Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. APRlL 1988. 17 Lesendur Hvað er orðið af heiðarieika og orðheldni? Ein saga úr sveitinni Guðmundur Jónsson, Bjamastöð- um, Hvitársíðu, skrifar: Það var niödimm nóvembemótt, ein þeirra þegar svefninn er sætastnr þeim er á honum þarf aö halda og fátt eitt getm- raskað rónni. Þá er barið aö dyrum, fyrst hógværlega en síðan með vaxandi hávaða, líkt og þegar leðurklæddum skófatnaði er beitt á hurðina. Nú þýddi ekki lengur að draga sæng yfir höfuð og látast sofa. Úti fyrir dyrum stóðu fjórir vask- legir kaupstaðardrengir, kuldalegir nokkuð, því það var norðannæðing- ur með vaxandi frosti. - „Við erum á leið á ijúpnaveiðar á Holtavörðu- heiðinni og gistum í sumarbústaða- hverfi hér fyrir innan. Það sprakk á Land Rovemum okkar og varadekk- ið er bilað. Geturðu lánað okkur dekk?“ Hvað gerir maöur ekki fyrir ná- ungann þegar vandræði steðja að? Tæki og tól vom tínd saman í myr- krinu, annað dekkið skrúfaö undan heyvagninum því þaö virtist passa undir farkost þeirra félaga. Ekki var boðin greiösla og lítið fór fyrir þakk- læti fyrir fyrirhöfnina, en einn þeirra félaga sagði þó er þeir renndu úr hlaði: „Við verðum áreiðanlega á ferðinni um næstu helgi, þá komum við með dekkiö til þín.“ Síðan þetta gerðist hafa liðið marg- ar helgar og ekki koma félagamir úr ijúpnaleiðangrinum, né heldur dekkið. Úti í hlaðvarpanum stendur heyvagninn eins og haltur hani og minnir óþægilega á þetta atvik í hvert sinn sem gengið er þar fram- hjá. Nú hef ég skrifað hjá mér skrásetn- ingarnúmer á Land Rovemum, auk þess veit ég nokkur deili á sumum þeirra félaga er koma hér við sögu. Enn ætla ég aö gefa þeim kost á aö skila dekkinu. - Þaö mætti líka hringja í síma 93-51426. Pall Petursson og PLO: Harðlvfi hjá íhaldinu Norðlendingur skrifar: Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, kemst oft skemmtilega að orði, er ómyrk- ur í máli og virðist koma til dyranna eins og hann er klæddur. Páll hefur stundum ýtt ailmyndar- lega við steinrunnum kaldastríðs- mönnum, sem viðhalda ofstækinu með aöstoð norskra sértrúar- manna, raunar ofsatrúarmanna, eins og Norðmönnum er einum lag- iö, sbr. alla söfnuöina þar í landi. Trúlega væri þaö mjög skynsam- legt að hætta að kalla á þessa pólitísku ofsatrúarmenn fbá Noregi til þess aö æsa fólk hér upp og hraeöa það með einhverri grýlu, sem er ekki lengur nein grýla. Hins vegar er þaö „Grýlan“ í Evrópu- bandalaginu, sem menn ættu að varast, og þá ekki síst Norðmenn. Þeir ættu að þekkja gripinn. Já, hann Páll hafði ekki áhyggjur af því, þótt utanrikisráðherra tal- aði við einhvem fulltrúa PLO, enda væri það fjandi hart ef ráðherra mætti ekki taka um þaö ákvarðan- ir yálfur við hveija hann taiar. Páll kvað þetta vera harðlífi hjá íhaldinu og sagði, að Moggi hefði haldið áfram að beijast í Víet-Nam, löngu efdr aö Ameríkanar vora farnir þaðan. En nú bar svo við að Norðmenn töluðu við PLO, þá var ekki vitnaö til þessara ,.,frænda“ okkar um all- ar jaröir. Þeir eru „frændur og vinir“ í sálsjúkri pólitík og rússa- hatri, og það er nóg. - Trúlega væri best að láta „Nossarann" lönd og leiö, hann er ekkert nema öfg- arnar, og svo peningurinn. ^ „Kjaftfull fangelsi“ og „poppfígúran“ Boy George!: