Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988.
Erlendbóksjá
1 lWriteWhatlUke
A s®tecöo« o» H»s «ar»ö»gs
»i» »»«***»«*
«m wev»t*msm tmettím
Eins og Steve
Biko sýndist
I WRITE WHAT I LIKE.
Höfundur: Sleve Blko.
Penguin Books, 1988.
Steve Biko var rúmlega þrítug-
ur þegar hann lést í haldi hjá
suðurafrísku lögreglunni árið
1977. Þá þegar haíði hann vakið
athygli sem einn af efnilegri leið-
togum blökkumanna í landinu.
Dauöi hans varð tilefni til mjög
ákveðinnar gagnrýni á lögreglu-
yflrvöld og stjórnvöld almennt í
Suður-Afríku.
í þessa bók hefur verið safnað
saman greinum, ræðum, stefnu-
yfirlýsingum og vitnisburðum
sem Steve Biko lét frá sér fara í
lifanda lífi. Hér er því hægt að
kynnast því með hans eigin orð-
um hváða augum hann leit
ástandið í Suður-Afríku og
hvernig hann taldi aö hægt væri
að breytá því. Forvitnilegast er
að lesa viðtal, sem tekið var sama
árið og Biko lést en þar ræðir
hann um leiðir til þess að koma
á meirihlutastjórn í landinu, og
ítarlega kafla úr vitnisburði Biko
fyrir rétti í maí 1976 en þar skýr-
ir hann vjðhorf sín og hugsjónir.
Þá rekur einn af vinum Bikc,
séra Aelred Stubbs, ævi hans og
feril í lokakafla bókarinnar.
Sherlock Holmes
snýr enn aftur
SHERLOCK HOLMES AND THE CASE
OF THE RALEIGH LEGACY.
Höfundur: L.B. Greenwood.
SL Martins Press 1987.
Þeir sem hafa spreytt sig á að
skrifa sögur um Sherlock Holmes
hafa fæstir náð viðunandi ár-
angri. Höfundi þessarar sögu
tekst þó betur upp en flestum
öðrum.
Hér er það Watson sem enn á
ný ritjar upp og setur á blað frá-
sögn af ævintýri sem hann og
Holmes lentu í. Að þessu sinni
er gátan falin í gömlu skjali sem
á að hafa gengið í erfðir í Raleig-
h-flölskyldunni allt frá því sá
hinn frægi Sir Walter Raleigh var
og hét á valdatímum Elísabetar
fyrstu Englandsdrottningar. í
þessu skjali er fjallað um fjársjóð
en með þeim hætti að enginn hef-
ur getaö fundiö flársjóðinn.
Holmes fær það verkefni að
reyna að ráða gátuna. Hann verð-
ur brátt var við að aðrir hafa
áhuga á leyndardómnum og það
svo að hinum lögmætu erfingjum
stafar hætta af.
En fyrst er auövitað að ráða í
hið foma skjai og það getur að
sjálfsögðu enginn - nema
Sherlock Holmes.
Hver myrti jarlinn af
Erroll í Hamingjudal?
WHITE MISCHIEF.
Hölundur: James Fox.
Penguin Books, 1988.
Seint í janúar árið 1941 fannst Joss-
lyn Hay, öðru nafni jarlinn af Erroll,
dauður í Buick-bifreið sinni skammt
frá Nairobi í Kenýa sem þá laut
breskum yfirráðum. Hann hafði ver-
ið skotinn til bana.
Hver myrti jarlinn af Erroll? Þeirri
spumingu var ekki svarað við réttar-
höldin sem fylgdu í kjölfarið.
Vangaveltur þar um hafa því verið
vinsælt tómstundagaman af og til
síðan og eru enn. Það sem nú hefur
vakið umræður um málið á ný er
gerð kvikmyndar um þetta fræga
morð en þessi bók er endurútgefin
nú af þvi tilefni.
