Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. 21 Iþróttir Jóhann Benediktsson tekur við stöðu landsliðseinvaldar í golfi „Það er rétt að Björgvin Þor- steinsson er hættur sem landsliðs- einvaldur í golfl. Það er ekki ennþá ákveðið hver tekur við af honum og ég vil ekki segja neitt meira um þetta mál á þessu- stigi,“ sagöi Konráð Bjarnason, forseti Golf- sambands íslands, í samtali við DV í gærkvöldi. Þetta kemur nokkuö á óvart en ekki fékkst Konráð til aö gefa skýr- ingar á brotthvarfi Björgvins. „Ætli hann ætli sér ekki aö halda áfram að spila og keppa á mót- um,“ sagði Konráð ennfremur. Jóhann Benediktsson tekyr við og starfar undir stjórn Ira Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV mun það koma í hlut Jóhanns Benediktssonar að taka viö starfi Björgvins en hann er gamalreyndur kylfingur í Golf- klúbbi Suöumesja. Konráð forseti vildi ekkert segja um þetta í gær- kvöldi en samkvæmt heimildum DV er aðeins eftir að ganga frá smáatriðum í samningi Jóhanns og GSÍ. • Sú breyting verður einnig á landsliðsmálum hjá Golfsamband- inu í sumar að frægur írskur þjálfari, John Gardner, mun hafa yfirumsjón með íslenska landslið- inu. Hann hefur náð frábærum árangri með írska landsliðið og hann mun leggja allar línur varö- andi málefni landsliösins í sumar. Gardner mun koma nokkrum sinn- um til landsins en ekki var vitað í gærkvöldi hve oft það yrði. • „Þettakostarauðvitaðpeninga en fjárhagsstaða GSÍ er góð. Við skOuðum 12-1300 þúsunda króna hagnaði á síðasta ári þannig að við stöndum ekki illa að vigi fyrir kom- andi sumar,“ sagði Konráð Bjarna- son. -SK • Björgvin Þorsteinsson hóf störf sem landsliðseinvaldur fyrir ári en Jóhann Benediktsson mun taka við af honum á næstu dögum. >kkera“ skot Jóns Kr. Gíslasonar i Keflavik i r Hauka sem leika til úrslita um íslandsmeist- i i kvöld í Njarðvík. Á milli þeirra Websters on. DV-mynd Brynjar Gauti Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Þetta var mjög góður leikur.-það er leiðinlegt að annað liðið skuli sigra þegar svo jöfn lið eigast við,“ sagði Pálmar Sigurðsson, þjálfari og leik- maður Hauka, í samtali við DV í gærkvöldi en þá höföu Pálmar og félagar nýlokið við að sigra Keflavík í miklum hörkuleik, oddáleik lið- anna um það hvort liðið leikur til úrslita um íslandsmeistaratitilinn gegn UMFN eða Val sem leika í Njarðvík í kvöld. Haukar sigruðu, 79-81, eftir framlengdan leik og mæta annaðhvort Val eða UMFN i úrslita- leiknum. Staöan í leikhléi var 44-34 ÍBK í vil. Keflvíkingar virtust stefna í örugg- an sigur í gærkvöldi en með mikilli baráttu tókst Haukum að jafna í lok- in. Staðan var 72-68 er tvær mínútur voru eftir en Reynir Kristjánsson skoraði fjögur stig fyrir Hauka og framlenging óumflýjanleg. í henni byrjuðu heimamenn betur, komust í 75-72 meö þriggja stiga körfu Hreins Þorkelssonar en Haukar komust yfir, 75-76. Þá komust heimamenn aftur yfir, 79-76, en Ingimar Jónsson ii Jóhann Ingi með Val, Víkingi eða KR: „Mjög verðug verkefhi „Mér líst mjög vel á þau þrjú félög sem til greina koma og öll bjóða upp á mjög verðug verkefni. Eitt er botnlið sem stefnir á toppinn, annað er að byggja upp