Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Markaðsgengi og -vextir Stjórnmálamenn og hagstjórar eiga sumir hverjir afar erfitt meö aö sætta sig við tilhugsunina um, að betra sé aö leyfa ýmsum efnahagslegum fyrirbærum aö vera í friöi heldur en aö skipuleggja þau á ýmsan hátt í samræmi viö umdeilanlegar hugsjónir og fordóma. Athyghsverðasta dæmið um þetta er skjaldborgin, sem slegin hefur verið um hina kolröngu skráningu Seðlabanka og ríkisstjórnar á gengi íslenzku krónunn- ar. Þetta er fastgengisstefnan, sem nú saumar aö alvöruatvinnuvegunum og viöskiptastööu þjóöarinnar. Aöstandendur stefnunnar geta ekki af neinu viti svar- aö spurningunni um, hvers vegna ekki megi vera jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs á erlendum gjaldeyri. Á tíma verðbólgumunar milli íslands og út- landa er ótrúlegt, aö fast ríkisverðlag sé betra. Opinber skráning á verði ýmissa annarra fyrirbæra en erlends gjaldeyris hefur undantekningarlaust gefizt illa. Ríkisvaldiö hefur stundum ákveðið að stööva laun fólks eða verð þjónustu og vöru við ákveðnar krónutöl- ur, en ævinlega runnið á rassinn með afskiptasemina. Fastgengisstefnan er dauðadæmd. Fólk sér betur en ráðamenn og hagstjórar þeirra, að hún felur í sér niður- greiðslu á gjaldeyri til óhæfilega mikils innílutnings á erlendri vöru og þjónustu, sem magnar allt of mikla og vaxtadýra skuld þjóðarinnar í útlöndum. Fólk sér hka betur en ráðamenn og hagstjórar þeirra, að fastgengisstefnan refsar einmitt þeim atvinnuvegum og starfsmönnum, sem vinna að öflun gjaldeyristekna. Þessa má sjá ótal merki í taprekstri og lágum launum, aht frá Granda yfir í Flugleiðir. Sjávarsíða íslands mundi hagnast á að afsala sér núverandi byggðastefnu og fá í staðinn markaðsbúskap á gjaldeyri. Núverandi sníkjukerfi veitir sjávarsíðunni ruður af nægtaborði landbúnaðar og beinir athyghnni frá því, að Reykjavík er ekki óvinurinn, heldur gengið. Gegn þessum röksemdum þýðir ekki lengur að þylja í sífehu, að gengislækkun ein leysi ekki ahan vanda. Engin ein aðgerð út af fyrir sig leysir allan vanda. En stórt skref fram eftir vegi fælist í að taka kaleik gengis- skráningar frá stjórnmálamönnum og hagstjórum. Mjög svipað má segja um kröfurnar um, að gengi vaxta af fj árskuldbindingum verði skráð af öflugra handafli en nú er gert. Skuldarar segja, að lækka verði svokahaða okurvexti af lánum, því að atvinnuhfið sé að shgast undir þeim. Samt vantar alltaf lán. Vaxtalækkunarsinnar neita að horfast í augu við, að núverandi vextir eru ekki meiri okurvextir en svo, að fleiri vilja taka lán en veita lán, jafnvel til nýrra fram- kvæmda, sem menn gætu frestað, ef þeim ógnaði vaxtabyrðin. í raun eru vextirnir nefnilega of lágir. Þrátt fyrir nokkra hækkun raunvaxta úr neikvæðum tölum í jákvæðar á síðustu árum hefur enn aldrei reynt á, hvar jafnvægi næst mihi eftirspurnar og framboðs. Tímabært er, að kákinu verði hætt og vöxtum leyft að finna sitt svigrúm á ftjálsum markaði. Valdastofnanir og valdamenn hafa tilhneigingu til að vilja ráðskast með margvísleg fyrirbæri, því að skipu- lagshyggja færir þeim völd, sem markaðshyggja tekur frá þeim. Þess vegna hefur þjóðin ekki enn fengið að hagnast á ftjálsu markaðsgengi og markaðsvöxtum. Valdamenn á íslandi hafa ahtaf verið hræddir við, að upplausn mundi fylgja í kjölfar afnáms opinberrar verðskráningar. Sá