Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. 5 Fréttir Atvmnuleit fyrir fatlaða - hafín á Norðuriandi eystra Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Jú, ég tel þörfina fyrir þessa aö- stoö viö fatlað fólk vera fyrir hendi,“ segir Inga Magnúsdóttir en hún hef- ur verið ráðin atvinnuleitarfulltrúi fyrir fatlaða í Norðurlandskjördæmi eystra, með aðsetur á Akureyri. í samtali við DV sagði Inga að starf- semin myndi hefjast strax eftir páska en Inga vinnur í samvinnu við Bjarg og Iðjulund á Akureyri og svæðis- stjóm fatlaðra á Norðurlandi eystra. „Ég geri mér grein fyrir því að starf mitt byggist aö verulegu leyti upp á því að góð samvinna takist við vinnu- Inga Magnúsdóttir, atvinnuleitarfull- trúi á Norðurlandi eystra, á skrifstofu sinni á Akureyri. veitendur. Því vænti ég þess að ég muni mæta skilningi þeirra þegar ég fer á þeirra fund og kynni þeim þetta verkefni. Það starf, sem ég vinn, felst í því að koma fötluðu fólki út á hinn almenna vinnumarkað, bæði í formi starfsþjálfunar og endurhæfingar, og að þetta fólk geti náð fótfestu á vinnumarkaðinum. ‘ ‘ Inga sagði að bara á Akureyri væru sennilega um 100 manns sem þyrfti á þessari aðstoð að halda. Hún hefur aðstööu á skrifstofu Félagsmála- stofnunar að Strandgötu 19 og veitir þar allar upplýsingar. Alþjóðlegt skákmót í Okham í Engíandi: Jón L. og Þröstur unnu í fyrstu umferð - en Hannes Hlífar gerði jafhtefli Jón L. Ámason, DV, Okham: Þrír íslenskir skákmenn taka nú þátt í opnu alþjóðlegu skákmóti í Okham í Englandi. Þetta eru þeir Jón L. Árnason stórmeistari, Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur meistari, og Hannes Hlífar Stefánsson, heims- meistari unglinga. Þeir Jón L. og Þröstur unnu sínar skákir í fyrstu umferð mótsins en Hannes Hlífar gerði jafntefli. Jón L. sigraði Bretann Agnos en Þröstur sigraði van Wiants frá Lúx- emburg, Hannes gerði jafntefli viö Frakkann Patrat. Meðal þátttakenda á mótinu eru fimm stórmeistarar. Þeir eru Jón L. Árnason, Sokolov, nýbakaður Júgó- slavíumeistari, Sovétmennirnir Boris Gelfand, núverandi Evrópu- meistari unglinga, og Svetlana Matvejevu, heimsmeistari kvenna 20 ára og yngri, og svo tékkneska stúlk- an Ildiko Madl, yngsti kvenstór- meistari í heimi. A'lls taka 52 skákmenn frá 22 þjóð- löndum þátt í mótinu. Tefldar verða 9 umferöir eftir Monrad-kerfi. Mót- inu lýkur 5. apríl. UNICORN fyrir pflukastarann Eigum hinar heimsþekktu og vönduðu UNICORN pílur og skífur í miklu úrvali. Færustu pílukastarar nota að sjálfsögðu UNICORN. Útsölustaðir: Billiardbúðin Ármúla 15, Sportval Hlemmi, Sportval Kringlunni, Bikarinn Skólavörðustíg 14, Sportvöruverslun Kópavogs, Sportgallerí Hafnarfirði, Akrasport Akranesi, Reiðhjólaverkstæði MJ. Keflavík. unicorn Þú hittir beint í mark með UNICORN. BILUARDBUÐIN Ármúla 15, Reykjavík, sími 33380 Eitt umslag ..engin bið! Starfsfólk Útvegsbankans segir biðröðum stríð á hendur! Þú færð þér umslag og lætur reikningana þína í það. Þú skilar umslaginu í næstu afgreiðslu bankans. Við greiðum og millifærum samdægurs. Þú færð síðan kvittanirnar sendar heim í pósti. Komdu og kynntu þér málið. Sóaðu ekki lengur tíma þínum í biðraðir. Þú getur gengið frá umslaginu heima. Það borgar sig að skipta við Útvegsbankann! WKISU USTAiST "fZ/rí/í/íM-tí ssré-rs * uivscsiuwaíss 'aBá5ESS2S8-.:-—«öi ?3Sgsa» •r'.s&jieá 4A í .l***W!ÍÍ liwirriiiiÉilKi i. ' “W*®*** • “ Bisumtt C-M w, vT fól~V , ap Utvegsbanki Islandshf Nnrwrifi ►VS LRí-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.