Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. V erðmunur á einum borða Hér geisar nú slíkt verðstríð að ég man ekkí annað eins. Stórmarkaðir keppast 'við að auglýsa verðlækkun á grænbaunadós og fólk ekur um bæinn þveran og endilangan til að versla þar sem er ódýrast sam- kvæmt opinberum könnunum. Ég hef nú horft á þetta svona úr fjar- lægð enda af þeirri kynslóð sem varð fyrir því óláni að brenglast verulega á verðskynfærunum þau ár sem verðbólgan var hér við völd í nafni hinna og þessara stjóm- málaflokka. Get þó ekki neitað því að þessi áróður um að almenningur sé besta verðlagseftirlitið er farinn að síast inn í minn þykka haus. Ég get nefnt þér eitt dæmi. Eins og þú hefur eflaust tekið eft- ir var borðinn í ritvélargarminum mínum orðinn það slitinn að ég þurfti að fara með penna ofan í flesta stafi svo þú gætir lesið til- skrifið. Á dögunum sá ég að við svo búið mátti ekki lengur standa og geri mér ferð í verslunarhof lands- manna, Kringluna. Þar fmn ég bókabúð og snarast inn i þeim til- gangi að festa kaup á borða í ritvélina. Ég hafði verið svo for- sjáll áður en ég fór að heiman að skrifa á miða tegundarheiti ritvél- arinnar ásamt einhveijum tölu- stöfum sem fylgja heitinu. Ung og geðþekk stúlka hlustar á þessar upplýsingar, fer fimum höndum um húlur og kemur með lítinn pakka. „Þessi borði passar í vél- ina.“ „Takk,“ segi ég og skoða pakkann af athygli. Það var svona gluggi á pakkanum og ég sannfærð- ist um að þarna inni væri ritvélar- borði. Ekki hafði ég gert mér neinar hugmyndir um hvað þessi einfaldi hlutur mundi kosta. Spyr því um verð. „Átta hundruð tutt- Finnurðu átta breytingar? Þessar tvær myndir sýnast 1 fljótu bragöi eins en á neðri myndinni hafa falliö burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar- holti 2. Þau eru Supertech segulband (verðmæti 3.948,-), Supertech útvarp (verðmæti 2.840,-) og LED útvarpsvekjari (verðmæti 1.590,-). í öðm helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkiö umslagið: „Átta breytingar - 81, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík.“ Verðlaunahafar 79. gátu reyndust vera: Ingibjörg Þor- valdsdóttir, Jörvabyggð 6, 600 Akureyri (segulband); Sjöfn Ólafsdóttir, pósthólf 186, 900 Vestmannaeyjum (útvarp); Leifur Eyjólfsson, Gauksrima 11, 800 Selfoss (útvarpsvekj- ári). Vinningamir verða sendir heim. !><------------------------------------------------1 NAFN .................................... HEIMILISFANG ............................ PÖSTNÚMER ............................... „Til dæmis gat hugsast að hann blési mér andagift í brjóst svo ég næði aö skrifa ódauðlegt snilldarverk." ír. ugu og níu krónur,“ svarar stúlkan alúðlega. Ég skal segja þér eins og er að mér bara brá. Fjárhagurinn ekki beysinn og einhvem veginn fannst mér þetta hátt verð fyrir svo lítinn hlut þótt nauðsynlegur sé ef verið er að pikka á ritvél á annað borð. Nú gat að visu verið aö þessi borði væri gæddur sérstökum eig- inleikum sem ég vissi ekki um. Til dæmis gat hugsast að hann blési mér andagift í bijóst svo að ég næði að skrifa ódauðlegt snilldar- verk. Hvergi var þó upplýsingar að finna þess efnis utan á pakkanum. Ég hugsaði mig lengi um. Hristi pakkann. Opnaði hann og gægðist inn en sá ekkert nema venjulegan borða, kolsvartan og ógnandi. „Já- há,“ sagöi