Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. Fréttir Landbúnaðanéðuneytið fram úr fjáriögum: 800 milljónir króna umfrarn fjárlög til útflutningsbóta Ráðuneytið treystir á áframhaldandi framlög og jafha kindakjötsneyslu Þegar fjármálaráðuneytið kannaði stöðu veigamestu útgjaldaliða fjár- laga vegna landbúnaðar fyrir páska kom í ljós að ekki eru eftir nema 30 milljónir króna af þeim 550 milljón- um króna sem ætlaö var til útflutn- ingsbóta á árinu. Því fer íjarri að sú upphæð dugi til aö standa við þær skuldbindingar sem landbúnaðar- ráðuneytið hefur stofnað til á grunni búvörusamninga. i raun má áætla að ráðuneytið vanti hátt í 800 milljón- ir til þess að endar nái saman. Samkvæmt upplýsingum land- búnaðarráðuneytisins er gert ráð fyrir að á yfirstandandi verðalgsári (1. sept. ’87—1. sept. ’88) verði flutt út um 1.800 tonn af kindakjöti. Þegar hafa verið flutt út 1.550 tonn, en ráöu- neytið hefur einungis greitt bætur fyrir 400 tonn af því. Útflutnings- bætur fyrir 1.150 tonnum hafa ekki verið greiddar þrátt fyrir að kjötið hafi þegar verið selt á verði sem er aldrei hærra en 30 prósent af fram- leiðsluverði. Ef mið er tekið af áætlunum ráðuneytisins á enn eftir að flytja út 250 tonn. Ógreiddar út- flutningsbætur vegna þessa verð- lagsárs eru því vegna 1.400 tonna af kindakjöti. En þar sem þessu verðlagsári lýkur þann 1. september næstkomandi koma útflutningsbætur vegna næsta verðlagsárs inn í dæmið áður en nýtt framlag úr ríkissjóði kemur til samkvæmt fjárlögum fyrir áriö 1989. Næsta haust er gert ráð fyrir að slátr- að verði 1.500 tonnum umfram það sem landsmenn geta torgað. Ráðu- neytið er skuldbundið til þess að greiöa undir þetta kjöt útflutnings- bætur samkvæmt búvörusamning- um. Ef gert er ráð fyrir að flutt verði út sama hlutfall af heildarútflutn- ingnum fyrir næstu áramót og þau síðari má ætla að áöur en ný fjárlög taki gildi verði landbúnaðarráðu- neytið búið að lofa útflutningsbótum vegna um 1.200 tonna. Ofan á allt þetta bætist að við upp- haf búvörusamninga árið 1985 gekk ríkið í ábyrgð fyrir 600 tonn af þeím birgðum sem þá vöru til í landinu. Þetta kjöt mun kalla á útflutnings- bætur ef landsmenn halda áfram áð borða minna af kjöti en bændur framleiða. Þær skuldbindingar sem ráðuneyt- ið hefur stofnað til nú þegar og áður en næstu fjárlög verða afgreidd með meiri útflútningsbótum eru því vegna 3.200 tonna. Það er rúmur þriðjungur þess sem landsmenn geta borðað á einu ári. í stjórnarmyndunarviðræðunum í fyrra var samþykkt aukafjárveiting vegna útflutningsbóta upp á 150 milljónir vegna 600 tonna af kinda- kjöti sem flutt var út til Japan. Það jafngildir 250 krónum á kílóið. Sé tekið mið af þessari sölu má reikna með að skuldbindingar ráðuneytis- ins umfram fjárlög hljóði upp á 800 milljónir króna. Jóhann Guðmundsson í landbún- aðarráðuneytinu sagði að ráðuneytið gengi út frá því að við fækkun á sauð- fé samkvæmt búvörusamningi (1985-1992) væri gert ráð fyrir að skuldbindingamar væru mestar fyrst. Því gengu menn út frá því aö miðað við óbreytt framlag ríkisins til útflutningsbóta fram til 1992 væri ráðuneytið ekki að eyða umfram efni. Þörfin fyrir útflutningsbætur yrði minni þegar hði að árinu 1992. Jóhann benti á að árangur búvöru- samningsins mætti glögglega sjá á því að framleiðsla næsta haust væri ráðgerð 10.500 tonn en var 12.150 tonn árið 1985. Þess skal getið að af þessum 1.650 tonnum, sem framleiðslan hefur dregist saman, eru 700 tonn, eða um 42 prósent, vegna niðurskurðar vegna riðuveiki. Þessi tonn munu skila sér aftur inn í kerfið á verðlags- árinu 1989-1990. Þá munu þau aftur byija að kalla á útflutningsbætur. -gse Jón Helgason: Munum