Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988.
15
Sagan og samtíminn
Þau vandamál, sem viö er að etja
í efnahags- og atvinnumálum þjóð-
arinnar um þessar mundir og
mikið eru til umræðu í fjölmiðlum
og meðal hagsmunaaðila, eru al-
varleg. En þau eru einnig leysanleg
sé vilji ogþor fyrir hendi hjá þeim
sem völdin hafa. Og auðvitað er
vandinn smávægilegur sé hann
borinn saman við ýmsa þá erfiö-
leika sem íslensk þjóð hefur tekist
á við gegnum aldirnar.
Það hefur löngum þótt strembið
aö búa á íslandi. Reyndar hefur það
aldrei verið eins auðvelt og nú.
Það kemur því engum á óvart í
sjálfu sér að í sögubókum skuli
langmest bera á öllum þeim hörm-
ungum sem yfir hafa dunið. Við
lestur slíkra bóka liggur beinast við
að ætla að þjóðarsagan sé ein
óþrjótandi táralind. Því fer auðvit-
að víðsfjarri. Sem betur fer hafa
margir haft fyllstu ástæðu til að
una glaðir við sitt hér á landi gegn-
um aldirnar.
íslandsklukka til landsins
Ánægjulegt áminning um sam-
hengið í lífi þjóðarinnar er sú
íslandsklukka sem Þjóðminjasafn-
ið hefur beitt sér fyrir að fá aftur
til landsins. Þessi klukka, sem tahn
er nær níu hundruð ára gömul,
hefur lengst af verið prýði sveita-
kirkju á Ströndum.
Fyrir liggur að kirkjuklukkur af
þessu tagi voru smíðaðar fram
undir árið ellefu hundruö og fimm-
tíu en ekki eftir það. Þessi litla
klukka er því gerð fyrir daga
Snorra Sturlusonar, já, væntanlega
á þeim tímum þegar Ari fróöi Þor-
gilsson var að semja íslendingabók.
Kannski hefur verið hringt til tíða
í Tröllatungu með þessari klukku
á þeim árum er Guðmundur góði
hraktist með föruneyti um landið
undan ásókn valdfíkinna höfö-
ingja.
Akveðið hefur verið að efna til
söfnunar til þess að gera Þjóðminja-
safninu kleift að kaupa ldukkuna.
Vonandi verða viðbrögð lands-
manna rausnarleg, enda til hneisu
ef þessi klukka, sem er svo nærri
því að vera jafngömul þjóðinni,
heföi lent í höndum útlendinga.
Lærum við af sögunni?
íslandsklukkan úr Tröllatungu-
kirkju er kjörið tilefni nokkurra
vangaveltna um mikilvægi sög-
unnar fyrir samtímann. Er það
rétt, sem Hegel hélt fram, að hvorki
þjóðir né ríkisstjómir lærðu neitt
af sögunni? Er ljós reynslunnar
ávallt í skut þjóðarskútunnar og
. skín því einungis á þær öldur sem
eru að baki?
Vissulega er margt sem bendir til
þess að samtímamenn læri lítið af
mistökum forfeðranna og dragi
jafnvel rangar ályktanir af sögunni
ef einhverjar. Hins vegar er það
ekki rétt, sem eitt sinn var talinn
sannleikur, aö sagan endurtaki sig.
Auðvitað minna samtímavið-
burðir stundum á atburði liðinna
tíma, en þá er oftast um að ræða
skrumskælda eftirlíkingu. Það sem
áður var ekta tekur þá gjarnan á
sig farsakennda mynd.
Nú eru vel gerðir farsar yfirleitt
skemmtílegir. En fátt er jafneymd-
arlegt og lélegur farsi, að ekki sé
nú talað um þegar þolandinn í
verkinu er lifandi fólk sem æskir
þess eins að fá að búa í friði og njóta
afraksturs erfiðis síns. Líklega eru
engin af gæðum lífsins eins vand-
fundin um þessar mundir og eimitt
þetta; að fá að rækta garðinn sinn
í friöi.
Stjórnarfarsinn
Af farsakenndum atburöum sam-
tímans hefur stjórnarfarsinn vakið
mesta athygli manna upp á síðkast-
ið.
