Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988.
27
Hinhliðin
• Heiður Osk Helgadóttir, stigavörðurinn i spurningaþáttunum „Hvað helduröu?“, segir sig mest langa til
að hitta Don Johnson.
„Það var meiriháttar
gaman að taka þátt í
gerð þessara þátta og
ég væri svo sannarlega
tilbúinn í slaginn á ný
með Ómari. Það er frá-
bært að vinna með
honum og það var mik-
ið hlegið,“ segir Heiður
Ósk Helgadóttir, en
, hún var sem kunnugt
er stigavörður í hinum
vinsæla spurningaleik
„Hvað heldurðu?“ sem
rann sitt skeið á enda.
Heiður stóð sig vel í
þáttunum og var stöð-
ugt yrkisefni hagyrð-
inganna sem í þættina
mættu.
Heiður Ósk hóf störf
hjá Sjónvarpinu í jan-
úar 1985 og starfaði
fyrst sem aðstoðar-
maður framkvæmda-
stjóra Sjónvarpsins.
Fyrst kom hún á skjá-
inn vorið 1987 og hver
veit nema að við eigum
eftir að sjá hana af og
til á skjánum í framtíð-
inni. En svör stiga-
varðarins fara hér á
eftir:
Fullt nafn: Heiður Ósk Helgadóttir.
Fæðingardagur og ár: 9. september
1963.
Maki: Sambýlismaðurinn heitir
Guðmundur Isidórsson.
Böm: Engin.
Bifreið: Mazda 323.
Starf: Lausamaöur hjá Sjónvarp-
inu.
Laun: Þau eru mjög mismunandi.
Áhugamál: Förðun. N
Hvað hefur þú fengið margar tölur
réttar í lottóinu? Þijár.
Hvað Qnnst þér skemmtilegast að
gera? Vlnna með skemmtilegu
fólki.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Horfa á beinar útsendingar
frá Alþingi í sjónvarpinu.
Hvað er það neyðarlegasta sem fyr-
ir þig hefur komið? Eg man hrein-
lega ekki eftir neinu.
Uppáhaldsmatur: Pizza.
Uppáhaldsdrykkur: Kók.
Hvaða íslenskur íþróttamaður
stendur fremst í dag? Kristján Ara-
son.
Uppáhaldstímarit Nýtt Líf.
Fallegasti karlmaður sem þú hefur
séð, fyrir utan sambýlismann þinn:
Valgeir Guðjónsson.
Hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni:
Hlutlaus.
í hvaöa sæti hafnar íslenska iands-
liðiö i handknattleik á OL í Seoul?
Þeir höfnuðu í 6. sæti síðast og ég
spái þeim fiórða sætinu i Seoul.
í hvaða sæti hafnar ísland í söngva-
keppninni í kvöld? Ég myndi giska
á 10.-15. sæti.
Hvaða persónu langar þig mest tii
að hitta? Don Johnson, ég las svo
skemmtilega grein um hann um
daginn.
Uppáhaidsleikari: Flosi Ólaísson.
Uppáhaldssöngvari: Valgeir Guð-
jónsson.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn sérstakur.
Hlynnt eða andvíg bjóraum: Hlut-
laus.
Hlynnt eða andvig vem vamarhðs-
ins hér á landi: Hlutlaus.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Éghlusta oftast á Stjömuna.
Uppáhaidsútvarpsmaður: Gunn-
laugur Helgason.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöö 2? Reyni aö horfa jafnt á
þessar stöðvar.
Uppálialdssjónvarpsmaöur: Ómar
Ragnarsson og Helgj H. Jónsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn
í augnablikinu.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Hef allt-
afhaldiðmeö Val.
Að hveiju stefnir þú á árinu: Að
veröa nafh í fórðuninni.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Vinna, CIr
Utboð
Yfirlagnir 1988,
malbikun Reykjanesumdæmi
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk. Heildarmagn 70.000 mJ
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins
í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 4. maí nk.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00
þann 16. maí 1988.
Vegamálastjóri
AUGLÝSING
Ibúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup-
mannahöfn er laus til afnota tímabilið 1. september
1988 til 31. ágúst 1989. Listamenn eða vísindamenn
sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verk-
efnum í Kaupmannahöfn geta sótt um afnotarétt af
íbúðinni. I íbúðinni eru fimm herbergi og fylgir þeim
allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Hún er látin í
té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi
vera skemmri en 3 mánuðir en lengstur 12 mánuðir,
en venjulega hefur henni verið ráðstafað til þriggja
mánaða í senn.
Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu
Alþingis eigi síðar en 31. maí nk.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með
dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og
fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi
óskað er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð um-
sækjanda. Tekið skal fram að hússtjórn ætlast til að
dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við
störf í Kaupmannahöfn.
Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrif-
stofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í
sendiráðinu i Kaupmannahöfn.
Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar
ALLSHERJAR-
ATKVÆÐAGREIÐSLA
UM
MIÐLUNARTILLÖGU
RÍKISSÁTTASEM JARA
fer fram dagana 29. og 30. apríl nk. Atkvæðagreiðsl-
an fer fram í Verzlunarskóla íslands, Ofanleiti 1,
jarðhæð. Kjörfundir verða eins og hér greinir:
laugardag 30. apríl 1988 frá kl. 10.00 til 18.00
Kjördeildir verða í stafrófsröð þannig:
Kjördeild 1: Kjördeild II:
A-F G-K
Kjördeild III: Kjördeild IV:
L-R S-Ö og
deildsam-
vinnustarfs-
manna.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu V.R., Húsi verslun-
arinnar, sími 68 71 00.
Kjörstjórn