Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. 7 Fréttir Fjáimögnun kaupa á fjögurra mHljóna króna íbúð: Arstekjumar þurfa að vera 1400 þúsund hjón meðlOO þúsund krónur á mánuðl mega reiknameðað 250130 þúsund fari í íbúðarkostnaðinn DV ÓiafsQöiður - Dalvík: Sameinast um gerð sorpþróar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ólafsfjarðarbær og Dalvjjc hafa sameinast um gerð sorpþróar fyrir bæjarfélögin og verður hún á Sauða- nesi, ekki langt þar frá sem Dalvík- ingar brenna nú sorp sitt. Valtýr Sigurbjarnarson, bæjar- stjóri á Ólafsfirði, sagði í samtali við DV aö það væri orðið tímabært að heíjast handa í þessu máli. Sorp- haugar Ólafsfirðinga eru nú nærri innkeyrslunni í bæinn. Þegar Múla- göngin verða tekin í notkun mun vegurinn frá þeim niöur í Ólafsfjörð einmitt koma þar sem sorphaugamir eru í dag. Fyrirtækiö Tréverk á Dalvík var eini aðilinn sem gerði tilboð í gerð nýju sorpþróarinnar en kostnaður við gerð hennar losar þijár milljónir króna. í nýútkomnu fréttabréfi Hús- næðisstofnunar rikisins segir aö 183 umsækjendum húsnæðislána á tímabilinu september 1986 fram til nóvember 1987 hafi verið synjaö um lán vegna þess að ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunar taldi ráöstöf- unartekjur þessa fólks of litlar. Þá vaknar sú spurning hvað fólk þurfi aö hafa í lágmarkstekjur til að telj- ast iánshæft hjá Húsnæöisstofnun? Grétar Guðmundsson, sem ann- ast þessi mál hjá Húsnæðisstoínun, sagjði í samtali við DV aö raunhæft væri að taka dæmi af ftögurra milljóna króna ibúð í blojtk og gert væri ráð fyrir að um væri að ræða fjögurra manna fjölskyldu sem gæti í upphafi lagt fram 20% eða 800 þúsund krónur. Síöan fengi hún húsnæðismálalán og tæki því næst lán i banka fyrir því sem upp á vantaði. Þessi fjölskylda þarf að hafa 1400 þúsund krónur í árslaun til aö standa undir greisðlubyrði lána og til að lifa af. Hann sagði að {jölskylda sem heíöi 100 þúsund krónur á mánuði yrði að gera ráð fyrir að 25% til 30% af þeim tekjum íiæru í íbúöarkostn- að. í báðum þessum dæmum er gert ráð fyrir hámarksláni við fyrstu íbúö sem er 2,9 miHjónir króna. Lánin eru afborgunarlaus fyrstu tvö árin en greiöa verður vexti og visitölubætur. Þess má'geta að þau laun sem veriö var að semja um fyrir féiaga í Verkamannasambandinu á dög- unum eru frá 32 þúsund krónum og upp í 38 þúsund krónur á mán- uði fyrir dagvinnu og í samningum verslunarmannafélaganna, sem nú er verið að fjalla um í félögunum, eru launin 32 þúsund til 42 þúsund krónur á mánuði. Sé gert ráð fyrir að bæöi hjónin vinni úti i dæminu frá Húsnæðis- stofnun þurfa tekjur hvors um sig að vera 60 þúsund krónur á mán- uði til að standa undir kostnaði af að byggja fjögurra milijóna króna ibúð í blokk. -S.dór Vetslunarmannafélag Reykjavíkur: Oanægja með framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar kjörstaðir hafa verið settir upp á mörgum vinnustöðum Óánægja hefur komið upp hjá sumum félögum í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur með hvemig að allsheijaratkvæðagreiðslunni um samninganna er staðið. Það sem deilt er á varðandi atkvæðagreiðsluna er að kjörstöðum hefur verið komið upp á mörgum vinnustöðum í stað þess að láta hana eingöngu fara fram í húsnæði félagsins í Húsi verslunar- innar. Einn félagsmaöur í Verslunar- mannafélaginu, sem hafði samband við DV, sagði að hann og nokkrir aðrir verslunarmenn hygðust kæra atkvæðagreiðsluna vegna þess forms sem á henni er. Baldvin Hafsteinsson á sæti í yfir- kjörsfjóm Verslunarmannafélags- ins. Hann sagði í samtali við DV að á þeim vinnustöðum þar sem komið hefði verið upp kjörstöðum væra 3 fulltrúar frá