Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 29
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. 29 T.ífetfll Þorrablótin ómissandi þáttur í tilverunni Þorrablót eru meö árstíðabundn- ustu og reglulegustu skemmtunum sem þekkjast hér á landi. í huga margra er þorrablótið jafnómiss- andi þáttur í tilverunni og jól og páskar. Mannfagnaður á miðjum vetri, þar sem veislugestir inn- byrða ókjörin öll af feitmeti og súrmeti og skola gjaman niður með íslensku brennivíni, er sjálf- sagt undarlegt fyrirbæri í augum útlendinga en landinn vill ekki missa af þessari skemmtan fyrir nokkum mun. Þorrablót eru ævafom siður og vom tíðkuð í heiðni hér á landi og sjálfsagt víðar á norðurhveli jarð- ar. Við kristnitökuna vom þorra- blót að mestu aflögö en á seinni hluta nítjándu aldar voru þau svo -endurvakin. Nú er svo komið að enginn er í raun maður með mönn- um nema hann taki. þátt í að minnsta kosti einu þorrablóti, og fæstir láta sér nægja eitt. Það er í rauninni umhugsunar- efni hvers vegna fólk fer á þorra- blót. Margir hafa ógeð á feitmeti og súrmeti og þola hvorki hákarl né hval. Þeir láta sér nægja að narta í harðfisk, hangikjöt og upp- stúf en vilja samt alls ekki missa af blótinu. Flestir láta sig samt hafa það aö bragða á súrmetinu og það þykir alger aumingjaskapur að éta ekki eins og einn hákarlsbita, þótt Tíðarandi það kosti vænan brennivínssopa. Þorrablót þykir einstaklega ís- lenskt fyrirbæri og er það kanhski ein ástæðan fyrir vinsældunum. Útlendingar, sem til þekkja, út- skýra þorrablótið sem veislu þar sem íslendingar koma saman með fullt af brennivíni og og láti ofan í sig alit það ógeðslegasta af kind- inni. Lyktin sé fráhrindandi, rétt eins og útht veislufanganna, en menn verði þó að viðurkenna að bragðið er hreint ekki svo afleitt fáist þeir til að prófa. En íslendingar láta sér ekki nægja að blóta þorrann heima á íslandi. Alls staðar erlendis, þar sem búsettir eru nógu margir ís- lendingar, eru haldin Jiorrablót árlega. Blótin sækja allir Islending- ar sem vettlingi geta valdið, jafnvel þótt það geti kostað suma þeirra margra tíma ferðaiög. Séu menn hins vegar svo ólánssamir að vera búsettir á stöðum þar sem engin þorrablót eru haldin eru þeim þó undantekningahtið sendir þorra- bakkar í pósti. Starfsfólk pósthús- anna kann þó þeim mestar þakkir sem draga það ekki óþarflega lengi að sækja pakkann sinn því ilmur- inn er indæll... Þorrablótin eru síöur en svo á undanhaldi því unga fólkið virðist vera alveg jafnspennt fyrir þessum skemmtunum og eldra fólkið. Og matvandir krakkar láta sig hafa það að prófa þennan sérstæða mat. Hvort sem vinsældir þorrablót- Það varó handagangur i öskjunni þegar sagt var „geriði svo vel“ og fötin voru fljót að tæmast. En það var nóg til og menn komu aftur og aftur að borðinu til aö fylla á diskana sina. anna stafa af gæðum matarins, félagsskapnum, þjóðarrembingi eða bará af því að þetta er prýðileg afsökun fyrir að drekka brennivín þá eru þau orðin skemmtileg og þjóðleg hefð sem sjálfsagt er að við- halda. -ATA Þorrinn blótaður af alefli í London - á þriðja hundrað manns á þorrablóti íslendingafélagsins í London Þorrahlót hefur verið árviss við- burður í starfsemi íslendingafélags- ins í London í fjölda ára. Blótin eru yfirieitt vel sótt enda glæsilegar veislur og ekkert til þeirra sparað. Að þessu sinni var blótið haldið á Steinunni Bjarnadóttur leist greini- lega vel á það sem á borð var borið en tók sviðakjammana þó fram yfir flest annað. DV-mynd ATA St. Ermins hótelinu við Caxtons Stre- et í London laugardaginn 6. febrúar. Veislugestir voru flestir íslendingar, búsettir í London, en nokkrir höfðu lagt á sig langt feröalag úr öðrum hlutum Bretlands til að geta tekið þátt í skemmtiminni og bragðað á þop'amatnum góða. Ásgeir Friðgeirsson, fréttaritari Útvarpsins, var veislustjóri og stjómaði Ijöldasöng sem nánast hver einasti gestur tók þátt í. Það yljaöi greinilega mörgum um hjartaræt- umar að heyra gömlu, góðu ættjarð- arlögin sungin og leikin. Þá var að gömlum og góðum sið flutt minni karla og kvenna og á eft- ir þeim sungið Táp og fjör og Fóstur- landsins freyja. Jón A. Baldvinsson sendiráðsprestur flutti minni kvenna og var það að sjálfsögðu í bundnu máh: „Þær vom gerðar tíl gamans oss / þó geti þær oröið þung- ur kross.