Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988.
Utlönd
Sannfærandi
sigur Dukakis
Ólafur Amarson, DV, New Vork;
Michael Dukakis vann mjög sann-
færandi sigur í forkosningum
demókrata í Connectícutríki í gær.
Dukakis )ilaut fimmtíu og níu pró-
sent atkvæða og fjörutíu og tvo af
fimmtíu og níu fulltrúum ríkisins á
flokksþingi demókrata sem haldið
verður í sumar. Jesse Jackson varð
í öðru sætí meðal demókrata, með
tuttugu og átta prósent atkvæða og
sextán fulltrúa á flokksþingið. Albert
Gore varð þriðji með átta prósent og
einn fulltrúa.
Sigurinn í gær var nauösynlegur
fyrir Dukakis sem beið mikinn
hnekki þegar hann tapaði fyrir Jack-
son með miklum mun í Michigan á
dögunum. Connectícut er nágranna-
ríki Massachusetts, heimaríkis
Dukakis, og ósigrn- þar hefði í raun
þýtt endalok hjá Dukakis. Þessi
ákveðni sigur í Connectícut þýöir
hins vegar að Dukakis veröur enn
um sinn að teljast sigurstranglegast-
ur meðal demókrata.
Ósigurinn stóri í gær var áfall fyrir
Jackson en ekki þó óyfirstíganlegt.
Jackson fékk níutíu og níu prósent
Michael Dukakis vann sigur i forkosningunum í Connecticut og hefur þar
með rétt hlut sinn í baráttunni nokkuð að nýju. Símamynd Reuter
Ný aðferð við
ávísanafölsun
Arma Bjamason, DV, Denver:
Nokkrir bandarískir bankar hafa
á síðustu vikum tapað um sjötíu
þúsund dollurum á nýrri og áður
óþekktri aðferö viö ávisanafals.
Einhveijir óprúttnir náungar hafa
gefið út ávísanir smurðar efnabl-
öndu sem gerir það að verkum að
ávísanimar leysast upp í Ktlar agn-
ir eftir stuttan tíma og eru þar með
tapað fé.
Það var reiknistofa í Chicago sem
annast tékkaviðskiptí íyrir 142
banka sem varð fyrst vör við ávís-
anirnar meö efnablöndunni. Hún
sendi aövörun til allra bankanna í
byijun þessa mánaðar og baö þá
að vera á veröi gagnvart þessum
ávísunum sem virtust fitugar og
illa lyktandi. Slíkar ávísanir hafa
borist tíl fimm eða sex banka á
Chicago-svæðinu og í Tennessee.
Aöferðin sem notuð hefur veriö
viö svikin er sú að opnaöur hefur
verið nýr ávísanareikningur i ein-
hverjum banka með því aö leggja
inn litla fjámpphæð. Síðan er gefin
út ávísun fyrir miklu hærri upp-
hæö og áður en hún hefur skilaö
sér í gegnum kerfið hefur penin-
gaupphæðin, sem lögö var inn í
upphlafi, veriö tekin út og reikn-
ingnum lokað. Svikaramir skilja
engin spor eftir sig því upplýsing-
amar, sem þeir gáfu við opnun
reikninganna, voru ósannar og
tékkinn, sem þeir gáfu út og var
innstæðulaus, varð aö skami í
höndum bankamannanna vegna
efhablöndunnar sem falsaramir
báru á hana.
Stríð vegna
kvenpresta
Guimlaugur A. Jónssan, DV, Lundú
Algjört stríð ríkir nú á milli Bo
Holmbergs, sænska kirkjumálaráð-
herrans, og Bertils Gártners, biskups
í Gautaborgarbiskupsdæmi. Eins og
svo oft áður er þaö afstaða Gártners
til kvenpresta sem árekstrinum veld-
ur.
Gártner hefur sem sé eina ferðina
enn neitað aö vígja kvenkyns guð-
fræðing' til prestsþjónustu í Gauta-
borgarbiskupsdæmi. Bo Holmberg
hafði fyrir hönd ríkisstjómarinnar
krafist þess að umræddur guðfræði-
stúdent yrði vígður en hefur nú
fengið neitandi svar frá biskups-
dæminu.
„Kirkjufólk í Gautaborg hefði getað
bjargað andhtinu með því að notfæra
sér sinn lagalega rétt tíl að kalla á
annan biskup að framkvæma prests-
vígluna," segir Holmberg, greinilega
allt annað en ánægður með hið neit-
andi svar.
Gártner segir hins vegar aö hér sé
um að ræða grundvallarspurningu,
það er aö segja um frelsi kirkjunnar
gagnvart ríkinu. „Ég hef mátt þola
hótanir og þvinganir vegna þessa
máls,“ segir Gártner og bætír því viö
aö það hafi orðið tíl þess að hann
hafi látið af öllum vangaveltum um
að fá annan biskup til að framkvæma
vígsluna. Hann segist ekki lengur
vilja neina málamiðlun vegna árás-
anna frá ríkisstjórninni.
af atkvæðum blökkumanna í ríkinu
og yfir tuttugu prósent af atkvæðum
hvítra. Hann átti hins vegar ekkert
svar gegn Dukakis sem var á heima-
velh.
