Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988.
Fréttir
Afskipti Ingva Hvafhs af launamálum starfsmanna undirrótin:
„Fékk hótunarbréf þar sem ég var
sakaður um vanrækslu í starfi“
- segir Ingvi Hrafh sem segist ekki vera að hætta hjá sjónvarpinu
„Ég fékk hótunarbréf frá aðstoð-
arframkvæmdastjóranum þar sem
mér var sagt að ef ég léti ekki af
stuðningi mínum við fréttamenn í
kjarabaráttu þeirra þá yrði litið svo
á að ég sem opinber starfsmaður
væri sekur um vanrækslu í starfi
sem þýðir auðvitað ekkert annað
en brottrekstur,“ sagði Ingvi Hrafn
Jónsson, fréttastjóri sjónvarpsins,
í samtali við DV í gær. Ingvi Hrafn
sagði að þetta hefði verið sá dropi
sem fyllt hefði mælinn og því hefði
hann látið ummæli sín um aðstoð-
arframkvæmdastjórann, Ingimar
Ingimarsson, flakka í Nýju lífi.
Ingvi Hrafn sagði að óþolandi
ástand væri í kjaradeilu frétta-
manna og sjónvarpsins og eitraði
þessi deila allt andrúmsloft. Hann
hefði séð sig knúinn til að taka af-
stöðu með sínu fólki enda kröfur
fréttamanna réttmætar. Kröfurnar
lúta að greiðslum fyrir það sem
fréttamenn vinna sem verktakar,
s.s. Kastljósþætti og fréttalestur.
„Ég hef sagt að ég láti ekki reka
mig fyrir að taka afstöðu með mínu
fólki enua eru fréttamenn gróflega
hýrudregnir. Þeir hafa verið sviptir
samningum þannig að þeir hafa
fengið sér lögfræðing í samvinnu
við BHM til að undirbúa aðgerðir
til að ná rétti sínum. Þetta eru
vinnubrögð sem eru ekki mönnum
bjóðandi, áminningarbréf til starfs-
manna hanga upp um alla veggi en
það er verk aðstoðarframkvæmda-
stjórans. Þetta sýnir andann.“
Ingvi Hrafn bætti því við að hann
vissi ekki til þess að hann væri að
hætta hjá sjónvarpinu. Hann væri
á leiöinni til Akureyrar yfir pásk-
ana til aö renna sér á skíðum með
fjölskyldunni en ljóst væri að allir
aðilar biðu heimkomu útvarps-
stjóra vegna framhalds málsins.
-SMJ
EskHjörður:
Hörkusala
Hölmatinds
Emil 'niDrarensen, DV, Eskifiröi:
Skuttogarinn Hólmatindur SU frá
Eskifirði seldi 147,5 tonn af ýsuðum
fiski í Hull í gær. Mjög gott verð
fékkst fyrir aflann, alls 12,6 milljónir
eða 85,58 kr. fyrir kílóið. Uppistaða
aflans var þorskur.
Að sögn Péturs Bjömssonar, um-
boðsmanns í Hull, eru það einkum
þrjár ástæður sem valda þessu góöa
verði. í fyrsta lagi fremur lítið fram-
boð á markaðnum frá öðrum stööum,
svo sem írlandi, Eystrasaltslöndun-
um og úr Norðursjó, þar sem veður
þar hefur verið óhagstætt og bátar
lítið á sjó. í öðru lagi páskavikan
fram undan og því yfirleitt mikil fisk-
neysla og eftirspurn eftir fiski. í
þriðja lagi hefðu gæði aflans verið
mjög mikil og túrinn stuttur hjá tog-
aranum.
Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá LÍU
sagði að verð á breska markaðinum
hefði verið gott í janúar og framan
af febrúar en síðan hefði það lækkaö
og á tímabili hefði meðalverð á gáma-
fiski verið komið niður í 56 til 62
krónur. Hásetahlutur í túrnum gerir
130 þúsund krónur. Skipstjóri á
Hólmatindi í þessari veiðiferð var
Sturlaugur Stefánsson.