ótti hefur jafnan reynzt ástæðulaus. Jónas Kristjánsson Leikhúsvor Það hefur óneitanlega lifnað ögn yfir mannlífmu þessa vordaga, eftir að veturinn loks sleppti klónum af okkur. í vikunni sem leið gengu menn leiðar sinnar álútir, úlpu- klæddir og gaddfreðnir í framan. Þetta var ekki tiltakanlega bros- mild þjóð. Hvílík umskipti: Nú gengur fólk upprétt og frjálslegt í fasi, klakinn þiðnaður á auga- bragði. Ég stóð vorið að verki í fyrradag. Það birtist í bjartsýnum fíflum, sem spruttu undir austurvegg Skemm- unnar vestur við Meistaravelb, en þar hefur verið annað aðsetur Leikfélags Reykjavíkur undan- gengin tvö leikár. Þessir fíflar spruttu þama eins og út úr veggn- um beggja vegna dyranna, þar sem leikendur og annað starfsfólk geng- ur um, ekki sérlega gróðursæll reitur, en fífill er þrjósk jurt og virðist helst skjóta upp kollinum á þeim stöðum, sem engri plöntu er ætlað að vaxa. Kúbeinin á loft En þarna spretta víst ekki fleiri I talfæri Jón Hjartarson kómedíur". Með öðrxun orðum, innan þessara veggja gæti rúmast tekið atvinnuleikhúsunum fram í áræði og metnaði. Þau skfíyröi sem þessir leikhópar búa við eru hins vegar varla mannsæmandi. Það er auðvitað ekki beinlínis hlutverk ráðamanna borgar eða ríkis að út- vega hverjum þeim sem langar og vill hefja leiksýningu fjármagn og húsnæði. Hins vegar hefðu þessar tilraunir, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, átt skilið skárri samastað en raun ber vitni. Alþýöuleikhúsið átti í eina tíð inni í Hafnarbíói. Þar var mjög notalegt leikhús, en einhverra hluta vegna þurfti að jafna þetta hús viö jörðu með þvílíku offorsi að það var nánast rifið utan af leik- myndinni. Síðan hafa þær rústir beðið óhreyfðar í fimm ár. Þessi byggingaglaða þjóð rífur fyrst og hugsar svo. Örlög þessara húsa benda til þess að leiklist sé mjög ögrandi fyrir menn með kúbein. Framtak „frjálsu" leikhópanna hefur blómgast þrátt fyrir hús- næðisskort og frumstæðar aðstæð- ur. Það er ekki þar með sagt að hún myndi dofna, þótt hún kæmist í Hvað verður um Iðnó? þrjóskir fíflar, búið að ákveða að jafna allt við jörðu og byggja nýtt. Það er svo óskapleg byggingargleði í borginni að því er virðist. Það er eins og þurfi að fylla hvem blett af steinsteypu. Það er búið að taka ákvörðun, sem ekki viröist haggað, að rífa þessar skemmur og reisa þar blokkir, ef til vill álíka ljótar og hinar blokkimar við Meistara- velhna. Þarna spretta sem sagt varla framar önnur blóm í framtíð- inni en agaðar hýjasentur og velhirtar gladíólur, gott og vel. Þessar skemmur gömlu Bæjarút- gerðarinnar, sem Reykjavíkurborg lánaði Leikfélaginu undir starf- semi sína og breytt var í undragott leikhús meö tilstyrk margra góðra manna og stofnana, hafa sannar- lega verið eins og vorboði í menningarlífinu. Þarna hefur ver- ið sýnt og sannað að menning og listir blómstra við frumstæðustu aðstæður, ef vilji og sköpunargáfa fá að skjóta rótum. Ég held að flestu, og sennilega öllu, því leikhúsfólki sem unnið hefur í LR-skemmunum, verði sú reynsla ógleymanleg. Þarna hefur skapast mjög svo nýstárlegt leik- rými, sem hefur nýst mjög vel. Það er þó fjarri lagi að búið sé að full- nýta möguleika þessa húss. Þarna væri fýsilegt að setja upp sígild stórverk. Við skulum til dæmis hugsa okkur Óveðrið eftir Sha- kespeare, Draugasónötuna, eftir Strindberg, aö maður tali nú ekki um