Úrshtin í gær verða að teljast alvar-
leg viðvörun til Albert Gore, sem
hefur ekki unnið einn einasta sigur
í forkosningum utan Suðurríkjanna.
Virðist framboð hans nú í mikilli
hættu. Stuðningur við Gore utan
Suöurríkjanna virðist vera mjög lít-
ill.
Það lítur út fyrir að baráttan um
útnefningu Demókrataflokksins
komi tíl með að standa fyrst og
fremst milli Dukakis og Jacksons en
engar hkur eru nú taldar á þvi að
annar hvor þeirra nái að hljóta
meirihluta þingfulltrúa í forkosning-
um.
Nú er beðið með eftirvæntingu eft-
ir forkosningum í Visconsin, sem
verða eftir viku, og sérstaklega
þeirra sem verða í New York þann
19. apríl næstkomandi. Talið er að
þá skýrist mjög hvort það verður
Dukakis eða Jackson sem fer meö
flesta fulltrúa með sér á flokksþingið
í Atíanta í sumar. Dukakis hefur nú
683 fulltrúa, Jackson 650 og Gore um
380 fulltrúa.
Robert Dole hefur nú gefið útnefningu sem forsetaefni repúblikana upp á
bátinn og dregið sig i hlé. -Simamynd Reuter
Dole gefst upp
Ólafur Amarson, DV, New York;
Robert Dole, helstí keppinautur
George Bush um útnefningu sem for-
setaefni Repúblikanaflokksins fyrir
kosningarnar í haust, játaði sig í gær
sigraðan og hætti þátttöku í forkosn-
ingum repúblikana. Þessi ákvörðun
hafði lengi legið í loftinu en Dole
hafði þrjóskast við að viðurkenna
staðreyndir.
Það munaði einungis einum eða
tveimur dögum, að flestra matí, að
Dole tækist aö tryggja sér útnefningu
Repúblikanaflokksins. Eftir sigur í
Iowa hafði Dole forystu, samkvæmt
skoðanakönnunum, fyrir forkosn-
ingamar í New Hampshire. Með
harðri auglýsingaherferð á síðustu
stundu, sem Dole lét ósvarað, tókst
Bush hins vegar að tryggja sér góðan
sigur í fylkinu. Eftir það var framboð
Doles dauðadæmt og „súper“-þriðju-
dagurinn innsiglaði þann dauðadóm.
Dole lýstí því yfir í gær að hann
myndi styðja George Bush af öllum
krafti í kosningunum í haust og flest-
ir stuðningsmenn Doles hafa gengið
tíl hðs við Bush. Nú er eini keppi-
nautur Bush um útnefningu Repúbl-
ikanaflokksins Pat Robertson en
. hann hefur lítið fylgi og er ekki tek-
inn mjög alvarlega.
Yfirlýsing Doles er talin mjög mik-
ilvæg fyrir Repúblikanaflokkinn. Nú
getur Bush einbeitt sér að undirbún-
ingi fyrir forsetakosningamar sjálfar
á meðan demókratar eru dæmdir til
að stunda bræðravig fram á sumar.
í gær vora einnig forkosningar hjá
repúblikönum í Connectícut. Bush
sigraði þar með yfirburðum, hlaut
sjötíu prósent atkvæða, Dole tuttugu
prósent og Pat Robertson fjögur pró-
sent.
ULTRA
GLOSS
Ift | Ekkert venjulegt bílabón
.ffiSfri heldur glerhörð lakkbrynja!
VEIST
1*05! pý
MUNINN?
„Glerungur", ekki vax.
ULTRA GLOSS er hvorki vax, harp-
is né silikon. Þaó flokkast undir
bóngljáa, sem á ensku kallast
„paint sealant". í bókstaflegri þýð-
ingu merkir oröið „lakk þéttir“,
sem við höfum Islenskað I „lakk-
brynju". Yf irborö lakksins er hrein-
lega innsiglaö gegn utanaökom-
andi veörunaráhrifum og óþrifum.
Þó tilgangurinn sé augljós, þá er
þettameiraspurning um endingu.
Til eru 3 tegundir af „paint seal-
ants“, þ.e. grunnefniö getur verið:
plast, teflon eða gler. í ULTRA
GLOSS er glergrunnur, sem trygg-
ir bæði styrkleika og endingu.
Sterkasta handbónið
á markaðnum.
