Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
29
Lífestfll
Hægt er að fá tugi tegunda af sumarbústöðum í teiknipakka.
Sumarbústaöur á 11 þús-
und krónur fermetrinn
Fyrir þá sem vilja byggja sumarbú-
stað sinn sjálfir er hentugt að
kaupa sér teikningar að sumarbú-
stað og vinna eftir þeim. Þaö ætti
í öllu falli að vera töluvert ódýrara
en að kaupa tilbúinn bústað. Sé
fólk laghent, örlítið útsjónarsamt
og hefur tíma aflögu er ekkert því
til fyrirstöðu að reisa sér hús, byggt
meðeiginhendi.
Fáir hafa næga þekkingu til þess
að byggja og hanna samþykkt sum-
arhús upp á eigin spýtur. Það
verður því að leita eitthvað annaö
til þess að fá í það minnsta teikn-
ingu að húsi sem nokkurn veginn
fellur að hugmyndum tilvonandi
sumarbústaðareiganda. Þetta hef-
ur tíðkast hér á landi um langa
hríð.
Hægt er að velja um 30-40 tegund-
ir af teikningum að bústöðum frá
33 m2 og upp í 60 m2 að stærð. Verð
fyrir slíkar teikningar er á bihnu
14.000 kr. og upp í 26.000 kr. og er
þá um að ræða teikningu að 60 m2
bústað með svefnlofti og tilheyr-
andi.
Innihald
teiknipakka
í svokölluðum teiknipakka felst
Heimilið
Með teiknipökkum fylgja skýringarteikningar með efnislistum. Þar sjást efnishlutar i sumarhús þannig að
betra er að átta sig á hvar hver hlutur á að vera.
Þessi sumarbústaður er i Öndverðarnesi, í landi múrara. Hægt er að
byggja svona bústað eftir teiknipakka á aðeins 7 dögum miðað við tvo
röska menn þannig að húsiö sé fokhelt. Veröið náði 1.300 þús. kr.
fyrst og fremst byggingamefndar-
teikning sem sýnir útlit hússins,
snið þess og grunnteikningu með
málum. Þær eru lagðar fyrir stjórn
þess sveitarfélags, þar sem húsið
skal rísa, til samþykktar.
Efníslisti og
vinnuteikningar
Allt efni, sem er í efnislistum, er
hægt að forvinna. Komi húsbyggj-
andi með lista og útmældar stærðir
til efnissala er mjög handhægt að
taka saman efni og semja síðan um
verð og greiðsluskilmála.
Vinnuteikningar sýna húsið í
smáatriöum. Á þeim sést tilhögun
jarðvegsvinnu, sökklar, gólf, grind-
ur, gluggar, sperrur, milliveggir,
ytra byrði og hvers konar samsetn-
ingar.
Að síðustu fylgir með vörunúm-
eralisti þar sem vömr þær, sem
þarf að útvega í húsið, em til-
greindar. Á þessum lista er gott að
gera sér grein fyrir hvaö efni í bú-
staöinnkostar.
Hægt aö leita
tilboða í efni og vinnu
Sé þess óskaö að fá tilboð í smíð-
ina liggja öll gögn þar að lútandi
frammi, s.s. teikning, efnismagn,
útboðslýsing og verksamningur.
Ekki ætti að vera neitt tiltökumál
að fá smiði sem taka verkið að sér.
Að sögn þeirra sem til þekkja er
oft talað um að verð fyrir vinnu
smiðs viö verk sem þetta kosti álíka
og efnið kostar. Þá er talað um aö
verð fyrir 50 m2 sumarbústaö geti
orðið um 1,2-1,3 milljónir. Þetta er
fyrir utan verö á lóð sem oft er
hægt að leigja í 20-30 ár eða aö
kaupa kannski fyrir 100-300 þús.
kr., svo einhveijar hugmyndir séu
gefnar.
-ÓTT.
«C