Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Page 9
8 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. í þessari grein ætla ég ekki aö rekja ævisögu Karpovs - þaö eru ekki aö- eins skákunnendur sem kunna skil á henni. En þar sem þessi grein birt- ist í dagblaði á Norðurlöndum langar mig að minna á að það var einmitt á þeim slóðum, nánar tiltekið í Stokk- hólmi, sem titilblað skáksögu Karpovs var skrifað er hann varð heimsmeistari unghnga í skák árið 1969. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en svo furðulegt sem það er hefur Karpov aldrei komið til ís- lands. Undirritaður þekkir Anatólí frá því í bemsku, hefur mikið skrifað um hann, en varð hreint undrandi á því að heyra að hann heíði aldrei komið til Reykjavíkur. Blaðamaður komst að þessu er honum var falið það verkefni að ræða við heims- meistarann fyrrverandi að beiðni íslenska dagblaðsins Dagblaðið - Vís- ir sem hafði sent spurningalista til APN-fréttastofunnar. Karpov var svo vinsamlegur að svara þessum spumingum en hafði lítinn tíma þar sem hann var á fórum til St. John í Kanada á hraðskákmót. Þess vegna getur verið að einhverjum spuming- um -sé ósvarað, en í samtali okkar komum við inn á flest það sem þar hafði verið spurt um. - Hefur þig aldrei langað að koma til íslands, sem er svo þekkt fyrir skákáhuga? Mig hefur alitaf langað að koma þangað, einkum eftir að ég kom til hinna Norðurlandanna. Það vekur líka áhuga að á íslandi er meiri skákáhugi en í nokkru öðm vest- rænu landi. Á undanfornum ámm hafa átt sér stað þar gífurlegar fram- farir í skákinni. 240 þúsund manna þjóð á sex stórmeistara. Hvergi í heiminum hefur náðst slíkur árang- ur miðað við höfðatölu. Hugsaðu þér: Landslið þessa litla lands hefur möguleika á því að komast á verð- launapall á ólympíuleikunum í skák! En það hefur alltaf viljað svo til að ég hef ekki haft tækifæri til þess að þiggja neitt af þeim fjölmörgu boðum sem mér hafa borist um að taka þátt í skákmóti þar. En það lá einu sinni við að ég færi til Reykjavíkur sem áhorfandi á einvígi Spasskís og Fischers árið 1972. Þá var verið að leiða getum að því að með tímanum yrði ég með í baráttunni um heims- meistaratitilinn. Ég var þá 21 árs og menn vildu senda mig til að ég mætti öðlast reynslu og þekkingu, sem nauðsynleg er í slíkri baráttu. Það tókst ekki og það var einhver skrif- flnnska sem kom í veg fyrir það. Ég fór til að keppa við Fischer nokkrum árum síðar, en það einvígi var ekki haldið og það var ekki mér að kenna. Um tíu ára skeið var ég heimsmeist- ari og ég hef veriö sigurvegari á um 70 skákmótum. Það má heita að ég hafi sett nokkurs konar heimsmet á þessu sviöi. í stað Fischers urðu and- stæðingar mínir þeir Viktor Kortsnoj og Garrí Kasparov. - Nú „stal“ Jóhann Hjartarson, 25 ára stórmeistari frá íslandi, Kortsnoj frá þér þegar hann lagði hann að velli í einvíginu í St. John. Hvað hef- ur þú um þetta að segja? Satt að segja kom sigur Jóhanns Hjartarsonar mér mjög á óvart. Ég taldi að Kortsnoj mundi sigra í þess- ari viðureign, þó ekki væri nema vegna