Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 16
16 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. Spumingin Ert þú hlynnt(ur) því að hafa einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Karpovs hér á landi? Marta Hrafnsdóttir: Já.ég er hlynnt því ef Jóhann hefur ekkert á móti því. Ólafur Th: Auðvitað er maður hlynntur því en lokaorðið ætti að koma frá þeim sjálfum. Helst vildi ég hafa einvígið á Fáskrúðsfirði. Erla Jónsdóttir: Eigum við ekki að segja já til tilbreytingar. Páll Svavarsson: Mér finnst að Jó- hann Hjartarson eigi fyrst og fremst að svara þessari spurningu. Sigurður Gunnarsson: Já, auðvitað er ég hlynntur því. Guðrún Magnúsdóttir: Já, það yrði góð auglýsing fyrir landið. Lesendur Fá tryggingariðgjöld af dráttarvélum bænda sérstaka meðferö?: Slysahætta á túnum jafht og götum Sighvatur skrifar: Margir eru saltvondir þessa dag- ana vegna trygginga af bifreiðum og öðrum farartækjum. Allar öku- tækjatryggingar hafa hækkað ótæpi- lega og það með samþykki hins opinbera, sem alltaf er að stæra sig afþví að nú verði að halda í hækkan- ir og spenna ekki bogann of hátt. Og það lætur ekki aðeins hátt í bif- reiðaeigendum, sem verða að greiða stórfúlgur til tryggingafélaganna, bændur eru einnig komnir í hópinn, eftir að hafa fengið tryggingarið- gjaldaseðla senda heim fyrir dráttar- vélar sínar. Af þeim (dráttarvélun- um) er slysahætta metin til jafns við áhættu af bifreiðum og eru bændur auk þess krafðir um framrúðutrygg- ingu af dráttarvélum sínum. Eg er nú í sjálfu sér ekki undrandi þótt áhætta sé metin mikil af notkun dráttarvéla, svo mörg slys sem hlot- ist hafa af notkun þeirra undanfarin ár. Hlutfallslega og miðað við fjölda dráttarvéla og bifreiða hugsa ég að slys hafl orðið meiri og alvarlegri, t.d. á sl. tíu árum eða svo, af völdum dráttarvéla en bifreiða. En eftir að bændur fóru að kvarta undan þessu, hefur Tryggingaeftirlit ríkisins nú fengið málið til meðferðar og fundar nú stíft um málið, sam- kvæmt fréttum, með fulltrúum frá Búnaðarfélaginu. - Ekki var tekið jafnrösklega við sér hjá neinum aðil- um, þrátt fyrir mótmæli bifreiðaeig- enda á hækkun iðgjalda bifreiðanna. Þaö skyldi þó aldrei verða, að bænd- ur fái sérstaka meðferð í þessu máh eins og á flestum öðrum sviðum! Það yrði þó engan veginn réttlátt, að bændur fengju einhvem sér- stakan afslátt af tryggingum dráttar- véla sinna, því slysahættan á „túninu heima“, eins og einhvers staðar var komist að orði, er ekkert minni en á Hringbrautinni í Reykja- vík, og venjulega verður dráttarvéla- slys mun afdrífaríkara en minni háttar árekstur á götum útí. íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum: umfjöllun Guðný Isaksen hringdi: Mér finnst furðulítíð hafa farið fyr- ir umfjöllun íjölmiðla um meistara- keppni hér á landi í samkvæmis- dönsum sem haldin var í síðasta mánuði. Flestir fjölmiðlar hafa alveg látíð undir höfuð leggjast að segja fréttir af þessari keppni. Eitthvað lít- ils háttar var sýnt frá keppninni á Stöð 2 og eitthvað sagt frá henni í RÚV og annað hef ég ekki heyrt. Þama er um að ræða fyrsta flokks og viðurkennda dansara og er ekki svo lítið fjallaö um dans í heiminum nú á tímum að ekki hefði verið rétt- lætanlegt