Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. 29 Lífsstm Draumabíll og lánstraust Anna Bjamasan, Denver: Þaö er ekki hægt aö búa í Banda- ríkjunum án þess að eiga bíl. Fljótlega eftir aö við komum hing- að uröum við að kaupa okkur einn slíkan. Nóg er af bílasölum og alls kyns happatilboðum rignir yfir landslýð á öllum sjónvarpsstöðvunum dag- inn út og daginn inn. Og dagblöðin eru full af bílaauglýsingum og sér- útgáfur fylgja þeim að minnsta kosti einu sinni í viku. Bíl af stærri gerðinni Við vorum ákveðin í að fá okkur amerískan bíl og helst af stærri gerðinni. Þetta er sennilega eitt- hvað sem okkur hefur dreymt um á meðan við ókum um heima á ís- landi í htlum evrópskum eða japönskum bílum. Við vorum því fljót aö velja bíhnn og þegar búðið var að prútta dug- lega, koma verðinu niður um 1500 dollara, kom fyrsta reiðarslagið. Við gátum ekki greitt bíhnn út í hönd þrátt fyrir aht prúttið og jafn- vel þótt bíllinn kostaði ekki nema um það bil einn þriðja af því sem hann hefði kostað heima á íslandi. Höfðum ekki lánstraust Við þurftum að fá lánað hluta af andvirði bílsins. Venjulegir amer- ískir kaupendur geta fengið greiðslufrest á meirihluta bílverðs- ins í allt að 5 ár, það er að segja ef þeir hafa lánstraust. Og það höfum við ekki. Þeir einir, sém hafa keypt eitt- hvað upp á krít og ahtaf staðið í skilum, hafa lánstraust. Þeir sem eru nýkomnir til landsins eða hafa alltaf greitt aht út í hönd hafa ekki • lánstraust í Bandaríkjunum. Þú verður að skulda til þess að geta fengið lán. Hvar eru skattskýrslurnar? Nú hófust miklar samningaum- leitanir við þann forstjórann sem hafði með lánamáhn að gera. Hann rakti úr okkur garnirnar um aha okkar fjármálasögu. Við vorum orðin vongóö um að nú færi aö rætast úr okkar málum. Þá spurði forstjórinn hvort við værum með skattframtöl síðustu ára með okk- ur. Okkur ofbauð nú tortryggni forsfjórans á heiðarleika okkar og brugðumst frekar illa við. Viö vor- um nærri rokin á dyr en vorum samt svo skotin í farkostinum að við sátum á okkur og spurðum hvað hann ætlaði aö gera við ís- lenskar skattskýrslur. Ekki seinna en klukkan átta Forstjórinn sá nú að hahn hafði farið yfir strikið og reyndi að eyða málinu. Hann var að sjálfsögðu Anna Bjarnason i Denver komst að því fullkeyptu þegar hún hugðist kaupa sér bil og fara síðan í bilpróf. búinn aö fá upplýsingar um bank- ana okkar heima og sagðist hann mundu hringja í bankastjórana næsta dag til að ganga úr skugga um að óhætt væri að lána okkur fyrir bílnum. Við bentum forstjór- anum á að símtahð yröi aö fara fram ekki seinna en klukkan 8 um morguninn hér vegna tímamis- munarins á Colorado og Reykjavík. Léleg trygging Forstjórinn taldi það ekkert „problem“. Við skyldum hafa sam- band viö hann eftir tvo daga sem við gerðum. Þá var allt í einu í lagi með lánið og við gátum fengiö bíl- inn. Ekki spuröum viö hvemig legið hefði á íslensku bankastjór- unum, en sennhega hefur forstjór- inn aldrei hringt í þá. Loks fundum við tryggingaraðila sem seldi okkur tryggingu með því að vjð lofuöum upp á æru og trú að verða okkur úti um hérlend ökuskírteini strax eftir helgina. Tryggingin, sem viö fengum, er satt að segja mjög léleg, bætur al- veg í lágmarki og kostar hvorki meira né minna en hátt í 100 doll- ara á mánuöi. Og þetta var þaö besta sem við gátum fengið. Draumatrygging Til ahrar hamingju getum viö fengið betri tryggingu eftir hálft ár. Þá fer verðið fyrir góða tryggingu niður um helming. Bílatryggingar eru mjög misjafnar hér, aöih, sem sém er getur kennt þér að keyra. Þú þarft heldur ekki að koma í fylgd ökukennara í prófiö, aðeins að vera í fylgd einhvers sem hefur gilt ökuskírteini. Viðkomandi kem- ur í prófið í bíl sem aht er Llagi með og ef próftakinn getur svarað Annað sem er frábrugðið er þegar ein akrein á milli tveggja akreina gatna er fyrir umferð i báöar áttir eða efngöngu ætluð fyrir þau öku- tæki sem ætla aö taka vinstri beygju eins og myndin sýnir. Eitt af því sem er frábrugðið i umferðinni hér og heima á Íslandi er fjögurra horna stansskylda. Þá er STOP-merkið á öllum fjórum hornum gatnamótanna og allir verða að stööva skilyrðislaust. Síðan leggja menn af stað í þeirri röð Sem þeir komu að gatnamót- unum. Tillaga um svona stöðvun- arskyldu við ísaksskóla I Reykjavík var á sinum tíma felld af yfirvöld- - um í Reykjavik. er með tjónlausan akstur eða er „draumatryggjandi“, getur fengið góða tryggingu fyrir 425 dollara yfir áriö en það eru um 17.000 krón- ur íslenskar; Hér veröa menn aö tryggja sig fyrir því að lenda í árekstri við ótryggða ökumenn, því þrátt fyrir að trygging sé hér lögboðin eru margir sem aka um ótryggðir. Við greiddum tryggingu