Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. Nýja postulakirkjan á íslandi tilkynnir guösþjónustur á eftlrfarandi tímum: sunnudaga kl. 11.00 fimmtudaga kl. 20.00 Þú ert hjartanlega velkomin(n) Nýja postulakirkjan Háaleitisbraut 58-60 (2. hæð) Miðbær FELLIHURÐIR FYRIR IÐNAÐAR- HÚSNÆÐI i X ’A 7 i - Með og án glugga -10 litir - Ókeypis kostnaðaráætlun VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF. LYNGÁSI 15 210 GARÐABÆ SÍMI 91-53511 GÆÐI TJR STÁU Matvælaíramleiðsla Pauls Newman: Gróðinn fer allur í gjaíir Paul Newman viðheldur nú frægðinni með poppkorni. Hann þykir undarlegur, póstininn sem berst Newmans Own matvælafyrirtækinu í Connecticut í Bandaríkjunum. Þangað koma aðdáendabréf, ástarbréf, myndir og beiðnir um fjárframlög. Önn- ur fyrirtæki í sömu grein fá ekki bréf af þessu tagi. Newmans Own er í örum vexti. Þar eru fram- leiddar sósur af ýmsum gerðum, poppkom og gosdrykkkir. Þetta væri reyndar ekki óvenjulegt fyrirtæki nema vegna þess að allur hagnaður er gefinn til góðgerðarstarfsemi. AHtígamni Fyrirtækið varð til fyrir fjómm ámm sem grín hjá tveim nágrönnum, kvikmyndaleikaranum Paul Newman og rithöfundinum A.E. Hotchner. „Við höfðum aldrei staðið í rekstri áður,“ er haft eftir Hotchner sem er einna þekktastur fyrir ævi- sögu Hemingways. „Við höfðum satt að segja ráðið ósköp litlu um okkar eigin líf.“ Upphafið var að Paul Newman bjó til salatsósu sem honum þótti svo góð að engin sósa, sem hann gat fengið í búðum, jafnaðist á við hana. Newman tókst að telja verslunarstjóra í sælkeraverslun í heimabæ sínum á að selja nokkrar flöskur af só- sunni. Ekki leið á löngu áður en stórar verslana- keðjur vorú farnar að senda inn pantanir. Nú er Newmans Own eitt þeirra fyrirtækja í Bandaríkjunum sem er í hvað örastum vexti og reglulega koma nýjar framleiðsluvörur á markað- inn. Framleiðslan er seld í Bandaríkjunum, í Evrójiu og þar á meðal á íslandi, Austurlöndum og í Astralíu. Veltan á síðasta ári var ríflega tveir milljarðar. Einu mennirnir hjá fyrirtækinu, sem ekki þiggja laun, em eigendumir, Newman og Hotchner. Þeir ákváðu líka í upphafi að gefa allan gróðann. „Þetta er hálfruglaður rekstur,“ segir Hotchner. „Þetta er stórgróðafyrirtæki en græðir þó ekkert. Ég veit ekki betur en þetta sé eina fyrirtækið sem fer þannigað." 600milljónirgefnar Frá stofnun þess hafa um 600 milljónir verið gefnar í ýmsar áttir. Nýjasta gjöfin er 120 hektara lóð undir heimili fyrir böm sem haldin era ólækn- andi sjúkdómum. Heimiliö verður opnaö í júní í sumar. Með því að brjóta helstu reglu allra viðskipta hefur þeim Newman og Hotchner tekist að vekja verulega athygli á fyrirtæki sínu og þeir era stað- ráðnir í að halda áfram að gefa allan gróða. Allur reksturinn þykir líka hinn ævintýraleg- asti. Yfir skrifborði Newmans er stór og mikil sólhlíf og fundir fyrirtækisins era haldnir við borðtennisborð. Yfir borðinu eru einkunnarorð fyrirtækisins: „Ef þú ert með áætlun þá ertu raglaður." Vörur fyrirtækisins era ekki auglýstar. Skýring- in, sem Hotchner gefur á því, er aö auglýsingamar taki of mikinn pening frá góðgerðarstarfseminni. Vöramerkið er þó eitt sér næg auglýsing. Það er andhtsmynd af Paul Newman. „Newman er enn mikið kvennagull," er haft eft- ir Ursulu Hotchner, framkvæmdastjóra og dóttur annars eigandans. „Ég held að myndin af hon'um ráði mestu um að vörurnar seljast. Það kemur líka til að við seljum bara hreinar náttúraafurðir og gefumgróðann." Bréfin, sem berast fyrirtækin, viröast sanna þessa kenningu. „Nú sé ég myndina af þér daglega í eldhúsinu hjá mér,“ skrifar kona nokkur. Önnur skrifar: „Paul, ég hef aldrei verið hrifnari af þér en nú.