Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 23
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988.
23
Veiðivon
Þurrfluguhnýtingar
Ármenn hafa verið iðnir við félagsstarfið í vetur og hafa
boðið upp á ýmislegt fyrir veiðimenn meðan beðið er eft-
ir fyrstu veiðitúrunum. Lenn Bautista sýndi fyrir skömmu
þurrfluguhnýtingar og var vel mætt. Á myndinni sést Lenn
við iðju sina og Kolbeinn veiðikló Grímsson fylgist vel
með handbrögðum hans. DV-mynd ÁÞS
Veiðieyrað
Veiðivoninsækirá
Laxárfélagið með þá Orra Vigfús-
son og Ingva Hrafn Jónsson yngstu
menn líélt aðalfund norðan heiða
fyrir skömmu og kom þar margt
fróðlegt fram. En á svæði þeirra í
Laxá í Aðaldal veiddust hvorki fleiri
né færri en 1859 laxar og fluguna
tóku 843, maðk 663 og spón og aðra
gervibeitu 353. Frábær fluguveiði og
best gaf Laxa blá 178, svo kom Bláa
nunnan 92, Fox Fly og Hariy Mary
með 61, Veiðivonin gaf 50 og Collie
Dog 35. Það hefur vakið athygli hvað
Veiðivonin sækir á í Laxá í Aðaldal,
kannski verður hún efst eftir nokkur
ár. Stærsta laxinn veiddi Ólafur
Benediktsson, 24 punda hæng á
maðk, en stærsta flugulaxinn veiddu
þeir Sigmar og Ingólfur, 21 punda lax
á Bl. Fox Silver í Hrúthólma. Meðal-'
þyngdin var 10,8 pund sem er í góðu
lagi.
Draumurinn úti
Draumur stangaveiðimanna um
upptöku neta í Hvítá í Borgarfirði
og víðar þar um slóðir hefur strandað
í bili. Þrátt fyrir um 7 milljóna til-
boð, eins og við greindum frá á sínum
tíma, dugði það bændum alls ekki.
500 hundruð krónur fyrir kílóið af
laxi, sem bændum var boðið. eru
næstum tvöfalt markaðsverð. Ein-
hverjum hefði þótt það gott.
Það er á sumum að skilja þarna í
Borgarflrðinum að netaveiðin sé
svona skemmtileg og fræðandi, sérs-
taklega fyrir unglinga. Það er eflaust
fræðandi að segja ungu kynslóðinni
frá hruni stórlaxanna í Norðurá í
Borgarfirði, þar sem er hátíð núorðið
ef sést lax yfir 20 pund?
Fjörið að byrja
Nokkur fjöldi veiðimanna er farinn
að nota sér dorgveiðina á Geitabergs-
vatni í Svínadal og hafa sumir fengið
sæmilega veiði. Við heyrðum á ein-
um sem fór þarna að nóg væri af fiski
en hann væri frekar smár. Veiði-
menn, sem renna þarna, geta fengið
húsaskjól í veiðihúsi Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur þarna við vatnið.
Fínt að fá sér kaffi þar og ræða málin.
-G.Bender
hér á landi
FORSTÖÐUMAÐUR
Sumardvöl þroskaheftra barna
Þroskahjálp á Vesturlandi auglýsir eftir forstöðu-
manni fyrir sumardvöl þroskaheftra barna í Holti í
Borgarhreppi í sumar. Umsóknarfrestur til 10. mars.
Uppeldismenntun nauðsynleg.
Upplýsingar veitir Einar Jónsson, Akranesi, sími
93-11211 (vinna) 11018 (heima).
ÚTGERÐARMENN/SKIPSTJÓRAR
Innköllun á reyköfunartækjum af gerðinni Fenzi 5000
Vegna galla sem komið hafa fram í reykköfunartækj-
um af gerð Fenzi 5000 hefur Siglingamálastofnun
ríkisins ákveðið að innkalla öll reykköfunartæki af
þessari gerð til lagfæringar.
Sá aðili sem annast þessar lagfæringar er Prófun hf.,
Fiskaslóö 119, Reykjavík, sími 91-26085, í samráði
við umboðsaðila tækjanna hér á landi, Klif hf.
Öllum hlutaðeigandi er bent á að hafa samband við
fyrrgreinda aðila sem fyrst og á þessum lagfæringum
aó vera lokið fyrir 1 5. apríl nk.
Reykjavík 17. febrúar 1988
Magnús Jóhannesson
siglingamálastjóri.
Viksund fiskibátar
- 5 tonna, opnir. Þessir bátar eru afgreiddir allt
frá því að vera plastklárir til þess að vera fullbún-
ir, innréttaðir og með vél.
- 9 tonna, dekkaðir. Þessir bátar njóta sívaxandi
vinsælda meðal sjómanna sakir óvenju mikils
stöðugleika og vandaðrar smíði.
ÖRYGGI - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
NORSKIR FISKIBÁTAR
-15 tonna, upplagður snurvoðarbátur - sannkall-
að flaggskip. Þessi bátur er í nýrri, endurbættri
gerð og kemur á markaðinn eftir breytingar á
síðasta ári. Þessi bátur er tilvalinn fyrir þá sem
þurfa að endurnýja úr t.d. gömlum 11—13 tonna
trébátum.
Við aðstoðum við allan pappírsfrágang varðandi
fjármögnun og innflutning, svo og öflun tilboða
í búnað og tæki.
ATH. að umsóknarfrestur um lán úr Fiskveiða-
sjóði er að renna út.
MKSunn
UMBOÐIÐ
INGIMUNOUR MAGNÚSSON
NÝBÝLAVEGI 22
% SÍMI43021 og 641275 EFTIR KL. 17.00