Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. 35 Ingimar Ingimarsson Ingimar Ingimarsson hefur verið í fréttum DV vegna umræðna um málefni fréttastofu Sjónvarpsins. Ingimar er fæddur 7. ágúst 1952 á Akureyri, var einn stofnenda og fyrsti forseti Félags áhugamanna um heimspeki 1975-1977 og lauk BA prófi í heimspeki frá HÍ 1977. Hann var við nám í Kaþólska há- skólanum í Leuven í Belgíu 1977-1983, var stundakennari þar 1981-1982 og tók þar magisterpróf í heimspeki. Ingimar var fréttarit- ari Ríkisútvarpsins í Amsterdam i Hollandi 1983-1984 og upplýsinga- fidltrýi Eimskipafélagsins 1984-1985. Hann var fréttamaður Ríkisútvarpsins 1985-1987 og hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri Sjónvarpsins frá 1. júní 1987. Ingimar kvæntist 24. ágúst 1973 Hólmfríði Svavarsdóttur, f. 10. jan- úar 1953, heimspekingi. Foreldrar Hólmfríðar eru Svavar Júlíusson, kaupmaður í Hafnarfirði, og kona hans, Unnur Kr. Sveinsdóttir, rannsóknarmaður á Rannsóknar- stofnun iðnaðarins. Böm Ingimars og Hólmfríðar eru Ingimar, f. 26. september 1973, Brynhildur, f. 21. janúar 1984, og Róbert, f. 4. janúar 1986. Systkini Ingimars eru Þor- kell, f. 5. nóvember 1953, deildar- stjóri á raftækjadeild Sambands- ins, kvæntur Gunnþóru Önundardóttur, deildarstjóra Toll- stjóraembættisins; Björn, f. 30. desember 1954, hagfræðingur, for- stöðumaður íjárhagsdeildar SÍS, sambýliskona hans er Helga Rolfs- dóttir, félagsráðgjafi á Landspítal- anum; Sigurgísh, f. 10. júní 1956, tannlæknir í Garðabæ, sambýlis- kona hans er Kristín Guðjónsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, og Hrafnhildur, f. 28. júní 1957; fóstra í Mosfellsbæ, gift Bjama Oskarssyni veitinga- manni. Foreldrar Ingimars em Ingimar Ingimarsson, prestur á Þórshöfn, og kona hans, Sigríður Sigurgísla- dóttir. Föðursystir Ingimars er Arnþrúður,' móðir Arnars Jóns- sonar leikara. Ingimar er sonur Ingimars, b. og útgerðarmanns á Þórshöfn, Baldvinssonar, b. á Fagranesi á Langanesi, Metúsal- emssonar, b. í Hamragerði Sigurðs- sonar, umboðsmanns á Eyjólfs- stöðum á Völlum, Guömundsson- ar, bróður Páls, langafa Móeiðar, ömmu Helga Skúlasonar leikara. Móðir Ingimars Baldvinssonar var Hólmfríður, systir Ingunnar, ömmu Gylfa Þ. Gíslasonar og Gunnlaugs Schevings listmálara. Hólmfríður var dóttir Stefáns, um- boðsmanns á Snartarstöðum, Jónssonar, prests á Helgastöðum, Stefánssonar. Móðir Jóns var Þur- íður Jónsdóttir, systir Þorgríms, langafa Gríms Thomsens. Bróðir Þuríðar var Benedikt, langafi Jóns, langafa Ingva Hrafns Jónssonar fréttastjóra. Móðir Baldvins var Guðrún Skúladóttir, systir Sveins, langafa Kristjönu, móður Brynjólfs Bjamasonar, forstjóra Granda. Móðir Ingimars Ingimarssonar var Oddný Árnadóttir, pósts á Vopnafirði, Sigbjarnarsonar, prests á Kálfafellsstað, Sigfússon- ar. Móðir