Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. Fréttir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Erlent skuldamet eða atvinnuleysi ef fjármagna á viðskiptahallann Skattahækkanir, niðurskurður á „Þaö er í sjálfu sér ekki fullljóst hvernig viöskiptahallinn verður fjármagnaöur. Eins og íjárlög og lánsfjárlög eru nú er ekki gert ráð fyrir erlendum lántökum fyrir þeim viðskiptahalla sem gert er ráö fyrir. í fyrra gerðist þetta einfald- lega þannig aö erlendar lántökur fóru fram úr áætlunum,“ sagöi Þóröur Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, þegar DV innti hann eftir því hvemig fjármagna bæri þann 11-12 milljarða viö- skiptahalla sem spáö væri. „Við á Þjóðhagsstofnun höfum gefiö okkur þá forsendu að viö- skiptahallinn verði íjármagnaður með erlendum lántökum. Gjaldeyr- isforðinn er orðinn það lítill að það er ekki hægt að ganga á hann frek- ar. Þó allir séu sammála um'að draga úr erlendum lántökum er ekki gott aö sjá hvemig það er hægt. í fyrsta lagi eru þær fijálsar að hluta og í öðra lagi myndu að- gerðir til þess að draga úr þeim fyrst og fremst bitna á þeim fyrir- tækjum sem mest þurfa á erlendu ijármagni aö halda. Það myndi leiða til minnkandi atvinnutekna og atvinnuleysis. Það gæti því orðið árekstur á milli markmiða í úr- lausn þessa vanda. Það er alveg ljóst að viðskipta- samneyslu eða höft á hallinn ásamt slæmri stöðu út- flutnings- og samkeppnisatvinnu- veganna em þau vandamál sem eru brýnust úrlausnar í efnahags- stjórnun. Viðskiptahallinn er of mikill og vex hraðar en við verður unað. En það er jafnframt ljóst að því meira sem við skuldum erlend- is því verr erum við í stakk búin til þess að hafa hér viðskiptahalla ár eftir ár. Erlendar skuldir hafa vaxið ár frá ári í erlendri mynt. , Ef 11-12 milljarða viðskiptahalli verður fjármagnaður með erlend- um lántökum í ár verður skuld okkar um næstu áramót mjög há. Um síðustu áramót voru erlendar innflutning koma einnig tíl greina skuldir um 41 prósent af lands- framleiðslu. Auk nýrra lántaka vegna viðskiptahallans verður að taka tillit til þróunar hagvaxtar og gengisbreytinga. Ef gengið verður fellt hækka skuldir þjóðarbúsins að sama skapi og ef hagvöxturinn fer niður á við minnkar lands- framleiðslan. Ef þetta helst allt í hendur við auknar lántökur getur hlutfall erlenda skulda af lands-. framleiðslu vaxið umtalsvert. Eru þá engar leiðir aðrar færar en met í erlendum skuldum eða atvinnuleysi? „Það hafa svo sem veriö nefndar lausnir sem spanna allt litrófið. Ef ég nefni nokkrar af handahófi þá kemur til greina að hækka skatta, skera niður ríkisútgjöld eða beinar ráðstafanir til að draga úr innflutn- ingi.