Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 22
22
LAUGARDAGUR 30. APRlL 1988.
Veröld visindaima
Lækningatæki á stærð við rykkom
Vísindamenn víöa um heim
vinna nú að því að hanna svo smá
vélmenni aö hægt er að senda þau
eftír æðakerfl líkamans tíl hjartans
og jafnvel heilans. Talið er að þessi
smásæju vélmenni getið valdið
byltingu í læknavísindum.
Frumpartamir í vélmennin eru
framleiddir með svipaðri tækni og
örflögumar sem notaðar eru í
tölvuheila. Frumgerðir þessara
tækja hafa þegar verið búnar til við
háskólann í Berkley í Kalifomíu.
Þau em sett saman úr hlutum sem
líkt er við rykkom. Sumir þessara
hluta era svo smáir að 60 þúsund
þeirra komast fyrir á einu frímerki.
Þegar búið er að setja eitt vél-
menni saman er hæð þess álíka og
þverskurður af mannshári og þau
verða vart greind með bemm aug-
um. Því er spáð að eftir fá ár verði
hægt að búa til vélmenni af þessari
stærð með hreyfanlegum speglum
og töngum. Takist það má nota
vélmennin til „aðgerða" inni í lík-
amanum án þess að skera þurfi
upp. Þegar er tii á pappírunum
vélmenni sem getur skorið burt
eina fmmu í einu.
Ein hugmyndin er að koma vél-
menni af þessu tagi fyrir í venju-
legri töflu. Eftír að taflan hefur
verið gleypt sendir vélmennið
regluiega frá sér boð um ástand vísindamanna en fmmpartar
efna í maganum. þeirra hafa þegar verið framleiddir
Enn eru smásæ vélmenni af þess- og aðferðimar til að setja þau sam-
ari gerð aðeins til á teikniborðum an em þekktar.
Fljótandi jámbrautarlest
I Vestur-Þýskalandi era nú gerð-
ar tilraunir með jámbrautarlest
sem hefur þá kosti að hún snertir
ekki teinana sem hún fylgir og fer
hraðar en margar flugvélar. Lestín
á að flytja farþega. Hún hefur þegar
verið reynd í tílraunaútgáfu í fullri
stærð á spori sem lagt var til þeirra
nota í norðanverðu landinu.
Við fyrstu sýn virðist lestín ósköp
áþekk hefðbundnum lestum ef frá
er talið að hún hefur sérstakan loft-
kljúf á fremsta vagninum. Hún nær
rúmlega 400 kílómetra hraða á
klukkustund og í lok síðasta árs
náði hún mesta hraða sem far-
þegalest hefur nokkm sinni náð.
Það era 412 kílómetrar á klukku-
stimd.
Segulkraftur er notaður til að
lyfta lestinni upp af teinum sínum.
Hún er ekki knúin áfram af vél
heldur fær hún kraftínn úr teinun-
um. Engin mengun fylgir lestinni
og hún er hljóðlaus. Þessi hugmynd
að láta lestir „fljóta“ á segulkrafti
er gömul en hefur ekki til þessa
veriö útfærð nema við smálestir.
Nú á að reyna hana í almennum
lestarferðum með farþega. Lestír
af þessari gerð þurfa lítíð viðhald
því hreyfihlutir em fáir og ekkert
slit er á undirvagni hennar og ekki
heldur teinunum.
Lestin hefur þegar farið 35 þús-
und kílómetra á tilraunasporinu. í
sumar er búist við að stjórnin í
Bonn ákveði hvort ráðist verður í
lagningu teina milli borga í Þýska-
landi og lestín þar með tekin í
almenna notkun. Hönnuðir lestar-
innar segja að tæknilega sé ekkert
því til fyrirstöðu. Talið er að lagn-
ing brautarinnar taki ekki
skemmri tíma en fjögur ár.
Þessi hugmynd hefur einnig ver-
ið kynnt í Bandaríkjunum og
borgarstjórinn í Las Vegas hefur
sýnt henni sérstakan áhuga. Hug-
mynd hans er að láta lest af þessari
gerð ganga milli Las Vegas og Los
Angeles. Japanir og Sovétmenn
hafa einnig sýnt lestinni áhuga. í
þeim löndum hafa þó verið gerðar
tilraunir í sömu vera en sagt er að
Þjóöveijar hafi afgerandi forystu á
þessu sviði.
Eilífðarpera og aðrar uppíinningar
Eilfföarperan kann að birtast áóur
en langt um liður.
Það er sagt að ævintýramenn á
borð við Jules Veme hefðu kunnað
að meta sýningima sem haldin var
í Genf í Sviss nú í lok mánaðarins.
Þetta er árleg sýning uppfinninga-
manna úr öllum heimshomum.
Þama vora sýndar nýjar aðferðir
við að ganga á snjó og aö hjóla á
vatni. Kínveijar kynntu nýtt meðal
til að hindra hárlos og sögðu að
loksins væri endanleg lausn fund-
in. Tónelskum mönnum var boðið
aö reyna tannbursta sem leikur lög
meðan hann er notaður.
Til sýningarinnar komu 550 upp-
finningamenn með yfir þúsund
nýjungar sem flestar eiga það
reyndar sameiginlegt að vera al-
gerlega gagnslausar. Sumar gætu
þó verið arðvænlegar. Þannig
kynnti svissneski vísindamaður-
inn Jean Fritsch ljósapem sem
hann segir að endist í stanslausri
notkun til ársins 2001. Sannanir
fyrir því liggja þó ekki fyrir en ef
satt reynist þá kann að vera
skammt í að eilífðarperan verði
fundin upp.