að segja frá þessari keppni í samkvæmisdönsum. Mikið hefur verið fjallað um keppni í svokölluð- um „free style" dansi og ekkert nema gott um þaö að segja. Ég skora á fjölmiðlana að vera bet- ur vakandi yfir þessum þættí dans- listar í framtíðinni og ekki væri verra ef sjónvarpsstöðvamar sýndu frá þessari keppni eða annarri svip- aðri, því mjög margir em einmitt hrifnir af þeim dansi sem flokkast undir samkvæmisdansa. Bréfritari skorar á fjölmiðla að vera betur vakandi yfir keppni í samkvæmis- dönsum. - Frá alþjóðlegri keppni fyrir nokkrum árum. Hvar fást gleðiperur? Sighvatur hringdi: Eg hringi til að koma á framfæri og leita effir upplýsingum um merkilegan hlut, sem kvað vera kominn í umferð hér á landi, þótt kannski sé ekki um almenna eign að ræða enn sem komið er. - Hér er um að ræða svokallaöar gleði- perur sem eru notaðar á sama hátt og aðrar perur, þ.e. í ljósastæði og lampa, eöa annars stáðar þar sem við verður komið. Þannig frétti ég af þessu, að kunningjahjón mín, sem voru í fermingarveislu nú fyrir stuttu, heyrðu konu eina segja frá því að á heimili hennar væru þessar per- ur í notkun í nokkrum lömpum og Ijósastæðum og eru þær þeirri nátt- úru gæddar, ef svo má að orði komast, að við að horfa í perurnar eða vera nálægt ljósinu frá þeim, veröa þeir sem þaö gera svo léttir í skapi og finnst allt svo undur létt og þægilegt, að jafnvel hið geðstírð- asta og aðskotaversta fólk verður sem lömb í umgengni. Var kunningjahjónum mínum sagt að t.d. væri gott að hafa ljósin kveikt þegar maðurinn kemur heim úr vinnu á kvöldin eða kon- an, þar sem þannig er ástatt að bæði vinna utan heimilis, því þá veittist þeim mun léttara aö sinna þeim verkefnum sem framundan eru. Einnig hefðu þau ávallt ljós á náttborðslömpunum, þótt ekki væri nema tíl þess aö geta liöið inn í svefninn með sælubros á vör. Nú heldur kannski einhver að hér sé um einhvers konar gabb að ræöa, en ég treysti kunningjum mínum fullkomlega og veit að þau fara ekki með fleipur að fyrra bragði og því fyndist mér afar fróð- legt að fá frekari upplýsingar um þessar gleðiperur, t.d. hvar þær fást og hvort nokkrar aukaverkan- ir séu af notkun þeirra, o.s.frv. Lesendasíða DV getur staðfest, að orðrómurinn um þessar gleðiperur er ekki bundinn við eina eða tvær persónur, þær eru mikið ræddar í boðum þessa dagana, og annars staöar þar sem fólk kemur saman. Mun verða reynt að fylgjast með þessu máli, t.d. á vettvangi mann- fagnaða, t.d. í fermingar-, skírnar- og giftíngarveislum eða þar sem búast má við að menn reifi þessa nýlundu í tækni- og velferðarmál- um. Dýrt rækju- salat G.K. hringdi: Ég fer oft í verslunina Kaupstaö til að versla og þar sem ég er nú dálítill sælkeri þá kaupi ég stund- um rækjusalat. í þessari verslun kostar rækjusalatið 787 kr. kílóið. í Hagkaupi kostar það hins vegar 498 kr. kg. í flestum verslunum kostar kílóið í krlngum 500 kr. Ég hef spurt um ástæðuna fyrir því að þetta er svona dýrt í Kaupstað og verður svo sem ekki mikið um svör við því, önnur en þau aö rækjur séu bara orðnar svona dýrar. En þar sem mér þykir þetta mikill verðmunur finnst mér ég ekki geta látið hjá liöa að koma þessu á framfæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.