Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Side 37
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988.
37
Skák
Fyrir helgina birtum við „glæsileg" lok
á skák stórmeistaranna Beljavskys og
Christiansens frá alþjóðamótinu í Reggio
Emilia um áramótin. Christiansen hafði
svart og átti leik í þessari stöðu:
....M HH^ Sfl^, .....................
Eför 36. - Dxf7 37. Hd7 Dxf6 38. DxfB
Hh2 +! sættust þeir á jafntefli því að eftir
39. Kxh2 Hg2 +! 40. Kxg2 er svartur patt.
Þessi flétta Christinsens er sér lega fall-
eg en því miður stenst hún ekki! í stað
37. Hd7 leiðir 37. Rg4 +! til vinnings fyrir
hvítan. Eftir 37. - hxg4 38. Dxf7 Hh3 + 39.
Kgl Hg3+ 40. Kfl er svartur glataður,
þar sem 40. - Hf3+ er einfaldlega svaraö
með 41. Dxf3 og hvítur á hrók til góða.
Og ekki nóg með það. Eftir 37. Hd7
Dxffi getur hvítur enn unnið með 38.
Hh7+! eins og Ásgeir Överby, ísafirði,
hefur bent á. Eftir 38. - Kxh7 39. Dxffi er
pattiö ekki lengur í stöðunni og hvítur á
unnið tafl.
Bridge
Hallur Símonarson
Það var mikil spenna á bridgehátíð á
laugardag í lokaumferð tvímennings-
keppninnar. Mikil skiptmgarspil eins og
svo oft áður í keppninni. Spil nr. 93 -
næstsíðasta spilið - var þannig:
* D87543
V 732
♦ K2
+ G7
* KG102
VÁKD94
+ K1065
N
V A
S
♦ Á96
VG106
♦ ÁD10754
+ 8
♦ 85
♦ G9863
♦ ÁD9432
Það áttu margir í erfiðleikum með sagnir
og gegn Hjalta Elíassyni og Jóni As-
bjömssyni komust A/V í sex hjörtu. Sú
sögn var dobluð til að fá út spaöa. Það
gekk eftir. Út kom spaði sem Hjalti
trompaði. Hann tók síðan laufás. Það
gerði 200 og var við toppinn.
Sigurvegararnir Sundelin og Gullberg
stönsuðu í 4 hjörtum sem Sundelin spil-
aði. Suður hafði doblað fjögur lauf,
keðjusögn Gullbergs í austur. Norður
spilaði út laufi sem suður tók á ás. Spil-
aði síðan tígli eftir langa mnhugsun upp
í gaffal blinds. Sundelin drap kóng norð-
urs með ás - kastaði sjálfur laufi - og bað
síðan um spaðaás. Brá talsvert þegar
suður trompaði og spilaöi laufi. Sundelin
drap á kóng og kastaði spaða úr blindum.
Tók síðan tvisvar tromp, þá spaðakóng
og síðan gosa. Trompaði spaðadrottningu
norðurs og fékk 11 slagi. 650 og það var
um meðaltal.
Það nægði Svíunum til sigurs á mótinu
því Sontag og Molson fengu lítið fyrir
spihð. Gegn þeim voru spiluð 4 hjörtu og
unnin sex. Lauf kom út. Drepið á ás og
lauf áfram. Trompað í blindum og laufi
kastað á tígulás. Trompin tekin og sagn-
hafi hitti síðan rétt í spaðann.
Krossgáta
y Z 3 £T lo
7 1 e i 9
/O II h IZ /3
1* J
ÁT Uo _
17 ’H «
io □
írétt: 1 óvissa, 7 hlaup, 8 hestur,
i sigaði, 12 viðkvæm, 14 meltingar-
íri, 15 traökiö, 17 herma, 19 kíána,
) kássa, 21 málmur.
óðrétt: 1 vanrækja, 2 hætta, 3 vömb,
bátur, 5 komast, 6 böl, 9 lokaðist,
. snáða, 13 eydd, 16 kveikur, 18 tví-
Ijóði.
ausn á síðustu krossgátu:
árétt: 1 herfa, 6 óm, 8 ah, 9 árla, 10
fsi, 11 mas, 12 gustir, 14 urtunni, 17
?r, 19 snap, 21 brúk, 22 smá.
óðrétt: 1 haugur, 2 elfur, 3 riss, 4
ii, 5 arminn, 6 ólar, 7 maski, 13 tusk,
5 trú, 16 nam, 18 ýr, 20 pá.
Sumir vita aldrei að Lalli er giftur....og hann er
einn af þeim.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 13333,
slökkvilið sími 12221 og sjúkrabifreiö
sími 13333 og í sím sjúkrahússins 14000.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666,
slökkvilið 2222, sjúkrahúsið 1955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek-
anna í Reykjavík 12. til 18. febr. 1988 er
í Breiðholtsapóteki í Mjóddinni og Apó-
teki Austurbæjar.
Það apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl.
9 að morgni virká daga en til ki. 22 á
sunnudúgum. Upplýsingar um læknis-
og lyfiaþjónustu eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtuda’ga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og fil skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Kefiavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aöra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutima verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opiö í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyijafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11166, Hafnar-
fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 13333,
Vestmannaeyjar, sími 1955, Akureyri,
sími 22222.