ég loks. „Það er nefnilega það. Einmitt já . Átta hundruð og eitthvað krónur. Það vill bara svo illa til að ég er ekki með nema fimmhundruðkall á mér svo ég verð víst að koma seinna, takk fyr- Að svo mæltu drattaðist ég út úr búðinni, þungt hugsi. Gat verið að ég þyrfti að borga á níunda hundr- að fyrir einn svartan borða? Ég gæti étið ýsu fyrir þessa upphæð vikum saman. Sá var þó hængur- inn á að meðan ég ætti ekki borða í ritvélina ætti ég ekki peninga tfi að kaupa í matinn. - Það er sví- virða að skattleggja svona atvinnu- tæki fólks, sagði ég við sjálfan mig og hugsaði Jóni Baldvin þegjandi þörfina. Mundi þá að hann er alltaf að prédika fyrir fólki að það eigi að afla sér upplýsinga um verö sem víðast. Morguninn eftir skoða ég ritvél- ina betur og kem þá auga á spjald sem á var letrað heitið Skrifstofu- vélar. Ég ákveð að reyna þar. Hringi samt fyrst og skilst á sím- svaranda að þetta fyrirtæki sé eiginlega ekki tíl lengur, eða runn- ið saman við IBM eða eitthvað BÍéftil vinar \ Sæmundur Guðvinsson svoleiðis. Ég spyr samt um borða og les enn tegimdarheitíö af miðan- um góða. Jú, þaö er til borði í þessar.vélar. „Og hvað kostar nú svona borði?“ spyr ég varfæmis- lega. „Tvö hundruö sjötíu og fimm krónur,“ er svarað að bragði. „Hvað segirðu," segi ég öldungis hlessa. Viðmælandinn endurtekur upphæðina. Mér datt í hug að þetta gætu verið mistök eða gamalt verð og flýtti mér á Hverfisgötuna þar sem fyrirtækið er til húsa. Rétti fram miðann góða og spyr um borða. Fæ hann í hendur eftír and- artak. Spyr um verð. Tvö hundruð sjötíu og fimm. „Ertu viss um að þetta passi í mína vél?“ spyr ég fullur grunsemda. „Ef ritvélin er með þessu tegundarheiti og númeri þá passar hann. Þetta er venjulegur borði með leiðréttingarborða.“ Ég flýttí mér að borga og fékk tölvu- skrifaða nótu því til staðfestingar að ég hefði staðgreitt áðurgreinda upphæð. Snarast svo heim og set borðann í og allt í himnalagi. Eftir langa og flókna útreikninga komst ég að raun um að ég hafði sparað hvorki meira né minna en fimm hundruð fimmtíu og fjórar krónur á því að kaupa ekki borð- ann þar sem hann bauðst fyrst. . Fyrirþessaupphæðgetégtildæm- 4 is keypt tvö og hálft kíló af rauð- sprettuflökum þar sem verð á þeim er lægst samkvæmt auglýsingum frá Jóni viðskiptaráðherra. Það munar um minna, ég segi nú ekki annað. Þú fyrirgefur þótt það komist ekki annað að hjá mér núna en þessi saga af borðanum. Eftir þetta fer ég að verða eins og'vargur í búðunum. Maj-gspyr um verð og dreg í efa við afgreiðslufólk að ekki megi fá þetta eða hitt á lægra verði annars staðar. Þetta endar með því að ég get étíð bæði fisk og kjöt ókeypis, eða þannig. Að endingu örfá orð um Ebbu frænku. Nú uppástendur hún að skella sér í heimsókn til þín um páskana ásamt kallinum og tveim- ur bamabörnum. Ég veit að þú getur ekki hugsað þér að fá þetta lið inná þig, en hvaö á ég að gera? Ég er búinn að benda henni á aö fara frekar í fjallgöngu, helst að ganga á jökul (þar er svo mikið af fóldum sprungum, þú veist) en það er ekki tautí við hana komandi. Láttu þér nú detta eitthvð gott ráð í hug og láttu mig vita. Þinn vinur, Sæmundur P.S. Fljótamenn skutu ísbjarnar- hún í gær. Ætli þeir þurfi að borga matarskatt ef þeir éta kjötið? i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.