nýtt lið og það þriðja er á toppnum og stefnir að því að verða stórveldi í Evrópu," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson handknattleiksþjálfari í samtali við DV í gær. Ljóst er að Jóhann Ingi þjálfar KR, Víking eða Val næsta vetur og endan- leg ákvörðun hjá honum er ekki langt undan. Hann kemur til landsins í næsta mánuði en verður í júní aðalkennari við þjálfaraskólann í Freiburg í Vestur-Þýskalandi ásamt Ivanescu, landsliðsþjálfara Vestur-Þjóöverja. -VS minnkaði muninn í 79-78. Það voru svo 40 sekúndur eftir þegar Pálmar Sigurðsson skoraði þriggja stiga körfu og staðan þá 79-61 fyrir Hauka. Jón Kr. Gíslason fékk síðan bónus- víti þegar 3 sekúndur voru eftir af framlengingunni en hitti ekki. Fögn- uður Haukanna var gífurlegur í lokin og verður vart meiri þótt þeir vinni titilinn. » • Pálmar Sigurðsson og ívar Webster voru bestir hjá Haukum en þeir Sigurður Ingimundarson, Axel Nikulásson og Jón Kr. Gíslason áttu bestan leik heimamanna. • Stig ÍBK: Siguröur Ingimundar- son 22, Axel Nikulásson 15, Jón Kr. Gíslason 11, Magnús Guðfinnsson 10, Hreinn Þorkelsson 8, Guðjón Skúla- son 7, Matti Ó. Stefánsson 4 og Falur Harðarsson 2. • Stig Hauka: Pálmar Sigurösson 24, ívar Webster 18, Henning Henn- ingsson 15, Ólafur Rafnsson 10, Reynir Kristjánsson 6, Ingimar Jóns- son 6 og Steinn Sveinsson 2. • Leikinn dæmdu Ómar Scheving og Jóhann Dagur Bjömsson og stóðu sig vel. Valsmenn tryggöu sér í gærkvöldi íslandsmeistaratitilinn í Old boys flokki i handknattleik meó því að sigra Hauka 23-18 i Valsheimilinu. í báöum liðum léku margir sem voru frægir handknattlelksmenn hér á árum áður og á myndinni sjást tveir þeirra, Valsmennirnir Jón Breiðfjörð Ólafs- son markvörður, til hægri, og fyrirliði Vals, Gunnsteinn Skúlason, með bikarinn. DV-mynd G.Bender Bikarkeppni kvenna í handknattteik: Valur ofi£ Stiaman í úrslitum Valur og Stjarnan leika til úrslita í bikarkeppni kvenna á undan karlaleiknum í kvöld, eða kl. 19.00. Þaö eru viss tímamót að þessi félög skuli mætast því Fram hefur einok- að bikarinn síöustu fjögur árin. Fram beið lægri hlut fyrir Stjörn- unni í undanúrslitum keppninnar 1 á dögunum - kærði reyndar þau úrslit vegna atviks I upphafi leiks en dró þá kæru síðan til baka. „Það er orðíð tímabært að við vinnum bikarinn. En Stjömustúlk- umar eru ekkí auðunnar, við sigruðum þær reyndar í öllum þremur leikjunum í deildinni í vet- ur en þurftum aö hafa virkilega fyrir því í öll skiptin,“ sagöi Ema Lúðvíksdóttir, fyrirliði Vals. • „Þetta er stóri sénsinn fyrir okkur og þetta verður örugglega baráttuleikur. Viö erum með lang- yngsta liöiö í deildinni og það munar því miklu fyrir okkur aö Erla Rafhsdóttir skuli geta leikið með, hún stjórnar spilinu þrátt fyr- ir að hún haltri ennþá vegna meiðslanna. Við ætlum okkur að gera okkar besta til aö sigra Val,“ sagöi Guöný Gunnsteinsdóttir, fyr- irliöi Stjörnunnar. -VS Bjórgvin hættur sem einvaldur! ÍBK féll á heimavelli fyrir Haukum sem leika til úrslrta um titilinn í körfunni: Haukamir í ham - sigrnðu ÍBK, 79-81, eftir framlengingu og leika til úrslrta gegn Val eða UMFN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.