í þrjá mánuði og vorum ánægö með bíl- inn okkar, sem var alger drauma- bíll, eins og okkur hafði dreymt um að eignast. Nú var eftir að efna loforðið með .bílprófið. Að taka bílpróf í útlöndum Okkur hafði verið sagt af heima- mönnum að til þess aö fá ökuskír- teini í Colorado yrðum við alveg örúgglega að taka skriflega prófið. Af því að íslensku ökuskírteinin okkar voru í gildi var tahö að okk- ur yrði sleppt við keyrsluprófiö. Stungið var upp á því við okkur að við læsum kennslubókina til þess aö undirbúa okkur undir próf- iö. Undirritaður hélt nú ekki að ástæða væri til þess að fara að lesa umferðarreglur. Það kynni maður upp á sína tíu fingur eftir aö hafa ekið tjónlaust í tíu ár á íslandi. Ökutímar ónauðsynlegir Og með það mættum við á öku- skírteinaskrifstofuna snemma á mánudagsmorgni. Fyrirkomulagiö er nokkuö annaö en heima á ís- landi. Ekki er nauösynlegt aö fara í ökutíma hjá ökukennara. Hver einhverju lágmarki af spurningum og ekið eins og prófdómarinn vill hefur hann staðist ökuprófið og fær skírteini. Hins vegar er rétt að geta þess að hér er „bókin“ kennd í unglinga- skólum þannig aö segja má að .bóklega kennslan fari öjl fram inn- an veggja skólans. Sjálfsálitið í góðu lagi I Colorado eru kröfur til öku- manna strangari en í mörgum öörum ríkjum. Hér er mikið um fjallvegi og í nokkra mánuöi á hveiju ári getur verið illfært vegna snjóa. Eftir að hafa gefið upplýsingar um „nafn og núrner", látið athuga sjónina og hugsanlega htblindu voru okkur afhent prófblöðin. Allt fer fram í einum og sama salnum, próftakar fara til hliðar viö af- greiðsluborðiö þar sem prófið er þreytt í „básum“. Við höfðum frétt af því aö þetta væri svokallað krossapróf og sjálf- sáhtið var enn í góöu lagj. En þá kom fyrsta taugaáfalliö. Ég skildi hvorki upp né niður í spurningun- um. Þær hefðu nærri því eins getað verið á kínversku. Samt þyki ég nokkuð vel læs og skrifandi á enska tungu. Engin leið að svindla Ekki var nokkur leiö að svindla þótt við stæðum þarna hhð við hlið því að viö vorum auðvitað hvort meö sitt spurningablaðið. Ég reyndi aö svara eftir bestu getu en vegna þess að ég hafði aldrei lesið bókina stóð ég vægast1 sagt iha að vígi og kunni ekki skil á þeim regl- um sem spurt var um. Ég vissi þó hvaöa reglur ghda um akstur í snjó. Fallin Útkoman varö eftir því. Ég féll á prófmu. Konan, sem fór yfir prófið mitt, var greinilega af spönskum uppr- una og talaði með miklum hreim. Hún hafði.nákvæmlega enga sam- úð með mér. Spurði bara hvemig mér dytti í hug að koma svona illa undirbúin. „Hefurðu ekki lesið bókina?“ spurði hún. Það datt af henni andhtið þegar ég sagðist ekki hafa haft bókina sem var þó ekki sannleikanum samkvæmt. Hún gaf mér hana. í hönd fór einhver erfiðasti sólar- hringur í lífi mínu. Ég sat og las hvern kaflann eftir annan í bók- inni. Um nóttina dreymdi mig umferðarreglur og ég var úttauguð um morguninn en samt staðráðin í að gefa mig ekki. Þó var komið fram yfir hádegi þegar ég mætti aftur á prófstaðinn. Hélt að ég fengi skírteini Nú tókst mér að skhja spurning- arnar og ég stóðst prófið. Sú spánska var enn á vakt og var nú mjög ánægð með mig. Það var engu líkara en að henni fyndist hún eiga einhvern þátt í velgengni minni af þvi að hún gaf mér bókina góðu. Ég hélt að ég væri nú komin i gegnum nálaraugaö og eftir að hafa greitt 8 doUara fengi ég þetta lang- þráða ökuskírteini. Svo var þó ekki. Þegar búið var að taka mynd- ina sagði sá sem hana tók að nú skyldum við koma í keyrsluprófið. Taugóstyrk Eiginmaðurinn fór á undan og stóöst með prýöi. Ég var hins vegar svo taugaóstyrk aö þegar ég heyrði að hægt væri að fá bráðabirgöa- ökuskírteini og taka keyrsluprófið seinna greip ég það fegins hendi. Ég yfirgaf því staðinn með bráða- birgðaökuskírteini upp á vasann sem leyfði mér aðeins að aka í fylgd með einhverjum sem hefði fullgUt ökuskirteini. í tvo mánuði hékk þetta yfir mér eins og svart ský: Að hugsa sér að hafa misst kjarkinn í miðju próf- inu. Einn daginn ákvað ég að þetta gengi ekki lengur. Nú skyldi ég halda í prófið og ná því með prýöi. Auðvitað gekk það líka eins og í sögu. Af hverju? Af hverju skyldi maður vera taugaóstyrkur yfir einhveiju eins og keyrsluprófi? Maður ekur bara jafnvel og vandlega og maður gerir dagsdaglega og þá verður allt í lagi. Það hefur hins vegar margsinnis komið í Ijós að viö höfðum mjög gott af því að lesa „bókina". Þaö sem við læröum af henni hefur komið okkur að góðu gagni í um- ferðinni hér og ekki síst í Los Angeles. Umferðin hér er eins og sveitaumferð á móts við umferðina í Los Angeles sem er með því svakalegra sem við höfum séð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.