Óvandað orðbragð í 19:19 Sig. Björnsson hringdi: Eg hef orið þess var, að fréttaflutn- ingur á Stöð 2 er með talsvert öðrum hætti en hjá þeim á RÚV. Mér finnst þessi mismunur felast í því, að þeir hjá Stöð 2 eru oftast nær með meiri og líflegri fréttir en gerist hjá RÚV og eins talsvert lengri, þannig að maður freistast til að sitja við, þar til allt er búið, á kostnað „áhorfun- ar“ hjá RÚV. Það var rétt hjá Ingva Hrafni er hann sagði á sínum tíma að sú stöð sem væri með fréttir fyrr myndi hafa talsveröa yfirburði á fréttasviðinu. - Hins vegar er málfar, framsetning og orðaval talsvert slakara hjá Stöð 2 en hjá RÚV og kannski einkum vegna orðavals sem stundum er ekki bjóðandi. Nýlega var ég að hlusta á fréttir Stöðvar 2 og voru þá tvö atriði sem slógu mig dálítið. Annaö var er fréttaþulur nefndi „poppfigúruna" Boy George, í byijun fréttalesturs af komu háns hingað til lands. Hitt var frétt um fangelsismál í iandinu og var sagt, að fangelsin væru nú öll „kjaftfulT. Þetta er hvorugt bjóðandi hjá almennri, opinni fréttastöð, sem vill láta taka sig alvarlega. Vonandi lagast þetta með tíð og tíma og varla trúi ég öðru en forstjór- inn sjálfur, sem er mikill kúltúrmað- ur og að hluta til á franska vísu, sjái ekki að svona orðaval er ekki til vin- sældaauka. Það er skaöi með jafn- góða sjónvarpsstöð að öðru leyti. tmm • ngið x sima 2 7 0 2 2 milli Id. .4 % 13 ocr 15 eða skrifið KYNNINGARSTÖRF Við leitum að snyrtilegu og frambærilegu fólki til - kynningarstarfa. Um er að ræða hlutastörf. I boði eru góð laun og gott samstarfsfólk. Upplýsingar í síma 21518 á milli kl. 2 og 5 í dag og á morgun. Vörukynning og markaðssetning VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN AÐALFUNDUR Aðalfundur Dagsbrúnar verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 13. apríl, kl. 20.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Félggar fjölmennið. Stjórn Dagsbrúnar. \ ■&* \ / llj ÍSLENSKAR GETRAUNIR V H | Iþróttamiðstððinni v/Sigtún • 104 Reykjavik ■ Island • Sími 84590 GETRAUNAVINNINGAR! 21. LEIKVIKA 08.04.1988 VINNINGSRÖÐ 221 - XXI - 1X1 - 12X 1. VINNINGUR, 12 RÉTTIR, KR. 579.200,- 249471 (7/11) 2. VINNINGUR, 11. RÉTTIR, KR. 13.790,- 2303 42866+ 240180+249479+641216 40273 44005 232944* T01903 T01910 * = 2/11 Kærufrestur er til mánudagsíns 02.05.1988 kl. 12.00 á hádegi. STARTARAR - ALTERNATORAR ÞYRILL HF. Skemmuvegl 6, Kópavogi. Sími641266 DV hefur staðið í áralangri baráttu við að fá Póst og síma til að sund- urliða símareikninga. Það hefur reynst torsótt en þó hillir undir lausn á því máli einhvern tímann í náinni framtíð. Bandaríkjamenn láta ekki bjóða sér símareikninga sem ekki eru sundurliðaðir og eru þessi mál til fyrirmyndar þar í landi. Fréttaritari okkar í Bandaríkjunum segir les- endum DV allt um sundurliðaða símareikninga í Lífsstíl á morgun. Silki er eitt af dýrari náttúruefnum sem fyrirfinnst. Hægt er að rekja notkun þess aftur til ársi-ns 2.640 f. Kr. þegar ung kínversk keisara- ynja uppgötvaði hvernig mætti rækta silkiorma og vefja örfínan þráðinn utan af lirfuhýðinu. (Lífsstíl á morgun verður fjallað um sögu silkisins og litið inn hjá ungum, innlendumfatahönnuði sem handmálar silkiflíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.