Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. 9 lSHHAD iKÝPUR p/ALGEIRSBORG Wrokkó n TEHERAN KUVVAIT Útlönd Amerísk pitsa í Moskvu Moskvubúar gæða sér þessa dagana á bandarískum skyndi- bitum, meðal annars á pitsu sem seld er úr vagni á strætum Lenin hæðanna. Matsala þessi er liður í sameig- inlegu viðskiptaátaki Sovét- manna og Bandaríkjamanna. Átak þetta á að aðstoða við að auka samskipti þjóðanna tveggja, en hvort það verður til þess að auðvelda samskipti ráðamanna þeirra skal ósagt látið. Tuttugu og þrír fórust Taliö er að tuttugu og þrír hafi farist þegar DC-3 flugvél fórst skammt suður af Jóhannesar- borg í Suður-Afríku í gær. Vélin, sem var í leiguflugi, hrapaði nálægt gullnámum en hún var á leið frá Bloemfontein til Jóhannesarborgar. Tuttugu og sjö myrtir Lík átján landbúnaðarveVka- manna, sem rænt var í Kolumbíu nýverið, fundust í gær í norður- hluta landsins. Þar með er Ijóst að tuttugu og sjö manns hafa lát- ið lífið í árás þeirri sem vopnaðir menn gerðu á bananaplantekrur í norðurhluta Kolumbíu á mánu- dag. Árásin var gerð síðdegis á mánudag og myrtu árásarmenn- irnir þegar í stað niu manns. Átján voru bundnir og fluttir á brott. Þegar likin fundust í gær voru hendur þeirra bundnar, ljóst var að mennirnir höfðu verið pyntað- ir og síðan skotnir í bakið. Skotinn af félögum sínum Svo virðist sem varðmaðurinn úr landgönguliði bandaríska flot- ans, sem skotinn var til bana í Panama á mánudagskvöld, hafi orðið fyrir skoti úr byssu eins af félögum sínum. Landgönguliðinn var ásamt öðrum bandarískum landgöngu- liðum að leita að fólki sem komist hafði inn á svæði þar sem banda- * ríski herinn í Panama geymir miklar birgðir af eldsneyti. Tals- maður bandaríska flotans sagði í gær að svo virtist sem maöurinn hefði látið lífið fyrir slysni. Talsmaður stjórnvalda í Pan- ama sagði í gær að ljóst væri að maöurinn hefði látið lífiö vegna þess að bandarískir hermenn kynnu ekki til verka. Sagði hann að kunnáttuskortur þeirra ætti eftir að kosta fleiri mannslíf. Kyrrahaf Venezuala Brasilía Flugvélin lenti fyrst í Mashhad i íran, þaðan var haldið áleiðis til Beirút, en þegar heimild til lendingar fékkst ekki var flogið til Larnaca á Kýpur. í gærkvöld fór þotan svo þaðan til Aisir og er nú á flugvellinum í Algeirsborg. Telja lausn flug- ránsins í sjónmáli Embættismenn í Alsír eru nú von- góðir um að þeim takist að ná samningum við flugræningjana sem í síðustu viku rændu Boeing 747 far- þegaþotu frá flugfélaginu í Kuwait. Einn af ráðherrum ríkisstjómar Kuwait fór í morgun um borð í þot- una, eftir að hún kom til Algeirs- borgar, og átti fjörutíu og átta mínútna langan fund með flugræn- ingjunum. Eftir fundinn sagöi als- írskur embættismaður að fréttir af fundinum væra mjög góðar. Útvarp- ið í Alsír sagði einnig í morgun að á flugvellinum væri fastlega búist við að eitthvað’gerðist í samningamálum áður en langt um liði. Flugræningjarnir fcngu í gær kröf- um sínum um að eldsneyti yrði sett á þotuna framgengt, eftir að þeir höfðu sleppt tólf farþegum þotunnar úr gíslingu. Eftir eldsneytistökuna. hélt þotan frá Larnaca áleiðis til Als- ír, þar sem hún lenti á flugvellinum í Algeirsborg í nótt. Stjómvöld í Alsír sendu þegar Talsmaður frelsissamtaka Palest- inu, PLO, ræðir við flugræningja í dyrum þotunnar í gær. Simamynd Reuter Þrír gíslanna, sem látnir