Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Jarðarfarir Guðjón Benediktsson vélstjóri, áður til heimilis í Gunnarssundi 7, Hafn- arfirði, sem lést á Hrafnistu þann 5. _ febrúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15. Valgerður Pétursdóttir, Vallargötu 18, Keflavík, er lést 9. febrúar sl., verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju miðvikudaginn 17. febrúar kl. 14. Vigfús Sverrir Guðmundsson, Há- túni 10, Reykjavík, andaðist á heimib sínu 13. febrúar. Jarðarfórin fer fram frá kapellu Kirkjugarðs Hafnarfjarð- ar fostudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Minningarathöfn um Jóhann Inga Jónsson, Njálsgötu 75, Reykjavík, sem lést þann 10. febrúar verður haldin í Fossvogskirkju fimmtudag- inn 18. febrúar kl. 15. Jarðsett verður á Norðfirði. Hallfríður Rósantsdóttir lést 7. febr- úar sl„ tæplega níræð að aldri. Hún fæddist á Efstalandi í Öxnadal 27. febrúar 1898, dóttir hjónanna Guð- rúnar Bjamadóttur og Rósants Sigurðssonar. HaUfríður bjó ásamt Þorleifi bróð- ur sínum á Hamri á Þelamörk og þar ólu þau upp bræðurna Ingvar og Sig- urð Sigmarssyni. Eftir lát Þorleifs 1968 fluttist Hall- fríður til Sigurðar og konu hans, Bimu Egilsdóttur, sem búsett era á Akureyri. Síðustu árin var hún á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Hallfríður verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, kl. 13.30. Tilkyimingar Spilakvöld Sóknar og Framsóknar Miðvikudagirm 17. febrúar verður áfram- hald á fjögurra kvölda keppninni, annað kvöldið í röðinni, að Skipholti 50a, Sókn- arsalnum, og hefst það kl. 20.30 stundvís- lega. Verðlaun verða fyrir hvert keppniskvöld. Lokaverðlaun verða ferð á norræna kvennaþingið í Osló 30. júlí tii 7. ágúst. Flóamarkaður FEF Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður haldinn laugardagana 20. og 27. febrúar kl. 14-17 að Skeljanesi 6, kjallara. Mikið úrval verður þar af gömlum og góðum fatnaði ásamt öðru. Komið og ger- iö kjarakaup. Leið 5 að endastöð. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag: Kl. 14 félagsvist, kl. 17 söngæfmg, kl. 19.30 bridge. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram * í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6,3. hæð, á neðangreindum tíma: Unufelli 29,3. hæð t.v., þingl. eigandi Kristín Eiríksdóttir, fimmtud. 18. febr. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Unufelli 33, íbúð merkt 03-01, þingl. eigandi Guðlaug E. Skagfjörð, fimmtud. 18. febr. ’88 kl. 11.30. Upp- boðsbeiðendur eru Veðdeild Lands- banka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Vogalandi 1, þingl. eigandi Bjöm Traustason, fimmtud. 18. febr. ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Ax- "elsson hrl. Völvufelli 46, 4. hæð t.v., þingl. eig- andi Guðmundur I. Sumarliðason, fimmtud. 18. febr. ’88 kl. 11.45. Upp- boðsbeiðandi er Veðdeild íslands. Þórufelli 10, íb. 03-03, þingl. eigandi Ása H. Guðjónsd. og Om Sigurðsson, fimmtud. 18. febr. ’88 kl. 11.15. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Þórufelli 16, íbúð merkt 024)2, þingl. eigandi Sigurður Adólfsson, fimmtud. 18. febr. ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðend- ur eru Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík._____ Öldugötu 47,_rishæð, þingl. eigandi Sigurður K. Ágústsson, fimmtud. 18. febr. ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur erú Veðdeild Landsbanka íslands og Kristján Ólafsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ1REYKJAVÍK Fréttir Umræður um Flugstöðina á Alþingi í gæn Margt gagniýnisvert segir utanríkisráðherra um byggingarframkvæmdina Það er gagnrýnisvert að ýmsar viðbætur, sem urðu á flugstöðvar- byggingunni, fóru ekki rétta boðleið og því fjölluðu réttir aðilar ekki um þau mál. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherra, Stein- gríms Hermannssonar, við umræður um skýrslu utanríkis- ráðherra um útgjöld og kostnað við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. Ráðherra sagði að því væri ekki hægt að neita að margt væri hægt að gagnrýna við bygginguna en einnig væri margt vel gert. Stein- grímur vék að því að enn væri mörgu ólokið við Flugstöðina en hann taldi brýnast að koma hita- veitumálum í lag og ljúka þeim hstaverkum sem þegar hefði verið samið um. Guðrún Agnarsdóttir, Kvenna- hsta, sagöi svar utanríkisráðherra ekki hlutlaust né málefnalegt og í því væri htið gert th að kryfja þetta mál til mergjar. Vék Guðrún máh sínu að siðferði í íslenskum stjórn- málum og taldi í ljósi flugstöðvar- málsins að ekki væri óeðhlegt þó að aðeins 24% landsmanna teldu þingmenn segja satt. Vildi Guðrún fá skýrari svör við því hver bæri ábyrgð á því hvemig fór. Utanríkisráðherra sagði að ekki hefði verið um það rætt í ríkis- stjórninni hver bæri ábyrgð en hann teldi að það lægi ljóst fyrir að fyrrverandi utanríkisráöherra bæri fullkomna ábyrgð á málinu. -SMJ Kársnessókn Júlíus Sölnes: Hönnun LeHsstöðvar er forkastanleg Fræðsludeild Kársnessafnaðar hefur ákveðið að gera tilraun með að hafa „opið hús“ í Safnaðarheimil- inu Borgum við Kastalagerði nokkr- um sinnum á þessum vetri. Ekki er gert ráö fyrir rígbundinni dagskrá heldur sé skapaður vettvangur fyrir hvern sem er að koma áhugamálum sínum eða umhugsunarefnum á framfæri og.til umræðu. Þó verða nú fyrst um sinn fengnir aöilar til að flytja erindi um ákveðið efni sem síðan verður rætt yfir kafFiborði. Fyrsta „opna húsið“ var haldið 3. febrúar sl. Var þá Bragi Guðmunds- son, félagsmálastjóri Kópavogskaup- Aætlunarferðum tll Búðardals fjölgar Að höfðu samráði við heimamenn í Búð- ardal hefur Jóhannes Ellertsson sérleyf- ishafi ákveðið að fjölga áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Búðardals úr 3 í 8. Ekið er úr Búðardal 5 daga vikunnar, mánudag til föstudaga, kl. 08. Auk þess eru ferðir suður kl. 15.30. á þriðjudögum og kl. 17.30 á fimmtudögum eins og verið hefur. Á sunnudögum er ekið úr Búöar- dal kl. 17.30. Á iaugardöginn eru engar ferðir. Frá Reykjavík er ekið 5 daga vik- unnar, mánudag tii fóstudags kl. 18, en auk þess eru brottfarir kl. 08 á þriðjúdög- um og fimmtudögum eins og verið hefur. Sunnudaga er brottför frá Reykjavík kl. 18. Komið er við í Borgamesi á báðum leiðum. Vonast er til að fólk kunni að meta þessa þjónustu og notfæri sér hana í auknum mæli. Nauðungaruppboð annaðogsíðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6,3. hæð, á neðangreindum tíma: Álfalandi 5, þingl. eigandi Gunnar Jónasson og Inga Karlsdóttir, fimmtud. 18. febr. ’88 kl. 13.30. Upp- boðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Útvegsbanki íslands hf., Veðdeild Landsbanka íslands og Toll- stjórinn í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Markarvegi 1, þingl. eigandi Egill Amason, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 18. febr. ’88 kl. 16.00. Upp- boðsbeiðendur eru Klemens Eggerts- son hdl., Róbert Árni Hreiðarsson hdl., Gísli Baldur Gaiðarsson hrl., Jón Finnsson hrl., Gjaldheimtan í Reykja- vík, Eggert B. Ólafsson hdl., Búnaðar- banki íslands, Ólaíur Axelsson hrl., Guðmundur Pétursson hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Reynir Karls- son hdl., Bjöm Ólafur Hallgrímsson hdl., Gjaldskil sf., Veðdeild Lands- banka íslands og Málflutningsstofa Guðm. Péturss. og Axels Einarssonar. BORGARFÓGETAEMBÆTm) í REYKJAVÍK staðar, gestur kvöldsins og ræddi hann felagsmálastarfsemi kaupstað- arins og hugmyndir að samstarfi safnaðanna og bæjarfélagsins á þeim vettvangi. Miðvikudaginn 17. febrúar nk. kemur Bjöm Tryggvason, aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka Islands og fyrrverandi formaður Rauða kross íslands, og segir frá starfi Rauða krossins í Vestmannaeyjagosinu 1973 og ýmsum áhrifum sem sá at- burður hafði á líf einstaklinga og samfélagið í heild. Allir era velkomnir. Bílastæði era við kirkjuna. Húsið opnað