Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. 25 Hall & Oates, Billy Joe! og knúsarinn læturfrásér heyra. Og nú ernýbreið- skífa væntanleg um miðjan i menn jiar vestra vart vatni halda af hrifningu á tónlist Julios. Kanana að Stevie Wonder syngur með Iglesias í einu vorið.. .Enn er verið að end- urreisa gamlar löngu andaðar hljómsveitir. Nýj- upprisa Little Feet en hún orge, lést. I þessari upprisnu mynd, little Feetemallir aðrirfyrrum liðsmenn hljóm- sveitarinnar en við hlutverki Lowells George taka tveir nýir menn, Craig Fullerog Fred Tackett.. .Michael dv___________________________________________________Nýjar plötur Momssey - Viva hate „Böðullinn með bamsandlitið" Níundi áratugurinn í poppinu hef- ur verið tími fjölbreytni eða glund- roða, þar sem ýmsar stefnur hafa risið og hnigið án þess að nein hafi náð afgerandi brautargengi. Á hinn bóginn hefur borið meira á ákveðn- um listamönnum en öðrum og koma U2 og The Smiths þar fljótlega upp í hugann. Smiths komu fram á sjónar- sviðið 1983 og gáfu út 4 ágætisskífur áður en flaggið var tekið niður síðast- liðið haust. Málpípa Smiths og textahöfundur Morrissey er fyrstur til hreyfings eftir skilnaðinn og Viva hate er af- rakstur samstarfs hans við fyrrum upptökumann Smiths, Stephen Street og gítarleikarann Vini Reilly, liðsmann Manchestersveitarinnar Durutti Column. Street semur tón- listina á Viva hate en textarnir eru að sjálfsögðu verk Morrissey. Morr- issey velur því skynsamlega leið út úr samstarfinu við Johnny Marr, lagasmið og gítarleikara Smiths, fær til liðs við sig tvo menn sem standa honum nærri og þekkja fyrri verk hans gjörla. Þetta hefur hins vegar þau áhrif að Viva hate kemur að mörgu leyti í rökréttu framhaldi af Smiths plötunum. Upphafið kemur þó á óvart. Platan hefst á hráu rokklagi, Alsation cous- in, þar sem Reilly fer hamförum á gítarinn (rekur burt anda Marrs?) Lagið er kjaftshögg, en áhrifamikið og kemur manni í réttar stellingar, án fordóma. Þetta upphafslag er þó alls ekki dæmigert fyrir plötuna, lag- smíðarnar eru flestar aðgengilegar, sumar hveijar hreinustu perlur. Þar ber hæst Everyday is like sunday, gullfallegt lag sem hiýtur að ná mikl- um vinsældum á komandi vikum. Textinn lýsir tilverunni í ónefndum breskum baðstað, þar sem lognmoll- an er kæfandi og Morrissey kaUar á kjamorkusprengjuna til að fjarlægja draslið! Ekki léttlyndinu fyrir að fara þar, fremur en vant er hjá vininum. Ónnur geðþekk lög eru smellurinn Suedehead, Dial a cliche og Break up the family en Angel Angel down we go together er kveðja Morrissey til þeirra aðdáenda sinna sem taka þunglyndisleg ljóð hans helst til bók- staflega. Lagið minnir skemmtilega á Eleanor Rigby Bítlanna! Viva hate er uppvaxtarsaga Morr- issey, uppgjör hans við unglingsár sín í upphafi 8. áratugarins þegar heimurinn var að jafna sig eftir bítla- áratuginn og uppreisn ungu kynslóð- arinnar. Morrissey bregður upp myndum af fjölskyldu sinni, félögun- um og vitanlega sjálfum sér, ein- mana tilfinninganæmum strák, sem er of stór til að vera lítili. Lykilverk þessara pælinga er Late night on Maudlin street og þar fer jafnframt einn besti texti sem Morrissey hefur gert. Ekki eru þó öll lögin tengd ungl- ingsárunum, I don’t mind if you forget me er kveðja til Johnny Marr og svo er það lokalag plötunnar, Margaret on the giúliotine. Eftir upp- gjörið við gærdaginn er röðin hér komin að erkióvini dagsins í dag, háttvirtum forsætisráðherra Breta, Margréti Thatcher. Og hvílík útreið: „undir fallöxina skai hún“ - „The kind people have a wonderful dream, Margaret on the guillotine, because people like you make me feel so tir- ed, when wiil you die?