“ Hún var aö þakka fyrir salatsósuna. Fyrirtækinu berast einnig margar beiðnir um fjárframlög. Ákvörðunin um að gefa fé til heimilis- ins fyrir bömin var tekin eför slíka beiðni. Heimilið á að líta út eins og gamall námubær í villta vestrinu. Sagt er að hann gæti alveg eins verið sviðsmynd í Butch Cassidy and the Simd- ance Kid en Newman lék annað aðalhlutverkið í þeirrimynd. Reuter/-GK Kvikmyndaleikstjórinn George Lucas hefur tekið á ný til við gömlu hugmyndina sem hann notaði í Sfjörnustríðsmyndunum þremur. Hann hefur gert nýja mynd um bar- áttu góðs og ills. Að þessu sinni er aðalpersónan friðelskandi dvergur og myndin heitir Willow. Nýja myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 20. maí, ellefu árum eftir að fyrsta myndin um Stjömu- stríðið var frumsýnd. Tvær myndir um sama efnið fylgdu þá í kjölfarið og hagnaöurinn af öllu ævintýrinu nam milljörðum Bandaríkjadala. Næst tók hann upp á aö gera mynd um Howard önd sem enginn vildi sjá. Báráttagóðs ogills Nú er verið að leggja síöustu hönd á myndina sem á að rétta hlut Lucasar á ný eftir að öndin brást honum svo illa. Það er sem fyrr MGM kvikmyndasamsteypan sem gefur hana út. Þar hefur að vísu enginn emi séð myndina í heilu lagi. Þó er fullyrt að LuCas sé aftur kominn á sporið. Hugmyndin er í aðalatriðum sú að hið góða hafi það vonda undir George Lucas ætlar að endurtaka Stjörnustríðsævintýrið. á endanum - en alltaf eftir mikla baráttu. Lucas hefur sjálfur ekki leikstýrt myndum síöan hann gerði Stjörnu- stríðin. Fyrir hagnaðinn af þeim byggði hann sitt eigið kvikmyndaver og hefur sinnt framleiðslu kvik- mynda eftir þaö. Það er Ron Howard sem leikstýrir nýju myndinni. í myndum Lucasar eru hugmynd- imar sóttar til bandaríska spekings- ins Josephs Campbell. í Stjömu-’ . stríðsmyndunum studdist hann við hugmyndir þessa manns um baráttu góðs og ills og svo er enn í nýju myndinni. Þeir sem unnið hafa við hana segja að engu sé líkara en þeir séu komnir á námskeið í fræðum Campbells. í kynningu á myndinni leggur Luc- as áherslu á nauðsyn þess að lifa lífinu í samræmi við þessar kenning- ar. „Á endanum snýst þetta allt um ástina,“segirLucas. Tveirmilljarðar Kostnaður viö töku nýju myndar- innar er mn tveir milljarðar ís- lenskra króna. Hún var tekin upp í Englandi, Wales, Kaliforníu og á Nýja-Sjálandi. Álitlegri upphæð hef- ur verið varið til kynningar á myndinni og þegar er hafin fram- leiðsla á gripum úr henni til sölu á almennum markaði. Þessi fram- leiösla er þegar farin að skila hagnaði. Þá hefur V irgin hlj ómplötuútgáfan gert samning um útgáfu á tónhst- inni. Sá samningur kostaði útgáfuna yfir 100 milljónir króna. Hann var að sögn gerður eftir að Lucas hafði leikið af tónbandinu nokkrar mínút- ur fyrir útgáfustjórann. Reuter/-GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.