Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Lífestm DV Aukaefni í saltkjöti: Hætt að nota saltpétur Fyrir nokkrum árum upphófst mikil umræöa um saltpétursnotk- un í salt- og hangikjöti. Kom m.a. í ljós að þetta efni var notaö ótæpi- lega bæöi sem rotvarnar- og litar- efni. Saltpétur hefur veriö notaður sem aukaefni í matvælum um langt skeið. Hann hefur fengið það orö á sig að hann sé krabbameinsvaldur, þó aldrei hafi tekist að sanna það fyllilega. Saltpétur er nítrat. Það breytist í nítrít í maganum og það er einmitt nítrítið sem vakið hefur grunsemdir. Neysla á nítríti hefur einmitt verið nefnd sem skýring á hárri tíðni magakrabba hér á landi. DV kannaði hvernig þessum mál- um væri háttað nú. Að sögn Steinþórs Skúlasonar, framleiðslustjóra hjá Sláturfélagi Suðurlands, er saltpétur svo aö Neytendur segja ekkert notaður i kjötfram- leiðslu hér á landi nú. Þess í stað er notað salt sem er blandað nítríti að 0,6%, bæði sem litar- og rotvam- arefni. Það kann að hljóma ein- kennilega að notað skuli nítrít í stað saltpéturs þar sem það er ein- mitt nítrít sem hefur legið undir grun sem krabbameinsvaldur, en að sögn Jóns Gíslasonar hjá Holl- ustuvernd ríkisins hefur sú léið verið valin þar sem hægt er að nota það í mun minna magni en saltpétur þar sem það er virkt efna- samband. Með nítrítsalti er einnig nötað C-vítamín, en ýmislegt bendir til þess að það getið hamið áhættuna. Nítritsalt í saltkjöti er aðallega notað sem litarefni og gefur það kjötinu þennan fallega rauða lit. Að sögn eins kjðtframleiðandans Áður var saltpétur mikið notaður í saltkjöti en nú hefur því verið hætt. Þess i stað er notað salt sem blandað er með nítríti (E250) þvt hver vill borða grátt saltkjöt? er ekki gott að sjá hvernig hægt er að losna viö nítrítið því „ég fæ ekki séð að menn vilji saltkjötið grátt“. í væntanlegum aukaefnalista er leyft að nota saltpétur og nítrít í tvennum tilgangi, sem litarefni og sem rotvarnarefni og er leyft magn mismunandi eftir því í hvoru skyni efnin eru notuð. Matvælaframleið- endur hérlendis eru þegar farnir að starfa eftir þessum nýja lista, jafnvel þó hann sé ekki kominn í gagniö að öðru leyti, og er ástandiö vel viðunandi að sögn heimildar- manna DV. Það er því ekki mikil áhætta fólg- in í því að fá sér saltkjöt og baunir á sprengidag, jafnvel þó máltíðin kosti ekki lengur túkall. Aitna Bjamason, DV, Denver: Það er ekki miklum erfiðleikum bundið að leigja sér íbúö í Denver. Eftir því sem ég kemst næst er það svipað og að leigja sér íbúð annars staöar í Bandaríkjunum. Fyrst af öllu þarf að ákveða í hvaöa borgarhluta maður vill helst búa. Það getur verið erfitt að átta sig á því og ekki um annað að gera en aö aka um borgina og hin einstöku hverfi og sjá hvað manni líst best á. Ótal hjálpartæki eru líka við hönd- ina. Ókeypis upplýsingablöð í öllum matvöruverslunum, sem eru á hveiju strái, liggja frammi ókeypis blöð með öllum hugsanleg- um upplýsingum, bæði fyrir þá sem ætla að kaupa sér íbúð og ekki síður fyrir þá sem ætla að leigja. Blöðin, sem eru fyrir væntanlega leigjendur, eru gefin út af leigusölum. í þeim er að finna myndir af öllum húsunum, umhverfi þeirra, hvaða aðstöðu er boðið upp á, hvaða versl- A anir eru í nágrenninu og svo fram- vegis. Blöðin fyrir leigjendurna bera meiri keim af auglýsingabrag en hin sem eru fyrir væntanlega kaupend- ur. í þeim blöðum, sem gefin eru út annan hvern mánuð, er að finna fjöl- breytilegar og margvíslegar upplýs- ingar um þau hús og hverfi sem á boðstólum eru hverju sinni, einnig um lánamöguleika. Myndir og viðtöl við húseigendur,.greinar um skólana í hinum ýmsu hverfum og aðra þjón- ustu sem boðið er upp á - almenn- ingsferðir, heilbrigðisþjónustu, lögreglu, og slökkvilið, verslunar- miðstöðvar, jafnvel hvemig veðrátt- an er á svæðinu og margt fleira. Þaö getur