“ Þetta eru allt óvinsælar aðgerðir; skattahækkun, stórfelldur niður- skurður á samneyslunni og hafta- stefna í viðskiptum. „Það er alveg ljóst að allar að- gerðir, sem eru til þess fallnar aö draga úr þjóðarútgjöldum, eru óvinsælar, á sama hátt og þegar íjölskylda þarf að draga saman í sínum útgjöldum,“ sagði Þórður Friðjónsson. -gse Breytingartillogum um bjórfmmvarpið rignir inn: Þjóðaratkvæði um bjórinn - verður bjórinn svæfður á sama hátt og síðast? BreytingartUlögum um bjórinn rignir nú inn á þing og em nú þegar komnar tvær breytingartillögur og Karel Karelsson og Ingvi Einarsson úr sjómannadagsráði virða fyrir sér eyðilegginguna. Með þeim á myndinni er Ingvi Már Karelsson. DV-mynd BG íkveikja í Hafriarfirði: Kappróðrarbátar eyðilögðust í eldi sú þriðja á leiðinni. Öruggt var talið að í dag kæmi tillaga um að þjóðarat- kvæðagreiðsla verði áður en lögin taki gildi. Er þá rætt um 27. ágúst. Það er Steingrímur J. Sigfússon, sem telst í flokki bjórandstæðinga, sem líklega flytur þessa tillögu en Jón Sigurðsson dómsmálaráöherra mun vera hugmyndinni hlynntur og reyndar fleiri þingmenn þannig aö vel er hugsanlegt að þessi tillaga verði samþykkt. Þá flutti Steingrím- ■ ur aðra breytingartillögu um aö ekki megi selja annan bjór en 3,25%^4% að styrkleika og að veita skuli 75 milljónum kr. á hveiju ári næstu 10 árin til forvamarstarfs. Ekki náðist að klára þriðju um- ræöu um bjórmállð í gær og verður málið aftur á dagskrá í dag. Það var Ólafur Þ. Þórðarson sem hóf umræð- una í gær og byijaði hann á því að lesa upp nöfn þeirra 138 lækna sem sent höfðu ályktun gegn bjómum. Þar með hefur Ólafur fært inn nöfn 271 lækna í fundarbækur alþingis. Síðar reyndi Ólafur að slá þagnarmet Hreggviðs Jónssonar þegar hann beið eftir að heilbrigðisráðherra gengi í salinn. Náði Ólafur að þegja í 6 mínútur. -SMJ Kappróðrarbátar sjómannadagsr- áðs í Hafnarfirði gjöreyöilögðust þegar eldur varð laus í bragga þar sem þeir eru geymdir. Bátarnir eru tveggja ára gamlir og er aætlað tjón um ein milljón króna. Auk bátanna brunnu árar og kermr undir bátana. í sumar verður haldið upp á fimm- tíu ára afmæli sjómannadagsins og ljóst er að hátíðarhöldin í Hafnarfirði verða með öðru sniði en gert hafði verið ráð fyrir. Bátarnir voru keyptir fyrir samskot meðal sjómanna, út- gerðarmanna og bæjarsjóðs. Talið er að kveikt hafi verið í bragganum. Ekkert rafmagn er tengt í braggann. -sme Jökull, Hellissandi: Ágæti: Hækkar kaitöflur um 120 prósent Forráðamenn Ágætis hafa til- kynnt öðmm kartöfludreifingar- fyrirtækjum að þeir hyggist hækka lieildsöluverð á kartöflum um allt að 120 prósent, úr 20 krónum þegar verðið var lægst og í 44 krónur kíló- ið. Ágætismenn leituðu eftir . samstöðu annarra dreifingaraðila um að halda verðinu uppi. -gse Skúli stefnir sjávarútvegsráðherra Skúli Alexandersson alþingismað- ur, framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi, hefur stefnt Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra vegna úrskurðar ráðuneytisins frá 7. ágúst í fyrra um aö Jökull hf. hafi selt meiri fisk en það keypti eða með öðmm orðum svindlað á kvóta. Var Skúla gert að greiða ráðuneytinu andvirði meints ólöglegs afla, sam- tals 1,5 milljónir króna. Skúli Alexandersson gerir þá kröfu að þessi úrskurður verði talinn rang- ur efnislega þar sem ráðuneytið gefi sér rangar forsendur um nýtingu aflans. Hann bendir á að ráðuneyt- inu hafi verið gefnar fullnægjandi upplýsingar og gerð grein fyrir öllum þeim fiski sem inn kom í fýrirtækið. Ráðuneytið hafi engar sannanir