voru lausir í Larnaca í gær, ánægðir með frels- ið. Simamynd Reuter ■ ■ mmm m Flugvélin lendir i Algeirsborg í nótt með þrjátíu og tvo gísla innanborðs. Einn gíslanna, sem sleppt var úr haldi á Kýpur, fluttur á brott frá flugvellin- um í Larnaca. Simamynd Reuter samninganefnd á vettvang, undir forystu El-Hadi Khediri innanríkis- ráðherra. Að sögn sjónarvotta ók innanríkisráðherrann í skjóli myrk- urs upp að þotunni, þar sem hún stóð á hliðarbraut á flugvellinum. Skömmu síðar kom innanrikisráð- herrann til baka ásamt tveim óþekktum mönnum sem fóru um borð í flugvél forseta Alsír og flugu á brott í henni. Ekki var Ijóst í morgun hvort mennimir tveir voru úr þotunni sem rænt var né heldur hvert þeir voru að fara. Sem kunnugt er hafa flugræningj- arnir krafist þess að sautján arabísk- ir fangar i Kuwait verði látnir lausir, þar á meöal þrír menn sem hafa ve- rið dæmdir til dauða. Stjórnvöld í Kuwait hafa alfariö hafnað öllum samningum um lausn fanganna. Samninganefnd sú frá Kuwait, sem undanfama daga hefur reynt að ná sambandi við flugræningjana um borð í þotunni á Larnaca-flugvelli á Kýpur, hélt í gær áleiðis á eftir þot- unni til Algeirsborgar. Einn af helstu aöstoðarmönnum forseta Alsír hét því á fundi með fréttamönnum í morgun að lausn myndi finnast á flugráninu. Samn- ingaumleitanir hófust um talstöð, milli alsírskra stjórnvalda og flug- ræningjanna, um leið og þotan var lent í Algeirsborg. Skömmu síöar fór innanríkisráðfierrann, sem fyrr seg- ir, út á flugbrautina að þotunni, og var hon’um leiðbeint af aðila í stjórn- klefa þotunnar, sem gaf ráðherran- um ljósmerki þaðan. Að sögn fréttamanna ríkir engin spenna á flugvellinum í Algeirsborg. Fréttamenn og stjórnarerindrekar Simamynd Reuter bíða þar í setustofu sem ætluö er mikilvægum farþegum flugfélaga og fáir öryggisverðir eru sjáanlegir. Haft er eftir breskum stjómarerind- reka þar að alsírsk stjómvöld hafi greinilega komist að einhveiju sam- komulagi við flugræningjana þótt ekki sé vitað hvert það samkomulag er. . Sem kunnugt er var farþegaþot- unni frá flugfélagi Kuwait rænt á þriðjudaginn fyrir viku þegar hún var á leið frá Bangkok til Kuwait. Hundrað og tólf manns voru í þot- unni. Flugræningjarnir neyddu flug- stjórann til þess að fljúga til Mash- had í norð-austanverðu Iran. Þar var lent og dvalist í nær fjóra sólar- hringa. í Mashhad slepptu flugræn- ingjarnir fimmtíu og sjö farþegum úr gíslihgu og fengu sett eldsneýti á þotuna til áframhaldandi flugs. Síðastliðinn fóstudag fóru flugræn- ingjamir síðan frá Mashhad, áleiðis til Beirút í Líbanon. Þar neituðu Sýr- lendingar þeim um heimild til lend- ingar og eftir nokkurt taugastríð, þar sem flugræningjamir hótuðu að brotlenda þotunni og Sýrlendingar hótuðu á móti að skjóta hana niður, var snúið áleiðis til Kýpur, þar sem lent var í Larnaca á fóstudagskvöld. Á Lamaca kröfðust flugræningj- amir þess að fá eldsneyti á þotuna til þess að geta flogið áleiðis til Kuwa- it. Þeir myrtu tvo af farþegmn þotunnar meðan á dvölinni á flug- vellinum stóð, þann fyrri á laugardag en hipn síðari á mánudag. í gær fengu flugræningjamir svo sett eldsneyti á þotuna, eftir að hafa látið lausa tólf gísla. Um tíuleytiö að staðartíma í gærkvöld hóf þotah sig síðan á loft frá Larnaca og hélt áleið- is til Algeirsborgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.