Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. Fréttir Kvennsigurvegarar voru frá fjórum löndum Innandyra i Simmonscourt sýning- arhöllinni er fátt þessa stundina sem minnir á glæsilegan tónleikasal fyrir Eurovisionkeppnina. En nú er unnið að því að koma upp sviði og tækni- búnaöi. DV-mynd Reuter íþróttadeild hestamannafélagsins Fáks hélt vetraruppákomu hina síöari laugardaginn 26. mars síð- astliðinn. Þátttaka var töluverð enda veðurblíða með eindæmum. Keppt var í tölti og 150 metra skeiði. Töltkeppninni var skipt niður í karla- , kvenna- , barna- og ungl- ingaflokk og skeiðinu í karla- og kvennaflokk. Ellefu konur mættu með fáka sína í töltkeppnina. Sigríður Bene- diktsdóttir varð í 1. sæti með Árvakur, Jenny Mandal varð önn- ur á Þyt, Sólveig Ásgeirsdóttir þriðja með Neista, Maaike Berg- grafer fjórða með Skugga og Guðbjörg Kristinsdóttir fimmta með Óð. í karlaflokki stóð efstur Sævar Haraldsson með Kjarna, Hreggviður Eyvindsson var annar með Bessa, Þórður Þorgeirsson þriðji með Ringó, Hinrik Bragason fjórði meö Glókoll og Hafliði Hafl- dórsson fimmti með Fák. í ungl- ingaflokki stóð efstur Ólafur Jónsson með Soldán, Ingibjörg Guðmundsdóttir var önnur með Dropa, Álfur Þráinsson var þriðji með Rökkva, Svanur Þorvaldsson flófði með Kolskegg og Skorri Steingrímsson fimmti með Púkka. í barnaflokki stóð efstur Róbert Petersen með Rút, Jón Þorbergsson var annar meö Sörla, Erla B. Theó- dórsdóttir var þriðja með Rúbín, Sigurður Vignir Matthíasson íjórði með Greiða og Gísli Geir Gylfason fimmti með Storm. Þrír lágu hjá konunum Framvegis verður ekki aldurs- greining í 150 metra skeiði þannig að allir fákar hafa jafnan rétt til keppni í þeirri grein. Að þessu sinni sigraði í flokki skeiðhesta með karlknapa Börkur, sem Tómas Ragnarsson sat, og rann Börkur skeiðið á 14,7 sekúndum. Frábær tími á þessum tíma árs. Snarfari var annar á 15,6 sekúndum og var knapi Sigurbjöm Bárðarson. Hruggnir var þriðji á 15,9 sekúnd- um og var knapinn Ragnar Hin- riksson. Fimm konur tóku þátt í 150 metra skeiðkeppninni og lágu þrír hestanna. Funi sigraði á 18,5 sekúndum. Knapi var Jenny Mandal. Mjöll var önnur á 20,5 sek- úndum og var knapi Edda Rún Ragnarsdóttir. Þór var þriðji á 21,0 sekúndum og var knapinn Barbara Meyer. Það er athyglisvert að kvenknapar komu frá fjórum lönd- um. Jenny Mandal er frá Sviþjóð, Maaike Berggrafer frá Hollandi, Barbara Meyer frá Þýskalandi en aðrir sigurvegarar íslenskir. Sigurvegarar í töltkeppni kvenna. Frá vinstri talið: Sigriður Benedikts- dóttir, Jenny Mandal, Maaike Berggrafer, Sólveig Ásgeirsdóttir og Guðbjörg Kristinsdóttir. DV-mynd E.J. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin i þessari sýningarhöll, Simmonscourt sýningarhöllinni, þann 30. apríl næstkomandi í Dublin. DV-mynd Reuter Söngvakeppnin í sýnmgaihöl Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva fer fram í Simmons- court sýningarhöllinni í Dublin þann 30. apríl næstkomandi. Ekkert stórt tónleikahús er í borginni og hafa írar því þurft aö grípa til þess ráðs að setja sýningarhöllina í hlutverk tón- leikahallar. Húsið er ekki ýkja stórt en sjálft keppniskvöldið munu um 1400 áhorf- endur geta fylgst með keppninni í húsinu. Hins vegar munu um 200 milljónir manna um allan heim fylgj- ast með beinni útsendingu frá keppninni. Undirbúningsvinna innandyra er hafin og er nú unnið að þvi að koma upp sviði, tæknibúnaði o.fl. sem reynist nauðsynlegt í keppninni svo þeir Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson ásamt öðrum keppend- um geti sýnt heimsbyggðinni hvað í þeim býr. -JBj Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 19 20 Ib.Ab Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 19 23 Ab.Sb 6 mán. uppsogn 20 25 Ab 12mán.uppsogn 21 28 Ab 18mán. uppsogn 32 lb Tékkareikningar, alm. 8 12 Sb Sértékkareiknmgar 9-23 Ab Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsogn 2 Allir 6mán. uppsogn 3.5 4 Ab.Úb, Lb.Vb, Bb.Sp Innlánmeð sérkjörum 19 28 Lb.Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 5,75-7 Vb.Sb Sterlingspund 7.75-8.25 Úb Vestur-þýskmork 2-3 Ab . Danskarkrónur 7,75-9 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) ' lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv) 29,5-32 Sp Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 31-35 Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Alhr Hlaupareikningar(yfirdr) 32.5-36 Sp Utlán verötryggö Skuldabréf 9.5-9.75 Allir nema Ub Útlán til framleiöslu Isl. krónur 30.5 34 Bb SDR 7.75-8.25 Lb.Bb. Sb Bandarikjadalir 8.75-9.5 Lb.Bb. Sb.Sp Sterlingspund 11-11.5 Úb.Bb, Sb.Sp Vestur-þýsk mörk 5-5,75 Ub Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45.6 3.8 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. feb. 88 35,6 Verðtr. feb. 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala mars 1968stig Byggingavísitala mars 343 stig Byggingavisitala mars 107,3stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1.4803 Einingabréf 1 2,670 Einingabréf 2 1,555 Einingabréf 3 1.688 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1.0295 Kjarabréf 2,725 Lífeyrisbréf 1 342 Markbréf 1.417 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1,365 Tekjubréf. 1.391 Rekstrarbréf 1.06086 HLUTABRÉF Soluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 128 kr. Eimskip 420 kr. Flugleiðir 284 kr. Hampiðjan 144 kr. Iðnaðarbankinn 177 kr. Skagstrendingur hf. 189kr. Verslunarbankinn 140kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavlxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Áb = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= lönaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nónari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast I DV á fimmtudögum. Áhuginn snýr að hugmyndasmíð Nafn: Hafsteinn Ólafsson Aldur: 58 ára Staða: Byggingameistari „Ég hef alltaf verið uppfullur af því að framkvæma eitthvað sem aðrir hafa ekki gert,“ segir Hafsteinn Ólafsson bygginga- meistari sem vakið hefur mikla athygli fyrir að eiga hugmyndina aö einu nýstárlegasta húsi sem fram hefur komiö hér á landi í áraraðir. Hús þetta er tvöfalt, eins og margir vita, þ.e.a.s. hús með öðru húsi utan um, sein hlíf- ir innra húsinu fyrir kulda. Víða komið við Hafsteinn er 58 ára gamall, fæddur og uppalinn í Grindavík. Hann flutti fljótlega úr heimabæ sínum og hefur raunar búið víða um land. Hafsteinn hefur lengst af starf- að við smiðar og hefur verið viðriðinn stofnun ýmissa fyrir- tækja í þeim iönaði. Hann var einn af stofnendum byggingafyr- irtækisins Ramma hf. í Keflavík. Síöar flutti hann til Siglufjarðar og setti á fót fyrirtækiö Húsein- ingar hf. sem var fyrsta verk- smiðjan sinnar tegundar hér á landi en þar eru framleidd ein- ingahús. Hafsteinn dró sig út úr þessari starfsemi rétt fyrir 1980. Þá flutti hann í Kópavoginn og stofhaði ásamt öðrum fyrirtækið Húsaeinangrun í Reykjavík. Fyr- ir nokkrum árum seldi Hafsteinn fyrirtækið og fór að smíöa eins og Pétur og PáU, eins og hann orðar það sjálfur. Nú hefur hann sett á stofn 'fyrirtækið Tvöfalt sf. en eins og nafnið bendir til selur fyrirtækið tvöföld hús. Hafsteinn segist ákveðinn í að lítil sem eng- in yfirbygging verði í fyrirtæk- inu. „Ég stend einn aö þessu og verö áfram einn,“ segir hann. Tvö hús eru þegar seld og hefur Haf- steinn nú á prjónunum aö bjóða eldri borgunun í Kópavogi að kaupa. „Margir þurfa að minnka viö sig og vilja gjarnan hafa yfir- byggöan garð í ellinni. Þau henta því mjög vel auk þess spm þau eru ódýr,“ segir hann. Auk þessa hugsar Hafsteinn sér að selja húsin til Grænlands í framtíöinni en hann segir þau henta einstak- lega vel þar i landi. í Félagi hugvitsmanna Eiginkona Hafsteins er Sóley Ásta Sæmundsdóttir og eiga þau sex uppkomin böm. En hvaö ger- ir hann í frístundum? „Ég hef æjög gaman af að ferð- ast og þá aðaUega innanlands. Ég hef nú ferðast nokkuð erlendis en veit varla hvað maður hefur þangað að sækja. Annars er ég orðinn latur. Ef ég á frí sit ég gjarnan og sofna. Áhugi minn snýr mjög mikið að hugmyndasmíðinni, sem ég hef fengist mikiö viö gegnura ár- in. Reyndar er ég í Félagi hugvits- manna og finnst mér aö um þessar mundir sé í fyrsta skipti í sögunni komin alvara í þennan félagsskap. Afstaða fólks er orðin allt önnur en hún var.“ -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.