Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 2
2
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988.
Fréttir
Stefán Hilmarsson og Sverrir Stormsker standa fyrir utan Berlington hótel-
ið með dyravörðinn á milli sín. Allir íslendingarnir sem tengjast Eurovision-
keppninni gista á Berlington hótelinu. DV-símamynd ELA
Stefáni heilsast betur:
Sparaði röddina á
æfíngunni í gær
Elín Aibertsdóttir, DV, Dublin:
Fyrsta æfing í Eurovision, þar sem
dagskráin var keyrð í gegn, fór fram
í gærdag. Áður en Beathoven birtist
á skjánum munu áhorfendur fá að
kynnast írsku landslagi úr flugvél.
Það er síðan sigurvegarinn frá í
fyrra, Johnny Logan, sem syiigur
fyrsta lagið og opnar þar með hátíð-
ina. Hann söng lagið sitt mjög vel í
gær og var mikið klappaö fyrir hon-
um. Menn töldu hann mun betri
söngvara en í fyrra. Á meðan verið
er aö koma fyrir hijóðfærum á svið-
inu fá áhorfendur að horfa á íþrótta-
leik þar sem þeir Sverrir Stormsker
og Stefán Hilmarsson hampa bikar.
Kynnar keppninnar, þau Michelle
Rocha og Pat Kenny, skiluöu sínu
hlutverki frábærlega vel og báru
nöfn strákanna hárrétt fram. Mic-
helle var einstaklega glæsileg í
stuttum kjól, ljósum og lilluðum aö
lit.
Beathoven tókst ágætlega að koma
laginu frá sér en hefði mátt vera fjör-
ugri. Einnig var auðséð að Stefán
lagði ekki mikinn kraft í sönginn.
Læknir, sem kom til hans í gær, ráö-
lagði honum að hvíla röddina fram
á síðustu stundu. Ekki var þó annað
að sjá en að hann væri allur að hress-
ast. Sænski söngvarinn, sem kom á
eftir Beathovenhópnum, missti hins
vegar röddina í miðju lagi og afsak-
aði sig með því að benda á hálsinn
og brjóstkassann. Honum vai* spáð
einu af efstu sætunum.
Það er ljóst að Beathovenflokkur-
inn hefur misst alla athygli vegna
veikinda Stefáns. Hann hefur ekki
farið úr rúmi undanfama tvo daga á
meðan aðrir keppendur hafa reynt
að sýna sig á sem flestum stöðum.
Sviðið í RDS kemur mjög glæsilega
út í sjónvarpi, eins og íslendingar
eiga eftir að sjá í kvöld. Hins vegar
er RDS líkari vöruskemmu en hljóm-
leikahöll þegar Eurovisionskrautið
er tekið niður. Það kostar íra 1,6
milljónir punda að halda keppnina.
Kostnaöurinn er þó ekki í beinhörð-
um peningum því Sony hefur stutt
þá t.d. með því að skaffa sjónvarps-
myndavélar. Einnig mun styrkur
hafa fengist frá Eurovision-nefnd.
Alhr blaðamenn og ljósmyndarar
horfa á útsendinguna í sjónvarpi.
Örfáir ljósmyndarar fá að taka
myndir af sigurvegara í sal en að því
loknu fer sigurvegarinn í blaða-
mannasahnn þar sem myndir verða
teknar og viðtöl.
Þátttakendur, stjómendur og mak-
ar verða í sérherbergi og fá engir
aðrir að fara þangað inn. Áhorfendur
fá aö sjá þar inn þegar stigin verða
kynnt.
Klæðnaður Beathoven er mjög
hversdagslegur. Stefán í gráum
jakkafótum með bleikan mittislinda
og bíeika slaufu. Sverrir er einnig í
gráum jakkafótum. Ekkert hinna
fjögurra er í eins fótum. Önnur æfing
fór fram í gærkvöldi þar sem gestir
voru í salnum. Dagurinn í dag fer í
ýmsar æfingar hjá hópnum og er
vonandi að þau veröi hress og lífleg
þegar að útsendingunni kemur í
kvöld.
Öll öryggisgæsla hefur verið hert
til muna og má búast við að ýmsum
létti þegar keppnin er afstaðin.