Krabbamein - upplýsingar og ráðgjöf á
vegum Krabbameinsfélagsins virka
daga kl. 9-11 í síma 91-21122.
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og timapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðiri er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyöarvakt lækria frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími
Heilsugæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 1966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í sima
23222, slökkviliðinu í sima 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heiinsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18
alla daga. Gjörgæsludeild eftir sam-
komulagi.
Borgarspitalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.
30-19.30.
Fæðingardeild Landspitalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30-16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsiö Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús 'Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Vistheimilið Vifilsstöðum: Sunnudaga
kl. 14-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar-
daga kl. 15-17.
Vísir fyrir 50 árum
16. febrúar
Jafnvel ungtfólk
eykur vellíðan sína með því að nota hárvötn og
ilmvötn. Verð í smásölu frá
kr. 11.10til kr. 14eftirstærð.
Áfengisverslun ríkisins.
Spakmæli
Það er betra að vitkast af óförum annarra
en sínumeigin.
Olaus Petrí
Söfnin
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viökomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaöasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Allar deildir eru lokað'ar á laugard. frá
1.5.-31.8.
Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar-
tími safnsins er á þriðjudögmn, fimmtu-
dögum, laugardögum og sunnudögum
frá kl. 14-17.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: opið
sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 13.30-16.00.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi
í síma 84412.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi7: Saf-
nið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 11.30-16.30.
Náttúrugri’pasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 14.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánu-
daga til laugardaga kl. 13-19. Sunnu-
daga 14-17.
Þjóðminjasafn íslands er opið sunnu-
daga, þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga frá kl. 13.30-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 22445.
Keflavík, sími 2039.
Hafnarfjörður, sími 51336.
Vestmannaeyjar, sími 1321.
Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa-
vogur, sími 27311,
Seltjamames, sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel-
tjarnarnes, sími 621180,
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 1515, eftir lokun 1552.
Vestmannaeyjar, símar 1088 og 1533.
Hafnarfjöröur, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17'
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svaraö allan sólarhringinn.
Tekið er viö tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öörum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 17. febrúar:
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Ákveðið ástarid gæti veriö hagstætt varðandi skipulagn-
ingu og góða afkomu í næstu viku. Málin þróast þannig
að þú átt auðveldara með að átta þig á úrlausnum. Þú átt
greiðari aögang að ýmsum upplýsingum.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars):
Þú ættir aö gæta þess að blanda þér ekki í misklíð ann-
arra því að upp úr því hefurðu ekkert nema leiðindin. Þú
ættir að reyna að hressa þig við og fara út á meðal fólks
en haltu fast um pyngjuna.
Hrúturinn (21. mars.-19. apríl.):
Þú er ipjög skarpur rnn þessar mundir og ættir að taka
að þér fyrir hendur það sem hefur vafist fyrir þér, sérstak-
lega þó tölur og fjármál. Það er ýmislegt sem greiðst gæti út.
Nautið (20. apríl-20. maí);
Það geta komið upp hin ótnilegustu vandamál í dag en sum
eru þó byggð á misskilningi. Þú ættir að vinna vel seinni
partinn. Þú færð fréttir sem skýrast ekki strax.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Andrúmsloftið er frekar neikvætt svo þú skalt ekki vænta
mikils af fólki í kringum þig. Þú ættir aö bíða til kvölds
með aö finna jákvæðar úrlausnir á umræðum.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Þú er fljótur til að láta pirra þig og ergja. Þú ættir að taka
þig á, slaka vel á og takast á við verkefnin af endumýjuð-
mn þrótti.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst);
Það er ekki óliklegt að þú sért að bíöa eftir rólegum degi.
Þú ættir að velja félagsskap með fólki á svipuðu plani og
þú sjálfur og með sömu skoðanir. Ef þú ferð út fyrir
munstrið lendirðu í streitu og vitleysu.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Þú ættir að sýna þolinmæði í dag, sérstaklega í samskiptum
við fólk Ef þú vilt fá eitthvað fram skaltu fara hægt í sak-
imar.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þú nærð bestum árangri í dag með því að fylgja straumum
frekar en að róa á móti og reyna að breyta einhvetju. Það
gæti orðið einhver spenna í kvöld viðvíkjandi kostnaði.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þú ættir að taka þær ákvarðanir í dag sem þú hefur verið
að geyma. Dagurinn verður bjartur og nýtist þér vel. Þú
átt það til að vera utan viö þig og skalt því leggja á minnið
hvað þú gerir við hlutina.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Þú getur orðið fyrir einhveijum vonbrigðum með ákveðið
samband. Þú ættir að reyna aö komast í rólegt samband.
Gerðu eitthvað annað en þú hefur verið að gera að undan-
fömu, það getur verið mjög gaman.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Það liggur einhver óákveðni í loftinu í kringum þig, sér-
staklega er fólk á báðum áttum um hvérnig það á að láta.
Vertu viö öllu búinn, jafnvel að ákveðið samband fari að
nokkm út um þúfur.