Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Qupperneq 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988.
Li&stfll
Sköpunargleðin ræður ferðinni
Silfurrósir
gróður
barinn sólþurrkaður
„Þama er rós úr garðinum, reynd-
ar búið að sprauta hana með silfur-
litu efni,“ segir Sólrún „En ég nota
njóla, vallhumal, lyng, hvönn,
köngla, steinbrjóta, mosa, reyniber
og satt að segja allt sem ég næ í,“
segir hún, „og sjávargróðurinn er
stórgóður, til dæmis þarinn, hann
gefur svo mikla möguleika." Þegar
Sólrún hefur komið þaranum heim
sólþurrkar hún hann á stéttinni hjá
sér eins og menn þurrkuðu saltfisk
forðum.
Blaðamanni er bent á fallega gler-
plötu á vegg, sem er nýjasta lista-
verkið í safninu. Þar kennir ýmissa
grasa, og reyndar kynlegra kvista
„Ég nýt þess að búa eitthvað tii, sjá hlutina skapast," segir Sólrún Guðbjörns-
dóttir, húsmóðir í Seljahverfinu í Breiðholti. Sú þörf hennar leiðir hana í ýmsar
áttir með ótrúlegum niðurstöðum. Hún notarsínartómstundirtilýmissaföndur-
starfa. Á heimili hennar prýða veggina ýmis eigin listaverk, krítarmynd, hnýtt
veggteppi, leður- og þurrblómaskreytingar, svo eitthvað sé nefnt. Tómstunda-
iðjan hefur leitt til þess að fleiri hafa smitast og hún hefur iðulega tekjð að sér
að leiðbeina fólki. Sköpunargleði Sólrúnarer nefnilega bráðsmitandi.
Blaðamaður DV leit eitt sinn augum skál, skreytta þurrblómum og jurtum, sem
var handbragð Sólrúnar og það leiddi til þess að barið var að dyrum hjá henni
og forvitnast um dægradvöl hennar. Og það var sjáanlegt á veggjum heimilis-
ins hvað hún hefurtekið sérfyrir hendurtil dægrastyttingar.
líka, því Sólrún haföi notað arinkúst-
inn sinn með, en hann hafði dottið í
sundur. Sjálfsagt að nota brotinn
arinkúst við listsköpunina.
Á borðum eru glerskálar og vasar
sem eru fyllt af jurtum og blómum.
Stundum eru blómin silfruð, eins og
komið hefur fram, eða htuð, en þau
eru líka látin halda sínum litum.
Fallin blóm verða ákaflega falleg
þegar þau eruð máluð eða úðað á þau
litarefnum því þá kemur í ljós það
sem eftir stendur, formfegurð blóm-
anna. Nokkrar skreytingar með
íslenskum jurtahtum eru ákaflega
fahegar.
Vön að gefa
„Ég hef búið til margt um dagana
og hef verið vön að gefa sköpunar-
verkin til vina og kunningja. En í
fyrsta skipti tími ég hreinlega ekki
að gefa hlutina," segir Magnfríður
P. Gústafsdóttir, ein viðstaddra. Hún
Reyklituð glerplata, skreytt
fjölbreyttum plöntutegundum
og arinkústi.
hefur notið leiðbeiningar Sólrúnar
og er mjög ánægð með árangurinn.
Afrakstur Magnfríðar er fahegur
hraunhnullungur, skreyttur stráum,
lyngi og maríustakk. Stór og falleg
glerskál með ótal íslenskum plöntum
í mörgum litum, unnin af Magnfríði,
er geysilega faheg. Hún er þama á
borði og við getum vel skihð að þessa
hstaverks vilji hún njóta sjálf.
Magnfríður segist vera vön hann-
yrðum, fatasaumi og fóndri en þetta
sé með því skemmtilegasta sem hún
hafi reynt. Og samkvæmt kenningu
Sólrúnar, sem hér er getið að fram-
an, um samband á milli sterkrar
sköpunarþarfar kvenna og bam-
eigna verðum við að upplýsa að
Magnfríður á sjö böm.
Ólafía Ragnarsdóttír og Ásdís Haf-
hðadóttir, sem báðar hafa gengið í
smiðju til Sólrúnar, taka imdir með
Magnfríði og telja þurrblómaskreyt-
ingamar ákaflega skemmtilegt og
gefandi tómstundagaman. Þær eru
að vonum stoltar af sínum afurðum,
Ásdís með forkunnarfagra skál,
fyhta jurtum, og Ólafía með leður-
skreytingu.
Leðurskreytingar
Þegar Sólrún byrjaði á leður-
skreytingunum kostaði það mikil
heilabrot hvernig hún gæti hert leðr-
ið á heppilegasta máta. Lausnin kom
og veggleðurskreytingamar urðu til
„Mér var einhvem tíma sagt að
konur með mikla og ríka sköpunar-
þörf ættu mörg böm,“ segir Sólrún
brosandi og við skiljum hvað við er
átt því bömin em fjögur á heimilinu.
Hún segir sögu af ömmu sinni sem
átti fimmtán böm, tólf stúlkur og
þrjá drengi.
„Amma fékk einu sinni sent efni í
jólakjóla á dætur sínar tólf rétt fyrir
jól. Það kom í ljós að efnið dugði
aðeins í sex kjóla og þá voru góð ráð
dýr. Amma dó ekki ráðalaus þá frek-
ar en endranær. Hún saumaði sex
kjóla úr efnisbútnum en greip svo
gardínuefni og sneið í aðra sex og
ahar dæturnar fengu nýja jólakjóla.“
Og allt var nýtt til hins ýtrasta hjá
ömmu Sólrúnar enda bauð tíðarand-
inn það og ytri aðstæður. Amman
fékk líka sendar gúmmíslöngur heim
í sveitina og gerði skó á bamahóp-
inn.
Allt nýtt úr garðinum
„Ég nýti allt úr garðinum,“ heldur
Sótiún áfram, en þá vomm við
komnar að blómaskreytingunum.
Sama nýtnin og hjá ömmunni og
kemur að gangi við gerð hstaverka.
Hjá Sólrúnu voru staddar stöllur
hennar sem ahar hafa notið leiðsagn-
ar við gerð eigin muna sem þær eru
stoltar af. Þær ræða saman um jurtir
og plöntur. Það er á þeim að heyra
að efnisöflunin og umönnun á efninu
sé drjúg tómstundaiðja. Það hanga í
loftinu grös og strá. í einu hominu
hanga leðurbútar og töskur, en að
því komum við síðar. Fyrst þurr-
blómin og reynt að fylgjast með
umræðu vinkvennanna sem taka sér
í munn heiti ótal jurta og blómateg-
unda og velta svo fyrir sér hvernig
best sé að nýta þær.
Magnfríður P. Gústafsdóttir með skreyttan hraunhnullung.
I leðurhorninu í kjallaranum hjá Sólrúnu býr hún til ýmsa gagnlega hluti.