Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Page 40
52 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. Lífsstm DV Fjallaferðir: Oft er þægilegra að vera á farartæki sem hæfir aðstæðum. Það eru margir sem líta jeppaeig- endur öfundaraugum á veturna. Þeir geta brugðið sér út fyrir bæinn yfir vetrartímann þrátt fyrir lélega færð. En hvað geta þeir sem ekki eiga jeppa tekið til bragðs ef þá langar til að skella sér út fyrir borgarmörkin þegar færð er slæm? Einn möguleikinn er að leigja sér jeppa til lengri eða skemmri ferða. DV kannaði hjá nokkrum bílaieigum hvort algengt væri að fólk nýtti sér þessa þjónustu og hvað hún kostaði. Við fengum þær upplýsingar hjá bílaleigunum að ekki væri aigengt að leigðir væru jeppar til einstakl- inga sem ætluðu í stuttar ökuferðir. AðaUeigjendur jeppa yfir vetrartím- ann eru fyrirtæki sem eru að senda fulltrúa sína út á land. DV hafði samband viö Bílaleigu Flugleiða, Bílaleigu Arnarflugs, Bíla- leigu Akureyrar og bílaleiguna Geysi og grennslaðist fyrir um leigu á slík- um bílum. Fyrstur fyrir svörum varð Baldur Ágústsson hjá Bílaleigu Ak- ureyrar. „Það er auðvitað algengt að jeppar séu leigðir á veturna," sagði Baldur. „Það er þó ekki mikið um að einstakl- ingar taki svona bíla á leigu. Yflrleitt eru það fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér þessa þjónustu. Það eru mismunandi gerðir og flokkar á þess- um farartækjum og jafnframt mismunandi verð. Ódýrustu gerðir eru leigðar á 2.500 kr. á dag ásamt 25 kr. gjaldi á hvern ekinn kílómetra. Dýrustu tegundirnar eru á 3.313 kr. á dag ásamt 33,10 kr. á hvern ekinn kílómetra. Síðan erum við með helg- artilboð á minni jeppunum þannig að hægt er að fá jeppa fyrir 2.850 á dag og inni í því er 100 km keyrsla. Ef fólk kemur til okkar og vill fá dýrari jeppa yfir helgi getum við samið um verðið.“ Við spurðum hvernig jeppamir væra útbúnir og svaraði Baldur því að ef nota ætti jeppann utan Reykja- víkur væri sett í hann skófla, keðjur Ferðir og tóg, við það væri að bæta að allir jeppamir væru á snjó- og nagla- dekkjum. Hafsteinn Hasler hjá bílaleigunni Geysi taldi fólk ekki nýta sér nóg möguleikann á því aö fá leigða jeppa. Hjá Geysi kostuðu minni bílarnir 1.975 kr. dagurinn, auk 19,75 kr. á ekinn km, og stærri bílamir voru á 3.350 kr., auk 33,50 kr. á ekinn kíló- metra. „Ef fólk vill fá bílana yfir helgi gef- um við 10-20% afslátt en afsláttur er mismunandi eftir tegundum. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á að leigja farsíma með bílnum og kost- ar það 850 á dag, ásamt kostnaði af símtölum þeirra. Við höfum orðið varir við að fólki finnst töluvert ör- yggi í þessu og tekur oft með sér síma.“ Böðvar Þórisson hjá Bflaleigu Flugleiða og Þorbjörn Gíslason hjá Bílaleigu Arnarflugs höfðu svipaða sögu að segja. Flugleiðir eru bara með minnstu jeppategundirnar og kostar 2.163 kr. að leigja þá hvern dag, ásamt kíló- metragjaldi sem er 21,63. Bílaleiga Amarflugs er með sama verð fyrir smærri bíla en stærri bílar kosta 3.300 kr. á dag, auk 33 kr. á hvem ekinn kílómetra. -EG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.