Sigbjarnar var Ingveldur Jónsdóttir, prests í Þingmúlá, Hall- grímssonar, bróður Þorsteins, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Áma var Oddný Pálsdóttir Thorarensen, prófasts í SandfeUi, Magnússonar, klausturhaldara á Munkaþverá, Þórarinssonar, sýslumanns á Gmnd, Jónssonar, ættfóður Thorarensenættarinnar. Móðir Oddnýjar Pálsdóttur var Anna Benediktsdóttir, systir Sveins, afa Einars Benediktssonar skálds. Móðir Oddnýjar Árnadóttur var Þórdís, systir Stefáns, afa Stefáns Benediktssonar, þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Systir Þórdísar var Guðný, amma Einars Braga rithöf- undar. Þórdís var dóttir Benedikts, b. á Brannum í Suöursveit, bróður Guðnýjar, ömmu Þórbergs Þóröar- sonar. Bróðir Benedikts var Sig- uröur, afi Gunnars Benediktssonar rithöfundar. Móðir Þórdísar var Ragnhildur Þorsteinsdóttir. Móðir Ragnhildar var Guðný Einarsdótt- ir. Móðir Guðnýjar var Ragnhildur Sigurðardóttir. Móðir Ragnhildar Sigurðardóttur var Sigríöur Jóns- dóttir eldprests, Steingrímssonar. Sigríður er dóttir Sigurgísla, skó- smiðs og síðar sjómanns í Rvík, Fólk í fréttum Ingimar Ingimarsson. Jónssonar, b. á Skaganesi í Mýr- dal, bróður Eldeyjar-Hjalta. Jón var sonur Jóns, b. á Fossi í Mýr- dal, Einarssonar, b. í Þórisholti í Mýrdal, Jóhannssonar, fóður Gísla, langafa Erlends Einarsson- ar, fv. forstjóra SÍS, og Jóns Þórs Þórhallssonar, forstjóra Skýrslu- véla ríkisns og Reykjavíkurborgar. Móðir Sigríöar var Hólmfríður, móðir Jóns G. Sólness alþingis- manns. Hólmfríður var dóttir Jóns, pósts á ísafirði, Þorkelssonar, próf- asts á Staðastað, Eyjólfssonar. Móðir Jóns var Ragnheiður Páls- dóttir, prófasts í Hörgsdal, Pálsson- ar, bróður Karítasar, langömmu Guðfmns, föður Péturs, fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins. Afmæli Hl hamingju með daginn! 85 ára 50 ára Björg Ólafsdóttir, Vanabyggð 6D, Ákureyri, er áttatíu og fimm ára í dag. Sigríður Þorláksdóttir, Hraunbæ 26, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag Hreinn Sveinsson, Freyvangi 24, Rangárvallahreppi, er fimmtugur í dag. Guðbjörg Þórðardóttir, Markholti 7, Mosfellsbæ, er fimmtug í dag. Vilhjálmur Jónasson, Vallarbraut 15, Seltjarnarnesi, er fimmtugur í dag. 70 ára 40 ára Karl Karlsson sjómaöur, Fellsmúla 16, Reykjavík, er sjötugur í dag. Járnbrá Einarsdóttir, Hraungerði, Skeggjastaöahreppi, er sjötug í dag. Margrét Þórarinsdóttir, Efsta-Dal 1A, Laugardalshreppi, er fertug í dag. Hörður Guðleifsson, Eskihlíö 26, Reykjavík, er fertugur í dag. Sjöfn Sóley Sveinsdóttir, Jóraseli 2, Reykjavík, er fertug í dag. Stefán B. Sigurðsson, Álfatúni 25, Kópavogi, er fertugur í dag. 60 ára Hjörtur Guðmundsson, Barmahlíð 39, Reykjavík, er sextugur í dag. Gísli Konráð Geirsson, Kálfsstöð- um, Vestur-Landeyjum, er sextug- ur í dag. Helga