Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 25
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. 25 Kvikmyndir Louis Malle I baksýn sést hér leikstýra drengjunum tveimur Julien (Gaspard Ma- nesse) og Jean (Rapha- el Fejto). Fasddur 30. október 1932 inn í Zazie dans le métro. ríka iðnaðarfjölskyldu í Frakkl- 1962. andi. Hann hiaut strangt kaþólskt Vie privée. uppeidi. Eftir nám í College d’Avon Vive le Tour. í Fontainbleu hóf hann nám í Sor- 1963. bonne í París þar sem hann nam Le Feu follet stjórnmálafræðL 1951-1953 nam 1965. hann við liinn mikilsmetna Institut Viva Maria. des hautes etudes cinématograp- 1967. hiques. Strax eftir útskrift gerðist Le Voleur. hann aðstoðarieikstjóri Jacques 1968. Cousteau við gerð heimildarmynd- Histoires extraordinaires. arinnar Le Monde du silence sem 1969. var öll tekin neðansjávar. Calcutta. Fyrsta sjálfstæða verk Louis 1971. Malle var verðlaunamyndin Asc- Le SoufiQe. enseur pour l’echafaud. Aðalhlut- 1972. verkið í þeirri mynd lék Jeanne Humain, trop humaine. Moreau. Næsta mynd hans var Les 1973. Amants, var einnig með Jeanne Place de la république. Moreau í aðalhlutverki og varð sú Lancombe Lucien. kvikmynd miög vinsæl og hjálpaði 1975. bæði Malie og Moreau á frambraut Black Moon. þeirra. Hér á eftir fer listi yfir þær 1978. kvikmyndirsemLouisMalælehef- PrettyBaby. ur leikstýrt á ár rúmlega tuttugu 1981. ára ferli. Þess má geta aö Malle Atlantic City. hefur átt stóran hlut í handritum My Dinner With André. að öllum sínum myndum. 1984. 1957 Crackers. Ascenseur pour l’echafaud. 1985. 1958. Alamo Bay. Les Amants. 1987. 1960. Au revoir les enfants. Au revoir les enfants Bemskumiimingar Louis Malle Það er ekkert nýtt að þekktir kvik- myndaleikstjóraT kvikmyndi æskuminningar sínar og hefur sum- um tekist vel upp. Francois Truffaut vann mikinn sigur með sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Les quatre cents coups, sem var endurminning- ar hans frá barnæsku. Hann nefndi sjálfsímynd sína Antoine Doinel og seinna gerði hann fleiri persónulegar myndir með Doinel sem höfuðper- sónu. Skemmst er að minnast að John Boorman setti í kvikmynd æsku- minningar sínar frá stríðsárunum í Englandi, Hope And Glory, kvik- mynd sem hefur fengið góðar við- tökur hvar sem hún hefur verið sýnd'. Síðasta dæmið er Au revoir les enfants sem myndi útleggjast Sjáumst aftur, börn. Er sú kvikmynd bemskuminningar Louis Malle sem sneri heim til Frakklands eftir tíu ára fjarveru til að leikstýra þessari mynd og skemmst er frá því að segja að Malle vinnur stórsigur og er Au revoir les enfants ein mest sótta kvikmyndin í Frakklandi þessa dag- ana og gagnrýnendur hafa allir sem einn lokið lofsorði á myndina. Á undanförum árum hefur Louis Malle alls ekki verið sáttur við landa sína og verið ómyrkur í máli um þá. Ekki er lengra síðan en í september að hann lét svo ummælt að hann þyldi ekki að verk sín væru talin frönsk og að leikstjórn hans bæri vott um franska menningu. Kannski þetta viðhorf haris breytist eitthvað eftir þær góðu viðtökur er Au revoir les enfants hefur fengið í heimalandi hans. Louis Malle hefur undanfarin ár haft aðsetur í New York þar sem hann og eiginkona hans, leikkonan Candice Bergen, og tveggja ára dóttir þeirra búa. í Bandaríkjunum hefur hann leikstýrt misgóðum myndum og ólíkum. Hans þekktustu myndir vestanhafs eru án efa Pretty Baby, Atlantic City og My Dinner With André. Þegar hann er spurður af hveiju hann hafi yfirgefið Frakkland svarar hann: „Sjálfsagt halda margir að ég hafi yfirgefið París vegna þess .að Black Moon hafi verið algjörlega misheppnuð mynd, (Black Moon er stíliseruð upp úr hinu þekkta ævin- týri Lisa í Undralandi) svo er nú samt ekki. Ég fór til Bandaríkjanna til að leikstýra Prettv Baby. Það tók mig tvö ár að koma henni frá mér og eft- ir það var löngun mín til að fara heim lítil.“ Hvernig stóð þá allt í einu á því að Malle ákvað að kvikmynda æsku- minningar sínar í Frakklandi: „Jú, nýlega þegar ég var í heimsókn með fjölskyldu minni í Frakklandi komu æskuminningar mínar upp í huga minn og ég fór að festa þær á blað. Ég var ekki nema tíu daga að gera fyrsta uppkastið og annað land en Frakkland kom ekki til greina því þar gerðust atburöirnir sem fiallað er um.“ Au revoir les enfants fiallar um það tímabil í ævi Malle þegar hann í seinni heimsstyrjöldinni stundaði nám í kaþólskum drengjaskóla. Skól- inn hélt vemdarhendi yfir nokkrum Kvikmyndir Hilmar Karlsson gyðingadrengjum. Fjallar myndin um Julien (Malle) og vin hans gyð- inginn Jean sem ásamt öðr’.m gyðingum er leiddur á brott af Gest- apo í lok myndarinnar. Lokaatriði myndarinnar er mjög áhrifamikið. Þýskir hermenn koma inn í kennslu- stofuna í leit að gyðingum og snöggt augnatillit Juhen verður til þess að vinur hans Jean er tekinn og leiddur á brott. Geröist þetta svona í raun og veru: „Ég skrifaði þetta atriði nákvæmlega eins og það gerðist að því undan- skildu að ég bætti við augnatilliti Julien.“ Malle segir einnig að staðreyndin hafi verið sú að vinskapur dengjanna var ekki eins náinn og látið er vera í kvikmyndinni. Þeir vom fvrst og fremst bekkjarfélagar og félagar í stórum vinahópi. „Samt sem áður get ég sagt með vissu að þessi atburður gjörbreytti lífi mínu.“ Hvað tekur við næst: „Ég veit það ekki" segir Malle. „Eitt er vist að ég pakka ekki saman og flyt til Frakk- lands í hvelh. Ég geri kvikmyndir. Fyrir utan Bandaríkin og Frakkland hef ég gert myndir á Ítalíu. Indlandi og Mexíkó. Ég fer þangaö sem næsta verkefni mitt krefst að ég fari." HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.