Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Page 14
14
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
íslandsklukka í útlegð
Tveir stjórnmálamenn boöuöu hér í blaðinu í fyrra-
dag, að ríkisvaldið mundi sitja með hendur í vösum og
ekkert hafast að til að ná til landsins átta alda gamalli
kirkjuklukku, sem hefur verið í útlegð í London. Vildu
þeir láta þjóðina spreyta sig á 650.000 króna smásöfnun.
Rétt er, að upphæðin ætti að vera lítil í augum þjóð-
ar, sem hefur náð úr útlegð síðasta geirfuglinum og
Skarðsbók. Reynir nú á, hvort sögutilfinning okkar nær
til íslandsklukku þessarar, sem er sennilega merkasti
forngripurinn, sem nú er unnt að endurheimta að utan.
Athyghsverður tvískinnungur kom þó fram í ummæl-
um stjórnmálamannanna. Menntaráðherra afsakaði
aðgerðaleysi sitt með, að „menntamálaráðuneytið hefur
... ekki úr digrum sjóðum að spila“. Ráðuneyti hans
veltir rúmlega tíu milljörðum króna árlega.
Sami ráðherra sagðist um daginn „blása á“ þær tæpu
hundrað mihjónir, sem einhverjir kvörtuðu um, að
væri kostnaður umfram áætlun við byggingu Listasafns
ríkisins. Var í því máli þó rætt um hugsanlegan skort
á ráðdeild eða nákvæmni í meðferð opinberra peninga.
Af þessu mætti ætla, að útgjöld til einstakra þátta
menntamála yrðu annaðhvort að fara yfir einhver pen-
ingamörk eða út í nægilegt sukk til að hrífa menntaráð-
herrann. Lítil og sukklaus fjárhæð til að kaupa litla og
gamla klukku kveikir ekki hugsjónaeld ráðherrans.
Formaður fjárveitinganefndar afsakaði sig með, að
nefndin „hefði ekki heimild til að úthluta fé í kaup sem
þessi“. Það er út af fyrir sig rétt, en virðist bara gilda
um klukkuna, en ekki þegar um er að ræða alvörumál,
sem formaðurinn og aðrir leiðtogar telja brýn.
Aukaíjárveitingar skipta tugum á hverju ári og nema
yfirleitt margfóldu klukkuverði. Sú notkun peninga,
sem ekki eru til, er, eins og annarra peninga ríkisins, á
vegum Alþingis og fjárveitinganefndar þess. Það er Al-
þingi, sem setur lög og aukalög, en ekki ríkisstjórn.
Sumar þjóðminjar njóta þegjandi samkomulags ríkis-
stjórnar og íjárveitingavalds um meðferð brýnna mála.
Mörgum sinnum á hveiju ári þarf utan fjárlaga að verja
hundraðfóldum klukkuverðum til að tryggja rekstur
dýrustu þjóðminjanna, hins hefðbundna landbúnaðar.
Ríkisstjórnin, Alþingi og Qárveitinganefnd þess
ákveða hveiju sinni, hvenær beita skuli afbrigðum eða
láta þau viðgangast. Framangreindar tilvitnanir gætu
bent til, að stjórnmálamennirnir tveir ætluðu að standa
fyrir nýrri og siðlegri meðferð á fé skattborgaranna.
Ef hins vegar kemur í ljós, að áfram verður beitt
aukafjárveitingum, verður ekki komizt hjá að álykta,
að stjórnmálamennina tvo skorti áhuga á að stuðla að
heimkomu hinnar átta alda gömlu íslandsklukku. Yfir-
lýsingar þeirra um annað reynast þá vera hræsni.
Auðvitað verður þjóðin að grípa sjálf í taumana og
ná klukku Tröllatungukirkju úr útlegð. Þessi klukka
er ff á miðri tólftu öld og var hluti af lífi og dauða þjóðar-
innar í hálfa áttundu öld, unz hún lenti með öðrum
kirkjumunum á uppboði í byrjun þessarar aldar.