taka lán fram á næsta ár Jón Baldvin Hannibalsson: Urða kjötið hið fyrsta „Það verður að sjálfsögðu að taka lán til þess að fleyta þessu fram yfir næstu áramót. Við tókum af sömu ástæðu 200 milljóna króna lán í fyrra. En bætur vegna útflutnings í slátur- tíð í haust kemur ekki til útborgunar fyrr en eftir áramót, eins og verið hefur,“ sagði Jón Helgason land- búnaðarráðherra þegar hann var spurður hvemig ráðuneytið hygðist standa við þær skuldbindingar vegna útflutningsbóta. „Við bindum vonir við að með sömu neyslu og í fyrra verði vandinn þegar minni næsta haust. Það segir sig sjálft að sú fækkun á sauðfé sem stefnt er að leggst þyngst á fyrst.“ Þú gerir þá ráð fyrir svipaðri upp- hæð á fjárlögum allt til 1992? „Já. Það er erfitt að standa við búvörusamninginn nú án þess að taka lán. -gse „Fjárlög voru á þessu ári samin í nánu samráði við landbúnaðarráðu- neytið. Landbúnaðarráðherra ber þvíjafna ábyrgð á við mig á gjaldalið- Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra vill urðá kjötiö sem Jón Helga- son landbúnaðarráðherra er búinn að lofa að borga undir til útlanda. um fjárlaga til landbúnaðar. Það var full samstaða um málið í ríkisstjórn og á Alþingi. Meirihluti Alþingis samþykkti 550 milljónir króna sem hámark þess sem skyldi varið til út- flutningsbóta. Það kemur því ekki til greina aö veita meiru til þessa mála- flokks. Það verða engar aukafjárveit- ingar þrátt fyrir búvörusamninga,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra. Hvað á að gera við öll þessi tonn af kjöti? „Urða þau hið fyrsta. Það er ódýr- ast,“ sagði Jón Baldvin. . -gse Úttekt fjárinálaráöuneyti sins á helstu útgjaldaliðum á fjárlögum vegna iandbúnaðarmála leiddi í ljós að Framleiðnisjóður land- búnaðarins átti ekki eftir nema 94 milljónir krónii- af þeim 429 sem honum voru ætlaðar á árinu. Sjóöurinn hefur nú leitað tii Seölabankans um lán að upphaeð 85 milljónir króna til þess að ná endum saraan á árinu. Bankinn hefur enn ekki svarað beiðni sjóðsins. Af 429 milljónunura hafa 96 milljónir farið í útflutningsbætur og 50 milljónir í kaup og leigu á fullvirðisrétti. 83 milljónir króna hafa farið í afborgun og vexti af : 200 milljóna króna láni fni Seðla- bankanum, Það lán er til þriggja ára og var þetta fyrsta afborgun þess. Þaö sem eftir er ársins er áætlað að 89 milljónir renni til útflutnfngsbóta og samninga sem þegar hafa veriö gerðir um kaup og leigu á fullvirðisrétti. Þá hafa einnig verið gerðir samningai’ vegna búháttabreytinga sem ekki hafa enn komið til útborgunar. Það er því Ijóst að sjóðurinn nær ekki endurn saman. Stefnt er aö því að gera það með öðru láni frá Seðlabankanum að upphæö 85 milJjónir króna. Skuldir sjóösins um næstu áramót munu því verða um 200 milljómr. Það er sú upphæð sem hann hefur eytt umfram fjárlög. „Sjóðurinn hefur ákveðnai’ skyldur í lögum, bæöi vegna veröábyrgðar og eins vegna bú- háttabreytinga. Við getum ekki sagt viö þá bændur sem hafa fækkað hjá sér fé og leita til okk- ar um aðstoð vegna nýrra búgreina að éta þaö sem úti frýs. En þó við þurfum að taka lán núna er stefnt að því að svo veröi ekki næsta ár þar sem viö mun- um ekki þurfa aö greiða neinar útflutningsbætur þá,“ sagöi Jón G. Guðbjömsson, fulltrúi hjá Framleiðnisjóði. -gse í dag mælir Dagfari Bjórinn til bjargar Það hefur verið talið tvísýnt hvort bjórinn veröur samþykktur á Al- þingi fyrir voriö. Bjórandstæðingar hafa haldið uppi málþófi og helm- ingurinn af læknastéttinni hefur sent frá sér yfirlýsingar um óholl- ustu bjórsins eftir að hinn helming- urinn hafði mælt með bjórnum. Fjölmiðlar eru búnir að margtelja stuðningsmenn og andstæðinga innan Alþingis og stuðningsmenn- irnir