lagt fram og ekki rætt við útgerðaraðila þeirra báta sem lögðu upp hjá Jökli hf: Þá byggir Skúli málsókn sína á að lögin númer 32 frá 1976 bijóti gegn stjórnarskránni um þrískiptingu valds en í þessu tilfelli sé sjávarút- vegsráðuneytið bæði framkvæmda- aðili, rannsóknaraðili og dómsvald. -S.dór Skývsla um Dags Tangen málíð lögð fram á Alþingi: Harður áfellisdómur yfir fréttastofunni Skýrsla menntamálaráðherra um fréttaflutning Ríkisútvarpsins í Dags Tangen málinu var lögð fram á Al- þingj í gær og út úr henni má lesa þungan áfellisdóm yfir fréttastofu Ríkisútvarpsins. Er þar álitsgerð dr. Þórs Whitehead sagnfræðings lögð til grundvallar. „Eg hef skrifað útvarpsstjóra bréf þar sem ég óska þess að skýrslan verði ítarlega rædd á fréttastofum útvarps og sjónvarps þannig aö hún megi verða víti til vamaðar," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson mennta- málaráðherra um innihald skýrsl- unnar.. Hann sagðist ekki ætla að hafa frekari afskipti af málinu enda væri það útvarpsstjóra að reka og ráða menn hjá Ríkisútvarpinu. Sagði ráðherra aö skýrslan yröi líklega rædd í sameinuðu þingi næstkom- andi mánudag en ekki er að búast við frekari álitsgerð frá Alþingi." „Fræðimennska“ Dags Tang- en dregin í efa í skýrslu sinni dregur dr. Þór Whitehead mjög í efa fræðimennsku og háskólaferil Norðmannsins Dags Tangen sem var einmitt talið ein ástæða fyrir því af hveiju hann var talinn jafnáreiðanleg heimild í upp- hafi málsins. Segir Þór að samkvæmt hans fyrirspumum sé hæpið að Tangen geti kallaö sig sagnfræðing enda nám hans og fræðimennska ákaflega takmörkuð. Þór segir þó aö miðað viö aöstæður í upphafi málsins hafi fréttastjóri, Friðrik Páll Jónsson, haft gildar ástæður til að útvarpa málinu. Þegar hins vegar kom að því að fá staö- festingu fréttarinnar hafi hlutimir farið úr skorðum. í niðursstöðu Þórs kemur eftirfarandi fram: „Röng ákvörðun fréttastofunnar 10. nóvember og meðferð málsins upp frá því vitnar einkum um tvennt: ofurkapp á aö halda ásökunum Tangens að hlustendum og blinda trú á sannleiksgildi þeirra. I þættinum DagSkrá sannaðist að útvarpsmenn litu málið aðeins frá einu pólitísku sjónarhorni." - Og síðar segir Þór: ....að þeir útvarpsmenn sem hér eiga hliit að máli reyni framvegis aö líta á umdeild sagnfræðileg viöfangs- efni frá fleiri en einni hlið og finni stjómmálaskoðunum sínum vett- vang utan fréttatíma." -SMJ Verslunamtenn: I gærkveldi vora haldnir fundir um nýgerða kjarasamninga verslunarmanna á fimm stööum á landinu. Á Akranesi voru samningamir felldir meö 26 at- kvæðum gegn 10, á Akureyri voru þeir feUdir með 129 atkvæð- um gegn 58 og í Ámessýslu með 53 atkvæðum gegn 48. Aftur á móti voru þeir sam- þykktir á Austurlandi með 133 atkvæðum gegn 93 og þeir voru einnig samþykktir í verslunar- deild Verkalýðsfélagsins Jökuls á Hellissandi. Eins og skýrt var frá í DV í gær voru samningamir feUdir hjá verslunarmönnum 1 Hafnarfirði og í kvöld iýkur aUsheijarat- kvæöagreiðslu • hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur um samningana. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.