Franskur uppfinningamaöur
kynntí nýja gerð af skemmtibát
sem er „hálfkafbátur" í leiðinni.
Uppfinningin felst í því að hægt er
að láta hluta úr miðju bátsins síga
nokkur fet niður úr honum. í þeirri
stöðu gefst útsýni til allra átta neð-
ansjávar.
Annars vom Asíumenn mest
áberandi á sýningunni. Frá Taiwan
vom sendar 50 nýjungar og 18 frá
Kína. Philip Peng frá Taiwan vaktí
athygh fyrir fyrir tölvutengda með-
alaflösku sem ólgaði í. Hann sagði
að um væri að ræða öryggisbúnað
fyrir þá sem þyrftu að fá lyf 1 æð.
Hugmyndina fekk hann eftir að
hafa verið sjálfur á sjúkrahúsi þar
sem hann gat ekkert sofið af ótta
við að lyfjagjöfin færi úr skorðum.
Á sýningunnjLvar samankomið
mikið af furðufuglum og var það
haft á orði að uppfinningamenn
ættu það sameiginlegt að vera bæði
sérvitrir og þijóskir. Kanadamað-
ur nokkur kynnti þjóðráð fyrir þá
sem sitja uppi með sprangið dekk
og ekkert varadekk. Hann hefur
útbúið skauta til að setja undir þaö
hjólið sem sprungið er. Eftir þpö
er hægt að aka eins og ekkert hlafi
í skorist - ef veruleg hálka er á
götum. Annars er þetta þjóðráð
gagnslaust.
Hlutarnir í nýju vélmennin er áþekkir örflögum í tölvu-
heilum.
Sólarorkuverum á eltir að fjölga i framtiðinni.
Sá kostur aö nota sólarorku til aö framleiða rafinagn kann að verða
fýsilegur í mörgum lönduin eftir fá ár. Ástæðan fyrir þessu er að veraleg-
ar framfarir hafa nú orðiö i gerð Ijósnema sem nýta sólarljósið.
Þvi er jafhvel spáö að fyrir 1995 verði hagkvæmara að nota sólarljós
til raforkuframleiöslu en kol og olíu. Ljósnemamir, sem nú era notaöir,
nýta aðeins um 15% af sólarljósinu en nýjustu afbrigöin bæta nýtinguna
um helming.
EÖIisfræðingar hafa reiknað út að nýtingin geti aldrei farið frara úr
32,3%. Nýjustu nemamir, sem nýta allt að 30%, eru því koranir nærri
þeira mörkum.
Fundist hafá á Spáni steingeröar leifar af fugli sem flögraði þar um
heiöloftín fyrir 120 til 130 miiljónum ára. Þetta var á sama tíma og risaeðl-
urnar þrömmuöu ura jörðina. Þessi fundur þykir merkilegur fyiir þá sök
að áöur hefur ekki fundist fugl sem gæti verið liöur í þróuninni frá skepnu
sem kallast arkæopetrix og til þeirra fuglaætta sem \ið þekkjum.
Steingervingafræöingar segja aö fuglinn sé augljóslega skyldur risaeðl-
unum en samt er hrygglengja hans lík þeirri sem er í nútímafuglum og
hann var fiöraður. Fugl þessi er þó mjög lítill, aðeins átta sentimefi-a lang-
ur. Á steingervinginn, sem fannst á Spáni, vantaði höf'uðið þannig að
ekki er vitað hvort hann var með gogg.
Undanfarin ár hefur mikil vinna verið lögð i aö bjarga svingsinum
mikla í Egyptalandi frá þvi að molna niöur. Vinnan gengur þó iUa og
þessi mikla steimnynd i Ijónsliki er á góðri leið með að breytast í gijót-
hrúgu.
Verkstjóramir við endurreisnarstarfið hafa heldur ekki átt sjö dagana
sæla því einn af öðrum hefur veriö rekinn. Nú i mánuðinum var Ahmed
Kaldry rekinn eflir að stórt bjarg brotnaöi úr hægri öxl svingsins. For-
veri hans í starfi var rekinn eftir að mikið molnaði úr loppunni á vinstra
afturfætí.
Ýmsum þykir harkalegt að reka mennina þvi verk þeirra sé nánast
vonlaust. Svingsinn er gerður úr sandsteini sem er mjög lélegt byggingar-
efni og hlýtur aö molna smátt og smátt niður.
Nú er óttast að sá stofii mjaldursins, sem lifir í innsta hluta St. Law-
rence flóans í Kanada, sé að drepast út. Mjaldurinn er smáhvalategund
sem á heimkynni viða á norðurslóðura en sérstakur stofn af þessari teg-
und hefur lengi ahð aldur sinn í flóanum.
Grænfriðungar segja að raengun i flóanura valdi raestu um að nú séu
þar aðeins 450 dýr eftir. Árið 1950 vora veiðar á mjaldri bannaöar i St.
Lawrence flóa. Þá var tahð að 1200 dýr héldu þar tö. Árið 1900 vora þar
talin 5000 dýr.
MikO mengun berst í flóann fcá iðnaðarsvæðum við vötnin miklu. Yfir-
völd í Kanada segja þó ektó sannað að mengun valdi fæktórn hvalanna
og benda á að mikil umferð skemmtibáta og svifnökkva ran flóann geti
líka haft mitól áhrif.