eru taldir hafa vinninginn. Það er að segja ef þeir eru allir við- staddir. Það mun hins vegar vera nokkuð sjaldgæft og í þessari viku var tala varamanna komin upp í fjörutíu og hafa þá eitt hundrað manns setið á þingi í vetur og eng- inn hefur haft tök á því að gera skoðanakönnun hjá þessu aöskota- liöi sem dettur inn á þing þegar atkvæðagreiðslur fara fram. Stundum er það sagt á hátíöleg- inn stundum að lýðræðið. sé í hávegum haft á íslandi og lýðræðið sé fólgið í því að meirihlutinn ráöi. Ekki er þó alltaf farið eftir þessari gullnu reglu og í fimmtíu ár hefur minnihlutanum á Alþingi tekist að drepa bjórfrumvörp og er enn að. Nú er það nýjast að bjórandstæð- ingar hafa lagt fram breytingartil- lögu sem felur það í sér að af hverri seldri bjórflösku eða dós, skulu greiddar fimm krónur í sérstakan safnasjóö. Þessi sjóður á að stuðla að vexti og viögangi safna í landinu, svo sem Þjóðminjasafns, Þjóðskjalasafns, Náttúrufræði- safns og Snorrasafns og mun það síðasttalda vera nefnt í sérstöku heiðursskyni við Snorra Sturluson og Þórð kakala. Þórður kakali er kunnastur fyrir að drekka, en hann sat og drakk um dag og nótt, eins og segir í kvæðinu: Drekktu held- ur, já drekktu þig heldur í hel. Athygli vekur að í þeim félags- skap sem leggur fram þessa tillögu er fyrsti flutningsmaður Sverrir Hermannsson sem gat sér svo gott orð fyrir að skattpína almenning í þágu þjóðminjasafna að hann var samstundis gerður að bankastjóra til að hæfileikar hans nýttust sem best. Sverrir er bjórmaður. Annað hvort hefur Sverrir platað bjórandstæðinga til meðflutnings á þeirri forsendu aö úr því bjórinn væri á annað borð orðinn stað- reynd, þá væri best aö þjóðin drykki sig í hel. Eða þá hitt að bjór- andstæðingar eru að friða sam- viskuna með því aö taka skatt af þjóðinni þegar hún drekkur sig í hel í nafni Þórðar kakala. Því er auðvitað ekki að neita að það friðar samviskuna þegar menn drekka í þágu góðs málstaðar og bjórandstæðingar geta þá a.m.k. glaðst yfir fylliríum annarra því aö safnasjóðirnir gildna. Hvað gera menn ekki fyrir peninga og hvað eru menn að lemja höfðinu við steininn og hamast gegn bjór af heilsufarsástæðum, þegar hægt er að græða á honum? Áður en yfir lýkur verður það sérstakt keppi- kefli bjórandstæðinga að íslending- ar drekki sem mest af bjór þegar það liggur fyrir að þeir borga fimm krónur í safnasjóð í hvert skipti sem þeir skola niöur einni bjórdós. Það verða áreiðanlega fleiri en bjórandstæðingar sem hugsa á þennan hátt. Fjármálaráðherra hlýtur til dæmis að bíða spenntur eftir bjórnum til að rétta fjárhag ríkisins við og landbúnaðurinn, skreiðarframleiðendur, ullariðn- aðurinn, refabændur og allar aðrar stéttir sem eru komnar í gjaldþrot, binda vonir sínar við bjórinn og gróðann sem af honum hlýst. Kennaradeiluna mætti leysa með því að láta nokkrar krónur renna í verkfallssjóð, Ingvi Hrafn gæti slætt hendinni í nokkrar krónur fyrir fréttastofuna sem er í svelti. Það eina sem maður hefur áhyggj- ur af er viðskiptahallinn, enda er annar hver maður búinn að koma sér upp bjórumboði, innflutningur eykst um helming og setur þjóðina á hausinn. Fjármálaráðherra á að stofna safnasjóð sem er þá sjóður sem safnar upp í viðskiptahallann og gert þannig breytingartillögu við breytingartillöguna um að söfnin hagnist á bjórdrykkjunni. Með sameiginlegu átaki getur ís- lenska þjóðin síðan drukkið af slíku kappi að öll söfn, allar at- vinnugreinar og sjálfur viðskipta- hallinn verða komin í jafnvægi eftir árið? Þá getur þjóðin sungið aftur eins og sungið var um Þórð kakala forðum: Drekktu heldur, já drekktu þig heldur í hel! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.