Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Side 37
aeor PCfAM OP VJTTn AfYTT^TTViTH'
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988.
57
Lífsstm
0« hafa húsgögn veriö hönnuð með hjólum á, eins og stólar, borð og jafnvel kommóður. Hér
keyrir þó um þverbak að margra áliti, því hjólin eru engin smásmiði. Hugmyndin að þessu
borði er einföld. Stór hjól eru fest gegnum borðplötuna sem er úr gleri og fest með stórri ró
að ofanverðu. Þar sem svo auðvelt er að fá gler unnið fyrir sig í dag er einfalt að utfæra svona
hlut sjalfur. Hönnunin er að italskri fyrirmynd. Verð borðsins er um 24.000 kr.
Á þessari mynd sjást húsgögn hönnuð af Phillip Starck sem talinn er fremstur meðal nútima-
hönnuða. Hann hefur farið ótroðnar slóðir í hönnun sinni og notar máim á nýstárlegan hátt
með notagildi að leiðarljósi. Hillurnar á myndinni eru lagðar upp að vegg án þess að nokkur
nagli eða skrúfa sé notuð. Hillan leggst einfaldlega á vegginn. Þessar vörur eru í dýrari kantin-
um eins og svo margt eftir fræga hönnuði. Hillan kostar 41.300 kr. Borðstofu- eða eldhússettið
kostar 8.260 kr. stóllinn og borðið 24.800 kr.
verið að uppskera samkvæmt
því. Ferskleikinn er allsráð-
andi.
Hönnuðir frá öðrum löndum
beina augum sínum að því sem
þar gerist og reyna síðan að
nálgast þessar hugmyndir á
álíka hátt meö sumt sem þeir
hafa á prjónunum. Oft er talað
um að svokallaður „post mod-
ernismi" sé ríkjandi sem er
ákveöin stefna sem tilheyrir
Memphis-hópnum. Þessi hópur
hefur losað um ákveðnar höml-
ur sem verið höfðu á sviði
húsgagnahönnunar. Hér er
meira að segja um að ræða stíl
sem er frá 1930 sem nefnist Bau-
haus-stíll og hefur haldist allt
Önnur efni
Áður var algengt að fólk hefði
3-2-1 stílinn að leiðarljósi í upp-
röðun á húsgögnum, þ.e. 3ja
sæta, 2ja sæta sófa og stól, allt
í sama lit og með sams konar
áklæði. Nú er öldin önnur.
Stakir tveggja sæta sófar með
mismunandi áklæðum, rósótt-
um eða marglitum, ásamt
einlitum stól, sjást nú víða.
Húsgögn þau, sem hönnuö
eru á Italíu, hafa gjarnan verið
hönnuð úr öðrum efnum en
tíðkast hafa til þessa. Nú er
mikið notað af gleri, krómi og
leðri á annan hátt en gerst hef-
ur og þá með öðrum efnum sem
hafa til þessa þótt klassísk.
Hugmynd fyrir þá sem vilja fleygja fötum á stóla, bord, gólf eda þaö sem
hendi er næst. Hengi fyrir skyrtur og buxur og önnur föt tekur litið pláss,
a.m.k. minna en stóll tekur. Slikt er nú hægt aö fá á mörgum stöðum í
mismunandi gerðum. Verð þessa hengis er um 6.000 krónur. Rúsínan i
pylsuendanum er kollurinn litli sem er innfluttur frá Sovétríkjunum og kost-
ar 990 kr. Hann er úr birki.
fram á þennan dag. Sjálfsagt
verður hann ráöandi áfram að
mörgu leyti en ekki eingöngu.
Það hafa hugmyndaríkir nú-
tímahönnuðir sýnt og sannað
með hugmyndum sem heillað
hafa almenning.
„Þvi minna prjál...“
„Því minna prjál því betra“.
Margir hönnuðir hafa löngum
haft þessi orð að leiðarljósi þeg-
ar þeir hafa fengist við verk sín.
Einfalt og hagnýtt! Nú hafa
margir smeygt sér framhjá
þessum reglum en þó ekki allir.
Eldri hönnuðir eru varir um sig
og halda sig við klassískari við-
fangsefni. Talað er um að hér
sé tískufyrirbrigði á ferðinni
sem ekki haldi velli þegar fram
í sækir. Svo hefur reyndar einn-
ig gilt um föt og tónlist þar sem
hvert tiskufyrirbrigðið hefur
komið um annað þvert. Þó hafa
hin hefðbundnu form fata og
tónlistar alltaf haldið sér.
Manneskjan verður alltaf aö
byggja á einhverjum grunni og
breyta síðan til út frá honum.
Þetta gildir einnig um húsgögn.
Hönnun þessa stóls er dæmigerð
tyrir efnisnotkun þá sem nú rikir í
húsgagnahönnun. Útlitið er ferskt.
! Fyrir fáum árum hefði fáum dottið i
hug að hanna stól úr basti og krómi.
Nú er öldin önnur, ferskleiki króms-
ins og bastsins nýtur sin óumdeilan-
lega vel saman. Svona stóll kostar
um 5.000 krónur. Veggljós eins og
það sem er á myndinni gefur þægi-
lega birtu sem endurkastast frá lofti.
Svona Ijós er hægt að fá í mörgum
gerðum. Þessi lampi kostar aðeins
rúmar 1.000 kr.
íslensk hönnun
íslenskri hönnun hefur á síð-
ustu árum vaxið fiskur um
hrygg. Margir efnilegir hönn-
uðir hafa komið fram og sýnt
hæfileika sína. Að mörgu leyti
má segja að hugmyndir hafi
komið frá útlöndum þar sem
ungt fólk hefur lagt stund á nám
í öðrum löndum. Hugmyndir
Þessi stóll stingur i stúf við aðra hvað hæö á baki snertir. Hönnuðurinn
hét C.R. Macintósh og var uppi snemma á þessari öld. Hann var uppi á
tímabili i list og hönnun sem hét „Modern Mowement“. Engu að síður fell-
ur stóllinn vel inn i hugmyndariki hönnunar í dag. Stóll þessi er í senn
listasmiði og húsgagn. Verðið er litlar 47.000 krónur.
hafa allir á sinn hátt en hönn-
uðir á litlum markaði eins og
hér heima verða að hafa í huga
að laga sig að því sem hér ger-
ist. Fyrst og fremst verður að
vera hagkvæmt að framleiða
hönnunina þannig að notagildi,
efnisval og útlit njóti sín sem
best. Þannigeru hönnuðum
settarskorður.
Að sögn Péturs B. Lúthers-
sonarhúsgagnahönnuðar «
hefur á undanfömum árum gef-
ist tilefni til fijálsrar hönnunar
hér á landi. Hann segist bjart-
sýnn á framtíð í íslenskri
húsgagnahönnun. „Þaðer
margt að gerast og mikill gró-
andi í íslenskri hönnun.“
-ÓTT.
Heimilið