Pétur Gaut eftir Ibsen. Þarna væri kjörinn vettvangur fyrir ær- lega íslenska útgáfu á verkum Æskylosar, frumkvöðuls evróp- skrar leikhstar, eða annarra grísku leikskáldanna. Þegar hefur verið sýnt og sannaö hvernig þessir ágætu braggar nýtast fyrir íslenska nútímaleiki, alþýðlegar „tragí- margháttuð leikstarfsemi með góðu móti. HVAÐ VERÐUR UM IÐNÓ? Leikfélag Reykjavíkur hefur jafn- an verið kennt við Iönó. Fjölmiðlar hafa raunar engan greinarmun gert á þessu tvennu: Leikfélaginu og húsnæðinu. Það er eðhlegt, vegna þess að LR var í rauninni stofnað að frumkvæði iðnaðar- mannanna sem byggðu það ágæta hús þarna við tjörnina. Hins vegar hefur Leikfélagið aha tíð verið leigjandi í Iðnó. Félagið hefur aldr- ei ráðið þar húsum. Það hefur að vísu, vegna hefðar- innar og velvhja húsráðenda, oftast nær fengið að fara þar sínu fram. Þessi salarkynni eru hins.vegar hönnuð fyrir aldamót og bundin ákveðnu sniði. Rýminu er sannar- lega búið að ögra með ýmsu móti, innan ramma og utan. Það er með ólíkindum hvaö hægt hefur verið að rassakastast þar um veggi og þh í áranna rás, án þess að ofbjóða áhorfendum. (Auðvitað hefur þeim oft á tíðum verið nóg boðið). Varla berst svo leikhús í tal á götum úti aö ekki sé spurt: Hvað verður um Iðnó? Það væri auðvitað æskhegt að þar yrði áfram leikhús. Þetta er náttúrlega upplagt fyrir frjálsu grúppurnar, segja menn. EN þetta hús er lúið og þarfnast fyrr eða síðar endurbóta, sem kosta mikið. Og það er, sem fyrr sagði, í eigu einkaaöila og þar af leiðandi undir hælinn lagt, hvort þaö verð- ur leigt undir leiklistarstarfsemi þegar LR loks flyst þaðan út eftir 90 vetra setu. Litlu leikhópamir, sem sprottið hafa upp eins og fiflar á vori á ótrú- legustu stöðum hér í Reykjavík að undanfömu, hafa sannarlega glætt menningarlífiö. Sumt af því hefur sæmilegt húsaskjól. Það er ekki skemmtilegt að sitja á vondum stól í tvo tíma, með textann í annað eyrað en norðan garrann í hitt. Kjallaraholumar og hanabjálka- loftin, þar sem þessi leikstarfsemi fer fram nú, eru satt að segja held- ur óvistlegar kompur. FÉLAGSMIÐSTÖÐ LR-skemman á horni Meistara- vaha og Grandavegar er hins vegar mjög ákjósanlegt thraunahús fyrir hvers konar menningarstarfsemi. Það á ekki einasta við um leikhús. Það væri gaman að heyra þama tónleika, og raunar uppákomur hvers konar, fundi, föndur, fóta- nudd... bara nefna það. Leikfélag Reykjavíkur heföi vís- ast full not fyrir þetta húsnæði næsta vetur. Það hefur veriö og yrði ómetanlegur vettvangur fyrir starfsfólk félagsins th þess aö þjálfa sig og búa undir að taka viö Borgar- leikhúsinu nýja. - Síðan mætti hugsa sér, og það jafnvel strax næsta vetur, að þessi húsakynni nýttust undir aðra leikstarfsemi, fyrir frjálsu hópana einkanlega. Það er synd og skömm og mikh óráðsía að rífa þetta hús. Kannski verður svo síðar meir byggð þama einhvers staðar félagsmiðstöð, fin og flott og afskaplega hugguleg fyr- ir gesti og gangandi. Gahinn við slik hús vhl hins vegar verða sá að enginn kemur inn í þau óth- neyddur. Það var mikið rætt um vor í ís- lenskri kvikmyndagerð fyrir nokkmm ámm. Það er ekki fráleitt að tala um vor í íslensku leikhúsi nú. Og eins og Maó formaður ráð- lagði, eigum við að leyfa þúsund blómum aö spretta í menningarlíf- inu. Það er óþarfi að flýta sér svona mikið að rífa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.