Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Side 40
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í slma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrifft - Dreiffíjig: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Hrafn ónýtur: Tjónút- gerðarínn- ar 20 til 25 milljónir Tryggingamiðstööin hefur greitt útgerðarfyrirtækinu Þorbirni í Grindavík tryggingarverðmæti Hrafns Sveinbjamarsonar þriðja, alls 57,8 milijónir króna. Björgunar- aðgerðum hefur verið hætt. Þrátt fyrir að tryggingafélagið hafi greitt útgerðinni tryggingarverðið er tjón útgerðarinnar mikið. Miðað við sölu- verð fiskiskipa undanfarin misseri má áætla að söluverð Hrafns Svein- bjamarsonar þriðja hefði getað orðið 80 til 85 milljónir króna. Tryggingamiðstöðin hefur geflð björgunarsveitinni Þorbirni bátinn með því sem í honum er. Reynt verð- ur að draga bátinn lengra upp í fjöruna svo unnt verði að taka úr honum verðmæti. Báturinn var mjög vel útbúinn og í honum voru góð tæki og vélar. Aðeins er Uðin rúm vika frá því að aðalvél bátsins var tekin upp. Eiríkur Tómasson útgerðarmaður sagði að þegar væri hafin leit að öðr- um báti, bæði innanlands og utan. Sagði Eiríkur að markaðurinn væri erfiður hér á landi. Þaö væri brýnt fyrir fyrirtækið að fá bát sem fyrst. A meðan færri bátar landa hjá Þor- bimi en fyrirhugað var verður keyptur fiskur á fiskmörkuðum. Varðskipið Óðinn: Dró græn- lenskan tog- ara til hafiiar Þegar varðskipið Óðinn var á leið til Reykjavikur frá strandstaðnum við Hópsnes kallaði til hans græn- lenskur togari sem var vélarvana. Grænlenski togarinn var á reki úti af Garðskaga. Óðinn dró togarann til Hafnarfjarðar. Gekk verkið mjög vel. -sme Tvær ungar konur, fæddar 1964 aðkonumarhafihaftmeðsérsam- hversu miklu magni þær heföu og 1966, hafa verið úrskurðaöar í starf. komiðtillandsinsíferðumsínum. gæsluvarðhald fyrir innflutning á Grunur er um að konumar hafi Mál þetta er nú til rannsóknar fíkniefnum. Konumar voru báðar farið nokkrar ferðir til útlanda í og hafa margir aöilar verið hand- teknar um síðustu helgi, önnur á þessum tilgangi á undanfomum teknir og yftrheyrðir vegna rann- föstudag og hin á sunnudag. vikum. Þær munu aöallega hafa sóknarinnar. Ekki hefur þótt Önnur þeirra var að koma frá flutt til landsins amfetamín. Fíkni- ástæða til aö óska eftir gæsluvarð- Amsterdam.Húnhafðiífórumsín- efnadeild lögreglunnar gat ekki haldsúrskurðum yfir fleiri aðiitun um 200 grömm af hassi og 210 sagt um hversu margar feröir kon- en konunum tveimur. grömm af amfetamíni. Ljóst þykir umar hefðu fariö og ekki heldur -sme Starfsmenn Mjólkursamsölunnar héldu fjölmennan fund I morgun þar sem farið var yfir stöðu samningamála. Að sögn Ólafs Ólafssonar trúnaðarmanns, sem sést fremst á myndinni, gefa viðbrögð við óskum starfsmanna ekki tilefni til bjartsýni og þvi má fara að búast við aðgerðum a> þeirra hálfu. DV-mynd KAE Mjólkurlaust vegna fundarhalda ASr°o, ÞRttSTUR 68-50-60 VANIR MENN „Þetta er nú bara fundarhald með starfsfólkinu en þessi tími er best til þess fallinn,“ sagði Ólafur Ólafsson, trúnaðarmaður hjá Mjólkursamsöl- unni. í morgim tafðist útkeyrsla hjá Mjólkursamsölunni fram til kl. 10 vegna fundar starfsfólks. Flestir starfsmanna þar eru í Dagsbrún en eru með sérsamninga. Ólafur, sem er stjórnarmaður í Dagsbrún, sagði að litlar undirtektir hefðu komið fram við kröfum starfsmanna. „Mér sýnist að samningar séu fremur ólíklegir nú, þetta er allt sprungið í loft upp.