“ ína Clark svaraði fyrir hönd kvenna og kvað það alkunn sannindi að þegar guð hefði skapað karlmann- inn hefði hann aðeins verið að grínast. Guð hefði bara skapað Það var mismunandi upplitið á veislugestum þegar þefr komu að veisiuborðinu. Þeir íslendingar sem komu með útlenda maka sína eöa vini reyndu hvað þeir gátu að fá útlendingana tii aö smakka á réttun- um en mörgum óaöi greinilega við kræsingunum þegar þeir stóöu aug- liti til auglitis við til dæmis sviða- kjamma í fyrsta skipti á ævinni. stráka, htla stráka og stóra stráka, en enga raunverulega karlmenn! Þrátt fyrir aht væra karlmenn nú piparinn í plokkfiski lífsins! Þessum hugleiðingum öhum var skolað niður með brennivíni en flaska af kældu, íslensku brennivíni var á hveiju boröi og þurftu menn æöi oft að teygja sig í hana til að geta tekið þátt í skálum. Ingunn Osk Sturludóttir söng ein- söng, nokkur vahn ættjarðarlög, og eftir enn meiri fjöldasöng tók við danshljómsveit Rúnars Júhussonar og upphófst nú fjöragur og þróttmik- ih dans. Dunaði dansinn fram á rauða nótt og virtust menn síður en svo vera á þeim buximum að hætta að blóta þorrann alveg strax. Þetta var sem sagt hið besta blót, vel heppnað, skemmthegt og menn fóra ánægðir heim með ættjaröarást- ina sindrandi í hjarta. Þorramatur- inn sjálfur þótti vel heppnaður og voru honum gerð góð skil. Það var matreiðslumeistarinn Úlfar Ey- steinsson (Úlfar og Ljón) sem sá um hann eins og hann hefur reyndar gert undanfarin þrettán ár fyrir ís- lendingafélagið í London. Nú bíða „enskir" íslendingar bara með óþreyju næsta þorrablóts og vona að tíminn fram aö því verði fljótur að hða. -ATA Þróttmikill dans af öllu tagi var stig- inn á fjölum St. Ermins hótelsins og höfðu hóteleigendur aldrei kynnst öðru eins fjöri. Hvað kostar þorramaturinn? Mjög er misjafnt hvað kostar inn á þorrablót enda era yfirleitt skemmtiatriði og salarleiga reikn- uð inn í verðið. Það verður hins vegar æ algengara að fjölskyldur, vinnufélagar og félagasamtök taki sig saman og haldi þorrablót, th dæmis í heimahúsum. Þá er vin- sælt að festa kaup á þorramat í trogum. Múlakaffi hefur um árabh sér- hæft sig í þorramat og hjá fyrirtæk- inu kostar trog fyrir fimm manns eða fleiri 800 krónur fyrir manninn. Innifahð í verðinu era sjö tegundir af súrmat, harðfiskur, hangikjöt, hákarl, hvalur, rófustappa, flat- kökur og smjör. -ATA Hvað merkir þoni? Ýmsar skýringar era th á því Þá vifja sumir halda því fram að hvað orðið „þorri" raerkir. Sú þorri sé skylt orðinu „þurr“ en sú skýring sem mestan hljómgrann skýring á sennhega betur við ann- hefur hlotið er að Þorri sé eins arsstaðaríNorður-Evrópuenhér. konar gælunafii á guöinum Þór. Það er mjög líklegt að mannfagn- Ásaþór er þá gerður aö persónu- aðir um miðjan vetur hafi tíðkast gervingi þessa harðasta og erfið- alls staöar á Norðurlöndum áöur asta tíma vetrarins. Það á vel við en kristin trú barst þangað, enda þessa skýringu aö tala um „þorra- ekki skrýtiö þótt menn hafi vhjað blót“ því það hefur þótt vel við eiga hressa sig aðeins upp í skammdeg- að blóta Þór á þessum tíma þegar isdranganum með skemmtun sem hart var í búi þjá mörgum og því leyföi þeim að borða mikið þrátt rétt að reyna að bhðka guðinn. fyrir yfirvofandi matarskort en Önnur kenning telur orðiö þorra væri um leið ákah th guðanna að skylt sögninni að þverra og hafi þá sýna þeim miskunn. Slíkir mann- merkt þverrandi matarforöa eða rögnuöir hafa eflaust gengið undir þá aö veturinn sé meira en hálf- ýmsum nöfnum en þorrablótið þorrinn. varð algengast á íslandi. Þriðja skýringin tengir nafhið við (Heirahd: Þorrablót á íslandi eftir „meginþorra", þaö er þorra vetrar Árna Bjömsson.) eða hávetur. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.