“... - Hvað ætli Þorsteinn segði um slíka kveðju? Þennan mergjaða texta syngur Morr- issey við rólegt magnþrungið lag sem hefði ekki átt illa heima á plötu Lenn- ons, Plastic Ono Band fyrir 18 árum. Og niðurstaðan? Viva hate er eitt ef jafnbestu verkum Morrissey, Smiths plötur meðtaldar, hún sýnir okkur listamanninn í jafnvægi við sjálfan sig og fortíðina, reiöubúinn að ganga inn í framtíðina með opinn huga. Skúli Helgason Þú og þeir og allir hinir nema einn - Hinir & þessir Sumt gott - í kvöld fáum við að vita hvernig og er því ekki úr vegi að fjalla lítil- framlagi íslands til Söngvakeppni legaumplötusemútkomádögunum evrópskra sjónvarpsstöðva reiðir af með níu af tíu lögum sem kepptu til Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson verða i sviðsljósinu i kvöld. annað síðra úrslita í undankeppninni hér heima. Eina lagið úr undankeppninni, sem ekki er á þessari plötu, er lag Jakobs Magnússonar, Aftur og aftur, en Skífan á útgáfurétt á því lagi. Nú, það er skemmst frá því að segja að fyrir mína parta eru það þrjú lög sem bera og báru af í undankeppn- inni á dögunum. Þar ber fyrst að nefna sigurlagið Þú og þeir sem er einfalt, fjörugt og grípandi popplag og það sem meira er, lag sem maður fær ekki klígju af eftir nokkra hlust- un eins og gjarnt er um þessi Júróvisjónlög. Sverri hefur tekist virkilega vel upp í þessu lagi og gangi því sem allra best. Þá er það lag Guðmundar Ámason- ar, Mánaskin, sem er mjög fallegt en ekki alveg í rétta júróvísjónandanum. Og það er kannski þess vegna sem ég er viss um að þetta lag á eftir aö lifa. Þriðja lagið er lag Eyjólfs Kristj- ánssonar og Inga Gunnars Jóhanns- sonar, Ástarævintýri. Það lag er í svipuðum dúr og Mánaskinið, falleg melódía í frekar rólegum anda og þetta lag á líka eftir að heyrast lengi. Þó svo mér finnist þessi þijú lög hafa borið af er ekki þar með sagt að hin séu kolómöguleg, til dæmis eru lög Gunnars Þórðarsonar og Valgeirs Skagfjörð, Tangó og Dag eftir dag, prýðileg popplög sem gjalda fyrir það að lenda í þessari keppni. Það sorglega við keppni af þessu tagi er einmitt þetta að þau lög sem „tapa“ fá á sig einhvem tapstimpO sem gerir það að verkum að þau hverfa miklu fyrr en ella. Sömu sögu er að segja um lögin í sjálfri aðal- keppninni, aðeins sigurlagið heyrist, hin hverfa. Fyrir utan söngvakeppnilögin níu eru fimm önnur lög á þessari plötu en um þau ætla ég ekki að fjölyrða, þetta eru uppfyllingarlög en þess má þó geta að eitt þeirra, lag Gunnars Þórðarsonar, Morgimgjöf, var sent inn í söngvakeppni Sjónvarpsins 1987 en komst ekki í tíu laga úrslitin þá. -SþS- Evrópu til tónleikahalds I fyrstu hljómleikamir haldnir í Bóm þann 23. maí næst- komandi. Jackson og co álfunaframáhaust... Samartfha Fox, veíktist i . .þávitumvið -SþS- Billy Ocean - Tear Down These Walls Tilþrifalítil og óspennandi Billy Ocean hefur átt mikilli vel- gengni að fagna á undanfornum árum. í hvert skipti, sem hann hefur sent frá sér LP-plötu, hafa eitt eða fleiri lög siglt beint upp í efstu sæti vinsældalista víða um heim. Billy Ocean er fæddur á Jamaica en hefur búsetu á Englandi. Tónlist hans er hrein soultónlist sem hefur mest fylgi hjá Bandaríkjamönnum, enda eru vinsældir hans mestar vest- anhafs. Nú eru margir soulsöngvar- ar betri en Billy Ocean. Hann hefur aftur á móti haft einstakt lag á aö finna sér lög sem hitta í mark, lög eins og Get Into My Dreams, Get Into My Cars, sem er aðaltromp nýjustu plötu hans Tear Down These Walls. Fyrir utan þetta ágæta lag er fátt um fína drætti. Aðeins má greina í lögum Ocean uppruna hans. Suðræn áhrif eru merkjanleg í lögum á borð við Calypso Crazy, en þau áhrif hverfa jafnóðum í sterkum soulhrynjanda. Ocean er frekar tilþrifalítill söngv- ari og lögin í heild renna inn um annað eyrað og út um hitt, tilbreyt- ingarlaus og aðeins fyrir þá sem eru einlægir soulaðdáendur. HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.