Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Page 30
. 30 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. Lífestm Gamalt, miðaldra og nýtt, gott sér og ágætt saman. Fjærst er borðstofusett, nýleg hönnun frá ítallu úr gleri, krómi og hvítu leðri. í miðjunni er skápur sem talsvert er kominn til ára sinna. Fremst er leðursófasett, sem nefna mætti miðaldra á húsgagnamælikvarða. Leðrið á þessum sófum er orðið tals- vert snjáð og fallegra fyrir bragðið. Ómar Bragi Stefánsson gefur les- endum DV nokkrar ráðleggingar um uppröðun húsgagna og efnisval. gott að koma heim. Að það sé komið heim til einhvers, hluta og umhverf- is, sem maður kann vel við sig í. Litadýrðin er mikil núna AUtaf er gott að styðjast við grunn- liti, eins og svart, hvítt og grátt, en það eru ákveðnir litir sem nú ráða ríkjum ef við tölum um tísku eða eitt- hvað slíkt. Þá á ég við pastelliti sem reyndar hafa veriö í umferð nú í tals- verðan tíma. Grunnlitirnir eru alltaf til og má segja að þeir bíði bara á meðan hitt gengur yfir, ef svo má segja. Það gengur misvel að láta hús- gögn passa viö liti á veggjum. Það er ekki svo auövelt að fá brúnleit húsgögn til að passa við t.d. bláleitan lit á veggjum, þótt bláminn geti verið hlýlegur. En hvað sem öðru líður þá munu grunnlitirnir alltaf halda velli þegar til langs tíma er litið. Stað- reyndin er aðeins sú að það eru komnar svo margar breytingar í umferð, eða réttara sagt hlutir sem bjóða upp á breytingar, t.d. litir. Heimilið Hugsið til langs tíma Betra er ef hægt er að hugsa til langs tíma hvað efnisval snertir. Ef fólk er t.d. að byrja búskap er betra aö kaupa heldur minna og sjá svo til með framhaldið, t.d. þörf fyrirhvers konar hluti. Síðan má aUtaf gera ráð fyrir að fólk hafi eitthvað í höndun- um þegar það byrjar. Auðvitað verður að hugsa um að hlutir passi saman en notagildið ræður þó oftast ferðinni þegar ráð eru takmörkuð." -Er hægt að alhæfa eitthvað um uppröðun? „Nei, það er erfitt og reyndar ekki hægt. í hlutum þar sem um svo marga valmöguleika er að ræða, eins og þeim hlutum sem hægt er að kaupa eða hafa inni á heimili, er ómögulegt að alhæfa eitthvað. Hver og einn hefur sinn persónubundna smekk eða stíl sem hann vill halda, út frá því sem hann á fyrir og öðru. Samt má segja að alltaf sé hægt að fylgja einhverjum tískustraumum sem skjóta upp kollinum en þá ræður auðvitað persónan ekki öllu um hlut- ina. Þá er meira fylgt straumnum. Síðan má segja að „verðtendensar" ráði mörgu um hvað valið er hverju sinni, því sumir hlutir lækka jafnvel vegna tollabreytinga eða gengis. Fáið heildarlínu Þótt ekki sé hægt að alhæfa um uppröðun er heildarlínan mikilvæg- ust og mismunandi auðvelt er að koma auga á hana. Margir hafa t.d. aðeins nýja hluti hjá sér, þá kannski í ódýrari kantinum, fáa hluti með einfaldri umgjörð en með stíl. Aðrir fylgja kannski því sem þeir hafa átt í langan tíma, kannski húsgögn sem þeim þykir vænt um og blanda þeim síðan saman við eitthvað nýtt. „Hig- h-teck“ línan er vinsæl í dag með miklu af gleri eða krómi og jafnvel leðri. Næsta dæmi getur verið antík- lína, sem aUtaf heldur sínu striki. Það sem er athyglisvert í dag er mikil tilhneiging til að blanda saman gömlu og nýju í húsgagnaupprööun. Að sjá til dæmis antíkskápa „harm- onera" við nýhönnuð ítölsk húsgögn er hrein unun og svo eitthvað annað kannski í bakgnmni. Þetta má kalla tísku eða hvað sem er, en þarna er jákvæður hlutur á ferðinni sem auð- Hvemig vilt þú raða upp hjá þér? Oft á tíðum, þegar fólk ætlar sér að breyta eða bæta híbýli sín, flutt er inn í nýtt húsnæði eða eitthvað slíkt, koma margar spumingar upp í hug- ann . Eigum við að nota sömu húsgögnin, sömu litina á veggina, raða eins upp eða svipað? Jafnvel kaupa eitthvað nýtt inn í það sem fyrir er eða bara að láta allt vera eins og það var? Árið 1988. Tíska innanhúss, hvað varöar liti á veggjum, samsetningu húsgagna og annað slíkt, sem ræður útliti heimila, hefur aldrei verið frjálsari ef svo má aö orði komast. Tískubreytingar á þessu sviði eru orðnar svo örar að líkja má við fata- tísku sem alltaf er að breytast. Þó má ætla að húsgögn staldri eitthvað lengur við en fotin. Umgjörð húsgagna getur þó hæglega breyst á skömmum tíma, t.d. litir á veggjum, gardínur eða lýsing sem gefur umhverfi aukið gildi. Til að leiða okkur örlítið í sann- leika um hvers ber að gæta þegar stílfært er á heimilum eðá hvort hægt sé að fylgja einhverjum ákveðnum reglum, fékk DV til liðs við sig sérmenntaðan mann á sviði uppstillingar húsgagna. Hér á eftir mun Ómar Bragi Stefánsson segja okkur frá valmöguleikum þeim sem aðallega er stuðst við í dag og hvers ber aðallega að gæta þegar raðað er upp. Nr. 1 að það sé stíll Ómar byrjar á að tala um stíl. „Það skiptir höfuðmáli að það sé einhver stíll yfir hlutunum. Stíll er auðvitað svo margþættur, það er hægt að fara svo margar leiðir. En aðalatriðið er að sest sé niður og hugað hreinlega að því sem 'maður vill. Hvað vill maður gera, hveiju vill maður breyta, hvað er maður óánægður með og svo framvegis. Það má segja að geri maður hlutina persónulega sé tilganginum oft náð, a.m.k. að hluta til. Það verður að gera hlutina þannig úr garði að manni finnist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.