Nafn fómarlambsins eitt og sér
hlaut að vekja athygli. Jarlinn var
af einni virðulegustu aðaisætt í
Bretaveldi: í Skotlandi er hún talin
næst sjálfri konungsættinni. En það
kom fleira tii sem gerði morð hans
vinsælt umræðuefni.
Josslyn Hay var sem sé fremstur í
flokki þeirra bresku Kenýabúa sem
kenndir vom við Happy Valiey í
Kenya en þeir voru alræmdir fyrir
vægast sagt léttúðugt líferni. Josslyn
tók þátt í því af lífi og sál ásamt konu
sinni sem efndi til samkvæma er
minntu einna helst á gleðskap
Messalínu til foma. Josslyn, sem var
WHITE
ISCHIEF
THEY SSOUOHT SO MUCH TO Af «1CA.
OUtMOUR, GSSD, DSCAOSHCE - AND MU8DÍ R
afar glæsilegur á velli, þótti djarftæk-
ur til kvenna en til þess að vekja
áhuga hans þurftu þær að 'vera gift-
ar. Hann átti af þeim sökum marga
óvildarmenn: eiginmenn sem hann
hafði kokkálað meira og minna opin-
berlega.
Og þegar hann var myrtur féll ein-
mitt grunur strax á einn slíkan: Sir
Jock Broughton. Hann var kominn
nokkuð á sextugsaldurinn en kona
hans, Diana, sem hann hafði nýlega
kvænst, var innan við þrítugt. Hún
var ástmey Josslyn og hafði beðið
um skilnað svo hún mætti giftast
elskhuga sínum.
Broughton var ákærður fyrir
morðið og leiddur fyrir rétt en tókst
með aðstoð spjalls verianda að fá sig
sýknaðan.
James Fox, sem er reyndur blaða-
maður, hefur kannað þetta mál árum
saman; um hríð ásamt breska rithöf-
undinum Cyril Connolly sem hafði
mikinn áhuga á lífinu í Hamingjudal
og morðinu á jarlinum af Erroll. Bók
hans er tvískipt: annars vegar lýsir
hann atburðunum eins og þeir gerð-
ust og fólkinu sem þar kom við sögu,
hins vegar rekur hann leitina að
sannleikanum áratugum eftir morð-
ið. Niðurstaða hans er ljóslega sú að
Broughton hafi verið sekur. Hann
hafi ekki þolað þá niðurlægingu sem
í því fólst að þurfa að láta unga konu
sína af hendi við Josslyn og því myrt
hann af afbrýðisemi. Aðrir hafa
haldið fram sakleysi Broughtons og
einkum nefnt til sögunnar sem morð-
ingja konuna sem þeir tveir börðust
um.
Frásögn James Fox er spennandi
sem góður reyfari aflestrar. Hins
vegar er vart viö því að búast að
þeir sem telja að Broughton hafi ver-
ið saklaus séu sáttir við niðurstöð-
una, eins og reyndar hefur komið
fram síðustu dagana í enskum dag-
blöðum.
Innan hreyfingar nýnasista
THE OTHER FACE OF TERROR.
Höfundar: Ray Hill og Andrew Bell.
Grafton Books, 1988.
Öfgahreyfingar til hægri vekja af
og til á sér athygli með hryðjuverk-
um í sumum Evrópulöndum en þær
njóta yfirleitt lítils stuðnings meðal
almennings.
Hvemig fólk er það sem dregst inn
í þessar hreyfingar? Hvers vegna?
Og hvernig starfa þær?
Ray Hill, aðalhöfundur þessarar
bókar, getur sagt frá því af eigin
reynslu því að hann starfaði innan
breskra nýnasistahreyfinga um
langt árabil - fyrst sem sannfærður
öfgamaður en síðan sem njósnari
fyrir andfasískt tímarit.
Hill lýsir því opinskátt hvernig lítil
menntun og bág lífskjör gerðu hann
móttækilegan fyrir áróður öfga-
manna til hægri sem kenndu þel-
dökkum innflytjendum og gyðingum
um allt það sem aflaga fór í bresku
þjóðlífi. Hill gerðist brátt virkur fé-
lagi í samtökum öfgamanna og hélt
slíku starfi áfram er hann flutti með
fjölskylduna til Suður-Afríku. Eftir
nokkra dvöl þar tók hans hins vegar
sinnaskiptum, að eigin sögn vegna
þess að hann sá hvemig sú stefna,
sem hann var að boða, leiddi til
mannlegra hörmunga.