þess að hann er reyndastur hinna leiðandi skákmanna í því að tefla einvígi. Hann þarf heldur ekki að kvarta undan því aö aldurinn hái honum þar sem hér var ekki um langa viðureign að ræða. Hér er ein- hver önnur ástæða... Hjá Jóhanni kom fram sjaldgæfur hæfileiki til þess að byggja upp hjá sér baráttuanda, sem er miklu erfið- ara að gera í einvígi heldur en á skákmótum. Hann náði yfirhöndinni fljótt og örugglega og tapið í síöustu skákunum var auðskýrt - tauga-' óstyrkur hjá byrjanda. í aukaskák- unum var það ekki aðeins ég sem stóð furðu lostinn gagnvart þeim hæfileika Jóhanns aö beijast af krafti. - Hvað viltu segja um komandi ein- vígi ykkar á milli? Eg get ennþá bara dæmt eftir íþróttahæfileikum Jóhanns og hæfni hans til að undirbúa sig þar sem ég veit ég ekki heldur hvemig ég mun haga öðrum undirbúningi. A vetmria er ég venjulega á skíðum en á sumr- in stunda ég sund og tennis. Ég er oft spurður um hver afstaða mín sé til tölvunotkunar í skákundir- búningi. Mér finnst tölvan koma sér Anatólí Karpov - Jóhann hefur einstæðan hæfileika til að byggja upp baráttuanda. nomer ze 154/154/ 5 Etranlc OSfsO-880216-ze-5 po zaiavke ”dagbladid-vishir” anatoLii karpov: • ”Jdu matcha s hiartarsonom 'i vstrechl s relklavlkom” stranica 1 ne budu pereskazyvat biografiiu etogo vydaiuscegosla gros- smelstera - ona nepLcho iz.vestna ne toLko LiubiteLiam .shah- mat. no koL. rech idet o severe evropy, napomniu, chto imenno v etih kralah, v stokgoLme, po-suscestvu i byL otkryt karpovym tituLnyi. List”ego znamenltoi shahmatnoi biografli - v 1969 /1969/ godu zavoevano zvanie chempiona mira sredi iunoshei. S teh por on vystupaL vo mnogih stranah. a vot v lsLandli, kak eto nl udlvlteLno, pobyvat emu do sih por ne dovodiLos. ia znaiu anatoLiia. s ego detstva, mnogo pisaL 0 nem, no 0 tom, chto on nikogtía ne videL relkiavika, uznaL soversh’enno neojldanno - kogda besedovaL s nlm seichas po prosbe isLandskoi oazety ”dagbLadld-vishir”, peredavshei voprosy dLia eks-chem- piona mlra cherez apn. otvechaL karpov, ochen toropias na samoLet, uvozivshli ego v kanadu na ustroennyi tam grandloznyl bLictur- nlr v qorode. sent-djone. i mojet. byt potomu my Llsh pribLiziteLno Viðtalið vlð Karpov f frumgerð sinni á rússnesku. hef ekki skoðað sjálfar skákirnar... Þegar eftir alþjóðaskákmótíð í Wik- an-Zee í Hollandi tók ég mér tveggja vikna „frí“ frá skákinni og hef notað þann tíma til þess að styrkja mig lík- amlega og andlega, en ég gekk mikið á þann styrk í einvíginu í Sevilla. Hvað varðar Jóhann Hjartarson man ég vel eftír því eina skiptí sem við höfum teflt saman. Það var á ólymp- íuskákmótinu í Dubai. Ég hafði svart og upp kom spænskur leikur. Ég náði betri stöðu en fór mér of hægt og þegar við tefldum biðskákina náði Jóhann jafntefli. Mér virðist hann vera einstaklega seigur og ötull skák- maður sem ekki er auðvelt að kljást við. - Er stutt í það að þú hefjir undir- búning fyrir einvigiö við Jóhann? Þetta er erfið spuming. Það eru mörg skákmót á dagskrá hjá mér og það er heldur ekki vitað hvenær næsta