Ætla mætti að stjórnarherramir,
sem verulegur meirihluti þjóðar-
innar kaus í síðustu kosningum,
hefðu í nógu að snúast við að rétta
hag þjóðarskútunnar. Að sögn
stefnir í tíu milljarða viðskipta-
halla á árinu. Forsvarsmenn út-
flutningsgreinanna segja allt vera
á heljarþröm. Boðuð er stöðvun í
fiskiðnaði á næstunni nema til
komi gengisfelling eöa aðrar álíka
aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Fólki
í ullariðnaði er sagt upp hundruð-
um saman. Búgreinar, sem áttu að
verða bjargráö í landbúnaðar-
kreppunni, svo sem refarækt, eru
komnar á vonarvöl. Og launafólk,
sem hefur mátt þola hrikalegar
verðhækkanir á algengustu nauð-
synjavörum og stóraukna skatt-
heimtu, býr sig til átaka.
Skyldu nú ráðherrarnir ekki sitja
á fundum nánast dag og nótt til
þess að ráða fram úr þessum vand-
ræðum og rétta hlut framleiðslu-
greina og launafólks?
Nei, ekki aldeilis. Slík mál halda
ekki fyrir þeim vöku eða verða tíl-
Laugardags-
pistill
Elías Snæland
Jónsson
aðstoðarritstjóri
efni tíl bókana 1 ríkisstjóm. Þeir
gætu þess vegna verið sofandi við
stýrið.
Moskvudansinn
Til Moskvu eða ekki til Moskvu,
það er spurningin sem hefur haldið
vöku fyrir ráðherrum íslensku rík-
isstjórnarinnar undanfarna daga.
Fyrst vildi Steingrímur Her-
mannsson fá að fara til Moskvu
með forseta íslands og leysa ullar-
vörukreppuna í leiðinni. Heimsókn
forsetans til Sovétríkjanna hefði
auðvitað orðið þjóðinni til sóma
eins og aðrar opinberar heimsókn-
ir Vigdísar Finnbogadóttur og ekki
hefði sakað að leysa ullarsölumálin
í leiðinni. Það þótti sumum sam-
starfsráðherrunum hins yegar
ófært því þá yrði Steingrími þökk-
uð lausn þess máls og væri hann
þó nógu skrattí vinsæll fyrir. Auk
þess sem hann ætti .að vera á
NATO-fundi á sama tíma.
Þá lagði Steingrímur til að Hall-
dór Ásgrímsson færi í austurveg,
enda fær í flestan sjó eftír hvala-
slaginn við Kanann. Ekki var því
betur tekið í ríkisstjóminni. Frið-
rik Sophusson taldi nefnilega aö ef
einhver ætti að fara til Moskvu
væri það iðnaðarráðherra - þ.e.
hann sjálfur. Hann gæti þá leyst
ullarsöludeiluna og orðið hetja.
Kratar vildu líka vera með og
sögðu Jón Sigurðsson á lausu tíl
austurfarar.
Niðurstaðan varð svo sú sem
frægt er orðið að enginn fór til
Moskvu. En starfsfólk í ullariðnaði
spilar ýmist bingó á vinnustað eða
fer á atvinnuleysisbætur.
Enn muna margir nafn þess
manns sem lék á hörpu sína meðan
Róm brann, jafnvel einstaka ráð-
herrar. Af því hátterni draga menn
þó ógjaman réttar ályktanir til að
miða við eigin aðgerðir. Það brenn-
ur því fleira en Róm.
Sjálfskaparvíti
Hvernig stendur annars á því að
eftir góðæri undanfarinna ára, með
verulegri aukningu þjóðartekna,
hefur enn tekist að koma efnahags-
málunum í hnút?
Eins og oft áður hafa landsmenn
við enga aðra að sakast en sjálfa
sig og þau stjómvöld sem meiri-
hlutinn hefur kosið yfir þjóðina.
Því er viðbmgðið hversu illa ís-
lendingum hefur tekist að halda á
málum á tímum vaxandi þjóðar-
framleiðslu og batnandi viðskipta-
kjara. Nú sem fyrr við slíkar
ástæður hefur þjóðin ekki aðeins
vanrækt að leggja tíl hliðar af
tekjuaukanum heldur hefur eyðsl-
an og sóunin farið langt fram úr
því sem aflað hefur verið.