Ólafsdóttir, Engihjalla 19, Kópavogi, er sextug í dag. Einar Jóhann Jónsson, Dvergholti 1, Mosfellsbæ, er sextugur í dag. Gunnar Guðmundsson, Lambhaga 8, Selfossi, er fertugur í dag. Guðmundur B. Kjartansson, Silf- urgötu 2, Stykkishólmi, er fertugur í dag. Inga Lilja Snorradóttir, Ásgarðs- vegi 16, Húsavík, er fertug í dag. ■ Elínborg Ragnarsdóttir, Ljósabergi 10, Hafnarfiröi, er fertug í dag. Lárus Kr. Jónsson Lárus Kr. Jónsson klæðskera- meistari, Höíðagötu 21 í Stykkis- hólmi, er sjötíu og fimm ára í dag. Hann fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp en veiktist af berklum sjö ára og dvaldi því langdvölum á sjúkrahúsi í bernsku. Láras lærði klæðskeraiðn og starfaöi við þá iðn í tuttugu ár en gerðist síðan húsvörður við Grunn- skólann í Stykkishólmi og hefur nú stafað þar í þrjátíu og sex ár. Þar að auki stundaði hann búskap um skeið og var lengi matsveinn til sjós. Lárus hefur starfað mikið að fé- lagsmálum. Hann starfaði lengi í Iðnaðarmannafélagi Stykkishólms og er heiðursfélagi þess. Þá hefur hann starfað í Rotaryklúbb Stykk- ishólms í þrjátíu og eitt ár og í Samtökum fatlaðra í átján ár. Hann hefur verið meðhjálpari og hringjari í Stykkishólmskirkju í tuttugu og sex ár. Láras kvæntist 11.6. 1939 Guð- mundu frá Hellissandi, dóttur Hansínu Hansdóttur og Jónasar Jónssonar sjómanns. Láras og Guðmunda eignuðust sjö böm og eru fjögur þeirra á lífi. Þau era: Anna Huld, f. 22.3. 1944, gift Sveinbirni Hafliöasyni, hdl. við Seðlabankann, f. 20.6. 1939; Björk, f. 19.5.1941, ekkja eftir Svavar Ann- elsson,- f. 11.9. 1939, d. 22.3. 1984; Jón, húsasmíðameistari í Stykkis- hólmi, f. 2.12. 1939, kvæntur Fanneyju Ingvarsdóttur, f. 5.11. 1943; og Ósk, f. 16.9.1946, gift Char- les Fulbright, f. 14.2. 1947, en þau búa í Bandaríkjunum. Anna Huld og Sveinbjöm eiga þrjár dætur. Þær eru: Eydís hjúkr- unarfræðingur, f. 24.6. 1961, en sonur hennar er Sveinbjörn Bjömsson, f. 26.11. 1984; Þórunn, nemi í stjórnmálafræðum við HÍ, f. 22.11.1965; og Anna, nemi í bók- menntafræði við HÍ, f. 6.6. 1967. Björk og Svavar eignuðust eina dóttur, Söndra, f. 7.6. 1961, en hún á tvo syni, Rúnar Bjarkar, f. 16.8. 1978, og Svavar Inga, f. 27.6. 1982, Ríkardssyni. Jón og Fanney eiga þrjá syni: Ingvar Gísla íþróttakennara, sem er kvæntur Önnu Svanlaugsdóttur, Lárus Kr. Jónsson. f. 21.9.1963, en dóttir þeirra er Inga Rún, f. 21.8. 1983; Lárus, nema í læknisfræöi við HÍ, f. 20.5.1964; og Kristján, f. 21.1. 1968, en hann er nemi við ML. Ósk og Charles eiga tvö böm: Yvonne Kristínu Fulbright, f. 20.8. 1975, og Xavier Þór Fulbright, f. 24.5. 