kl. 20.30. Minningarkort Sjálfsbjargar I Reykjavík og nágrenni fást á eftirtöldum stöðum. Reykjavík: Reykjavíkurapótek, Garðsapótek, Vest- urbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klappar- stig, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ v/Bústaðaveg, Bókabúöin Embla, Drafn- arfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, versl. Kjötborg, Búðargerði 10. Hafn- arfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkortin fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12, gíróþjónusta. Tónleikar Paata Burchuladze hjá Tónlistarfélaginu Miðvikudaginn 17. febrúar munu stór- söngvarinn Paata Burchuladze og píanó- leikarinn Ludmilla Ivanova halda tónleika í Háskólabíói kl. 19.15 á vegum Tónlistarfélagsins. Miðasala er í Gimli við Lækjargötu og við innganginn. Við umræður um Flugstöðina í Keflavík á Alþingi í gær gagnrýndi Júlíus Sólnes, Borgaraflokki, harð- lega hönnunarþátt framkvæmd- anna. Július sagði að honum þætti mannvirkið vera illa hannað þegar inn væri komið. Á burðarvirkinu væra forkastanleg vinnubrögð og hann sem fagmaður sagðist telja að lítið fengist fyrir þá fjármuni sem til burðarvirkisins hefði verið varið. Stjóm verkalýðsmálanefndar Al- þýðuflokksins samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að lýsa yfir stuðningi við verkalýðshreyfinguna í baráttunni fyrir bættum launum og hvetur hún launþega til samstöðu. Þetta kemur fram í frétt frá Alþýðu- flokknum. Segir þar að til viðbótar við samn- inga á milli aðila vmnumarkaðarins þurfi ríkisvaldið að tryggja félagsleg- ar aðgerðir og era í því sambandi Taldi hann að burðarvirki héldi varla uppi þakinu. Júlíus taldi aö hönnunarmál væra í miklum ólestri hér á landi eins og framkvæmdir við Flugstöðina sýndu. Undirbúning og hönnun bygginga sagði hann ekki vera meö þeim hætti sem þyrfti að vera hér. Taldi Júlíus að bæta þurfti löggjöfina mjög í því sambandi. nefndar kaupleiguíbúðir og afkoma elli- og örorkulífeyrisþega. Heitir stjórn verkalýðsmálanefndar Al- þýðuflokksins á þingmenn og ráð- herra flokksins að beita sér af alefli til stuönings á lausn kjaradeilna verkalýðshreyfmgarinnar viö at- vinnurekendur. „Samstaða er skil- yrði til aö tryggja hag þeirra sem verst standa," segja Alþýðuflokks- menn. -Oj Kvikmyndir Regnboginn/Öriagadans Allar bjargir bannaðar Slamdance Leiksljóri: Wayne Wang Aðalhlutverk: Tom Hulce, Mary Eliza- beth Mastrantonio, Hanny Dean Stanton Tom Hulce er með skemmtilegri leikurum sem komið hafa fram á sjónarsviðið á síðustu árum. Frammistaða hans í Amadeus var ógleymanleg og þó hlutverkið í Slamdance bjóði ekki upp á sömu tilþrif þá rífur Hulce myndina upp í að vera hina bestu dægrastytt- ingu. Hulce leikur teiknarann C.C. Drood sem er að reyna koma reglu á einkamál sín, fá eiginkonu og dóttur til að flytja aftur heim. Hann verður fyrir þeirri leiðu lífsreynslu að vera rænt, án þess að hafa hug- mynd um hverju mannræningj- amir sækjast eftir. Drood sleppur þó, en ekki tekur betra viö. Fyrrverandi hjákona hans hefur verið myrt og auðvitaö er Drood meðal hinna granuðu. Fljótlega kemst hann að því að mannræningjamir standa í tengsl- um við morðið sem er angi af stærra máli. Hin myrta, Yolanda Caldwell, hafði sent honum gögn í pósti um vitneskju sína á miklu kynlífshneyksh sem nær til hátt- settra manna og jafnvel inn í raðir lögreglunnar. Drood hefur því engan til að snúa sér til með vitneskju sína og „há- karlamir" hafa ákveðiö að fóma honum, láta dæma hann sekan, til að breiða yfir hneykshð. Drood stendur því frammi fyrir mjög erf- iðu vandamáh. Myndin Örlagadans er hin besta afþreying og óhætt að mæla með henni. Hún býður upp á spennu og vangaveltur auk broslegra atriða inn á milli. JFJ C.C. Drood ásamt Yolöndu viö upphaf kynnanna og siðan vandræðanna í ágætri spennumynd Regnbogans. -SMJ Kratar styðja baráttu verkalýðshreyfingarinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.