Eurovision:
Sviss spáð sigri
* - íslandi jafnvel spáð neðsta sætinu
Elin Albertsdóttir, DV, DubKn:
Flestir veðbankar hér eru sam-
mála um að Sviss muni vinna
keppnina í kvöld. Þrjú lönd eiga
möguleika á öðm sætinu: Þýska-
land, HoUand og Bretland. Noregur
lendir í þriðja sætinu samkvæmt
þessu en ísland, ítalia og Portúgal
em talsvert neðar. Einn bankinn
sagði í gær að ísland ætti mögu-
leika ásamt fleiri löndum að lenda
í Qórða sæti. í öörum veöbanka var
ísland í allra neðsta sæti. Sextánda
sætiö hefur einnig verið nefnt. Þaö
vekur athygli að Svíar em ekki
lengur meðal efstu þjóða. Breyting-
amar í veðbönkunum í gær vom
gríðarmiklar. í RDS hékk uppi miöi
frá veðbanka og voru breytingar á
honum mjög örar. Þar stóö aö ís-
land yrði i 21. sæti. Þaö er varla
takandi mark á veðbönkunum,
nema kannski fyrsta sætinu. Þaö
er þó ekki útséð um að Svisslend-
ingar endi sem sigurvegarar, því
þaö eru dómnefndirnar i kvöld sem
skera úr um úrslitin.
ísland - Austur-Þýskaland í dag
Verslunarmannaverkfallið:
Fimmtíu og sjö verslanir
og fyrirtæki sömdu í gær
Víðir Sigurðsson, DV, Dresden:
ísland leikur í dag sinn síöasta úti-
leik í forkeppni ólympíuleikanna.
Hann verður háður í austur-þýska
bænum Bischofswerda, sem er
skammt austan við Dresden í suöur-
hluta Austur-Þýskalands, ekki ýkja
langt frá pólsku landamærunum.
Eftir tapið gegn Hollandi í Doetinc-
hem á miðvikudagskvöldið á ísland
ekki lengur möguleika á sigri í riölin-
um, situr nú reyndar í neðsta sætinu,
tveimur stigum á eftir Hollandi og
þremur á eftir Portúgal, en á þrjá
leiki til góða.
Austur-Þjóðverjar geta hins vegar
enn unnið b-riðilinn og tryggt sér
sæti í knattspymukeppninni í Seoul.
En til þess verða þeir að vinna örugg-
an sigur í dag og treysta síðan á að
ísland sigri Ítalíu í lokaleik riðilsins
á Laugardalsvellinum þann 29. maí.
„Við eigum von á því að þeir leggi
aUt kapp á að bijóta okkur niöur
strax í byrjun. FVrsti hálftíminn
verður því erfiður en takist okkur
aö halda þeim í skefjum á þeim kafla
og nýta okkur síðan skyndisóknir
þegar þeir þurfa að opna leikinn
meira eigum við sigurmöguleika. Við
unnum þá 2-0 heima í fyrrahaust,
þaö hjálpar til sálfræðilega og sýnir
aö við getum lagt þá að velli," sagði
Guðmundur Steinsson, fyrirliði ís-
lenska liðsins, í samtali við DV eftir
æfingu í Dresden í fyrrakvöld.
„Þetta er ekki spurning um að
sigra, heldur um að gera það með
tveimur eða þremur mörkum. Takist
það, getum við gert okkur vonir um
að komast uppfyrir ítalina, annars
ekki,“ sagöi Matthias Lindner, einn
austur-þýsku leikmannanna, í blað-
inu Sport Echo í gær. í sömu grein
er einnig sagt að austur-þýska liðið
þurfi að gera upp reikningana við
það íslenska eftir 0-2 ósigurinn í
Réykjavík í fyrrahaust. Heimamenn
gera sér vonir um að hinn snjalli
Thomas Doll geri útslagið í leiknum
en hann missti af 3-0 sigri Austur-
Þjóðverja á Portúgölum fyrr í
þessum mánuði vegna meiðsla. í liö
þeirra vantar hins vegar Marcus
Wuckel frá Magdeburg sem er
meiddur.
Guðmundur Torfason leikur ekki
með í dag og flest bendir til þess að
liðinu verði breytt á þann veg að
Halldór Áskelsson verði færður í
stöðu hans í framlínunni en Rúnar
Kristinsson taki stöðu Halldórs á
miðjunni.
Liö íslands verður því þannig skip-
að: Birkir Kristinsson, Ágúst Már
Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson,
Viðar Þorkelsson, Ólafur Þóröarson,
Ingvar Guömundsson, Þorvaldur
Örlygsson, Rúnar Kristinsson, Pétur
Amþórsson, Halldór Áskelsson og
Guömundur Steinsson.