“ Ólafur sagði ekki hafa verið ákveðnar neinar að- gerðir meðal starfsmanna Mjólkur- samsölunnar. Það væri þó ljóst að hafnarverkamenn hefðu staöið einir fyrir aðgerðum og það væri ekki lengur hægt. -SMJ LOKI SlS-í fríkar út! Veðrið á morgun: Suðvest- anátt um allt land Á morgim verður suðvestanátt um allt land með snjó eða slyddu- éljum um landiö vestanVert en víða verður bjart austan til. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig. Smárahvammsland: Kópavogskaup- staður skuld- laus við SÍS - segirbæjarstjóri Kópavogskaupstaður greiddi Sam- bandi íslenskra samviimufélaga síðdegis í gær 19,2 milljónir í útlagð- an kostnað vegna kaupa SÍS á landi í Smárahvammslandi sem Kópa- vogskaupstaður gekk inn í með því aö nýta forkaupsrétt sinn. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri Kópa- vogs, segir að inni í þessari upphæð séu 17,2 milljónir í höfuðstól, tæp 900 þúsund í sölulaun ásamt vöxtum að upphæð 1,1 milljón. SÍS menn telja rúma milljón enn vanta upp á til að fá útlagðan kostnaö greiddan að fullu og tóku því við upphæðinni með fyr- irvara. „Engin ákvæði eru um það í samn- ingum milli eigenda Smárahvamms- lands og SÍS að ef Kópavpgkaupstað- ur nýti sér forkaupsrétt eigi að greiða vexti. Við gerum það samt og tel ég Kópavogskaupstað nú skuldlausan viö SÍS,“ segir Kristján Guðmunds- son, bæjarsfjóri Kópavogs. „Hvað .varðar skipulagsvinnu SÍS á landinu er það alls ekki mál Kópavogskaup- staðar að greiða þann kostnað. Sú vinna er alfarið á ábyrgð SÍS og þurfa þeir sjálfir að standa straum af þeim kostnaði en geta ekki farið fram á að við gerum það,“ segir Kristján. -JBj Fjármálastjóri SÍS: Vantar riima milljón „Ég tók á móti ávísunum frá Kópa- vogskaupstáð í gær sem við lítum á sem hlutagreiðslur upp í útlagðan kostnað vegna kaupa á landi í Smárahvammslandi ásamt verðbóta- og vaxtakostnaði,“ segir Kjartan P. Kjartansson, fjármálastjóri SÍS. „Ég vil ekki segja hversu há þessi upp- hæð er en ég get sagt aö það vantar töluvert yfir milljón krónur á þá end- urkröfu sem við sendum Kópavogs- kaupstað. Þessi milljón er sambland af vangreiddum vöxtum og verð- bótum ásamt ógreiddri vinnu við skipulagningu landsins. Hvað við gerum til að fá þessa upphæð greidda vil ég ekki leiöa neinum getum að. Haft verður samband við yfirvöld í Kópavogi og kannað hvert viðhorf þeirra er í málinu. Ef þeir skilja ekki okkar sjónarmið munum við að sjálf- sögðu skoða þann eðlilega rétt sem við teljum okkur eiga. “ -JBj Samningaviðræðuman Hægur gangur en sígandi Samningafundir Verkamannasam- bandsins og vinnuveitenda stóð til miðnættis í gær og verður fram hald- ið klukkan þijú í dag. Að sögn Karvels Pálmasonar, varaformanns VMSÍ, miðar hægt og sígandi og sagðist hann hafa trú á því að menn væru nú að reyna fyrir alvöru að ná saman. Karvel sagði að loku væri ekki fyrir það skotið að ríkisvaldið kæmi inn í samningana á síðari stig- um, en enn hefði ekkert verið rætt um hvert tillegg þess ætti að vera. Formannafundur verður á Aust- urlandi í dag og munu Austfirðingar koma til hðs við samninganefnd Verkamannasambandsins á morg- un. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.