Það er ekki bara í Reykjavík sem vandræði eru að finna bílastæði.
í miðbæ Akureyrar er oft þröng á þingi og þessi mynd, sem tek-
in var í Hafnarstræti, sýnir það vel. DV-mynd gk-Akureyri
Mývatnssveít:
Fjölmennt bridgemót
Rnnur Baldurasan, DV, Mývatnssveit
Steingríms-mótið í bridge var hald-
ið í félagsheimilinu Skjólbrekku um
daginn og var spilað fiögur fimmtu-
dagskvöld. Mótið var haldið til
minningar um Steingrím Jóhannes-
son á Grímsstöðum í Mývatnssveit,
sem lést 1986, en hann var mikill
bridgespilari. 40 manns tók þátt í
mótinu en þetta var tvímennings-
keppni og voru þeir yngstu 13 ára en
sá elsti, Jón Pétur Þorsteinsson, 80
ára, en hann var lengi makker Stein-
gríms heitins. Aðeins ein kona var
þátttakandi. Gústav Nilsson gaf bik-
ar til keppninnar og verður aftur
keppt um hann næstu þijú ár en síð-
an fer bikarinn til varðveislu hjá
bridgefélaginu.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. Egill Freysteinsson
Jón Aðalsteinsson...........344
2. Kristján Yngvason
Sveinn Helgason.............324
3. Gústav Nilsson
Björn Ingvarsson............320
4. Ármann Pétursson
GunnarJónsson...............316
5. Haukur Aðalgeirsson
Ragnar Sigfinnsson..........309
Þetta var fjölmennásta bridgemót í
langan tíma hér í sveit. Síðan er búið
eitt kvöld í þriggja kvölda einmenn-
ingskeppni í Skjólbrekku og er
þátttaka einnig ágæt í þeirri keppni.
Menningarvaka Suðurnesja
Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum
Þessi þrjú sýna myndverk í Fjöl-
brautaskóla Suöurnesja á menning-
arvökunni sem nú stendur yfir hér
syðra. í miðið er Erlingur Jónsson
sem kom alla leið frá Noregi til að
halda sýningu á skúlptúr- og högg-
myndum sínum. Halla Haraldsdóttir,
til hægri, sýnir olíumálverk og gler-
verk en Ásta Pálsdóttir sýnir vatns-
litamyndir. Menningarvakan
stendur fram yfir páska.
DV-mynd Ægir Már
Krítarálag til kennara
Kennarar hafa verið með hávaða
í vetur og krafist hærri launa og
ýmissa annarra kjarabóta. Eftir
lýsingum sumra forystumanna
þeirra eru fá störf erfiðari né
ábyrgðarmeiri hérlendis en að
kenna börnum að draga til stafs svo
ekki sé nú minnst á það ofurmann-
lega átak sem þarf til að geta annast
kennslu þegar ofar dregur í skóla-
kerfinu. Hins vegar vill svo hlálega
til áð kennarar hafa ekki numið
ákvæði kjarasamninga betur en
svo að þeir vita ekki hvort þeir
hafa samþykkt aö fara í boðuð
verkföll eða ekki. Þegar efnt var til
atkvæöagreiðslu meðal kennara
um hvort veita skyldi forystunni
heimild til verkfafisboöunar litu
verkfallssinnar svo á aö farið hefði
fram atkvæðagreiðsla um aö ijúka
í verkfall. Þetta þótti Indriða H.,
formanni samninganefndar ríkis-
ins, skrítin túlkun og þárf nú
félagsdómur að skera úr um það
um hvað Kennarasamband íslands
var að greiöa atkvæði á dögunum.