umferð hefst í viðureign áskorendakeppninnar. Þess vegna mjög vel í upplýsingaleit, hún getur flýtt fyrir og sparað okkur tíma. En hún hugsar ekki fyrir okkur, við verðum sjálfir að vinna... - En skákklukkan gengur hraðar og hraöar... Ef þú ert að tala um aldur minn þá tel ég mig ekki vera farinn að eld- ast neitt að ráði, ég verð 37 ára í maí. Vinur minn og jafnaldri, Jan Timman frá Hollandi, lætur heldur engan bilbug á sér finna. Auðvitað hafa Nigel Short frá Englandi, Jó- hann Hjartarson og Artúr Júsupov, sem er aðeins eldri en þessir tveir, sín tromp á hendinni, en við höfum ekki í hyggju að gefast upp fyrir þeim. Þaö er bara kynslóð fjórða ára- tugarins, að undanteknum Lajosh Portish, sem er horfin af skákvellin- um. Nú er mikið rætt um að sovésku stórmeisturunum hafi gengið iUa í einvígjunum. Satt að segja er ég hissa á því og þá sérstaklega á því að So- kolov skuU hafa beðið lægri hlut LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. 9 fyrir Spraggett. Við höfum aldrei beðið sUkt afhroð og það er varla hægt að segja að þetta sé aUt komið undir tilvfljun einni saman. Eintóm- ar tílvUjanir verða næstum lögmál. Það verður að bíða með endanlega niðurstöðu, en hér er nokkuð sem þarf að hugleiða vel. - En ef við tölum um það að skák- klukkan gangi hraðar í þeim skiln- ingi að nú gætir áhuga á að stytta umhugsunartímann í hverri skák þannig að umhugsunartíminn verði hálftími á aUa leiki, gott ef þetta á ekki að ná tíl heimsmeistarakeppn- innar... Er þetta skákinni í hag? Á undanfomum árum hafa komið fram nýjár hugmyndir í byrjunum, miðtafl hefur verið skoðað og endur- metið og endatafli er beitt betur. Og þá fer aUt í einu að verða vart áhuga á því að halda sýningu á skákUst- inni, satt að segja að gera hana aö verslunarvöru. Hóf er best í öUu og það á einnig við hér. Það er ekkert hættulegt ef um er að ræða skemmtí- lega íþróttasýningu. En sé þess ekki gætt gætí farið svo að það kæmi nið- ur á taflmennsku komandi kynslóða og að skáklistin öll yrði fyrir óbætan- legu tjóni. - Það virtist svo sem Kasparov og Karpov hefðu farið langt fram úr hinum stórmeisturunum. Er bUið ekkert að minnka? Það er alltaf auðveldara að elta þá sem hafa forystuna en að ryðja óþekktar brautír. Auövitað á bUið milli okkar og þeirra sem á eftir okk- ur koma að minnka. En það veit enginn hvenær þeir ná okkur. Ég veit það ekki sjálfur/Úr því fá aðeins skorið tíminn einn og komandi ein- vígi, þar á meðal viöureign mín við Jóhann Hjartarson. Þegar við kvöddum AnatóU Karpov, fyrrverandi heimsmeistara, bað hann okkur að bera öUum skák- unnendum á íslandi kveðju sína, sem sagt aUri þjóðinni, og fullvissa þá um að hann mundi nota fyrsta tækifæri sem gæfist tíl þess að koma í heim- sókn þangað. Alexander Roshal skákfréttaskýrandi Karpov er næsti mótherji Jóhanns: Heimsmeistari í áratug og frábær mótaskákmaður Fróðir menn telja lUclegast að skákmaöurinn nái sínu besta við 35 ára aldur en eftir það geti tafl- mennskunni smám saman hrakað. Frá þessu eru þó margar undan- tekningar, bæði skákmenn sem