félaginu með kjörskrá fyrir viðkomandi fyrirtæki og sæju um að allt færi löglega fram. Þeir vinnustaðir sem kjördeildum hefur verið komið upp á em: Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Trygg- ingamiðstöðin hf., Árvakur hf„ Flugleiöir hf„ Osta- og smjörsalan, Mjólkursamsalan, Sambandiö viö Sölvhólsgötu, Hagkaup, Skeifunni, JL-húsið, Kaupstaður í Mjódd, Mikli- garður, Eimskipafélag Islands hf„ O. Johnson og Kaaber, Sjóvá hf„ Skeljungur, Nói/Hreinn/Síríus, BB byggingavörur, Húsasmiðjan hf„ Nýibær hf. og Almennar tryggingar hf. -S.dór Verslunarmenn í Hafnarfirði bíða eftir öðrum félögum Eins og skýrt var frá í DV í gær felldu verslunarmenn í Hafiiarfirði nýgeröa Kjarasamninga á fundi í fyrrakvöld. Þegar það lá fyrir var ákveðið að afla stjórn og trúnaðar- mannaráði verkfafisheimildar og var hún samþykkt á fundinum. Unnur Helgadóttir, starfsmaður Verslunarmannafélags Hafnaríjarð- ar, sagði í samtali við DV að nú yrði beðið og séð til hvað önnur verslun- armannafélög gerðu. Þessa dagana em fyrirhuguð fundahöld hjá versl- unarmannafélögum um landiö þar sem tekin verður afstaða til samn- inganna. Þá er niðurstöðu allsheijar- atkvæðagreiðslu hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkilr beðið með eftirvæntingu. -S.dór m \ © © © 7 \ 4 i 0 o Guðrún Pétursdóttir afhenti i gær Magnúsi L. Sveinssyni, i veikindaforföllum Daviðs Oddssonar borgarstjóra, mótmæli riflega 10 þúsund Reykvíkinga gegn Ráðhúsi við Tjörnina. Af þessu tilefni hafa samtökin Tjörnin lifi bent á að víða erlendis eru í gildi lög þar sem kveðið er svo á að yfirvöldum sé skylt að láta fara fram almennar kosingar um einstakar ákvarðanir ef um 10 prósent atkvæðisbærra manna lýsa sig andsnúin þeim. Á kjörskrá í Reykjavík eru um 66 þúsund manns. DV-mynd BG Birgir ísleifur Gunnarsson: Sturia fær ekki starfíð „Sturla hefur ekki rætt við mig um Eftir að kveðinn var upp dómur í hugsanlega krefjast þess að fá sitt að fá starfið aftur. Auk þess er annar Sturlumálinu í Borgardómi hefur . fyrra starf á ný. Birgir ísleifur sagð- maður í þessu starfi,“ sagði Birgir Sturla Kristjánsson, fyrrverandi ist telja að slík krafa, ef fram kæmi, ísleifur Gunnarsson menntamála- fræðslustjóri, meðal annars sagt að mynch ekki ná fram að ganga. ráðherra. á gmndvelli dómsins muni hann -sme Bridgelandslið valið Að undangenginni landsliðskeppni hefur landshðsnefnd Bridgesam- bands íslands valið þijú pör til þess að keppa fyrir íslands hönd á Norö- urlandamóti sem haldið verður Á Hótel Loftleiðum í júní. Þau þijú pör sem vahn vom til þess að keppa í opna flokknum eru Jón Baldursson - Valur Sigurösson, Karl Sigurhjart- arson - Sævar Þorbjömsson og Sigurður Sverrisson - Þorlákur Jóns- son. Fyrirhði án sphamennsku er Hjalti Ehasson, en hann hefur séð um þjálfun landshðsins. Norðurlandaþjóðimar standa mjög framarlega í bridgeíþróttinni, og því við ramman reip að draga í keppn- inni fyrir íslendinga. í fyrra var haldiö Evrópumót með þátttöku 23ja þjóða í Brighton í Englandi og em Svíar núverandi Evrópumeistarar. Norðmenn urðu í þriðja sæti, Danir í því sjötta en íslendingar náðu 4.-5. sæti á Evrópumótinu sem er þaö besta sem náðst hefur í áratjigi, ef ekki frá upphafi. Finnar hafa löngum verið öhum þessum þjóðum skeinu- hættir svo ljóst er að boðið verður upp á einn besta bridge sem völ er á í heiminum í dag, á Hótel Loftleiðum í júní. Færeyingar verða einnig með- al keppenda, en þeir hafa staðið hinum þjóðunum nokkuð að baki. Pörin sem vahn voru munu nú ein- beita sér að því að æfa stíft þá tvo mánuði sem eftir era til keppni. -ÍS HEML4HWTIRÍ VÖRUBÍLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.