Þá tekur ekki betra við þegar kem-
ur að atkvæðagreiðslu Hins ís-
lenska kennarafélags. Þar var þó
ákveðið að atkvæðagreiðslan
skyldi vera hrein og bein: Verkfall
eða ekki verkfaU. Þar urðu úrslit
þau að verkfallssinnar reyndust
aðeins tveimur fleiri en þeir sem
ekki vildu verkfall. Hins vegar skil-
uðu 60 kennarar auðu. Meirihlut-
inn vill verkfall, sagði forystan
kotroskin, en þá kemur Indriöi H.
aftur til skjalanna og bendir á aö
meirihluti þeirra sem tók þátt í at-
kvæðagreiðslunni hafi ekki greitt
atkvæði með verkfalli. Mál þetta
er orðið allt hið skemmtilegasta
fyrir okkur sem stöndum hjá og
fylgjumst með. Staðreyndin virðist
vera sú að kennarar skilja ekki
kjarasamninga sem þeir hafa sjálf-
ir átt þátt í að semja og skrifa
undir. Við skulum bara vona að
þeir hafi betri skilning á námsefn-
inu sem þeir eru aö reyna aö miðla
til nemendanna. Hins vegar halda
sumir foreldrar barna á grunn-
skólaaldri því fram, að sum
námsgögn, sem börnin fá, séu svo
torskilin að aðstoð við heimanám
sé útilokuð nema þá helst hvað
varðar margfóldunartöfluna sem
viröist hafa fengið aö haldast
óbreytt að mestu. Þegar kemur út
í flóknari reikning lítur út fyrir að
kennarar séu ekki aflögufærir
hvað kunnáttu varðar. A.m.k.
þykja þaö almennt ekki léleg kjör
þegar meðallaun kennara í des-
embermánuði síðastliðnum reynd-
ust vera 125 þúsund krónur. Og
vinnuálagið er nú ekki meira en
svo að kennara með fulla kennslu-
skyldu er þrælað til aö kenna 35
stundir á viku í 26 vikur á ári. Þaö
er ekki furða þótt kennurum gangi
illa aö troða þvi inn í allan almenn-
ing að þeir séu láglaunahópur.
Engu að síður veröur auðvitað aö
taka tillit til sérstöðu kennara.
Þessi stétt hefur til dæmis komist
að þeirri niðurstöðu að óheppilegt
sé að vera á Evuklæðum við störf
og ber að virða það sjónarmið, ekki
síst barnanna vegna. Kennarar
fara því fram á að fá greitt sérstakt
fatagjald fyrir aö vera ekki strípað-
ir við kennsluna. Þessa kröfu ber
að taka til greina og samþykkja aö
hver skóli láti skreðarasauma fót á
alla kennara. Þessi fót verða auö-
vitað eign ríkisins og má ekki nota
nema þegar kennarar eru að störf-
um. Þeir verða því að mæta til
vinnu í eigin fatnaði en skipta svo
yfir í ríkisfótin áöur en starfið hefst
á morgnana. Vera má að nauösyn-
legt reynist að byggja sérstaka
búningsklefa fyrir kennara vegna
þess arna en óþarfi að horfa í þann
kostnað. Sömuleiðis er fyllsta
ástæða að athuga kröfu kennara
um sérstakt krítarálag. Það vita
allir sem reynt hafa að það er tals-
vert erfiði fólgið í því að skrifa meö
krít á töflu, auk þess sem krítin
vill loða við hendur sem kostar það
að kennarar þurfa að þvo sér næst-
um því jafnoft ’og tannlæknar.
Dagfari vill að sérkröfur sem þess-
ar verði teknar til alvarlegrar
athugunar í íjármálaráðuneytinu
því hver yrði framtíö barna okkar
í höndum nakinna, krítarlausra
kennara? Þá kemur einnig til
greina að ríkið greiði nokkra upp-
hæð í styrki til þeirra kennara sem
vildu kynna sér ákvæði kjara-
samninga sem þeir hafa samþykkt.
Dagfari