Þegar Hill kom aftur til Bretlands
ætlaði hann að hætta þátttöku í öfga-
samtökunum en komst þá í samband
við breskt tímarit sem berst gegn
slíkum öflum og féllst á að halda
áfram starfi sínu innan þeirra og
gefa tímaritinu upplýsingcu- um allt
sem þar gerðist. Hill var slíkur njósn-
ari í nokkur ár og afhjúpaði margvis-
leg samsæri, m.a. um vopnasölu og
hryðjuverk.
Hill lýsir þessum ferli sínum aö því
er virðist opinskátt í bókinni og veit-
ir innsýn í þau rangsnúnu og oft
hættulegu viðhorf sem ríkja í nýnas-
ískum samtökum.
Metsölubækur
Bretland
Söluhœstu kíljurrvar:
1. Tom Clancy.
RED STORM RISING. (1).
2. Stephen King:
THE EYES OF THE DRAG-
ON (3).
3. James Clavell:
WHIRLWINO (5).
4. Oick Francis:
BOLT (4).
B. Stephen Kmg:
IT (8).
6. Barbara Vine:
A FATAL INVERSION. (-).
7. Colin Forbes:
THE JANUS MAN (2).
8. Ríchard Ford:
CHILDREN OF ASHGORETH.
(-)■
9. John le Carré:
A PERFECT SPY. (-).
10. P. D. James:
A TASTE FOR DEATH. (-).
Rit almenns eðlis:
1. Rosemary Conley:
THE HIP AND THIGH DIET.
(-)■
2. P.L. Fermon
BETWEEN THE WOODS
ANDTHE WATER. (1).
3. Pauline Cutting:
CHILDREN OF THE SIEGE
(2).
4. FARMHOUSE KITCHEN
MICROWAVE COOKBOOK.
(4).
5. Roald Dahl:
GOING SOLO. (3).
6. Or. Martin Katahn:
THE ROTATION OIET. (6).
7. RONAY'S CELINET GUIDE
TO HOTELS & RESTAURANTS.
(-).
8. Beigent, Leight, Lincoln:
THE MESSIANIC LEGACY.
(-)•
9. Keith Floyd:
FLOYD ON FRANCE. (7)
10. Van der Post:
A WALK WITH A WHITE
BUSHMAN. (-).
(Byggt á The Sunday Times)
Bandaríkin
Metsölukíljur:
1. Stephen King:
THE EYES OF THE DRAGON.
2. Robin Cook:
OUTBREAK.
3. Stdney Sheldon:
WINDMILLS OF THE GODS,
4. Sally Beauman:
DESTINY.
5. Pat Conroy:
THE PRINCE OF TIDES.
6. Elmore Leonard:
BANDITS.
7. V.C. Andrews:
GAROEN OF SHADOWS.
8. Phyllis A. Whitney:
SILVERSWORD.
9. Lawrence Sanders:
CAPER.
10. Irving Wallace:
THE CELESTIAL BED.
11. Hilary Norman:
IN LOVE AND FRIENDSHIP.
12. Paul Erdman.
THE PANIC OF '89.
13. Dtane Carey:
FINAL FRONTIER.
14. Tom Clancy:
REO STORM RISING.
15. Barbara Michaels:
SHATTEREO SILK.
Rit almenns eðlis:
1. Whitley Strieber:
COMMUNION.
2. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS
TRAVELEO.
3. Beryl Markham:
WEST WITH THE NIGHT.
4. Judith Viorst:
NECESSARY LOSSES.
5. Kirkland/Lawrence:
DANCING ON MY GRAVE.
6. John Feinstein:
A SEASON ON THE BRINK.
7. Budd Hopktns:
INTRUDERS.
