnæðismálum en það eigi ekki að vera að breyta kerfinu um leið og skipt er um ráðherra,“ sagði Halldór Blöndal í samtah við DV í gær. -gse Ungur og efnilegur nemandi í Menntaskólanum við Sund dorgar á Elliða- vatni fyrir fyrir nokkrum dögum og bíður eftir þeim stóra. Margir hafa rennt fyrir fisk á vatninu síðustu daga og fengiö góða veiði. DV-mynd ÁSÞ Helluvatn: 4 og 5 punda silungar á doig Veiðimenn hafa farið víða og dorg- að síðustu daga enda veðurfar gott til sllks og ísinn víða traustur. „Ég er húinn að veiða hérna í klukkutíma og fá einn góðan silung, þaö er gaman að þessu,“ sagði veiöimaður sem dorgaði á Helluvatni á sunnudaginn. „Ég sá fyrir nokkrum mínútum væn- ar bleikjur hérna í vökinni en þær vildu ekki taka, það voru hérna veiðimenn í gær og þeir fengu 5 sil- unga, tveir þeirra voru 4 og 5 punda. Þetta er hressandi útivist í þessu og styttir biðina eftir aðalveiðitíman- um,“ sagði veiðimaðurinn á Hellu- vatni og hélt áfram að dorga með Rjúpur í Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúösfiröi: Óvenjulegir gestir hafa verið í görðum' bæjarbúa að undanförnu, það eru rjúpur sem gera sig heima- spún í vökinni. „Ég hef farið upp að Ehiðavatni tvisvar og mest höfum við fengið 14 fiska en frekar voru þeir smáir, vor- um Vatnsendamegin," sagði Árni Þ. Sigurðsson um dorgveiðina. „Frétti af ágætri veiði um daginn, 4-5 góðum fiskum, og svo fékkst einn veiðimað- urinn lax,“ sagði Ámi í lokin. Veiðimenn hafa eitthvað sótt í bleikjuna á Norðurá og Grímsá, við fréttum af einum sem veiddi um 70 einn daginn, feitar og fahegar. Eitt- hvað hefur þó dregið ur veiðinni síðustu daga. -G.Bender görðum komnar. Rjúpurnar hafa mætt í mat smáfugla, þar sem fólk hefur gefið þeim, og fengið sér kropp. Ekki er annað að sjá en vel fari á með þeim og smáfuglunum. Tímarit fyrir aHa HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA MEÐAL EFNIS: Skop 2 • Ógnvænlegt valdatafl á Persaflóa 3 • Síamstvíburarnir í Brasilíu 10 • Maðurinn sem varði heiður sinn 15 • Ekki eyðileggja fortíðina 19 • Fulltrúi syndarinnar á þingi 23 • Sköpunargáfa og þunglyndi 31 • Hve vel þekkir þú maka þinn? 35 • Til Meg sem er að verða þrettán 39 • Röð af tilviljunum 41 • Hugsun í orðum 47 • Saga af svikum: Toshibahneykslið 48 • Nýtt lyf gegn kólesteróli 55 • Diplómat eftir dauðann 60 •Kuklarakreddur og læknisdómar 75 • Hvaða vikudag fæddist þú? 81 • Er farið að halla undan fæti fyrir þér? 86 • Völundarhúsið 96 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.