Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 21
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. 21 frá Tröllatungu: Gj afir til klukkukaup- anna eru þegar farnar að berast Klukkan góða frá Tröllatungu. Hún verður almenningi til sýnis eftir nokkra daga. Islandsklukkan „Sú var tíö, segir í fornum bók- um, aö íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það var klukka.“ Á þessum orðum hefst íslandsklukkan hans Halldórs Laxness. Lesendur fá einnig að fræð- ast um að „svo var klukkan forn að enginn vissi lengur aldur hennar með sannindum." Nú stendur landsmönnum til boða að kaupa klukku sem er áhka forn og hún er einnig metin til fjár. Þjóð- minjasafninu hefur verið boðin klukkan fyrir 650 þúsund krónur og Þór Magnússon þjóðminjavörður hefur ákveðið að efna til almennra samskota til klukkukaupanna. Eins og komið hefur fram í fréttum DV er þetta klukka sem um aldir var í kirkjunni í Tröllatungu í Stein- grímsfirði. Þótt ekki sé vitað um aldur klukkunnar þá er vitað að eitt- hvað á niunda hundrað ára er síðan hún var steypt því klukkur af þess- ari gerð voru ekki steyptar eftir árið 1150. Aðeinsfá eintök til Klukkur af þessari gerð eru mjög fágætar og að sögn Þórs Magnússon- ar eru aðeins nokkur eintök til í heiminum. Því leggur Þjóminjasafn- ið mikla áherslu á að klukkan gangi ekki því úr greipum. Reyndar er búist við að klukkan komi til lands- ins einhvern næstu daga því trygg- ingarfé hefur þegar verið fengið að láni. Eftir að DV sagði frá klukkukaup- unum hefur fé þegar borist til Þjóðminjasafnsins. Strax daginn eft- ir að fréttin birtist kom maður á skrifstofu þjóðminjavarðar með 1% af kaupverði klukkunnar. Þegar klukkan kemur heim verður hún almenningi til sýnis í Þjóðminjasafn- inu þannig að þeir sem vilja gefa til kaupanna geta skoðað gripinn í leið- inni Saga klukkunnar frá Tröllatungu er ekki htrík. Hún var þar í kirkj- unni allt til þess að hún var lögð niður árið 1906. Talið er líklegt að klukkan hafi komið þangað ný en kirkja var reist í Tröllatungu á fyrstu árum kristni í landinu. Kirkjubónd- inn í Tröllatungu hefur viljað búa kirkju sína góðum gripum. Meðan klukkan var í Tröhatungu segir fátt af henni. Þar hafa prestar, sem sumir voru gaidramenn eins og sjálfsagt er um presta á Ströndum, látið hringja herrni við allar athafnir frá því sóknarböm í Kirkjubóls- hreppi vora skírö og th þess að þau voru til moldar borin. Fjórar klukkur og bjöllur tvær Árið 1317 hefur þessi klukka þegar verið komin í tölu gamalla gripa. Þá lét biskup skrifa upp allar eigur kirkjunnar í Tröllatungu og þar voru taldar „íjórar klukkur og bjöllur tvær“. Nú er aðeins ein þessara klukkna til. Saga klukkunnar tók eiginlega ekki óvænta stefnu fyrr en kirkja í Tröllatungu var lögð niður árið 1906 og hluti af eigum hennar seldur á uppboði. Þá komst klukkan í einka- eigu og hefur verið það síðan. Núverandi eigandi klukkunnar býr í Lundúnum og er afkomandi þess sem eignaðist hana á uppboðinu í Tröllatungu. Hjá Þjóðminjasafninu Þór Magnússon þjóðminjavörður með fyrstu ávisunina sem barst í söfnunina til kaupa á klukkunni frá Tröllatungu. DV-mynd BG hefur lengi verið vitað um klukkuna og hún var þar til sýnis fyrir nokkr- um árum en hefur ekki verið boðin til kaups fyrr en nú. Tröllatunga í Steingrímsfiröi er kennd við landnámsmanninn í firð- inum sem kallaður var Steingrímur trölli. Strandamenn segja að þetta sé besta jörðin í sýslunni af þeim sem ekki hafa hlunnindi. Þarna sátu prestar til ársins 1885 þegar prests- setrið var flutt að Felli í Kollafirði. Sumir prestanna þóttu merkir menn en af öðrum fór misjafnt orð. Einn sá skrautlegasti var galdramaðurinn Oddur Þorsteinsson sém var prestúr í Tröllatungu á 16. öld. Oddur þessi var eitt sinn dæmdur frá prestskap fyrir barneign með mágkonu sinni ungri og átti hann að hafa ginnt hana með göldrum. Oddur fékk þó hempuna aftur en þurfti að greiða stórfé. Sagt var að Oddur væri rammgöldróttur og átti hann að ganga í hóla til huldufólks. Virðulegt handverk En klukkan frá Tröllatungu er hljóð um sögur sem þessar enda er það fyrst og fremst aldur hennar sem gerir hana verðmæta. Líklegt er talið að hún hafi verið steypt í Þýska- landi, þaðan sem margir gamlir kirkjugripir eru upprunnir. Þar um slóðir var klukkusteypa sérstakt handverk. Klukkusmiðir ferðuðust milli kirkna og steyptu klukkur á hverjum stað. Ekki er vitað til að shkir handverksmenn hafi komiö hingað til lands enda lítinn kopar að hafa hér. Klukkan er því innflutt. Þýskir klukkusmiðir voru snilling- ar í sinni grein sem best sést af endingu klukknanna sem þeir steyptu. Fyrir nokkram árum var klukka af sömu gerð og sú frá Trölla- tungu grafin upp úr höfninni í Heiðarbæ, sem einu sinni var í Dan- mörku en tilheyrir nú Véstur-Þýska- landi. Þessi klukka er nær þúsund ára gömul og lá í höfninni í margar aldir. Samt er hún enn heil og ó- sprungin eins og klukkan frá Trölla- tungu. Annars voru Rússar stórtækastir allra klukkusmiða. Áriö 1733 steyptu þeir stærstu klukku sem gerð hefur verið. Sú klukka stendur nærri Kremlarmúrum í Moskvu. Hún hef- ur þá sérstöðu meðal kirkjuklukkna að henni hefur- aldrei verið hringt. Þetta er 193 tonna flikki sem aldrei tolldi á undirstöðum sínum. Eina skiptið sem heyrðist í henni var þeg- ar hún féll til jarðar og þá brotanði úr henni 11 tonna koparflís. Minni en islandsklukkan Klukkan frá Tröllatungu er all- miklu minni en þessi ..konungur kirkjuklukknanna". Hún er aöeins 24,5 sentímetar á hæð og er þvi með minni kirkjuklukkum og sjálfsagt minni en sjálf Islandsklukkan sem snærisþjófur af Akranesi og böðull úr Kjósinni hjuggu miöur á Þingvöll- um. ..Klifra þú upp á húsiö Jón Hregg- viðsson aumur þræll, sagði kóngsins böðull, og höggðu á tóverkiö sem heldur klukkunni," skrifar Halldór Laxness í íslandsklukkunni. ..Það hlægir mig aö þann dag sem minn allranáðugasti herra bífalar mér aö bregða um háls þér snörunni hér á þessum staö skuh þó ekki verða hringt klukku.“ -GK Gleymdirðu einhverrí gjöf? Engar áhyggjur - þú fœrð bestu merkin ítískuheiminum, tollfrjálst um borð hjó okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.