1978. Foreldrar Lárasar eru bæði látin en þau voru Björnína Sigurðardótt- ir frá Harastöðum á Fellströnd í Dalasýslu, f. 1891, og Jón Lárusson, f. í Stykkishólmi 1891. Haraldur Skjóldal Haraldur Skjóldal, veiðimaður og starfsmaður hjá Kaupfélagi Ey- firðinga, Rauðumýri 1, Akureyri, er sextugur í dag. Haraldur fæddist að Ytra-Gih í Hrafnagilshreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stundaði al- menn sveitastörf á búi foreldra sinna en flutti til Akureyrar er hann kvæntist 1955 og hefur búið þar síðan. Kona Haraldar er Björg, f. í Reykjavík, 1932, dóttir Benedikts verkstjóra Jónssonar og Elínar Þorsteinssdóttur. Haraldur og Björg eiga íjögur börn. Þau eru: Svala, hjúkrunar- fræðingur í Svíþjóð, Kristján, bifvélavirki á Akureyri, Þorsteinn Jónas, námsmaður í Verkmennta- skólanum á Akureyri og Anna Kristín, nemi. Haraldur á sjö systkini sem öll eru á lífi. Foreldrar Haralds era báðir látn- ir en þeir voru Kristján Skjóldal, málari og b. á Ytra-Gili, Pálsson og kona hans, Kristín frá Eyri í Skötu- firði, Gunnarsdóttir, systir Salóme, móöur Sverris Hermannssonar, al- þingismanns og fyrrv. ráðherra. Faðir Kristínar, Gunnar, b. á Eyri og garðyrkjumaður á Bessastöð- um, var bróðir Halldóru, móður Jóns Baldvinssonar, forseta ASÍ og formanns Alþýðuflokksins. Gunn- ar var einnig bróðir Kristínar, langömmu Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra. Gunnar var son- ur Sigurðar, b. í Hörgshlíð, Hafliða- sonar, b. á Borg, en Hafliði var langafi Hannibals Valdimarssonar, fyrrv. ráðherra, fóður Jóns Bald- vins fjármálaráöherra. Móðir Salóme var Anna Haraldsdóttir, járnsmiðs og skyttu á Eyri í Skötu- firði, Halldórssonar. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Hallgrímur Konráðsson Hallgrímur Konráðsson, sjómaður og verkamaður, Furugerði 1, Reykjavík, er áttræður í dag. Hallgrímur fæddist að Selhaga á Skörðum í Skagafirði. Hann var um fermingu þegar hann fyrst fór að stunda sjóinn með fóður sínum á trillubát. Hallgrímur flutti síðan suður og var þá á bátum frá Suður- nesjum. Hann stundaði svo far- mennsku og var þá m.a. tíu ár á Kötlunni. Eftir að Hallgrímur kom í land starfaði hann lengi hjá Tog- araafgreiðslunni, eða þar til hann hætti að vinna um sjötugt. Kona Hallgríms er Ingibjörg, f. í Laxárdal í Skagafirði 22.3.1915, en þau giftu sig 9.7. 1933. Foreldrar Ingibjargar voru Páll Jóhannsson og Ágústa Runólfsdóttir. Hallgrimur og Ingibjörg eignuð- ust átta börn sem öll eru á lífi og uppkomin Foreldrar Hallgríms voru Konráð Bjarnason, vinnumaöur og b., f. 30.6.1861, d. 9.7.1931, og kona hans, Rósa Magnúsdóttir, f. að Leyningi í Eyjafirði 29.8. 1867, d. á Sauðár- króki 22.8.1940. Foreldrar Konráðs vora Bjarni Bjarnason, vinnumaöur í Brekku Hallgrimur Konráðsson. hjá Víðimýri, og Karólína Jóhann- esdóttir. Foreldrar Rósu voru Magnús Jónasson og Sigurrós Sig- uröardóttir sem vora búandi hjón í Leyningi og seinna á Torfumýri í Blönduhlíð. Hallgrímur dvelur á sjúkrahúsi þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.