Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 33
/ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. 45 Hverra manna ertu? Annars ágætlega áheyrilegur þul- ur var í sjónvarpi um daginn aö yfirheyra konu um getraunir og ensku knattspymuna. Og honum varö að orði: Hverra manna ertu í ensku knatt- spyrnunni? Konan svaraði: Liverpool. Miðað við málvenjur þýðir þetta að hún eigi ættir að rekja til knatt- spymuliðsins Liverpool og jafnvel að faðerni að henni sé ellefu manna lið. Þetta minnir á Heimdall sem átti sjö mæður sem allar vom syst- ur! Án gamans. Spyijandinn var að spyrja hvert væri uppáhaldshð konunnar og hefur sjálfsagt ætlað sér að vera frumlegur í orðavaU. Og þessi nýstárlega málnotkun vakti athygU mína. Við emm sífeUt að flokka okkur sjálf og aðra, við þurfum að tilheyra einhveiju, til dæmis ættum og fjölskyldum. Og á tímum upplausnar í ættum og fjöl- skyldum er kannski ömggara og einfaldara að flokka fólk eftir ensk- um fótboltaliðum. „Við“ erum með Stjómandi þáttarins hafði einnig orð á því að viðmælandinn væri fyrsta konan sem tæki þátt í get- raunaleik sjónvarpsstöðvarinnar. Þetta þótti honum afar merkilegt, rétt eins og hann væri að leiða þjóð- ina fyrstur manna í þann stóra- sannleik að konur tækju þátt í fótboltagetraunum. Enda svaraði konan af dálitlum þjósti: Við erum með þótt það fari Utið fyrir okkur. „Við“ í þessu tilviki era um það bil 120 þúsund íslenskar konur. Orðalagið „Við erum með“ á því engan rétt á sér í þessu samhengi. Konan átti við að sumar kynsystur hennar tækju þátt í getraunum, eins og allir vissu og sú staðreynd því varla svo markverð að tæki því aö vekja á henni sérstaka athygli í sjónvarpi. En þaö er oft eins og fólk þurfi að taka almælt tíðindi og setja þau fram sem merkar nýjungar, sem það hafi nýverið uppgötvað og verði að tilkynna þjóðinni henni til upplýsingar. Meira um „við“ Nýju útvarpsrásimar era undar- lega líkarhver annarri. Ég undrað- ist lengi vel af hveiju þuhr væra EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON KENNARIVID ÁRMÚLASKÓLA sí og æ að kynna sjálfa sig, þáttinn og stöðina. I þaö fer drjúgur hluti talaðs máls. En þetta er vitaskuld nauðsynlegt svo að fólk viti á hvaða stöö það er að hlusta. Annað hefur vakið athygli mína. en það er hvernig þulimir búa til klisjur sem hver tyggur upp eftir öðrum, með undantekningum þó. Ein klisjan er „Við verðum með ykkur...“ Þetta segja þulirnir í upphafi þátta. Eg hef tvennt við þetta að athuga: 1. Þetta er klisja sem menn apa hver eftir öðrum í hugsunarleysi. Upphaflega stæling eftir amerísk- um þulum. 2. Þetta er bull. Sá sem talar til hlustenda gegnum útvarp er alls ekki með einum eða neinum. Hann er langt í burtu í loftlitlu stúdíói og tilraunin til að brúa óhjákvæmi- legt bil þular og hlustenda rennur- út í sandinn. Þulir verða að átta sig á fjöl- breytni málsins og hætta aðtyggja þreytta frasa oní hlustendur. Metn- aðarfullir þulir eiga að hyggja að því hvað þeir segja og hvernig. Eða eins og segir í Hávamálum: Haldit maður á keri drekki þó að hófi mjöð, mæli þarft eða þegi;... Vísnaþáttur Kannski fyrir kvöldstundina á Kvíabryggju verð ég sendur Leiðrétting og viðbót Ekkert í prentuðu máli er leiðin- legra en prentvillur, nema þá það sem vanhugsað er, og í vísum og ljóöum skartar slíkt síst. En prent- meistarar vísnaþáttarins láta sjaldan henda sig neitt aðfinnslu- vert. En þó kom fyrir í vísnaþættin- um sem helgaður var frú Theodóra Thoroddsen að einn bókstafur í fjögurra stafa endarímsorði varð sá sami í því fyrra og seinna orðinu og það hafði auðvitað þau örlaga- ríku áhrif að merking vísunnar bijálaðist. Nú leiöréttum viö þetta með þeim hætti að birta þijár vísur eftir þessa mætu skáldkonu og ein þeirra er sú sem varð fyrir slysinu, hinar tvær hafa ekki komið hér áður. Frú Theodóra segir: „Alltaf ann ég glaðværðinni og álít hana gulli betri, fari hún í rétta átt: > Ef ég fyndi og festi mund . á fríðu auravali, gæfi ég fyrir gleðistund gull í pundatali. Hugans annál enginn reit, þar ægir svo mörgu saman. En það sem enginn annar veit, er oft vort besta gaman. Upp skal tina öll þau kom, sem óhirt fyrrum lágu. Nú hef ég tæmt mitt nægtahom, og nú er aö lúta aö smáu.