8. Bill Cosby:
FATHERHOOD.
9. Harold Kushner:
WHEN ALL YOU'VE EVER
WANTED ISN'T ENOUGH.
10. Richard Bach.
A BRIDGE ACROSS FOREVER
11. Joseph Wambaugh:
ECHOES IN THE OARKNESS.
(Byggt á New York Times Book
Review)
Danmörk:
Metsölukiljur:
1. M. Atwood:
TJENERINOENS FORTÆLL-
ING. (-).
2. Andersen-Nexö:
PELLE ERQBREREN l-ll. (2).
3. NUDANSK ORDBOG. (3).
4. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN. (4).
5. Jean M. Auel:
HESTENES DAL (5).
6. Isabel Allondo:
ANDERNES HUS. (6).
7. Pu Ji:
DEN SIDSTE KEJSER (7).
8. Hanne Vibeke Holst:
NATTENS KYS. (9).
9. Isabel Allende:
KÆRLIGHED OG M0RKE.
(8).
10. Elsa Morante:
HISTORIEN. (10).
(Byggt á Politíken Sondag)
Umsjón: Ðías Snæland Jónsson
Glerdýr
Williams
THE GLASS MENAGERIE.
Höfundur: Tennessee Williams.
Penguin Books, 1988.
í bandarískri leikritun eftir-
stríðsáranna höfðu tveir menn
afgerandi forystu: Arthur Miller
og Tennessee Williams. Og af
mörgum mögnuðum leikritum
Williams frá fimmta og sjötta ára-
tugnum eru Glerdýrin í fremstu
röö.
Eins og í flestum merkustu leik-
ritum Williams er ráörík og
skapstór kona í aðalhlutverkinu
í þessu verki, Amanda Wingfield,
sem lifir að verulegu leyti í fortíð-
inni og fyrir það að útvega fatl-
aðri dóttur sinni, Láru,
eiginmann. Sonur hennar, Tom,
verðandi skáld, þráir hins vegar
það eitt að sleppa úr þeirri prí-
sund sem faðmur móðurinnar er
honum.
Glerdýrin eru öðru fremur um
leit að ást sem ekki gefur færi á
sér, drauma og vonir sem rísa og
bresta. Og í Tom er mikið af höf-
undinum sjálfum enda leikritið
að umtalsverðum hluta byggt á
persónulegri lifsreynslu Will-
iams.
i AI..LHN
I GINSBERG
í.oii n mx>
POFA1S
1947-19«)
Ljóðasafii
hippaskáldsins
COLLECTED POEMS 1947-1980.
Höfundur: Allen Ginsberg.
Penguin Books, 1987.
Á sjöunda áratugnum, blóma-
tímanum svonefnda, var Allen
Ginsberg fremsta hippaskáldið og
gúrú þeirra sem töldu hömluleysi
æðsta stig tilverunnar. Þótt um-
hleypingar þessa tíma séu löngu
orðnir sagnfræði ein hefur Gins-
berg ekki failið í gleymskunnar
dá eins og svo mörg önnur hippa-
skáld. Hann er eiginlega eins
konar minnismerki um þessa
liðnu tíð.
Ljóð Ginsbergs eru mikil að
vöxtum en afar misjöfn að gæð-
um. Sum bestu verka hans voru
reyndar ort löngu áður en blóma-
skeiöiö hóf sína stuttu vegferö:
Ginsberg var áhugaverðasta ljóð-
skáld bítsins og sendi frá sér
merkasta ljóö sitt, Howl, árið
1956. Það er enn fimasterkt
harmkvæði um glataða kynslóð.
í þessu heildarsafni ljóða Gins-
bergs frá árunum 1947 til 1980 er
af eðlilegum ástæðum mikið af
ljóðum sem hafa eingöngu for-
vitnisgildi sagnfræðilegs eðlis. En
inn á milli glóir sá máttugi kveö-
skapur sem felur í sér frumlega
og áhugaverða sýn skáldins á
veruleika sjötta og sjöunda ára-
tugarins í Bandaríkjunum.