slegið hafa í gegn ungir og eins aðrir sem láta engan bilbug á sér finna þótt komnir séu á háan ald- ur. Anatoly Karpov er á 37. aldursári og samkvæmt því ætti hann að vera á besta skákaldri. Samt er hann tiltölulega gamall í hettunni. Hann var heimsmeistari í áratug, 1975-1985 og á þeim tíma var hann nánast einráður í skákheiminum. Ólíkt mörgum fyrirrennurum sín- um tefldi hann mikið sem heims- meistari og enginn hefur náð svo jöfnum og góðum árangri sem hann. Á heimsmeistaraárum sí.n- um tók hann þátt í 33 mótum (ef einvígi, sveitakeppnir og Iettari mót með styttri umhugsunartíma eru frátahn). Efsta sætinu, skiptu eða óskiptu, náði hann 28 sinnum en aöeins fimm sinnum varð hann að sætta sig við að lenda neðar í töflunni. Sannarlega einstæður ár- angur. Óvart sendur á alvörumót Anatoly Evgenívits Karpoy fædd- ist 23. maí 1951 í bænum Zlatoust í sunnanverðum Úralfjöllum. Hann lærði mannganginn fjögurra ára gamall og snemma þóttí sýnt að einstakt efni væri á ferð. Sjálfur hefur hann sagt svo frá aö hann hafi litla rækt lagt við byrjana- rannsóknir, enda bar taflmennska hans þess merki og ber e.t.v. enn. Karpov litli tefldi traust í byrjun tafls og þróaði með sér afar næmt stöðuskyn. Hann kærði sig kollótt- an um þaö þótt leikfélagar hans á næstu borðum fórnuðu mönnum á báðar hendur. Aðeins fjórtán ára gamall hlaut hann meistaratitil í Sovétríkjunum og var sá yngsti sem þann heiður hafði hlotið. í lok ársins 1966, er Karpov var 15 ára gamall, þótti yfirvöldum því tími tíl kominn að senda hann til útlanda. Fyrir val- inu varð unglingamót í Tékkóslóv- akíu. Karpov og annar ungur piltur, Viktor Kupreitsik (sem sigr- aði svo eftirminnilega á Reykjavík- urskákmótinu 1980), voru gerðir út af örkinni en við komuna til Tékkóslóvakíu varð ljóst að mistök höfðu átt sér stað. Mótið var alls ekki ætlað unglingum, heldur var þetta alvöruskákmót fullorðinna. Þar sem Tékkar eru gestrisin þjóð vildu þeir ekki senda þessa skák- þyrstu unglinga á burt en leyfðu þeim að vera með í mótinu. Úrslitin komu á óvart: Karpov sigraði og tapaði ekki skák! „Hann er of mjór“ Vorið 1969 sigraði Karpov á þriggja manna úrtökumótí í Len- ingrad, fyrir ofan Armenann Rafael Vaganjan og Mikhail Stein- berg, og vann sér þar meö rétt til að tefla á heimsmeistaramóti ungl- inga í Stokkhólmi í ágúst. Sovét- menn höfðu átt erfitt uppdráttar á heimsmeistaramótínu og höfðu ekki átt sigurvegara í fjórtán ár - er Boris Spassky varð heimsmeist- ari. Anatoly Karpov var því fagnað sem þjóðhetju er hann sneri frá Stokkhólmi. í undanrásunum var hann reyndar nokkuð óstyrkur en í úrslitunum sigraði hann með yfir- buröum. Hlaut 10 v. af 11 möguleg- um en næsti maður, Ungverjinn Adorjan, hlaut 7 v. Samvinna Karpovs og þjálfara hans, stórmeistarans Semion Fur- man, hófst ári fyrir heimsmeistara- mótíö og stóð allt þar tíl Furman lést, 1978. Furman sagði svo frá að hann hefði strax séð að Karpov ætti framtíðina fyrir sér. Bæði hefði hann til að bera sérstakt stöðuskyn og innsæi sem ein- kenndi ávallt snjöllustu skákmeist- arana