Grunnefniö I ULTRA GLOSS heitir
„Siloxine", en það eru örþunnar
glerflögur (micro-chips), sem að-
eins verða greindar í smásjá. Með
flókinni aðferð, sem byggist á
blöndunarröð og breytilegu hita-
stigi, er siloxini blandað saman
öðrum efnum, sem tryggja sterka
bindingu gljáans við allar gerðir
lakks. Eftir að blll hefur verið bón-
aður með ULTRA GLOSS, veröur
efnahvarf, svipað því þegar
tveggja þátta viðgerðarefnum er
blandað saman. Samruninn við
lakkið tekur 12-36 tlma, allt eftir
umhverfishita. Þannig . myndar
ULTRA GLOSS níösterkan „gler-
ung“ I yfirborði lakksins, sem ver
það fyrir salti, tjöru, útblásturs
sóti og öörum óhreinindum.
Ending langt umfram
hefðbundnar bóntegundir.
Erlendis ábyrgist framleiðandi, að
ULTRA GLOSS veiti 18 mánaða
veðrunarvörn. Hérlendis hafa ver-
iögeröarmargartilraunirvarðandi
þetta atriði. Niðurstöður sýna, að
I rigningu perlar vel á vélarhllf og
þaki, 8 mánuðum eftir að bónaó
var. Einnigeráberandi hve auðvelt
er að þrífa bilinn, sem einnig er
sönnun þess, að varnarlagiö er
enn fyrir hendi.
Þetta er I rauninni afar eölilegt
þegar haft er I huga hvernig vörn
ULTRA GLOSS er. Ef yfirborö
lakks er skoðað I smásjá, þá er
áferð þess svipuó hraunhellu.
Hugsumokkurað við hellum eftir-
farandi efnum — I fljótandi formi,
á 3 slikar hellur: Vaxi, plasti og
gleri. Við storknun fá yfirboróin á
sig sléttaog fallegaáferó. En hvað
meö endingu? Við hita bráðnar
vaxiö og gufar upp, rétt eins og öll
vaxbón í sólskini. Vaxið þvæst
auk þess auðveldlegaaf með oliu-
eyði. Plastið þolir hitann mun bet-
ur, en þvæst af með olíueyði auk
þess að plast sem sllkt er ekki slit-
sterkt efni. Glerið (ULTRA GLOSS)
þolirhitann fullkomlega, auk þess
sem þaö endurkastar útfjóiublá-
um sólargeislum, en þeireru meg-
in orsök þess að lakk upplitast.
Tjörueyðir vinnur ekki á glerinu,
enda er ULTRA GLOSS eini bón-
gljáin.i, fáanlegur á islenskum
bensinsölum, sem þolir þvott
með tjörueyði. Þar með rætist
draumur bónara, um að glans og
glæsilegt útlit geti enst mánuð-
um saman.
Létt i notkun.
í Islenskum leiðbeiningum með
bóninu kemur fram hve létt er að
bóna með ULTRA GLOSS. Bóniö
er einfaldlega borið á, látið þorna
og siöan þurrkað af með hreinum
klút. Hinsvegar eru tvö atriöi, sem
hafa ber I huga þegar bónað er. í
fyrsta lagi að hitastig sé ekki und-
ir 5 gráðum. Bónið myndi hrein:
lega ekki þorna við þann hita. í
öðru lagi, aö ekki hellirigni á bíl-
inn næstu 6-12 tima. Tlminn mið-
ast við hitastig milli 15-5 stig. Mik-
ill vatnsagi þennan tima hefur
áhrif áendinguna. Hinsvegarskal
bent á, að hægt er að bóna með
ULTRA GLOSS, t.d. með stuttu
millibili þegar aðstæður eru hag-
stæðar, og byggja þannig upp
sterka varnarskel, sem auk þess
styrkir lakkið verulega gegn stein-
kasti. Nýtt lag bætist ofan á gam-
alt, e_f bóninu er nuddað létt á bíl-
inn. í þessu sambandi skal aftur
vakin athygli á, að bónlagið sem
fyrirer þvæst ekki af þótt bllinn sé
þveginn áður með tjörueyði. Þetta
er ekki mögulegt með neinu öðru
handbóni, og gagnast þeim vel,
sem nýta sér þjónustu þvotta-
stöðva reglulega.
Reynsla.
Eftir 3ja ára reynslu af ULTRA
GLOSS hérlendis er Ijóst, að þeir
sem notað hafa bónið, kaupa það
aftur og aftur. Þeir sem til þekkja,
vita aö helsti ókostur vax-bóns er
aö tjara sest auðveldlega I vaxið.
Og til að ná tjörunni af þarf slðan
tjörueyði, sem jafnframt þvær vax-
ið af. í vetrarakstri er áberandi hve
lltil tjarasest IULTRAGLOSS, auk
þess sem mjög auðvelt er aó ná
henni af.
Miðað við endingu er ULTRA
GLOSS með ódýrustu biiabónum
á markaðnum.
Útsölustaðir:
Cssoj stöövarnar.