“ Agnir að austan Menningarsamtök Héraðsbúa á Austurlandi gáfu út 1985 vísnabók eftir Austfirðing, Braga Björnsson að nafni, sem kennir sig við Surt- staði. Heimamenn vita náttúrlega öll þau skil á manninum sem þeir vilja vita, en ég get ekkert frætt áhugasama vísnavini um höfund- inn og þykir mér það miður, en auðvitað gera stökurnar það betur á sinn hátt en mín orð. En lesendur eru forvitnir. Ég tek vísurnar í leyf- isleysi í trausti á umburðarlyndi höfundar og útgefenda. Bókin heit- ir Agnir og er hin eigulegasta að sjá: Sóhn dokar, skuggaský skýla Lokaráðum, skjóUn fokið er nú í öllu lokið bráðum. Hljóðlát moldin heimtar sitt, sé hinsta gjaldiö vegið. Heiðarlegra hold en þitt hefur hún aldrei þegið. Víða meitlast mikil slóð mæðudága greiddra, þar sem seitlar banablóð byggðarlaga eyddra. Mér er eilíf eftirsjá að æskukynningunum, get því aldrei flúið frá fyrstu minningunum. Nú sit ég hér einn og segi: Seinasti fuglinn ber í augum sér óravegi þann unað sem liðinn er. Þetta era aUt lausavísur. Enn frá Uppsala-Gísla Við vorum nýlega með nokkrar vísur er hrifsaðar voru úr kveri sem gert var úr efni eftir einbúann Gísla heitinn á Uppsölum í Amar- firði. Tvær urðu viðskila við hinar vegna þess að mér fannst að aðeins hefði þurft að hnika til orðum ríms- ins vegna. En sUkt verður stundum að gera ef hægt er án þess að efni breytist. Slík lagfæring held ég að sé syndlaus þegar aðstæður eru hafðar í huga. Smáorö á röngum stað geta ráðið úrsUtum um áferð vísu. GísU orti fyrir sjálfan sig. Óvenjuleg atvik ráða því að hugs- anir hans koma opinberlega fram. Hér: Þá heim oss sækir hugarraun, sem hryggir sinni vort á laun, mun tíminn breiða á blæju sína, og blíökar geð og sorgir dvína. Önnur vísa: Það eitt víst, þá aUs er gætt, að ekkert vinnst með höröu. Hver einn elski sæla sætt sinna bræðra á jörðu. Auðvitað má ekki skilja þau orð frá þáttastjóra, sem fylgja þessum yfirlætislausu vísum, svo að hann telji sér og öðrum dálkastjórum heimilt að breyta og birta í heinúld- arleysi hvaða efni sem vera skal. Sú hefð hefur raunar skapast að vel kveðnar stökur, sem berast út til fólksins, séu um leið orðnar al- menningseign. En hitt er hreinasta undantekning að blaðamönnum leyfist aö breyta þeim, þótt þeir telji sjálfir að .það sé til batnaðar. Þar sýnist sitt hverjum. Liðugt kveðið Þakka Páli J.Þ., gömlum Vest- firðingi, gott bréf og vísur til aö moða úr. Þær sem ég tek á annað borð koma svona smám saman og fer eftir atvikum hve langt verður á milh þeirra. Hann á létt með aö yrkja: Varla eru þessi vísukorn vel að skapi þínu. Þó sendi ég nokkur sýnishom, svona að gamni mínu. • Þó harðni tök og bogni bök, bregst ei sólarmáttur, rífur vök í vetrarþök vorsins andardráttur. Söngur unnar dimmur deyr, dofna munnar vinda, meðan sunnan þíður þeyr þreifar um grann og tinda. Jón úr Vör Lausbeislað kvennafar Lausbeislað kvennafar hefur löngum kallað á leiðinleg bams- faðemismál og óhamingjusöm eftirköst skammra yndisstunda. Um þau mál hefur oft verið kveðið. Aldraður maður, vel hagmæltur, sem á sínum manndómsáram þurfti að fjalla um svokölluð sveit- arstjómarmál í heimahögum austur á fjörðum, og einnig hér syðra, gat margt sagt um inn- heimtu bamsfaðemisgjalda. En líka hugsað sér björtu hliðarnar og sett sig í spor óreiðumannsins. A eitt opinbert plagg ritaði hann þessa vísu og talaöi fyrir munn hins dæmda: Ennþá man ég, elsku vina, atlot þín og mjúkar hendur. En kannski fyrir kvöldstundina á Kvíabryggju verð ég sendur. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.