Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. 33 Lifsstm Flísar hafa lækkað verulega ■ Nú er algengt að hol og eldhús séu sameinuð með flísum á gólfi. Gæta verður þess að ekki séu hafðar flísar sem kvarnast upp úr þar sem hætta er á að hlutir detta í gólfið. Um langan aldur hefur verið vin- sælt og hagkvæmt að klæða herbergi í hólf og gólf með flísum. Flísar eru yfirleitt þannig úr garði gerðar að gott er að reiða sig á endingu þeirra. Steinefni eru jú alltaf þannig að erfið- ara er að vinna á þeim heldur en tréefnum eða öðru sem mýkra er. Hér á landi hafa um margra ára skeið gilt reglur þess eöhs að yfir- valdið hefur talið flísar lúxus-vöru og sett á flísamar tilheyrandi lúxu- stoUa. Verð á flísum hefur því verið langt umfram innkaupsverð þeirra frá útlöndum eöa svokaUað fob verð. Oft hefur verið talað um að fob verð hafi 3-4 faldast þegar útsöluverö úr verslun er komið á vöruna. Tollar felldir niður Nú hafa þessi formerki breyst að aUverulegu leyti. LúxustoUar hafa nú að miklu leyti verið feUdir niður af fUsum. Þannig hefur verðið lækk- að um 20-30%. 25% verðlækkun heyrðist víða þegar DV fór á stúfana og kannaði hve flísar hafa lækkað mikið. Flísar hvar sem er í íbúðinni Þegar hugsað er til þess aö leggja flísar, má segja að möguleikar hvað það snertir séu allmargir. FUsar passa á marga staði í híbýlum og annars staðar að sjálfsögðu, s.s. í verslunarhúsnæði, sundlaugar og á óteljandi aðra staöi þar sem fólk hefst við. Að öðru leyti má segja að flísar passi hvar sem er inni á heinúlum fólks. Algengast hefur þó verið að leggja þær á baöherbergi, hvort held- ur er á veggi eða gólf. EðU flísanna er þannig að þær þola vel bleytu og gott er að þrífa þær. Slitþol þeirra er einnig, eins og áður sagöi, gott. Seljendur hafa margir talað um ei- Ufðarendingu, þótt kannske sé nú einum of djúpt tékið þar í árina. Þótt flisar endist vel er enginn neyddur til að hafa þær í híbýlum sínum tíl ævUoka. Það mun ekki vera sérlega erfitt að brjóta þær upp og setja eitt- hvað annað í staðinn. Flísar að verða áreiðanlegri Sumir hafa rekið sig á, þegar þeir hafa meðhöndlað flísar, að þeim hef- ur veriö selt rangt Um með þeim. Þetta atriði ber að athuga vel þegar fólk ræðst í að fjárfesta í flísum. Þá eru framleiðsluhættir að breyt- ast og má segja aö meiri áreiðanleika gæti nú varðandi endingu flísanna en áður gerði. FUsar er hægt að fá með marga eiginleika, svo sem frost- heldar, hálkufríar og annað slíkt. Þess ber að geta áð flísar eru í mörg- um tiIfeUum framleiddar þannig að þær fara í gegnum mikinn hita, 1200 gráður er t.d. algengt, þegar þær eru framleiddar. Umfram aUt verður að kanna vel hvað hentar viðkomandi best þegar flísar eru valdar á gólf. Áður en flísar eru lagðar Ýmis atriði ber að hafa í huga þeg- ar lagt er í flísalagningu. Fyrst og fremst er gott aö leita sér eins fag- legrar þekkingar og kostur er á. Sölumenn hjá þeim fyrirtækjum sem hafa flísar á boðstólum eru nokkuð sérhæfðir, enda annaö ómögulegt þar sem starfssvið þeirra spannar ekki aðeins sölu á vörunni, heldur einnig ráðleggingar til viöskiptavina. Bæklingar hvers konar eru fáanlegir þar sem gott er að fara eftir teikning- um eða öðru slíku. Talsvert hefur borið á því aö röng Um hafi