Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 38
46 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. Lífsstm Léttúöardrósin Dvílinni I kvæðum Ira hefur Dyflinni stirnd- um verið líkt viö léttúðardrós. Samlíkingin lýsir ekki aðeins borg- inni heldur Irum sjálfum. Eitt af einkennum íra er einmitt kaldhæðni og vijji þeirra til að gera grín að sjálf- um sér og öðrum. Borgin Dyflínni er hins vegar samansafn af gömlum og nýjum tímum. Ástæðan fyrir þessari samlíkingu er sú að borgin hefur verið byggð upp af hinum ýmsu þjóðum og þjóðarbrotum og hefur þurft að lúta vilja margra og mismunandi yfirvalda. Það voru ekki írar sem lögðu grunninn aö Dyflinni heldur víking- ar. Víkingar sem heijuðu á írland fyrir rúmum þúsund árum byggðu upp bækistöðvar við ár og strendur og urðu þetta seinna byggðakjamar. Voru þeir ekki aðeins ábyrgir fyrir Dyflinni heldur einnig borgunum Waterford og Limerick. Þegar vík- ingamir hættu aö heija á íra og fóm að versla viö þá notuðu þeir þessa byggðakjama sem verslunarmið- stöðvar. Áin Liffey rennur í gegnum' borgina og hefur hún þjónað sem samgönguæð bæði fyrr og nú. Blóði drifrn saga Saga Dyflinnar er stormasöm eins og saga írlands alls. Eins og fyrr segir þá má segja að víkingar hafi lagt gmnn að borginni. Víkingamir bjuggu í borginni í langan tíma og versluðu við íra. Það var ekki fyrr en konungurinn Brian Bora lagði af staö með óvígan her gegn víkingum að írum tókst að ná yfirráðum í borg- mni. Smákóngar börðust um völd á írlandi í mörg ár og fór borgin ekki varhluta af því. Normannakonung- urinn Strongbow náöi völdum í írlandi um 1160 og var það byijun erlendra yfirráða. Stöðugar skæmr og trúarstríð hafa þjáð land og þjóð og hefur Dyflinni fengið sinn skammt af því. í páskauppreisninni 1916 tóku uppreisnarmenn aðalpóst- húsið og settu á stofn, írska stjóm. Uppreisnarmenn áttu ekki mögu- leika á að veijast og vora brytjaðir niður. Grimmileg aðfór Englendinga að uppreisnarmönnum þjappaöi þjóðinni saman sem endaði með að Irar fengu yfirráð yfir hluta lands- ins. Stemningin á frskum krám er þekkt um heim allan. Islendingar hafa kunn- að að meta þaö sem boðið er upp á þar. Gullfallegar hurðir prýöa flest hús I Dyflinni. 1 //---------nt ~""r* Qy~ *5=-3 'v,íi Kortlð sýnir miðborg Dyflinnar, margir áhugaverðustu staðlmir eru elnmitt i miðborginni. Háibeitt hæðni Það er sagt að íbúar Dyflinnar séu ekki aö fullu búnir að viður- kenna fólk fyrr en þeir hafa gert grín að því. Orðaleikir, hárbeittar athuga- semdir og napurt háð era sérgreinar íbúanna. Borgarbúar líta á lífið og mannverar með glettnum augum. Sérstaklega er gert grín að þeim sem ber mikið á og eftir því sem persónur era meira í sviðsljósinu þeim mun stærri skammt af gríni verða þær að þola. Þetta viðhorf borgarbúa byggist ekki á illgimi, þvert á móti. Mestu af háðinu beina þeir einmitt að sjálf- um sér. Oft hefur verið sagt að brandarar um íra komi einmitt frá írum sjálfum og virðist allt benda til að svo sé. Útlendingur einn, sem bjó í Dyflinni um árabil, sagðist hafa á tilfinningunni að borgin væri ein allsherjar brandaraverksmiðja þar sem alltaf væri unnin yfirvinna. Borgarbúar eru annars þekktir fyr- ir gestrisni sína og hlýtt viðmót. Til dæmis er aldrei talað um ferðamenn heldur gesti. Ef gengið er um stræti Dyflinnar þá er nokkuð öruggt að viðkomandi verði stöðvaður af veg- faranda bara til að spjalla. Það er einnig vonlaust að búast við að geta dvalið um stund á krá án þess að vera kominn í hrókasamræður við einhvem forvitinn og vingjarnlegan borgarbúann. Staðir að sjá Dyflinni býður upp á endalausa möguleika fyrir áhugasama sögu- skoðendur. Margar byggingar sem tengjast sögu írlands og borgarinnar era í góðu ástandi og hinar forvitni- legustu. Of langt yrði að telja upp alla áhugaverða staði og byggingar sem hægt væri að sjá í Dyflinni en bent verður á nokkra möguleika. í Dyflinni er ekki ein dómkirkja held- ur tvær. Þó að þær hafi verið byggðar af kaþólskum mönnum þá era þær nú undir sljóm mótmælenda. Kirkja Krists er eldri og lauk bygg- ingu hennar 1038. Hún er merkileg fyrir margt og má nefna stóra graf- hvelfingu sem er undir byggingunni. Þar hvíla mörg mikilmenni og meðal þeirra Strongbow sem tókst að ná yfirráðum yfir írlandi. Hin kirkjan er tileinkuð St. Patrick sem er dýrl- ingur íra. Sagt er að heilagur Patrick hafi sjálfur vígt hana. Kirkja heilags Patriks er bæði stærri og nýrri. Hún er einnig merkileg að skoða og er saga borgarinnar samtvinnuö kirkj- unni. Aðalpósthúsið er bygging sem tengist mikið sögu borgarinnar. Eins og fyrr segir byijaði páskauppreisn- in 1916 með því að uppreisnarmenn tóku húsið herskildi. Saga frá þessari uppreísn lýsir ef til vUl best æðra- leysi borgarbúa og aldarlangri reynslu ófriðar. Kona eins uppreisn- armannsins kom gangandi upp að pósthúsinu þegar skothríðin var sem mest og kallaði á manninn sinn. Yfir- maður uppreisnarmanna skipaði henni aö fara frá því hún gæti látiö lífiö. En henni var hvergi þokað og kallaði ákaft á bóndann. Loks kom hann út í glugga og hrópaði: „Faröu burtu, Maggie,“ en hún hrópaði til baka: „Ég ætlaöi aðeins að spyrja hvort þú færir ekki í vinnuna í fyrra- máiið.“ Byggingin er safn áralangrar baráttu Ira fyrir yfirráðum eigin lands. íslendingar era ekki eina bóka- þjóðin í heimi. írar eiga marga fjársjóði fombókmennta. í Gamla bókasafninu era til sýnis þessar perl- ur irskrar menningar og ættu íslend- ingar að kunna að meta þessar gersemar. Ofangreind era einungis nokkur dæmi um þá fjölmörgu staöi sem hægt er að skoöa í Dyflinni. Næturlíf Mörg hótel og krár bjóða upp á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.