Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Síða 48
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988.
Akureyri:
r i •
• r
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri:
Þarna má sjá nokkra af forsvarsmönnum klúbbsins, s.s. Guðmund Lárus-
son gjaldkera, Gunnar Sólnes formann og Árna S. Jónsson framkvæmda-
stjóra.
DV-myndir GK-Akureyri.
Golfmenn á Akureyri urðu
felmtri slegnir í lok janúar þeg-
ar golfskáli þeirra að Jaðri
brann og allt sem innanhúss
var eyðilagðist.
Golfskálinn var tæplega eins
árs gamall þegar hann brann.
Strax var haílst handa við upp-
byggingu að nýju, og fyrir
skömmu var endurreisnar-
starfmu lokið og Jaðar hafði
risið úr brunarústunum, glæsi-
legri en fyrir brunann.
Efnt var til hófs þegar þessum
áfanga var náð og var mikið um
dýrðir. Snæddur var veglegur
kvöldverður, skemmtiatriði
flutt og síðan dansað fram á
nótt við undirleik Gauta frá Si-
gluftrði.
Amór Þorgeirsson skálar við mat-
reiöslumeistarann Hermann H.
Huijbens vlð glæsilegt veisluborð-
ið.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Sylvester
Stallone
þóttist hafa fundið sér lífsfóru-
naut um daginn þegar hann tók
saman við Kathy Wardlow, dótt-
ur milljónamærings. Það sam-
band entist í sex vikur og nú er
Stallone kominn með nýja. Hún
er vart komin af barnsaldrinum,
er nýorðin tvítug og starfar sem
fyrirsæta. Hún heitir Dina Go-
odmenson og er yfir sig ástfangin
af Sylvester sem gæti verið faðir
hennar því hann er 41 árs gamall.
Mohammed
Ali
fyrrum heimsmeistari í boxi í
þungavigt, sem áður var með
kjaftforari mönnum - forðast nú
að láta nokkurn heyra í sér. Hann
er orðinn svo illa farinn af Park-
inson-veiki að hann á í erfiðleik-
um með að tjá sig á skiljanlegan
hátt. Muhammed Ah skammast
sín svo fyrir þetta að hann lokar
sig inni og kemur aldrei fram
opinberlega.
Samningarnir um kaup Bridgesambandsins á eignarhlut Reykjavíkurborgar
á Sigtúni 9, undirritaðir. Frá vinstri: hinn aldni, fyrrum keppnisstjóri Guð-
mundur Kr. Sigurðsson, forseti Bridgesambandsins Jón Steinar Gunnlaugs-
son og Davíð Oddsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Hér eigast við tvær sveitir Bridgesambandsins, frá vinstri: Ólafur Lárusson
framkvæmdastjóri BSÍ, Jón Steinar Gunnlaugsson forseti BSÍ, Esther Jak-
obsdóttir gjaldkeri BSÍ og Siguröur B. Þorsteinsson meðstjórnandi.
DV-myndir KAE
Bo Derek
er nú um þessar mundir stödd í
Argentínu með eiginmanni sín-
um, kvikmyndaframleiðandan-
um John Derek, en'þau eru að
leita að hentugu svæði til kvik-
myndatöku nýrrar myndar. Sú
mynd á að vera um Adam og Evu
og Bo Derek leikur að sjálfsögðu
Evu. Þau vilja helst að Arjiold
Schwarzhenegger taki að sér
hlutverk Adams en hann hefur
ekki gefið jákvætt svar. Vonandi
verður þessi mynd ekki sama
kroppasýningin óg myndin Tarz-
an the Apeman.
Jóhannes Siguijónsson, DV, Húsavik
Fyrir skömmu var bryddað upp á
nýjung í skemmtanalífi á Húsavík
en þá var haldin svokölluð „Gellu-
gleði“ í félagsheimilinu. Konur á
öllum aldri mættu til gleðinnar og
skemmtu sér óskaplega að sögn,
enda karlmenn hvergi nærri, nema
þá helst framreiöslupiltar og þjón-
ustudrengir.
Það var ekki fyrr en heimatilbún-
um skemmtiatriðum lauk að húsið
var opnað fyrir karlpeningi, því eins
og ein „gellan" sagði: „maðurverður
að hafa eitthvað til að dansa við.“
Það voru soroptimistar á Húsavík
sem áttu hugmyndina að þessum
óvenjulega fagnaði. Iðunn Steins-
dóttir, rithöfundur með meiru og
fyrrverandi bæjarstjórafrú á Húsa-
vík, stýrði gleðinni en hún var ein
af fjölmörgum sem komu langt að til
gleðinnar, m.a. komu 20 konur úr
félagi þingeyskra kvenna í Reykjavík
norður gagngert til gleðinnar. Ör-
uggt er talið að efnt verði til gellu-
gleði aö ári og er jafnvel rætt um að
útiloka karlménn þá með öllu og
brúka þá ekki einu sinni á dansgólfl.
Hér er sungið um dans og drauma og vonir kvenna, lagið „Jón er kominn
heim“, en textann gerði einmitt Iðunn Steinsdóttir sem er lengst til hægri.
Hinar eru gamlir Húsvíkingar, Arnrún (móðir Arnórs Guðjohnsen) og Árn-
ína Dúadóttir i miðið. DV-mynd Jóhannes S
Keyptu hlut Reykjavíkurborgar
Bridgehreyflngin í landinu stend-
ur í miklum blóma um þessar
mundir, enda stóðu íslendingar sig
vel á síðasta Evrópumóti. Bridge-
sambandið og félög innan þess voru
um árabil á hrakhólum með húsnæði
undir spilamennsku og aðra starf-
semi sína, en um haustið 1985 var
keypt húsnæði að Sigtúni 9 á móti
Reykjavíkurborg, og hefur það hýst
spilamennsku nokkurra klúbba og
aðra starfsemi.
Húsakaupin voru gerð möguleg að
miklu leyti með höfðinglegri gjöf
Guðmundar Kristins Sigurðssonar,
sem var keppnisstjóri í tugi ára, en
hann gaf íbúð sína til styrktar kaup-
unum. Aðrir velviljaðir aðilar, svo
og margir bridgespilarar sjálfir, hafa
lagt málefninu lið með framlögum.
Húsið var tekið í notkun eftir
breytingar í janúarmánuði árið 1986
og eru þrjú bridgefélög með fasta
starfsemi í þessu húsi. Auk þess er
skrifstofa Bridgesambandsins í hús-
inu. Nú fyrir skömmu seldi Reykja-
víkurborg Bridgesambandinu sinn
eignarhlut í húsinu og voru samn-
ingarnir undirritaðir við hátíðlega
athöfn. Um leið var komið á keppni
ijögurra bridgesveita, tveggja sveita
borgarstarfsmanna og tveggja , frá
stjórn Bridgesambandsins.
Borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð
Oddsson, var í annarri sveit borgar-
starfsmanna, enda er hann mikill
áhugamaður um bridge.
Húsavík
Gellugleði
r
a
>