veriö notuð þegar flísar hafa verið lagðar, eins og áöur sagði. Ekki skal um það segja hvort það er vegna þess að flísar og lím er keypt á sitt- hvoram staðnum. Hins vegar er ástæða til þess að vera vel á verði þegar Um er vahð meö flísum. Hver sem er getur lagt flísar Hafir þú áhuga og smá lag, ert þú á grænni grein hvað flísalögn snert- ir. Einhverjum ákveðnum reglum verður aUtaf að fylgja. Þær er alltaf hægt að fá hjá sölumönnum. Það getur nefnUega verið býsna dýrt að fá fagmenn til þess að leggja flísar fyrir sig. Kunnugir segja að þaö geti náð flísaverðinu sjálfu, þannig að hér er um tugi þúsunda að ræða hvað vinnu snertir. Heyrst hafa tölur eins og þaö kosti vel á annað þúsund krónur aö leggja hvern fermetra af veggflísum, en eitthvað minna sé um gólf að ræöa. Þetta mun einnig vera háð skurði á flísunum, hvort hann Uggi beint fyrir eða hvort um flókna skurði sé að ræða. Þess má geta að þar sem flísaskerar eru dýr tæki, sem sjaldan eru notuð, getur varla borgað sig að kaupa slíkt. Þetta hafa fyrirtæki komið auga á og géfa sum þeirra kost á því að leigja kaupendum sínum flísaskera á sann- gjörnu verði sem enginn fmnur fyrir miðað viö að kaupa sér einn slíkann. Verðið Um verð á flísum má styðjast við tölur frá um 1.200 kr. og upp í um 2.000 kr. fyrir fermetrann. Hér er um að ræða mismunandi gerðir flísa sem henta á ólíka gólf- eöa veggfleti. Sum- ir hafa borið verð flísa saman við parket, sem auðvitaö er af allt öðrum toga spunnið. Hins vegar eru þessi tvö efni vinsæl til þess að leggja á gólf. FUsar voru ívið og í mörgum tilfeUum talsvert dýrari en parket. Nú má hins vegar segja aö verð þess- ara tveggja byggingarefna sé orðið nokkuö svipað. Hins vegar má segja það flísum í hag að þær ættu að end- ast betur. Flísar í eldhús Á síðustu mánuöum hefur notkun flísa aukist vegna hagstæðara vöra- verðs. Það er því ástæða tfl að brýna fyrir þeim, sem ætla að leggja flísar, að vanda til vöruvals og innkaupa. Talsvert hefur færst i vöxt að eld- hús séu flísalögð. Þar sem yflrleitt þykir gott að þrífa flísar hentar vel að hafa þær í eldhúsi þar sem þó nokkuð er um að óhreinindi setjist á gólf. En það verður að gæta þess þeg- ar flísamar era keyptar aö þær þoli þaö álag sem þeim er ætlaö. Dæmi eru um að flísar hafi verið lagöar á eldhús og að fljótlega hafi farið að kvarnast upp úr þeim og sár orðið eftir. Það á ekki aö vera flóknara að koma í veg fyrir slíkt en með einni spurningu tii sölumanns. Alltaf verð- ur að gera ráð fyrir að hlutir detti í gólf í eldhúsum. Þær flísar sehi passa fyrir slíkt eru auðvitað tfl og sérstak- lega styrktar fyrir hvers konar hnjask. -ÓTT. Nýr 10 raða Lottómiöi Leikurinn er óbreyttur, en nú eru 10 raöir á sama miöanum til hagræðingar fyrir alla Lottóleikendur. . Eftir sem áöur er þér í sjálfsvald sett hve margar raðir þú notar hverju sinni. Hærri vinningar! Stórar fisar, 30x30 cm, er handhægt að leggja og auövelt aö þrífa. Hærri vinningar! Meö leiöréttingu (samræmi viö verðlagsþróun munu vinningar hækka aö meöaltali um 20% og er þaö fyrsta veröbreyting frá því Lottóið hóf göngu sína í nóvember 1986. Hver leikröð kostar nú 30 krónur! Nældu þér í nýjan miöa á næsta sölustað!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.