Ef þjóðin gefur sér klukkuna, er það góð áminning
til landsfeðra um, að fólk lítur niður á skeytingarleysi
þeirra um íslenzkar minjar, bæði þjóðminjar og náttúru-
minjar, sem endurspeglast í lélegum og engum aðbúnaði
að söfnum, sem ætlað er að hýsa þessar minjar.
Skorað hefur verið á þjóðina að leysa kirkjuklukkuna
út til íslands fyrir 650.000 krónur. Sómi okkar býður,
að við vinnum það til skilnings á eigin þjóðarsögu.
Jónas Kristjánsson
A stjómarheimilinu okkar hefur til
þessa ríkt eindrægni og samhugur
í hvívetna. Þar hefur tekist giftu-
samlega að ráða fram úr hinum
erfiðustu vandamálum í þjóðarbú-
skapnum. Það hefur tekist sam-
komulag um skatta og tolla sem
munu tryggja velferöarkerfið í
bráð og lengd.
Um shk mál hefur aldrei orðið
alvarlegur ágreiningur í ríkis-
stjórninni og jafnan tekist að leysa
þau innan fjögurra veggja heimilis-
ins og þaðan hefur aldrei lekið
ljótum sögum í fjölmiðla.
Þannig hefur stjórnin glímt við
hin erfiðustu vandamál hávaðalítið
og búin að leysa þau flest. Maður
var farinn að halda að þessari
stjórn væri ekkert ómögulegt og að
hún myndi jafnvel lifa út kjörtíma-
bilið, við almennar vinsældir og
fógnuð.
En nú stendur ríkisstjórnin
frammi fyrir sínum erfiðasta
vanda til þessa. Og þennan vanda
í talfæri
Jón Hjartarson
á því að láta ekki bjóða sér svona
dónaskap.
Agavandamál
En svo virðist sem sumir ráð-
herrar stjómarinnar eigi við
hegðunarvandamál að stríða.
Vandkvæði þessa aðila koma með-
al annars fram í skrípihneigð
(narsosisma), að vilja sífellt vera
að sýna sig, einkum í útlöndum.
Og nú hefur þetta orsakað aga-
vandkvæði á stjómarheimilinu.
Eftir stjórnarfundinn fannst,
þessu til staðfestingar, dularfull
bókun þar sem samþykkt stjómar-
innar um þessi mál er gefið langt
nef og í þokkabót lekur í fjölmiðla.
í fyrstu héldu menn að hér hefði
sovéska leyniþjónustan vélað um.
En þegar á daginn kom að þarna
var sjálfur utanríkisráðherra á
ferðinni varð fjandinn laus.
Þessi ráðherra hefur orðið svo
mikla þörf fyrir aö standa í sviðs-
ljósinu að hann svífst þess ekki
virðist henni ekki ætla að takast
að leysa. Þessi bágindi tengjast ekki
atvinnuvegunum, það eru hvorki
vandkvæði sjávarútvegsins né
landbúnaðarins, þaðan af síður
iðnaðarins, þótt málið tengist
prjónlesi, óbeint. Vandinn beinist
ekki útávið, út í þjóðfélagið, heldur
á hann rætur sínar inni á stjómar-
heimilinu sjálfu. Þar er allt f einu
komiö upp ósætti og fjölmiðlaleki
Landsmenn flestir telja það mik-
inn heiður fyrir land og þjóð að
Ráðstjórnarríkin skuli sjá ástæðu
til að bjóða forseta okkar í opinbera
heimsókn til Moskvu. Enda em
Rússar ekki eins rakin illmenni í
augum íslendinga og áður var.
Gorbatsjov og Raisa unnu hug og
hjörtu landsmanna á leiðtogafund-
inum í hittiðfyrra og eiga sér ófáa
aðdáendur hér, jafnvel á æðstu
stöðum.
Eftir að hafa staðið augliti til aug-
litis við þessi elskulegu hjón á fólk
ekki eins gott með að trúa því sem
Morgunblaðið hefur verið að segja
okkur á hverjum degi í 70 ár, sumsé
að Sovétmenn séu níðingar sem
myndu svíkjast aftan að okkur ef
viö hefðum ekki einhvern til að
passa okkur, stríðsæsingamenn,
sem stöðugt ógna heimsfriðnum.