verið ágætt fyrir þá sem ætla að leigja að skoða blöðin fyrir væntanlega kaupendur vegna þeirra góðu upplýsinga sem þar er að finna. er boðið upp á ýmsa þjónustu sem er ókeypis fyrir íbúana. í hverfinu sem við höldum okkur í eru tennis- vellir, þó aðeins notaðir yfir sumar- tímann, innisundlaug, heitir pottar, gufuböð, líkamsræktarsalir og fleira í þeim dúr, allt án sérstaks gjalds. íbúðimar em bjartar og skemmti- legar, skápapláss er mikið og þeim sem vanir eru góðum skápum frá íslandi fmnst mikið til um. Fataskáp- ar eru allt öðmvísi en heima, miklu fremur herbergi inn af svefnherberg- inu en skápar. Þessi herbergi eru svo stór aö þau líkjast einna helst barna- herbergjum á íslandi. ísskápur og uppþvottavél Með hverri íbúð fylgir ísskápur og uppþvottavél. Þá er íbúunum boðið upp á sameiginlega þvottaaðstöðu þar sem eru þvottavélar og þurrkar- ar. Loks er vistlegur samkomusalur til afnota fyrir íbúana, bæði sameig- inlega og einnig til einkanota ef á þarf að halda. Ef eitthvað bilar eða fer úrskeiðis er ekki annað en að hringja í skrifstofuna og þá em mættir menn til að lagfæra allt aö vörmu spori. Og hvað er svo borgaö fyrir herleg- heitin? Fyrir íbúöina sem við emm í, sem er tæplega hundrað fermetrar að stærð og fylgja tvö bílastæði fyrir utan húsið, em greiddir 560 dalir á mánuði eða rúmlega tuttugu þúsund krónur íslenskar, engin fyrirfram- greiðsla, aðeins greiddir 150 dollarar í tryggingu sem við fáum aftur ef íbúðinni er skilað í sama ástandi og hún var þegar við fengum hana. Ekki fyrir barnafólk Hins vegar fær barnafólk ekki leigt hér í hverfinu. Gæludýr eru heldur ekki vel séð, nema að ekki er amast við köttum. Einbýlishúsahverfin eru talin henta betur fyrir bamafólkið. í Denver er enginn skortur á leiguhúsnæði en í Reykjavík eru ekki einu sinni braggar í boði. Að leigja sér íbúð Enginn skortur á leiguhús- næði Enginn skortur er á leiguhúsnæði hér og það sem í boði er er á mjög skikkanlegu verði, jafnvel þótt reikn- að sé í íslenskum krónum. Byggist það auðvitað á að framboðið er meira en eftirspurnin. Aðrar leigukröfur gilda í stórborgunum á austur- og vesturströndinni, eins og New York og Los Angeles. Hér í Klettafjöllunum virðist sem horfið hafi verið frá því að byggja stór sambýlishús með endalausum röðum af leiguíbúöum. Algengari em leiguhúsahverfi með fjórum til átta íbúðum í hvérju húsi. Húsin em yfir- leítt tvær hæöir og stundum þrjár og er sérinngangur í hveija íbúð ut- anfrá. Eftir myndum að dæma er snyrtilegt umhverfis þessi hús á sumrin en nú sem stendur er um- hverfið að miklu leyti hulið snjó- sköflum. Ókeypis þjónusta í mörgum af þessum íbúðahverfum í osti er efnið E252, öðru nafni saltpétur, en það hefur legið undir grun sem krabbameinsvaldur auk þess sem það getur valdið ofnæmi. Aukaefni í matvælum: Saltpétur í osti Hætt er að nota saltpétur í kjöt- vinnslu en hann er enn notaður í osta. Þar er hann notaður sem rot- varnarefni í mjög litlum mæli. DV ræddi þetta við Geir Jónsson, for- stöðumann rannsóknardeildar Osta- og smjörsölunnar: „Við notum saltpétur til að hindra ákveðna feilgeijun í osti. Við höfum þó leitast við að minnka það magn sem notaö ér og erum nú komnir undir neðri mörk þess sem leyfilegt er. Saltpétur er í raun og veru í náttúrunni. Hann er því til staðar í ostinum fyrir þannig að ekki er unnt að komast alveg fyrir hann. Menn hafa ekki getað fundið annað betra og er því saltpétur notaður enn sem komiö er. Nýlega kom nýtt efni og er sums staðar byrjað að nota það. Efniö er hins vegar enn í rannsókn, en það lofar góðu, og fylgjumst við því grannt með rannsóknum á því. Það verða hins vegar einhver ár í að það verði notað almennt. Önnur efni eru lítið sem ekkert notuö í ostagerð og eru umbúðir vel merktar hvað þetta varðar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.