Þetta á ekki aðeins við um eyðslu
einstaklinganna heldur einnig og
ekki síður hins opinbera. Nú eru
við stjórnvölinn boðberar slagorðs
sem þeir vona vafalaust að allir séu
búnir að gleyma: báknið burt. Það
sannast nefnilega enn einu sinni
að því meira sem ríkjandi stjórn-
málamenn segjast vera á móti
útþenslu kerfisins þeim mun frek-
ar þenst það út undir þeirra forsjá.
Aukin skattheimta
Nú em einnig við völd stjóm-
málamenn sem hafa margendur-
tekið andstöðu sína við aukna
skattheimtu. Stundum hafa sumir
þeirra jafnvel lofað að lækka
skatta. Það er auðvitað við hæfi og
í samræmi við farsa íslenskra
stjórnmála að skattheimta hefur
aldrei verið meiri en einmitt nú.
Stjómmálaforingjarnir hafa hellt
olíu á eld óánægjunnar í þjóöfélag-
inu með margvíslegum breytingiun
í skattamálum sem hafa íþyngt ein-
staklingunum með aukinni skatt-
heimtu og vaxandi verðbólgu.
Þessu finna launamenn fyrir í
hvert sinn sem þeir fara út í búö
að kaupa í matínn. Margir þeirra
finna einnig fyrir aukinni skatt-
heimtu í hvert sinn sem þeir taka
við launum fyrir unnin störf.
Óánægja launafólks
Það þarf engan að undra þótt al-
varleg óánægja hafi grafiö um sig
meðal almennings síöustu mánuði
því launafólk hefur horft á verð-
gildi launanna hraðminitka í
höndum sér. Síðustu mánuði hefur
verðbólgan ætt áfram vegna hækk-
ana á þeim vörum sem almenning-
ur verður að kaupa og það að mestu
fyrir tilverknað stjómvalda sjálfra.
Við þetta bætist að staðgreiðslu-
kerfið, sem í reynd er eitt af
afrekum svonefndrar verkalýös-
forystu, kemur illa við marga, til
dæmis þá sem hafa verið að kikna
undan kostnaði við húsnæðisöflun
síðustu árin og eru enn en fá ekki
lengur skattalækkun til mótvægis
við gífurlega vaxtabyrði.
Þaö þarf því engan að undra þótt
ríkisstjómin hafi ekki lengur
meirihluta meðal þjóðarinnar í
skoðanakönnunum.
Hversu lengi enn?
Nú hefur því stundum verið hald-
ið fram að því minna sem ríkis-
stjórnir aðhafist þvi betra.
Vafalaust er hægt að finna þeirri
kenningu stað með dæmum. Rang-
ar ákvarðanir, byggðar á röngum
forsendum, geta oft valdið óbætan-
legu tjóni.
En aðgerðaleysi er ekki síöur
skaðlegt þegar alvarleg vandamál
steðja að, hvað þá þegar aögerða-
leysi í sumum málum er samfara
óskynsamlegum ákvörðunum í
öðrum.
Margir sem fylgst hafa grannt
með störfum ríkisstjórnarinnar
spyrja sig nú hversu lengi þetta
stjórnarsamstarf haldi. Brestirnir
í því eru augljósir. Viljinn til sam-
eiginlegra athafna virðist lamaður.
Það trúnaöartraust, sem nauðsyn-
legt er í ríkisstjórn, virðist ekki
fyrir hendi. Stundum er engu lík-
ara en verið sé að búa í haginn fyrir
samstarfsslit.
Auðvitað skiptir ekki öllu máli
hversu lengi ríkisstjórn situr. Hitt
er mun mikilvægara að ríkisstjórn
sitji ekki áfram ef hún er í reynd
orðin óstarfhæf vegna innbyrðis
væringa. Þótt erfiðlega gangi að
læra af sögunni er svo skammt síð-
an slík ríkisstjóm sat við völd með
hrikalegum afleiðingum að þau
spor hljóta enn að hræða.
Elias Snæland Jónsson
-f