og eins góða endataflstækni. En að sögn Furmans voru ekki all- ir sannfæröir um hæfileika Karpovs: „Þessi strákur verður aldrei stórmeistari. Hann er of mjór,“ sagði Edvard Gufeld er hann sá Karpov í fyrsta sinn. Fur- man bætir.við að Efim Geller hafi staðiö við hlið Gufelds og ekki ver- ið á sama máli: „Þaö er eðlilegt aö hver dæmi eftír sínum aðstæðum," sagði Geller. „Þú varðst til dæmis ekki stórmeistari fyrr en þú varst orðinn 100 kílógrömm á þyngd!“ Leiðin að heimsmeistaratitl- inum Minningarmót um Alexander Aljekín í Moskvu 1971 markar upp- haf að glæsilegri sigurgöngu Karpovs. Árið áður náði hann stór- meistaratitli með 6. sætí á sterku mótí í Caracas en eftir mótið í Moskvu varð hann efstur í næstum öllum mótum sem hann tók þátt í: Hastings og San Antonio 1972, Madrid 1973 og millisvæðamótinu í Leningrad sama ár, þar sem hann deildi efsta sætinu með Kortsnoj. Þar með var Karpov kominn í -áskorendakeppnina og fyrsta mót- herja sinn, Lev Polugajevsky, vann hann auðveldlega, 5-2. í næstu umferð lagði hann Spassky að vellr með 7 vinningum gegn 4 og í áskor- endaeinvígi við Kortsnoj í Moskvu urðu úrslit 12-11 Karpov í vil. Karpov hafði þar með unnið sér rétt til aö skora á heimsmeistarann Bobby Fischer, en eins og kunnugt er mætti Fischer ekki til leiks og Karpov var því dæmdur heims- meistaratitillinn,- Kortsnoj gerði tilraun til að hremma heimsmeistaratitilinn úr höndum Karpovs í Baguio á Filippseyjum 1978 og í Meranó á Ítalíu 1981 en mistókst í bæði skipt- in, þótt á ýmsu hefði gengið. Það var ekki fyrr en Kasparov kom til sögunnar sem Karpov varð að sjá á bak titlinum. Óþarfi er að rifja upp . vopnaviðskipti þeirra hér: Fyrst einvígið éndalausa í Moskvu 1984-85, þá annað einvígi í Moskvu 1985, þar sem Kasparov sigraði 13-11, svo einvígi í London og Len- ingrad 1986 (Kasparov sigraði 12- 11) og loks einvígið í Sevilla í lok síðasta árs sem lauk 12-12 en Kasparov hélt heimsmeistaratitlin- um á jöfnu. Sigursæll mótaskákmaður Frá árinu 1975, er Karpov varö heimsmeistari og fram á þennan dag, hefur hann teflt á 41 skák- mótí, ef einvígi og sveitakeppnir eru undanskilin. Árangur hans er stórglæsilegur, svo vægt sé til orða tekið. í 33 skipti hefur hann orðiö efstur en átta sinnum oröið að sætta sig við lakara hlutskipti. Mér telst svo tíl að hann hafi unnið 200 skákir, gert 268 jafntefli en tap- skákirnar eru aðeins 21 talsins. Þetta gerir 334 vinninga af 489, eða 68,3% vinningshlutfall. Þannig lít- ur mótaskráin út: Ár Mótsstaður Sæti 1975: Ljubljana 1. Mílanó 1. 1976: Skopje 1. Amsterdam 1. Manilla 2. Montilla 1. Skákþ. Sovétr. 1. 1977: Bad Lauterberg 1. Las Palmas 1. Leningrad 4.-5. Tilburg 1. 1978: Bugojno 1.-2. 1979: Montreal 1.-2. Waddinxveen 1. Tilburg 1. 1980: Bad Kissingen 1. Bugojno 1. Amsterdam 1. Tilburg 1. Buenos Aires 4.-5. 1981: Linares 1.-2. Moskva 1. Amsterdam 2.-3. 1982: London 1.-2. Torino 1.-2. Tilburg 1. 1983: Linares 2. Skákþ. Sovétr. 1. Hannover 1. Tilburg 1. 1984: Osló 1. London 1. 1985: Amsterdam 1. 1986: Vín (Opið mót) 3.-9. Brussel 1. Bugojno 1. Tilburg 3. 