Þessu trúir enginn lengur, jafnvel
ekki Mogginn sjálfur sem fylgir nú
ákveðinni slökunarstefnu.
Margháttuð móðgun
Aftur á móti ógna Rússar heimil-
isfriðnum á stjórnarheimili Þor-
steins Pálssonar. Þar hefur kalda
stríðið verið endurvakið. Það er
enda spurning hvort þessi þíða í
garð Sovétríkjanna er ekki ótíma-
bær. Er þetta skyndiheimboð
Rússa ekki herbragð og illa dulbú-
inn dónaskapur við okkur þegar
grannt er skoðað? í fyrsta lagi ber
heimboð þetta upp á 29. febrúar.
Það er tvímælalaust óvirðing við
íslensku þjóðina að bjóða þjóð-
höfðingjanum heim á þessum
platdegi sem ekki finnst á almanak-
inu nema einstöku sinnum.
í öðru lagi er heimboðinu vahnn
einmitt sá tími er íslenskir ráð-
herrar eiga að sitja leiðtogafund
hjá Nató. En það skiptir sköpum
fyrir friðinn og hernaðarjafnvægið
í heiminum að Þorsteinn og Stein-
grímur mæti þar og láti gott af sér
leiða. í þriöja lagi þykir mörgum
ósvífiö af Rússum að_bjóða forset-
anum í opinbera heimsókn á sama
tíma og þeir neita að kaupa af okk-
ur prjónlesið. En rauði þráðurinn
í samskiptum íslands og Sovétríkj-
anna er og hefur jafnan verið lopi.
Síðast en ekki síst þykir mörgum
það óvirðing við þjóðina að bjóða
forseta í heimsókn með svo stutt-
um fyrirvara. Að vísu virðist
forseta ekkert að vanbúnaði en for-
sætisráðherra og ríkisstjóm telja
sér hins vegar skylt að móðgast
fyrir hönd íslensku þjóðarinnar,
fyrir hönd Nató og í krafti lopa-
framleiðslunnar.
Og ríkisstjómin hélt fund og var
sammála um að þiggja þetta vafa-
sama heimboð til Moskvu því
aðeins að Kremlveijar sjái að sér
og tiltaki dag sem tahst getur okkur
boðlegur. Ráðherramir eru harðir
einu sinni að rjúfa friðinn á stjórn-
arheimilinu. Þegar hinir ráðherr-
amir eru að vasast í leiðindunum,
eins og matarskatti og þvílíkum
skítverkum, er hann einatt aö slá
um sig í útlöndum. Nú vhl hann
ólmur th Moskvu, hvað sem þaö
kostar, enda farinn að rata í Kreml.
Vegna þessa hafa ráöherrarnir
hver af öðmm vitnað hugnæmt í
fjölmiðlum. Slíkar uppákomur
merkja venjulega ekki nema eitt
að mati stjórnmálaskýrenda. Það
er: að stjórnin þurfi bráðum að fara
að tala við fógeta.
Moskva vinsæl
Steingrímur segist vel geta farið
bæði th Moskvu og Brussel. Að
öörum kosti býðst hann th þess að
senda Halldór hvalræðisráðherra
fyrir sig. Jón Baldvin segir Al-
þýðuflokkinn vera fúsan að bera
klæði á vopnin og býður Jón Sig-
urðsson viðskiptamálaráðherra th
fararinnar.
Friðrik Sophusson iðnaðarráð-
herra vhl ekki una þessu og segir
að ef einhver eigi erindi th Moskvu
þá sé það hann, nefnhega til þess
að greiða fyrir lopanum. Raunar
er það spurning hvort uhin heyrir
ekki fullt eins mikið undir land-
búnaðarráðherra sem bændur
myndu glaöir senda til Moskvu.
Sumir segja að í rauninni langi
Þorstein sjálfan til Moskvu, enda
er fátt jafnvel fahið til vinsælda og
Moskvureisur. Eina vonin um
lausn þessa máls er sú aö ríkis-
stjórnin fari öll til Moskvu. Og það
yrði hka vinsælt.