Um kvöldmatarleytið í gær höföu
57 verslanir og fyrirtæki gert samn-
inga ' við Verslunarmannafélag
Reykjavíkur um 42 þúsund króna
lágmarkslaun. Þá biðu enn fyrirtæki
Kröfur í þrotabú Nesco fram-
leiðslufélagsins hf. hafa nú verið
birtar og eru kröfumar samtals upp
á 491.582.471 kr. Þar af eru forgangs-
kröfur upp á 28.904.036 krónur.
Kröfum upp á 289.861.465 krónur
voru samþykktar en bústjóri hafnaði
hinsvegar kröfum upp á rúmar 200
milijónir. Bústjóri, Gestur Jónsson
hrl., hafnaði m.a. 124 milljóna kr.
kröfu frá Óla Anton Bieltvedt, for-
eftir því að undirrita samninga. Fyr-
irtækin sem sömdu í gær eru:
Verslunin 17 með tvær búðir,
Heildverslun Kristins Bergþórsson-
ar, verslanirnar Lilja, Cosmos,
stjóra Nesco. Þá var einnig hafnaö
4,5 milljóna kr. kröfu frá Nesco hf.
Þess má einnig geta að kröfu upp á
tæpar 27 milljónir frá Gjaldheimt-
unni í Reykjavík var hafnað.
Útvegsbanki íslands gerir kröfu
upp á tæpar 209 milljónir króna og
samþykkti bústjóri þær kröfur. Bún-
aðarbanki íslands gerði kröfu upp á
rúmlega 30 milljónir en bústjóri
hafnaöi 14 milljónum.
Búsáhöld og gjafavömr, Hans hf.,
Sara hf., Snyrtivömverslunin Clara,
Biðskýlið við Háaleitisbraut, Lög-
fræðiskrifstofur Klappartstíg 27, en
þaö era þrír lögfræðingar, Serina
hf., Pakkhúskjallarinn, Skjólakjör,
Grundarkjör, Kópavogi, Brekkuval,
Kópavogi, K. Einarsson og Bjöms-
són, tvær verslanir, Arnarflug hf„
Hagabúöin, Kjallarinn, Laugavegi,
AHA í Kringlunni, Papíus hf„ Da-
man sf„ Plaza, Heiðrún sf„ Tax hf„
Pigpong, Gæðakjör, Messing, tvær
verslanir, Hummelbúöin, Ármúla,
Söluturninn, Vesturgötu 53, Selja-
kaup, Leður og rúskinn, Heilsuhúsiö,
Armúla, Málflutningsskrifstofan,
Borgartúni 24, Fæði fyrir alla, Skóla-
vörðustíg, Svansbakarí, Jólnir hf„
lögmannsstofa, Liljan, Glæsibæ, Lo-
hta hf„ Bílakaup, BílakjaUarinn,
Vegamót, Seltjamamesi, Vörukaup,
Teigakjör, Markaðskjúklingur hf„
Litaver, Endurskoðunarskrifstofa
Á.B. Birgisson, Kjötbúö Vesturbæj-
ar, Sækjör, Vömkaup, Skipholti,
Lögheimtan hf„ Nesco í Kringlunni,
Hústré hf„ Málarinn hf„ Benidorm
og Sisley, Lögmannsstofa Baldurs og
Reynis og ein verslun sem óskar
nafnleyndar.
Sem fyrr segir biðu fleiri fyrirtæki
eftir aö undirrita samninga í gær-
kveldi. -S.dór
Skiptastjóri hefur veitt bústjóra
heimild til að fara í þau riftunarmál
sem honum þykir þuifa. Þar eð engar
fasteignir eru í þrotabúinu veltur á
útkomunni úr riftunarmálum hve
mikið verður til upp í kröfur. Einnig
ræður miklu hvernig útistandandi
skuldir hins gjaldþrota fyrirtækis
innheimtast.
-SMJ
Brekkuval i Kópavogi var ein af fyrstu verslununum sem sömdu við Verslun-
armannafélagið í gærmorgun. Um leið og samningar höfðu verið undirritaðir
var dula dregin að húni þar sem auglýst var að mjólk væri til sölu.
DV-mynd GVA
Gjaldþrot Nesco:
Kröfur upp á hálfan milljarð
- Bustjóri hafnaði kröfum upp á rúmlega 200 milljónir