1987: Brussel 3. Amsterdam 1.-2. Bilbao 1. 1988: Wijk aan Zee 1. Skák Jón L. Árnason Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rfi Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 h6 13. Bc2 Hb8 14. axb5 axb5 15. Bd3 Bc8 16. Rfl Bd7 17. Rg3 Dc8! 18. Be3 Db7 19. dxe5? Rxe5 20. Ha7 Dc8 21. Rxe5 dxe5 22. Df3?! He6! 23. Bc2 c5 24. RÍ5 Kh7 25. g4?! Hb7 26. Hxb7 Dxb7 27. De2 Bc6 28. f3 g6 29. Rg3 Rd7 30. h4 c4 31. b4? Da8! 32. Ddl Dd8! 33. h5 Be7 34. Kg2 Bg5 35. Dd2 Kg7 36. hxg6 fxg6 37. Bxg5? hxg5! 8 Wí Ulí/ áíÉ W 7 ■ ■ 6 ij9]U 5 mim u ■ 4 3 m n mm 2 t m * i I ■ ■ m i abcdefgh 38. Hal DfS 39. Re2 Rf8 40. De3 Bd7! 41. Dgl He7 42. De3 Hf7 43. Ha7 Re6 44. Hal Dd8 45. Ha7 Kf6! 46. Hal?! Be8! 47. Hdl Db8! 48. Dgl Hh7 49. Hal Bf7! 50. Ha6 Dh8? H • IH ■lÉX mm wmkk mm i i SA WM Ém. mm ■1 ■ ■ m. m abcdefgh Erfitt hlutskipti bíður Jó- hanns Jóhann Hjartarson fær það erfiða verkefni að glíma við þennan sigur- sælasta mótaskákmann allra tíma í einvígi i næstu lotu heimsmeist- arakeppninnar. Óhætt er að segja að Jóhann ráðist þar ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Karpov hlýtur að teljast afar sigurstrang- legur en því má þó ekki gleyma að Kortsnoj var einnig talinn líklegur sigurvegari í einvíginu við Jóhann. Þetta er frábært tækifæri sem Jóhann fær tíl að þroskast á skák- sviðinu. Einvígi við Karpov hlýtur að vera gott veganesti fyrir frekari afrek, burtséð frá því hverjar lyktir veröa. í þeim skilningi gat Jóhann ekki fengið betri mótheija. Karpov er aukinheldur líklegast eini kepp- andinn í áskorendaeinvígjunum sem þjóðin ætlast ekki til að Jó- hann rótbusti! Karpov hefur farið mörgum fógr- um orðum um Jóhann eftir skák þeirra á ólympíumótinu í Dubai síðla árs 1986. Jóhanni tókst þar að halda jafntefli eftir miklar svipt- ingar. Karpov sagði síðasta haust að Jóhann væri helsta von Vestur- landa á skáksviöinu. Þaö er því ljóst að hann kemur ekki til með að vanmeta Jóhann í einvíginu. Hér er skák þeirra félaga frá Dubai. Spurningar - og upphróp- unarmerki (= vondir og góðir leikir) eru ættuð frá Jóhanni sjálf- um. Hann skýrir skákina sérlega vandvirknislega og skemmtilega í bókinni „Skákstríð við Persaflóa" sem út kom fyrir jóhn. 51. Rd4!! Dd8 52. Rxe6 Dd2+ 53. Kg3 Bxe6 54. Hxe6 + Kxe6 55. Db6 + K£7 56. Dc7+ Kg8 57. Db8+ KO 58. Dc7+ Kg8 59. Db8+ Kg7 60. Dxe5 + Kh6 61. Db8 Biðleikurinn. 61. - Dxc3 62. e5 Del+ 63. Kg2 Dd2+ 64. Kg3(?) Dd7 65. Be4 Kg7 66. Db6 Df7 67. Kg2 Kh6? „Lok skákarinnar teflir Karpov svo illa, að það er með ólíkindum... Gaf hann þá lélegu afsökun, að taflmennska að morgni dags væri honum ekki mjög að skapi! Eg gerði honum þá grein fyrir því, að ég væri nú engimrmorgunhani sjálf- ur“ - segir Jóhann í bókinni um ólympíumótið. Karpov missir af tveim einfóldum vinningsleiðum, 67. - c3 og 67. - Hh4. 68. Dxb5 Hh8?! 69. Dc6 Hd8 70. b5 De8? 71. Df6 c3 72. Bxg6! Hd2+ 73. Kg3 Dxg6 og Karpov bauö jafntefli sem Jóhann þáði, því að hvítur hefur gangandi þráskák eftir 74. Dh8 + .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.